Morgunblaðið - 20.05.1984, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.05.1984, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 20. MAÍ 1984 MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 20. MAl 1984 25 P*rgtmÞ£ftMfc Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 20 kr. eintakið. Kjaradeila flugmanna Aundanförnum árum hafa orðið miklar breytingar í flugsamgöngum. Samkeppni hefur aukizt og fargjöld hafa lækkað. Flugfélög, sem fyrr á árum trónuðu hátt hafa verið á failanda fæti en ný félög komið til sögunnar. Gömlu fé- lögin voru orðin afar dýr í rekstri en nýju félögin eru rekin á hagkvæmari hátt með minni kostnaði. Eitt af því sem gerzt hefur á þessu breyt- ingaskeiði í Bandaríkjunum t.d. er að laun flugmanna hjá nýju félögunum eru í mörgum tilvikum mun lægri en laun hjá eldri flugfélögum. Á sl. sumri óskaði stórt flugfélag vestan hafs eftir gjaldþrota- skiptum en degi síðar var stofnað nýtt félag á grunni hins gamla, sem kvaðst reiðu- búið til þess að taka flugmenn í þjónustu sína á helmingi lægri launum en þeir áður höfðu. Þetta félag er nú nán- ast í fullum rekstri en laun flugmanna mun lægri en áður var. Starfsmenn annarra fé- laga hafa greitt atkvæði um að lækka laun sín til þess að tryggja rekstur félaganna. Þessa þróun mála er hollt að hafa í huga, þegar við met- um stöðu flugmála okkar nú í Ijósi atburða síðustu daga. Sennilega er það umtalsvert afrek, að tekizt hefur að stýra Flugleiðum í gegnum ólgusjó síðustu ára með þó ekki meiri áföllum en raun ber vitni. En starfslið félagsins hefur orðið að aðlaga sig breyttum að- stæðum. Það eru einfaldlega ekki lengur forsendur fyrir því, að flugmenn eða aðrir starfs- menn þessa fyrirtækis séu á margfalt hærri launum en tíðkast í okkar samfélagi. Að því leyti er gullöld flugsins á Islandi lokið og kemur líklega ekki aftur. Þetta kunna að vera óþægilegar staðreyndir fyrir þá, sem muna betri tíma. Málflutningur flugmanna í kjaradeilu þeirra hefur komið mörgum sérkennilega fyrir sjónir. Þeir tala á þann veg, að greiðslur í lífeyrissjóði komi þeim ekki til góða, þótt það séu þau laun sem þeir eiga að lifa af í ellinni. Röksemdir þeirra varðandi skattgreiðslur eru óskiljanlegar. En hér á líka við að sjaldn- ast veldur einn þá tveir deila. Samskipti flugmanna og Flugleiða eru bersýnilega með þeim hætti, að það ætti að valda stjórnendum Flugleiða áhyggjum ekki síður en öðrum og þeim ber í þeim efnum að líta í eigin barm. Það er eitt helzta verkefni stjórnenda að skapa þau skilyrði í rekstri fyrirtækis, að starfsmenn séu ánægðir og fái að njóta sín í störfum. Hér hlýtur pottur að vera brotinn hjá stjórnendum Flugleiða og þá ábyrgð verða þeir að axla í þessari kjara- deilu. Ríkisstjórnin setti lög til þess að koma í veg fyrir verk- fall flugmanna. Um þá laga- setningu var víðtæk samstaða á Alþingi. Engu að síður löm- uðust flugsamgöngur í fyrra- dag. Á síðasta áratug hefur það gerzt æ ofan í æ, að laun- þegahópar hafa brotið slík lög. Það er fordæmanlegt at- hæfi en engu að síður veru- leiki sem stjórnmálamenn verða að horfast í augu við. Við höfum um langt skeið setið nánast einir að sam- göngum milli íslands og ann- arra landa. Nú er bandarískt skipafélag að ryðjast inn á þennan markað. Erlend flug- félög hafa rétt til þess að fljúga hingað til lands. Hve- nær kemur að því að þau not- færa sér þann rétt? Og hvað gagnar það þá flugmönnum að brjóta lög og leggjast í rúmið? íslendingar láta ekki bjóða sér slíka truflun á samgöng- um. Vill íslenzkt flugþjón- ustufólk, að þessi þjónustu- starfsemi færist í hendur út- lendinga? Einkarekst- ur og vel- ferðarkerfi Nýlega hafa verið birtar niðurstöður í nokkrum skoðanakönnunum á vegum Hagvangs. Ein þeirra sýndi sterkan stuðning við einka- rekstur og vilja fólks til þess að draga úr umsvifum ríkisins í atvinnurekstri. Önnur sýndi afdráttarlausa ósk almenn- ings um að halda fast við meginþætti velferðarkerfis- ins. Það væri rangt að túlka þá niðurstöðu þannig, að fólk sætti sig við sóun í velferðar- kerfinu en viljinn til þess að halda því við fer ekki á milli mála. Sjálfstæðismenn geta verið ánægðir með þessa niður- stöðu. Á þessari tvíþættu stefnu hefur velgengni flokks þeirra byggzt í áratugi. Það er ótrúlegt, hvernig stór hópur fólks er farinn að nota móður- málið og enn ótrúlegra, þegar haft er í huga, að íslenzka þjóðin hefur aldrei átt þess kost að mennta sig með þeim hætti, sem nú tíðkast. Samt hrakar tungunni, dýrmæt- ustu arfleifð okkar. Við verðum að horfast í augu við þá staðreynd og reyna að snúa vörn í sókn. Of margir, sem koma til að mynda fram í fjölmiðlum nota málið ruglingslega, koma varla frá sér ærlegri hugsun, útbía málfar sitt með ambögum, láta vaða á súðum og hugsa ekki um setningaskipan eða innri gerð málsins og rugla Ioks saman orðatiltækjum, svo að ljóst er þeir skilja lítið sem ekkert af því, sem þeir eru að segja. Allt er þetta ömurlegt. Sum- ir, og jafnvel þeir sem starfa við ríkisfjölmiðlana, hafa rangar áherzlur, tala útlenzkulegt og bjagað mál, ekki síður en margir þeir, sem eru að burðast við að skrifa. Þótt hér sé ekki verið með neinar hrakspár, ligg- ur í augum uppi, að framburði og málnotkun yfir- leitt er heldur áfátt nú um stundir, og ekki sízt er það áberandi og raunar alvarlegt hvernig áherzlur raskast, en þær eru, ásamt málfræðikerfinu, inn- viðir tungunnar. Þessi grundvallaratriði hafa lítið breytzt frá landnámstíð og er það ein helzta ástæða þess við getum lesið bókmenntir allra alda á fslandi með tiltölulega lítilli fyrirhöfn, eins og Hreinn Bene- diktsson, prófessor, hefur bent á í stórfróðlegri rit- gerð sinni, Upptök íslenzks máls, þar sem fjallað er um þróun tungunnar fram á okkar daga. Þessi saga sýnir að vísu, að íslenzka hefur tekið ýmsum breyt- ingum á löngum tíma, m.a. hafa sérhljóðar breytzt verulega í framburði, svo að við megum ekki við meiri breytingum á þeim, ef við ætlum að varðveita tunguna; a.m.k. þrjú sérhljóðasambönd eru nú í mikilli hættu, æ, ö og au (Granland, suluvara, hust). Það er hárrétt, sem Kristján Árnason, lektor, segir í grein hér í blaðinu ekki alls fyrir Iöngu, að viðnáms er ekki að vænta né málvöndunarbaráttu nema byggt sé á þekkingu og nauðsynlegum rann- sóknum. Björn Guðfinnsson, prófessor, vann stór- virki í þeim efnum á sínum tima og átti meðal annarra þátt í að útrýma flámæli. Með rannsókn- um hans, sem studdar voru af almannafé, var grundvöllurinn lagður og stefnan mörkuð. Hún bar ótvíræðan árangur. Athuganir komnar vel á veg Þeir Kristján Árnason og Höskuldur Þráinsson, prófessor, sem notið hafa styrks úr Vísindasjóði og Rannsóknasjóði Háskóla Islands, hafa haft með höndum athuganir á íslenzkri tungu og eru þær, að sögn Kristjáns lektors, komnar nokkuð vel á veg. Niðurstöður hafa þegar verið birtar á rannsóknun- um á máli Vestur-Skaftfellinga í hnýsilegu tímariti málfræðinga, Islenzkt mál. Kristján segir, að könn- unin taki til alls landsins og úrvinnslu efnis frá Reykjavík að mestu lokið. Niðurstöðurnar muni birtast í næsta hefti íslenzks máls og eru það ánægjuleg tíðindi. I grein Kristjáns Árnasonar segir, að í könnun þeirra félaga hafi m.a. komið fram, að sum, en ekki öll þau einkenni, sem kenna má við óskýrt tal, séu algengari meðal ungs fólks en eldra. Þau ummæli hans vekja ekki sízt athygli, að norðlenzka harð- mælið hafi ögn aukizt meðal eldri kynslóða í Reykjavík, enda þótt yngsta fólkið sé býsna lin- mælt, eins og hann kemst að orði. Því miður virðist koma fram af könnuninni, að í Vestur-Skaftafellssýslu hafi þeim fækkað, sem nota gamalgróin einkenni í þeirri byggð, þ.e. að segja bo-ji og sti-ji fyrir bogi og stigi, og hafa hv, en ekki kv, í orðum eins og hvalur. Það er miður. Hitt er vj'st, að engin leið yrði til þess að kenna fólki hv-framburð, sem er svo vant k-inu, að því finnst ekkert athugavert að stuðla saman hv og k eins og Davíð frá Fagraskógi: Þú komst í hlaðið á hvítum hesti, þú komst með vor í augum þér ... Kristján Árnason segir, að líklegt megi teljast, að framgangur harðmælis í Reykjavík, þótt ekki sé stórkostlegur eins og hann kemst að orði, geti að einhverju leyti verið uppskera þess, að „harðmæli hefur heldur verið haldið að mönnum í skólakerf- inu", auk þess sem barizt hefur verið fyrir því á öðrum vettvangi. Þannig er Ijóst, að kennsla og barátta geta borið árangur, enda er það meginatriðið í þingsályktun- artillögunni um framburðarkennslu og málvöndun, sem lögð var fyrir Alþingi og mikið hefur verið rædd. Til slíkrar kennslu og rannsókna á íslenzkri tungu á að sjálfsögðu að veita það fé, sem nauðsyn krefur. Of mikið er í húfi til að horfa aðgerðarlaus á blinda þróun. Við getum haft áhrif á hana; getum varðveitt tunguna, ef vilji er fyrir hendi. Tökum okkur taki Á fjölmiðlaöld er nauðsynlegt að taka til hendi og rækta garðinn, svo að við stöndumst ásókn mynd(segul)bandal> og sjónvarps, með erlendu efni. Þessi ásókn á eftir að verða okkur skeinuhættari með hverju ári, sem líður. Mikil ábyrgð hvílir á okkar kynslóð. Hún má ekki undan líta þegar svo óvægilega er að tungunni veg- ið. Þeir aðilar, sem mesta ábyrgð bera, verða að horfast í augu við veruleikann og mega ekki verða óskhyggju, linkind eða uppgjöf að bráð. Erlendar tízkustefnur sem boða að láta skuli allt danka, þegar tungan er annars vegar, eru ekki þeir vitar, sem sigla á eftir. Forystan verður að koma frá kennurum, þingmönnum og fjölmiðlafólki og má þá minna á, að pottur er ekki sízt brotinn hjá okkur. Við verðum ekki síður en aðrir að taka okkur taki. Við blaðamenn köstum fjöreggi íslenzkrar arf- leifðar milli okkar og til þess verður ætlazt, að við gloprum því ekki niður. Margir blaðamenn eru allt- of háðir segulböndum og sjást fingraförin í skrif- um þeirra. Segulbönd geta verið góð til síns brúks þegar safna þarf upplýsingum en eru afar varhuga- verð ef menn venjast á að skrifa beint upp eftir þeim. Uppskeran verður ótækt mál og ambögur. Víða er málkennd fólks á íslandi sem betur fer í góðu lagi, en allt of margir eru þó heillum horfnir. Við verðum að kenna fólki rækilega, bæði að tala og skrifa — og þá ekki sízt í skólum og fjölmiðlum. Kennarar eiga að kenna íslenzku, hvert sem við- fangsefnið er; hver tími í ensku, þýzku eða dönsku 22 ......7 5128 ...68 77 77 7 .415 23 ......7 5913 ...68 51 84 VídeoGrensás GrensasvegiZ4............ ^ Video-Htemm Lauaavog'13 VIÐEO-KLÚBBURIHH .180 77 ...68 56 31 ......7 10 39 .7 34 26 .409 88 . 5 48 28 .. 7 50 72 .510 65 ...68 62 23 <1 61102 3 .547 28 ......4 46 41 Video kkibburinn Stórhotti 1 videó-MaikadimiinHamraborglo. VWeo-spólansfHoltagölul .................. « VideoSportstÆgislou123................... VideoSportsfMiðbæ Héateittsbraut 5fr60...........................J * ALLT FYRIR HEIMABÍÓIB leígjum taU, imjn*. ííntagawétar onnunHt uppttfcw og yMawtor á myndu VIDEOBANKINN IJSSTVECS1134 S<Mi 23479 443 20 .2 73 02 ......4 08 46 7 62 4625 .....3 95 68 ......513 05 .71903 .7 52 93 . 7 78 45 . 1 37 04 VWeóbar*lnnLauflavegl134 2 34 VideoheimurinnTryggvaQötu................*« videohomío EaflW**' .rir-r: „ VioeóhorniðmyrKtoareiateigaFakagZ .2 77 Vldeohúsiðverslun Skótavðrftustkj42 1 96 VkieótekjaHafnarflaroarStrand9«u41 5 41 VkíeoteiganSmiosbúölO.....................*62 Videomarkaöurinnst ............................. '" KVIKMVNDAMAfíKAOURIN vioeo • tæki • r"¦»"» Simi 1 54 80 .4 34 67 ...4 63 78 ...7 51 20 .66 65 47 ...435 68 ...7 36 54 ...7 24 09 ...814 68 .....394 49 Videosafn Kvtkmyndamarkaoarins Skólavör&ustfg 19..............................1 54 VioeospólanstHðfoatúnilO .................215 Vkteosýn Amarbakka 2 ...•......................7 66 .3 0123 ...783 13 .. 61 02 19 .....4 30 29 .....7 53 62 .....8 23 01 } ...7 1699 16 3 37 47 ...5 36 97 ...68 78 71 3.468 10 Myndbandatækniþjónusta Upptökur - Myndbandavinnsla Myndver sími 2 99 95 Markaðsdeild 2 85 52 LAUGAVEGI 26 m VBÆ Videötækntbtonustan Ismynd st Laugavegi26....................................299 Tokum upp á myndbond: Auglýsingar tyrir video og siónvarp — træðsluefni — viðtalsþætti o.m.fl MYTIDSia SkálhoKsstíg 2a Símar 11777 — 10147 304 Úr símaskránni fyrir árið 1984. REYKJAVIKURBREF Laugardagur 19. maí á einnig að vera kennsla í íslenzku, svo að dæmi séu tekin. » Sjálfstæd þjód á tölvuöld" í þættinum Bókmenntir og grunnskóli, sem birt- ist hér í blaðinu nýlega, sagði Friðrik G. Olgeirs- son, sagnfræðingur, „að ég tel mjög þýðingarmikið, að íslensk fræði séu efld á sama tíma og erlend mál, alþjóðlegar vísindagreinar og tölvuspeki flæð- ir yfir landið. Takist okkur á þann hátt að halda í fornar rætur er mun líklegra, að okkur takist að lifa sem sjálfstæð þjóð á tölvuöld." Þetta er í raun og veru kjarni málsins. Friðrik segir einnig að nota megi við kennslu ýmsar stuttar sögur og þætti „ásamt þeirri aðferð, að kennarinn endursegi áhugaverðar sögur eða kafla" — og kveðst hann vita mörg dæmi slíks. En við þessi orð má bæta, að ekki er. síður nauðsynlegt að nemendur endursegi það, sem þeir lesa, svo þeir læri að tjá sig, skýrt og skilmerkilega; læri að koma hugsun sinni á fram- færi í þeim búningi, sem ræktuðu fólki sæmir. Margt fróðlegt og nýtilegt hefur verið sagt og skrifað um íslenzkt mál, til að mynda í útvarpi, og má nefna Árna Böðvarsson meðal annarra, skín- andi kennara eins og bréfritari kynntist í háskóla, enda hefur hann nú góðu heillu verið gerður að íslenzkufulltrúa þessa áhrifamikla fjölmiðils. Og ekki verður lögð nægileg áherzla á, hve þættir Orðabókarmanna hafa verið mikilvægir og fróðleg- ir, enda hafa erindi þeirra verið hvatning til ís- lendingaað rækta garðinn sinn á vályndum tímum. Hér í blaðinu hafa verið miklar umræður um íslenzka tungu — og er það vel. Gísli Jónsson, menntaskólakennari, sá frjói, áhugasami og gagn- menntaði norrænufræðingur, hefur ekki látið deig- an síga, heldur haft forystu um málrækt með þeim hætti, að vart getur liðið langur tími, þar til þættir hans verða gefnir út í bók. Margir aðrir hafa einnig lagt hönd á plóg hér í blaðinu. Nefna má Helga Hálfdanarson, skáld, Jón Óskar, skáld, og Ævar Kvaran, leikara og rithöfund. Helgi og Ævar vilja m.a. berjast við linmælið og er það góðra gjalda vert. í umræðum á Alþingi um fyrrnefnda þings- ályktunartillögu tók Kristín Halldórsdóttir í sama streng og nefndi svo drastfsk dæmi, að bréfritari, sem er linmælt Reykjavíkurbarn, staldraði við, leit í eigin barm og spurði sjálfan sig, hvort ekki væri rangt það sem hann hefði áður haldið fram, að nægilegt sé, að „við komum með kennslu og ákveðni í veg fyrir að láda verði la og taga ta eins og í frændþjóðamállýzkum okkar". Linmælið er að vísu lítt hættulegt blæbrigði í tungunni, en þó einungis, ef því verður haldið í skefjum, sem óvíst er. Ruglingur orðtaka Bréfi-itnri heyrði ekki alls fyrir löngu dæmi um að koma einhverjum um koll, en ekki í koll og nefnir það sem hrakandi skilning á merkingarfræði. Við höfum endalaus dæmi um rugling af svipuðu tagi. f raun og veru ætti að skylda námsmenn til að kynna sér helztu atriði gagnmerkrar bókar Halldórs Halldórssonar, prófessors, íslenzk orðtök, þar sem birtast rannsóknir hans á myndhverfum orðtökum í íslenzku. Bókin kom fyrst ÚM954 og ætti að vera til á hverju heimili (síðar á vegum AB). Þá gætu menn til að mynda gert sér grein fyrir muninum á því að tefla e-u í tvísýnu, þ.e. að leggja eitthvað í hættu eða leggja á tæpasta vaðið, þ.e. hætta á eitt- hvað, leggja út í tvísýnu, en þessum orðtökum, auk margra annarra, er slengt saman og sagt: Tefla á tæpasta vaðið. Slíkur ruglingur orðtaka er hvimleið- ur og verður að stemma stigu við honum. Tefla á tvær hættur er t.a.m. illskiljanlegt nútímafólki vegna þess það mun hafa orðið til við samruna og því brenglazt; orðtakið merkir: hætta e-u, leggja á hættu (tefla í uppnám og leggja á tví-hættu; sbr. nú: eiga e-ð á (tví)hættu). I orðtökunum birtast fegurstu blæbrigði tungunnar, þau nálgast oft skáldlega sýn, eins og sjá má af myndinni af reið- manninum „sem leggur í að ríða yfir mjótt vað, þar sem hyldýpi eða foss er neðan vaðs og hætta á, að hestinn hreki", eins og Halldór Halldórsson segir um síðarnefnda orðtakið. » Bleyðuvæða á göðum Reygjavígur" En nú skulum við í lokin minnast á örfá atriði, sem komu fram í umræðunum um fyrrnefnda þingsályktunartillögu. Þegar fyrsti flutningsmaður, Árni Johnsen, hafði mælt fyrir henni, tók Kristín Halldórsdóttir til máls og sagði m.a., að góður framburður og vandað málfar ætti að vera keppikefli allra íslendinga og þeim mun frekar þar sem tunga okkar er einstök arfleifð. Hún kvaðst vera sammála þeirri skoðun flutningsmanna að tungan ætti í vök að verjast 01 fyllsta ástæða til að sporna gegn þessari hættu. „ það bæði við um latmæli og linmæli, svo og hreinar málfræðilegar villur." Hún sagði, að sér virtist latmæli hafa færzt gífurlega í vöxtu og nefndi dæmi: Tvöðusund í staðinn fyrir tvö þúsund, sem mun vera algengt í máli barna og unglinga, inndu- deild í stað innheimtudeild „sem ég heyrði marg- sinnis í útvarpi eitt sinn" og fóbolti í stað fótbolti. En síðan sagði þingmaðurinn — og er ástæða til að íhuga þau orð nánar: „Linmæli eða harðmæli er fyrir mörgum aðeins smekksatriði, en hér er um annað og meira að ræða að mínum dómi. Ef ekki er spyrnt við fótum, heldur þróunin áfram. Harðmæl- ið er nú á undanhaldi, og þegar linmælið hefur náð fótfestu, svo að harðmæli heyrist vart nema í máli einstakra, þá er stutt í enn meiri linku í máli. Þá er stutt í að t, sem orðið er d, breytist í ð. íslendingar segi láða í stað láda, en margir segja ennþá, sem betur fer, láta; og þá er stutt í að b, sem til er orðið úr p, breytist í v. Menn segi káva í stað kába, fyrir eldra kápa. Og loks er stutt í, að k sem breyst hefur í g, verði enn linara. Menn segi þá taga í stað taga fyrir enn eldra taka. „Það er bleyduvæda á götum Reykjavíkur," sögðu norðlensk börn í gamla daga og gerðu þannig gys að sunnlenskunni, sem svo var nefnd, en er og hefur lengi verið miklu víðtækari en svo, að kenna megi hana eingöngu við Suðurland. Ef ekki verður spyrnt við fótum á þessu sviði kynni þessi setning að hljóma svo eftir allmarga áratugi, vænti ég: Þa e bleyðuvseða á göðum Reygjavígur," og þyrfti þá meira en reggkávu til að mæta þeim að- stæðum á réttan hátt. Hins vegar er ég sammála því sem stendur í grg., að röddun í framburði eins og tíðkast á Norðurlandi eystra í orðum eins og stúlka, mjólk, hempa og vöntun o.s.frv. sé ekki keppikefli þeim, sem hafa ekki alist upp við slíkan framburð, og er því ekki hlynnt því, að reynt sé að kenna hann, þótt óneitanlega væri mikil eftirsjá í þeim framburði, ef hann legðist algjörlega af, á sama hátt og leitt væri ef langa a-ið þeirra Vest- firðinga legðist af með öllu." Loks sagði þingmað- urinn, að nauðsyn beri til að auka verulega kröfur á hendur þeim, sem flytja mál í útvarpi og sjónvarpi, eins og hann komst að orði. „Það er til dæmis deginum ljósara, að einkanlega þeir sem koma fram í tónlistarþáttum fyrir ungt fólk og íþrótta- þáttum, bera mikla ábyrgð á versnandi framburði í máli ungs fólks. Við eigum sem betur fer fjöldann allan af vel menntuðu fólki og áhugasömu um varð- veislu íslenskunnar í sinni fegurstu mynd, sem treystandi er til að vinna að þessu máli, ef því er gert það kleift." Sverrir Hermannsson, iðnaðarráðherra, minnti á þingsályktunartillögu frá 1977, þar sem Alþingi fól ríkisstjórninni að sjá svo um „að sjónvarp og út- varp annist kennslu og fræðslu í öllum greinum móðurmálsins" — og réðst af hörku á fram- kvæmdaleysi í þessum efnum og fyrirlitningu emb- ættismanna á ákvórðunum Alþingis. Varðveizla ís- lenzkrar tungu væri „brýnasta verkefnið nú", sagði ráðherrann. Ákvörðun Alþingis var sú, að ríkis- stjórninni var fyrir lagt að sjá svo um að „kennsla og fræðsla í ríkisútvarpinu í öllum greinum móð- urmálsins verði efld", eins og í samþykktinni segir. Eiður Guðnason, sem er einhver skýrmæltasti fréttamaður á opinberum fjðlmiðlum og hlotið hef- ur móðurmálsverðlaun úr sjóði Björns Jónssonar, sagði m.a.: „ ... en auðvitað má miklu betur gera. Og nú á undanförnum vikum og mánuðum hefur kannski keyrt um þverbak með tilkomu annarrar útvarpsdagskrár, Rásar 2, sem svo hefur verið nefnd og mönnum sýnst, að nú væri mælirinn kannski fullur, þar sem ambögurnar hafa óspart riðið húsum og leiddi þetta til mikilla umræðna í útpvarpsráði og á útvarpi um málvöndun. Niður- staðan varð sú, að vinnunefnd, sem útvarpsráð skipaði til að kanna þetta mál, gerði þaö að tillögu sinni, að ráðinn yrði að ríkisútvarpinu sérstakur kunnáttumaður til að leiðbeina þeim, sem þar koma fram, um málfar." Þingmaðurinn varaði við áherzluflutningi af fyrsta-atkvæði og benti á, að þessi bæklaða máltilfinning hefði sett svip á um- ræður á Alþingi undanfarinn áratug. Allir þingmenn, sem töluðu um tillöguna tóku í sama streng og nú hefur verið greint frá, þ.e. þeir höfðu áhyggjur af hrakandi máli og vilja spyrna við fótum. „Látið mig bara liggja piltar" Að lokum fer vel á því að birta endursögn á athyglisverðri ræðu Guðmundar J. Guðmundsson- ar í umræðunum um íslenzkuna, en hann er ættað- ur úr verkamannabústöðunum í vesturbæ Reykja- víkur, þar sem íslenzk menning var sett skör hærra á unglingsárum bréfritara en brauðstritið — og máttu menn þó hafa sig alla við. Þessi saga er af tveimur verkamönnum, vinum mínum, og gerðist fyrir nokkrum árum. Annar rösklega tvítugur, hinn eitthvað yfir sjötugt. Sá síðar nefndi hafði legið veikur um skeið, þegar sonur hans uppkominn færði honum eftir siglingu eina þrjá kúta af rommi og kassa af havanavindl- um. Þegar gamli maðurinn hafði gætt sér á romm- inu, seig á hann höfgi og haldið er að havanavindill hafi dottið á sængina. Gamli maðurinn vaknaði við það, að húsið stóð í ljósum logum og tveir slökkvi- liðsmenn voru að bisa við að koma honum í sjúkra- körfu. Þá sagði gamli maðurinn: „Látið mig bara liggja, piltar. Mér er ekki vandara um en Njáli í brennunni." Fleiri orð mælti hann ekki í þessu lífi. í sama mánuði kom til mín ungur maður. Hann hafði lokið prófi við héraðsskóla. Hann var eitt- hvað dapur og sagði: „Helvítis djöfull, maður!" Svo fylgdu eftir einhver fleiri blótsyrði. „Nú, er eitt- hvað að?" spurði ég. „Já, helvítis andskoti. Mamma dó í nótt!" Honum var harmur í huga. En orðgnóttin og íslenzkan léku honum ekki á tungu. Tvítugur og sjötugur, tungutakið ólíkt. Sá eldri hafði alizt upp við Njálu, en sá yngri hlotið gott próf úr Reykholti, setri Snorra Sturlusonar. 1' Við skulum útrýma fyrir fullt or allt orðskripinu útlenda vidcó, sem er raunar merkinKarlaust á íslenzku ot; blettur á tungunni. Menn skyldu í bessu sambandi kynna sér Ijóð Guttorms J. Guttormssonar, WinnipeR Icelander, sem sýnir, hver verða örlög tun^u sem látin er þróast viö- námslaust. Ljóðið verður síðar birt i Lesbók. Morgunblaðið/RAX „Þótt hér sé ekki verið með neinar hrakspár, liggur í augum uppi, að framburði og málnotkun yfir- leitt er heldur áfátt nú um stundir, og ekki sízt er það áber- andi og raunar al- varlegt hvernig áherzlur raskast, en þær eru, ásamt málfræðikerfinu, innviðir tungunn- ar."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.