Morgunblaðið - 20.05.1984, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 20.05.1984, Qupperneq 22
22 MORGUKBLÁfria; SlWNÚÚÁGtJR 20. MAÍ Í984 Augnablikið. Elva Ósk Ólafsdóttir fagnar Berglind Johansen i sama andartaki og úrslitin eru tilkynnt. Feffurstu stúlkur á Islandi í ár að hápunkti kvöldsins: kynn- ingu á aðalsigurvegara kvöldsins, Fegurðardrottn- ingu íslands 1984. Dómnefnd- armenn komu upp á svið einn af öðrum og færðu stjórnanda keppninnar, Baldvin Jónssyni auglýsingastjóra, umslag með nöfnum fimm efstu stúlkn- anna. í fimmta sæti hafnaði Guðrún Reynisdóttir, 17 ára Keflvíkingur; fjórða varð Guðný Benediktsdóttir, 19 ára Reykvíkingur; þriðja Sól- veig Þórisdóttir, 23 ára frá Reykjavík; önnur varð Guð- laug Stella Brynjólfsdóttir, 18 ára Reykvíkingur og fremst varð skólasystir henn- ar og jafnaldra úr Verslun- arskóla íslands, Berglind Jo- hansen, Fegurðardrottning íslands 1984. Skemmtidagskráin í Broadway áður en að krýn- ingunni kom var bæði löng og fjölbreytt Lúðrasveit Reykjavíkur tók á móti gest- um með dúndrandi blæstri, hljómsveit Gunnars Þórðar- sonar lék af fingrum fram og flutti hátíðarstefið, „Tilbrigði um fegurð" eftir Gunnar með dansívafi fluttu og frum- sömdu af þeim Katrínu Hall og Láru Stefánsdóttur, Krist- inn Sigmundsson söng vin- sælustu lögin af bandaríska vinsældalistanum 1907 og 1914 við undirleik Jónasar Ingimundarsonar, Dansstúd- íó Sóleyjar sýndi frumsaminn dans, Þuríður Sigurðardóttir og Björgvin HalldórsSon sungu lög eftir Cole Porter og nokkrir félagar úr Model ’79 sýndu sumartískuna. Heið- ursgestir kvöldsins, Sarah- Jane Hutt, Miss World 1983, og Davíð Oddsson, borgar- stjóri, ávörpuðu samkomuna og krýndu sigurvegarana. Veislustjóri og kynnir var Þorgeir Ástvaldsson. Fegurdardrottning fslands 1984, Berglind Johansen, í hisæti fyrir midju. Vinstra megin er Guðlaug Stella Brynjólfsdóttir, Fegurðardrottning Reykjavíkur, sem einnig varð önnur í röðinni, og hægra megin er Sólveig Þórisdóttir, sem varð þriðja. Fyrir aftan fri vinstri: Magðalena Osk Einarsdóttir, Jóbanna Sveinjónsdóttir, Guðný Benediktsdóttir (nr. 4), Herdís Óskarsdóttir, Heiðdís Jónsdóttir, Guðrún Reynisdóttir (nr. 5) og Elva Ósk Ólafsdóttir. Fegurðardrottning íslands 1984, Berglind Johansen. GRÍÐARLEG fagnaðarlæti brutust út í Broadway á föstu- dagskvöldið þegar kynntar voru og krýndar nýjar fegurðar- drottningar íslands og Reykja- víkur, Berglind Johansen og Guðlaug Stella Brynjólfsdóttir. Var þeim fagnað vel og lengi og ekki að sjá og heyra á gestum annað en að þeir væru sáttir við úrslitin. Þær Berglind og Guð- laug voru þó ekki einu stúlk- urnar þetta kvöld, sem báru af fyrir glæsileika og þokka — þær urðu hlutskarpastar tíu stúlkna, sem kepptu til úrslita í Fegurðarsamkeppni íslands 1984. Þegar Guðlaug Stella Brynjólfsdóttir hafði verið krýnd Fegurðardrottning Reykjavíkur var röðin komin

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.