Morgunblaðið - 20.05.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.05.1984, Blaðsíða 22
22 MORGUtíBLAðÍD, StittNÚÖAGtJR *'. MAÍ Í9& Augnablikið. Elva Ósk Ólafadóttir fagnar Berglind Jobaasen i sama andartaki og úrslitin eru tilkynnt. Fegurstu stúlkur á Islandi í ár Fegurðardrottning íslands 1984, Berglind Johansen. GRÍÐARLEG fagnaðarlæti brutust út í Broadway á föstu- dagskvöldið þegar kynntar voru og krýndar nýjar fegurðar- drottningar íslands og Reykja- vfkur, Berglind Johansen og Guðlaug Stella Brynjólfsdóttir. Var þeim fagnað vel og lengi og ekki að sjá og heyra á gestum annað en að þeir væru sáttir við úrslitin. Þær Berglind og Guð- laug voru þó ekki einu stúlk- urnar þetta kvöld, sem báru af fyrir glæsileika og þokka — þær urðu hlutskarpastar tíu stúlkna, sem kepptu til úrslita í Fegurðarsamkeppni íslands 1984. Þegar Guðlaug Stella Brynjólfsdóttir hafði verið krýnd Fegurðardrottning Reykjavíkur var röðin komin Fegurðardrottning íslands 1984, Berglind Johansen, íhisæti fyrir miðju. Vinstra megin er Guðlaug Stella Brynjólfsdóttir, Fegurðardrottning Reykjavíkur, sem einnig varð bnnur í röðinni, og hægra megin er Sólveig Þórisdóttir, sem varð þriðja. Fyrir aftan frá vinstri: Magðalena Osk Einarsdóttir, Jóhanna Sveinjónsdóttir, Guðný Benediktadóttir (nr. 4), Herdís Óskarsdóttir, Heiðdís Jónsdóttir, Guðrún Reynisdóttir (nr. 5) og Elva Ósk Ólafsdóttir. að hápunkti kvöldsins: kynn- ingu á aðalsigurvegara kvóldsins, Fegurðardrottn- ingu íslands 1984. Dómnefnd- armenn komu upp á svið einn af öðrum og færðu stjórnanda keppninnar, Baldvin Jónssyni auglýsingastjóra, umslag með nöfnum fimm efstu stúlkn- anna. í fimmta sæti hafnaði Guðrún Reynisdóttir, 17 ára Keflvíkingur; fjórða varð Guðný Benediktsdóttir, 19 ára Reykvíkingur; þriðja Sól- veig Þórisdóttir, 23 ára frá Reykjavík; önnur varð Guð- laug Stella Brynjólfsdóttir, 18 ára Reykvíkingur og fremst varð skólasystir henn- ar og jafnaldra úr Verslun- arskóla íslands, Berglind Jo- hansen, Fegurðardrottning íslands 1984. Skemmtidagskráin í Broadway áður en að krýn- ingunni kom var bæði löng og fjölbreytt Lúðrasveit Reykjavíkur tók á móti gest- um með dúndrandi blæstri, hljómsveit Gunnars Þórðar- sonar lék af fingrum fram og flutti hátíðarstefið, „Tilbrigði um fegurð" eftir Gunnar með dansívafi fluttu og frum- sömdu af þeim Katrínu Hall og Láru Stefánsdóttur, Krist- inn Sigmundsson söng vin- sælustu lögin af bandaríska vinsældalistanum 1907 og 1914 við undirleik Jónasar Ingimundarsonar, Ðansstúd- íó Sóleyjar sýndi frumsaminn dans, Þuríður Sigurðardóttir og Björgvin Halldórsson sungu lög eftir Cole Porter og nokkrir félagar úr Model '79 sýndu sumartískuna. Heið- ursgestir kvöldsins, Sarah- Jane Hutt, Miss World 1983, og Davíð Oddsson, borgar- stjóri, ávörpuðu samkomuna og krýndu sigurvegarana. Veislustjóri og kynnir var Þorgeir Ástvaldsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.