Morgunblaðið - 20.05.1984, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 20.05.1984, Blaðsíða 48
Opid alla daga frá kl. 11.45-23.30. JZaelkenlnn AUSTURSTRÆTI22, INNSTRÆTI, SÍMI 11633. tfgtmftfafrtfe Opiö öll fímmtudags-, föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. AUSTURSTRÆTI22, INNSTRÆTI, SÍMI 11340 SUNNUDAGUR 20. MAI 1984 VERÐ I LAUSASOLU 20 KR. Annir í þingi í gæn Fimm lóg afgreidd FIMM frumvörp voru afgreidd sem lög frá neðri deild Alþingis í gær. I>etta voru lóg um Járnblendiverksmiðjuna í Hvalfirði, lög um Áburðarverksmiðju ríkisins, breyting á lögum um tekju- og eignaskatt og breyting á lögum um líf- eyrissjóð starfsmanna ríkisins. Frumvarp Ragnhildar Helgadótt- ur menntamálaráðherra um íslenska málnotkun var afgreitt milli deilda og frumvarp um veitingu ríkisborg- araréttar var einnig afgreitt. Síðar í gær hófst fundur í samein- uðu þingi, þar sem voru á dagskrá 34 mál. Meðal þeirra var tillaga til þingsályktunar um þjóðaratkvæða- greiðslu um áfengt öl, og í gær var almennt gert ráð fyrir að sú tillaga gengi til atkvæða fyrir þinglausnir, einnig þingsályktunartillaga um framburðarkennslu og málvernd og tillaga Samtaka um kvennalista um rannsókn og meðferð nauðgunar- mála. Flugmannadeilan: Stöðugir fundir hjá sáttasemj- ara í gær DEILUAÐILAR í flugmannadeil- unni komu saman hjá ríkissátta- semjara í gærmorgun, og seinni- partinn í gær var allt eins búist við því að þeir yrðu á fundum alla heigina. Guðlaugur Þorvaldsson ríkissáttasemjari sagði þó í sam- tali við blm. Mbl. að útilokað væri að segja nokkuð um það fyrr en seint í gærkveldi, hvort ástæða væri til þess að halda fundum áfram yfir helgina, en í gær feng- ust engar upplýsingar um það hvort miðað hefði í samkomulags- átt eða ekki. Allt flug var með eðlilegum hætti hjá Flugleiðum í gær, bæði innanlands og milli landa. í gærmorgun var flogið á áætlun til Glasgow og Kaupmannahafn- ar kl. 7.30 og til Vínar kl. 9. Auk þess var flogið seinni partinn til Luxemborgar og til Bandaríkj- anna. Sðgðust talsmenn Flug- leiða gera sér vonir um að flug yrði áfram samkvæmt áætlun í dag, sögðust enda ekki hafa neina ástæðu til þess að ætla annað. Færeyski línuveiðarinn Birita á strandstað Reykjavfkur í gær. gær. Á minni myndunum eru skipbrotsmenn af færeyska línuveiðaranum Birita við komuna til Morgunblioio/KEE. „Sjór gekk yfir björgunar- bátinn þegar okkur rak upp" „ÉG var sofandi í koju aftur í stýr- ishúsinu þegar strákarnir vöktu mig, því þeir sáu fjallahring. Ég fór þegar fram og sló af hraðanum og hugðist athuga staðsetningu okkar, þegar bátinn tók niðri. Ég tilkynnti strandið þegar til Hornafjarðar- radiós," sagði Bjarni Thomsen, skipstjóri á færeyska línuveiðaran- um Birita frá Þórshöfn, sem strand- aði á Skeiðarársandi laust fyrir klukkan 1 í fyrrinótt, í samtali viö Mbl. Fimm skipverjar komust í björgunarbát og í land og var bjargað af björgunarsveitar- mönnum á Kirkjubæjarklaustri um 316 klukkustund síðar. Skip- verjar á Birita auk Bjarni eru, Peter Martin Hansen, Peter Olof Stora, Andreas Poulsen og Sól- bjartur Midjord. Birita er 30 — sagði Andreas Poulsen, einn skipverja á færeyska línuveiðaranum Birita, sem strand- aði á Skeiðarársandi Mannbjörg varð. tonna línuveiðari, um 30 ára gamall bátur. Skipverjar voru á leið á ufsaveiðar hér við land. Hornafjarðarradíó barst til- kynning um strandið frá skip- verjum á Birita, en skipverjar vissu ekki staðsetningu bátsins, aðeins að þeir væru einhvers staðar á suðurströndinni. Björg- unarsveitunum á Kirkjubæjar- klaustri og í Öræfum var gert viðvart, svo og bátum í nágrenn- inu. Bátum tókst að miða út stað- setningu bátsins og fóru björg- unarsveitarmenn niður á sand- ana og björguðu skipverjum, sem voru orðnir kaldir og hraktir þeg- ar hjálp barst. „Ég var niðri í lúkar þegar bát- urinn strandaði, fann höggið, sem kom á bátinn þegar hann tók niðri," sagði Andreas Poulsen, háseti á Birita, í samtali við Mbl. „Mikill sjór gekk yfir bátinn og blotnuðum við allir. Við settum björgunarbátinn út og komumst klakklaust í hann á tæpum þrem- ur mínútum. Við gerðum okkur enga grein fyrir aðstæðum. Sjór gekk yfir björgunarbátinn þegar okkur rak upp í fjöruna, — ég giska á tæplega eitt hundrað metra vegalengd. Það var vissu- lega mikill léttir að komast í land og við skutum upp tveimur neyð- arblysum. Úti fyrir gátum við séð ljós báta, sem sigldu fram og til baka og við rétt grilltum í möstur Birita. Við vissum að okkur yrði bjargað þarna á sandinum, en óneitanlega varð okkur mjög kalt, enda blautir eftir volkið. Það var mikill léttir þegar við greindum ljós björgunarsveitarmanna á leið niður sandinn. Það er ljóst að við vorum mjög heppnir að björg- un tókst svo giftusamlega og í raun var enginn okkar hætt kom- inn, eins og atvik þróuðust," sagði Andreas Poulsen. Stjórnarflokkarnir sammála um landbúnaðarmálin: Vilja endurskoða sölu- málin og afiiema einokun Við upphaf sáttafundarins hjá rfkissáttasemjara í gærmorgun. Frá vinstri: Björn Guðmundsson, formaður samninganefndar flugmanna, Guðlaugur Þorvaldsson, ríkissáttasemjari, og Erling Aspelund, formaður samninga- nefndar Flugleiða. MorpinbUoio/ói.K.M. Framsóknarmaðurinn Davíð Aðal- steinsson skrifar undir álit annars minnihluta landbúnaðarnefndar efri deildar Alþingis þar sem segir m.a. að stjórnarflokkarnir séu sammála um „að rækileg endurskoðun fari fram á sölumálum landbúnaðarins þar sem einokun verði aflétt". Þegar Morgun- blaðið fór í prentun upp úr hádegi í gær stóðu yfir umræður um málið í efri deild. Ljóst virtist þá, að málinu verði vísað til rfkisstjórnarinnar samkvæmt samkomulagi stjórnarflokkanna, en mikill ágreiningur hefur verið þar um málið, og stóð Eyjólfur Konráð Jóns- son að flutningi breytingartillögu við frumvarpið ásamt stjórnarandstæðing- um. í umræðum um málið í gærmorg- un var deilt hart á einokun Græn- metisverslunarinnar og líkti Eiður Guðnason (A) verslunarháttum hennar við einokunarverslun Dana- konunga hér á landi fyrr á tímum. Hann deildi einnig hart á þingmenn Sjálfstæðisflokksins fyrir að láta Framsókn kúga sig í þessu máli og sagði m.a.: „Framsóknarmenn innan Sjálfstæðisflokksins ráða orðið ansi miklu, en völd þeirra fara sem betur fer dvínandi." Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins voru Eiður Guðnason og Eyjólfur Konráð Jónsson búnir að ganga frá tillögu til þingsályktunar árdegis í gær til framlagningar, ef frumvarpinu yrði vísað til ríkis- stjórnar. Þingsályktunartillagan gerir ráð fyrir að fjármálaráðherra láti fara fram opinbera rannsókn á starfsháttumn og viðskiptavenjum Grænmetisverslunar landbúnaðar- ins í ljósi þeirra atburða sem opin- berir hafa orðið á vordögum 1984, eins og segir orðrétt í þingsályktun- artillögunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.