Morgunblaðið - 20.05.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.05.1984, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLADID, SUNNUÐAGUR ZB. MAÍ1984 Doktorsrit- gerð um félags- þroska barna 8. MAÍ síðastliðinn varði Garðar G. Vilborg, sálfræðingur, dokt- orsritgerð í sálarfræði við Lund- arháskóla í Svíþjóð. Ritgerðin ber heitið „Studies in the Develop- ment of Socialbehavior Underst- anding". Ritgerðin fjallar um fé- lagsþroska barna á aldrinum 5 til 9 ára og samanstendur af fjórum rannsóknarskýrslum og niður- stöðum. Rannsóknirnar beindust að því að kanna á hvern hátt börn skylja og skynja atferli, tilfinn- ingar og ætlanir jafnaldra við ýms- ar aðstæður og hvernig þessi skilningur þroskast á nefndu ald- ursskeiði. Dr. Garðar G. Vilborg. Garðar G. Vilborg er 32 ára gamall. Hann tók stúdentspróf við Menntaskólann í Reykjavík og hefur stundað nám í sálar- fræði við Háskóla íslands og í Svíþjóð frá 1975. Frá 1980 hefur Garðar stundað kennslu í sálar- fræði við Lundarháskóla sam- hliða náminu. Foreldrar Garð- ars eru Garðar Vilborg og Mar- grét Ásmundsdóttir. Kona hans er Fanný Jánsdóttir, uppeldis- fræðingur. »111 II II! ' « * ¦ i ¦ ¦ ¦ *' $ % J ' ' Tillaya SigurAer GuSmundnonar Tillaga Sigurðar Guðmundssonar arkitekte 1943, að veitingastað við hitavcitutanka í Öskjuhlíð. (Morgunblaðið/ Emilia) Frá Skólabrú til Gullinbrúar Sögu- og skipu- lagssýning Reykjavíkur að Kjarvals- stöðum Á Kjarvalsstöðum stendur nú yfir sýning um þróun skipu- lagsmála í Reykjavík á þessari öld, en sýningin ber heitið „Frá Skólabrú til Gullinbrúar". Sýn- ingin er haldin að tillögu meiri- hluta skipulagsnefndar Reykja- víkur, sem samþykkt var í janúar sl. og er markmið hennar að sýna borgarbúum og óðrum iands- mönnum ýmsa þætti úr skipulagi Reykjavíkur, svo sem ný byggða- svæði, tillögur um skipulag ákveðinna svæða í borginni, sam- göngutengsl, útivistarsvæði, helstu þjónustustofnanir og svæði til útivistar og tómstunda- iðkana. Ennfremur er á sýning- unni kynnt ágrip af sögu Reykja- víkur. I kynningarbæklingi sýn- ingarinnar er þess ennfremur getið, að Reykjavíkurborg hafi vaxið gífurlega hratt frá alda- mótum og eldri borgarbúar eigi því fullt í fangi með að fylgjast með tilkomu nýrra Strætisvagn í Reykjavík á fjórða áratugnum. hverfa fjarri miðborginni og margt yngra fólk geri sér illa grein fyrir því umhverfi og þeim aðstæðum sem ríktu á fyrstu áratugum aldarinnar þegar Reykjavík var að breyt- ast úr bæ í borg. Tilgangur sýningarinnar sé einmitt að gefa borgarbúum, ungum sem oldnum, tækifæri til að kynna sér þróun borgarinnar. Sögu- og skipulagssýningin í Kjarvalssal er brotin niður í sex megindeildir: Söguleg þróun byggðar, íbúar og at- hafnalíf, félagsmál og frítíma- iðja, þróun umferðarmála, ný- leg skipulagsverkefni og fram- tíðarbyggð. Sýningin er aðal- lega í myndrænu formi, þ.e. ljósmyndir, loftmyndir, kort, skipulagsuppdrættir, skýringa- myndir, líkön og „slides- myndir". Þá hafa verið flutt er- indi, er varpa ljósi á ýmsa efn- isþætti sýningarinnar. Sýning- unni lýkur i kvöld. Skoðanakönnun Hagvangs hf.: Verulegur munur á af- stöðu eftir kjördæmum Of langt 17,3 Hæfilega langt 41,0 Ekki nógu langt 29,2 Veit ekki 12,4 Karlar Konur Of langt 17,5 17,2 Hæfilega langt 40,1 42,1 Ekki nógu langt 33,9 24,2 Veit ekki 8,5 16,5 I skoðanakönnun, sem Hag- vangur hf. framkvæmdi í apr- ílmánuði sl. var viðhorf þátttak- enda til mismunandi vægis at- kvæða eftir kjördæmum kann- að. Spurningin var svohljóo- andi: „Miklar umræður hafa átt sér stað um jöfnun á vægi at- kvæða til Alþingiskosninga. Samkvæmt gildandi lögum þarf hlutfallslega séð 4 atkvæði til að fá mann kjörinn í Keykjavík á móti 1 atkvæði á Vestfjörðum. Ef aðeins þyrfti 2'/2 at- kvæði til að fá mann kjörinn í Reykjavík á móti 1 atkvæði á Vestfjörðum, fyndist þér þá of langt gengið, hæfilega langt eða ekki nógu langt til að jafna vægi atkvæða? Könnun þessi fór fram 6.—18. apríl sl. Úrtaksstærð var 1.000 manns. Svarpró- senta var brúttó: 86% og nettó 92,5%. Aldur þátttak- enda var 18 ára og eldri. Könnunin fór fram i gegnum síma og náði til alls landsins. í greinargerð Hagvangs um könnunina segir m.a.: „Rétt er að benda á, að tiltölulega fá svör eru að baki hlutfalls- talna úr fámennari kjördæm- um landsins. Þannig eru til dæmis aðeins 35 svör að baki hlutfallstalna í Norðurlandi vestra. Ber því að gera sam- anburð á milli kjördæma af varúð." Hér fer á eftir sundur- greind niðurstaða í skoðana- könnun Hagvangs um vægi atkvæða: Höfuðborgar- K-tthýli Dreilbýli gveðið Of langt 8,4 27,3 29,4 Hæfilega langt 43,0 40,1 35,8 Ekki nógu langt 38,5 17,4 18,3 Veit ekki 10,1 15,2 16,5 Reykja- K.-vkja Vestur- Vest- Norðurl. Norðurl. Austur- Suður- rfk nes land firrtir Vestra Kystra land land Of langt 8,8 7,3 37,5 46,5 25,7 19,5 22,4 33,7 Hæfilega langt 40,8 48,8 33,9 25,6 42,9 52,4 40,8 29,1 Ekki nógu langt 41,1 31,1 17,9 16,3 8,6 15,9 12,2 22,1 Veit ekki 9,4 12,8 10,7 11,6 22,9 12,2 24,5 15,1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.