Morgunblaðið - 20.05.1984, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 20.05.1984, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MAÍ 1984 Aflakvótinn hefur leitt til verðmætaaukningar „MÉR fannst nú langerfiö- astur fyrsti sólarhringurinn í þessu ráðuneyti með útgáfu á bráðabirgðalögum, sem ekki voru nægilega vel undir- búin í stjómarmyndunarvið- ræðunum. Síðan voru þær ákvarðanir, sem teknar voru varðandi stjórnun fiskveið- anna í ársbyrjun, vissulega umdeilanlegar og menn geta aldrei verið vissir um Jiað, að verið sé að gera rétt. Eg hef allaf verið þeirrar skoðunar, að maður eigi að gera það sem manni finnst skynsamlegast á hverjum tíma. Það eru sumir sem segja oft á tíðum, að það sé skynsamlegt að gera þetta eða hitt, en hins vegar sé það ekki pólitískt rétt. Ég tel, að það sé alltaf pólit- ískt rétt að gera það, sem er skynsamlegt og ætli ég reyni ekki bara að halda mig við það. Það er mikilvægast fyrir sjávarútveginn að komast upp úr þessari lægð, sem hann er nú í. Ef hann væri betur staddur væru áreiðanlega skilyrði fyrir því að gengið væri hærra skráð og það er mjög áríðandi fyrir okkur að komast upp úr þessari lægð. Ef það tekst óttast ég ekki um framtíð sjávarút- vegsins. Hins vegar tel ég að við megum ekki ætlast til of mikils af honum, eins og við höfum gert á undanförn- un árum. Það er sjávarútv- egi mjög mikilvægt að aðrar atvinnugreinar byggist upp og geti tekið meira af þungan- um, sem á þjóðfélaginu og atvinnuvegunum hvílir. Menn halda því stundum fram, að það eigi að leggja meiri áherslu á uppbyggingu sjávarútvegs en annarra at- vinnugreina, en aðalatriðið er nú, að við gerum allt sem við teljum hagstætt. Það er ekki síður hagsmunamál sjávarútvegsins en annarra atvinnugreina," sagði Hall- dór Ásgrímsson, sjávarútvegs- ráðherra, er blm. Morgun- blaðsins ræddi við hann um stöðu sjávarútvegsins í dag. Kvótakerfið hefur forðað hættuástandi í atvinnumaíum Hverja metur þú reynsluna af kvótakerfinu nú? „Það má segja aö við höfum margt af þessu lært. Við gerðum okkur í fyrsta lagi vonir um að kvótinn yrði til þess að verðmæti aflans ykist. Án þess að við höfum fengið tölur yfir það held ég að það megi fullyrða að það hafi komið fram. Meðal annars virðist vera að fiskframleiðslan sé betri en nokkru sinni áður og almennt má segja, að verðmætaaukning hafi átt sér stað. í öðru lagi gerðum við okkur vonir um, að útgerðarkostnaður drægist saman, í fyrsta lagi með minni eyðslu viðkomandi skipa í veiðar- færum og olíu. Það virðist vera að veiðarfærakostnaður hafi nokkuð minnkað, einkum hjá netabátum, en að öðru leyti höfum við ekki nægilegar upplýsingar um það, hvernig þetta hefur komið fram. Þá var einnig gert ráð fyrir því, að sparnaður næðist með sameiningu aflakvóta skipa, sem reyndar hefur ekki orðið í miklum mæli. Nokkur skip hafa farið til rækjuveiða og þar með tekin úr botnfiskveiði. Einnig hefur loðnuflotinn ekki far- ið að því marki til botnfiskveiða sem hann hefði væntanlega annars gert. I fjórða lagi gerðum við ráð fyrir því, að kvótakerfið yrði til þess að jafna aflann betur yfir árið, þannig að ekki yrði eins mikil hætta á tímabundnu atvinnuleysi. Það voru margir sem spáðu veru- legu atvinnuleysi á þessum vetri. Þær upplýsingar, sem nú liggja fyrir, benda til þess að atvinna sé almennt bærileg á hinum ýmsu stöðum landsins. Því er ég þeirrar skoðunar, að kvótakerfið hafi orðið til þess að forða þar ákveðnu hættuástandi. Það er að sjálfsögðu of snemmt að segja til um það, hvernig ástandið gæti orðið síðari hluta ársins. Loðnan hefur haft mjög jákvæð áhrif á þau svæði landsins, þar sem henni hefur verið landað. Rækjan hefur orðið til þess, að ákveðið líf hefur færst í staði eins og ísafjörð, Siglufjörð og víðar. Við vonumst eftir því, að áframhald geti orðið á rækju- veiðinni. í júnímánuði mun hefjast meiri kolaveiði en nokkru sinni fyrr og getur kolinn skapað mikla atvinnu, þar sem honum verður landað. Nú fer líka í hönd einn besti tími togaranna og það hefur oft farið svo, að illa hefur gengið að ráða við afla þeirra á þessu tíma- bili, jafnvel á síðasta ári þrátt fyrir slök aflabrögð. Ég vænti þess, að kvótakerfið verði til þess að veið- arnar verði ekki stundaðar af þeim krafti sem verið hefur, þannig að það jafni atvinnuna fram á haust- ið. Hvað bátaflotann varðar er hin almenna staða þannig, að afla- brögð hafa verið það léleg í vetur, að mikill hluti flotans á eftir af kvóta sínum. Að vísu eru til undan- tekningar, en þær hafa ekki veru- lega þýðingu í sambandi við at- vinnu í landinu." Kvótar líklega uppi- staðan í stjórnun veiða á næsta ári Hvaða tilhögunar á stjórnun veiða á næsta ári má vænta í ljósi þessarar reynslu? „Við eigum að sjálfsögðu eftir að meta stöðuna og alveg á næstunni ætlum við okkur að hefja umræður um, hvað við getum gert á næsta ári. Að sjálfsögðu skiptir mestu máli hvað við getum veitt. Ef geng- ið er út frá því að við þurfum að sætta okkur við tiltölulega slæmt ár í botnfiskveiðum 1985, sem margt bendir til að verði, vitum við, að okkur er tiltölulega þröngur stakkur sniðinn. Vonast er til bæri- legrar afkomu loðnuskipa á næst- unni af loðnuveiðum og vonandi takast rækjuveiðarnar þannig til, að það verói eftirsóknarvert fyrir nokkurn hluta flotans að stunda þær veiðar mikinn hluta ársins. Það mun að sjálfsögðu létta á næsta ári á sama hátt og í ár. Það er þó óhætt að segja, að við getum ekki byggt næstu árin á sams kon- ar skiptingu afla og við höfum gert í ár. Skiptingin miðast við árin 1981 til 1983 og það er öllum ljóst, að það felst enginn stóri sannleikur í þessum árum, þó þau hafi verið viðmiðun á þessu ári. Ég veit, að við verðum hins vegar að byggja stjórnina á næsta ári á takmörkun- Rætt við Halldór Asgrímsson sjávar- útvegsráð- herra, um stöðu sjávar- útvegsins í dag um og mjog líklegt er að kvótar í einu eða öðru formi verði uppistað- an í stjórnun veiðanna. Við þurfum að sjálfsögðu að líta betur á það, hvort við getum notað sóknar- markið, sem ákveðið var að vinna að frekari útfærslu á, þegar afla- markið var tekið upp. Við munum áreiðanlega líta mjög náið á þau mál áður en ákvarðanir verða tekn- ar. Við ætlum okkur sem sagt að fara í gang með undirbúning fyrir haustið sem fyrst, en ég hef enga trú á því að við getum tekið ákvarðanir fyrr en einhvern tím- ann á haustdögum." Eigum að taka áhætt- una af þungri sókn í rækjuna Mun ekki stjórn veiðanna byggj- ast á því, að beina sókninni frekar frá hefðbundnum botnfiskveiðum? „Jú, en málið er fyrst og fremst það í hvað við getum beint sókn- inni. Vonandi liggur betur fyrir eftir sumarið hvað við getum sótt af miklum þunga í rækjuna. Það skapar okkur vissulega nokkra erf- iðleika hve lítið við vitum um stofninn. Það hefur komið skýrt fram, að aðilar til dæmis á Norður- landi óttast það, að gengið verði of nærri honum. Hins vegar hef ég verið þeirrar skoðunar, að það verði að reyna á það. Við gætum gert þarna tvenns konar mistök, annars vegar að sækja af allt of litlum krafti í rækjuna og finna ekki þau mið, sem kunna að vera fyrir hendi og hins vegar að sækja of fast í stofninn. Ég er þeirrar skoðunar, að miðað við núverandi aðstæður verðum við að taka áhættuna af því, að hafa nokkuð þunga sókn og fylgjast náið með framvindunni." Hreyfing komin á ýmsar nýjungar í út- veginum Hvað með tilraunaveiðar á van- nýttum tegundum? „Það hefur nú átt sér stað nokk- ur leit að hörpuskel og út úr því hefur komið aukin veiði á Skaga- firði, talað er um að á Húnaflóa sé óhætt að veiða allt að 2.000 lestum, en veiði þar var í tiltölulega litlum mæli áður. Það er talinn grundvöll- ur fyrir slíkri útgerð og vinnslu á Norðausturlandi og við höfum ákveðið að heimila uppsetningu á verksmiðju á Vopnafirði. Hvað varðar krabbann er undirbúningur ekki kominn nægilega langt, en frekar er unnið að könnun á þeim möguleika. Sérfræðingar á Haf- rannsóknastofnun hafa verið að viða að sér upplýsingum um teg- undir gildra og fleira. Dröfnin mun sinna þessu verkefni í sumar. Auk þess höfum við reynt að standa með aðilum, sem hafa viljað reyna þetta sjálfir. Það er því komin nokkur hreyfing á málið. Nýjungar af þessu tagi skipta ef til vill ekki sköpum, en þær hjálpa verulega til. Síðan höfum við verið að fikra okkur áfram með kúfiskinn í sam- vinnu við aðila í sjávarútvegi. Þar skipta markaðsmálin mestu og eru menn bjartsýnir á að takast megi að finna markað fyrir hann. Það liggur hins vegar fyrir að það er ekki hægt að stunda þær veiðar nema'með nýrri tegund af plógi, sem er eins konar dæla. Það hefur einn aðili í Stykkisdhólmi verið að styrkja einn af sínum bátum til uppsetningar slíks búnaðar. Það hafa einnig verið uppi áform um það að smíða eitt skip til kúfisk- veiða, en ég veit enn ekki hvað verður úr því. Einnig hefur aðili á Vestfjörðum haft mikinn áhuga á uppsetningu slíkrar verksmiðju og unnið talsvert í markaðsmálum. Því er komin hreyfing á þessi mál og við erum mjög ánægðir með það, því hér er um gífurlega stóran stofn að ræða og ég hef trú á því, að hann geti gagnað okkur nokkuð í framtíðinni." Staða i'isk v innslun nar jákvæð Hvernig er staða fiskvinnslu og útgerðar um þessar mundir? „Ef miðað er við þá stöðu, sem við horfðum fram á við síðustu fiskverðsákvörðun, virðist afkoma frystingar heldur lakari en þá, en afkoma saltfiskverkunar nokkru betri en gert var ráð fyrir. Einnig má segja að gengið sé um það bil 0,6% hagstæðara en þá var gert ráð fyrir. Síðan hafa að vísu orðið verulegar kostnaðarhækkanir þannig að við gerðum þá ráð fyrir 2 til 4% jákvæðri afkomu fiskvinnsl- unnar án verðjöfnunar og virðist staðan svipuð nú. Hvað skreiðina varðar var gert ráð fyrir heldur hærra verði, en nú lítur út fyrir, en hins vegar er vonast eftir því, að hægt verði að selja það sem er til næstu daga. Ef það gerist, verður vaxtakostnaður heldur minni en áætlað"var, en afkoman í skreiðar- verkuninni er mjög slæm." Verulegur taprekstur útgerðar „Hvað útgerðina varðar, er afla- verðmæti botnfisks um 14% lægra en á sama tíma í fyrra, en ef loðnan er tekin inn í dæmið, er afla- verðmætið 24% hærra nú en þá. Á þessu er hins vegar verulegur mis- munur, aflasamdráttur togara er 4,5%, en hjá bátunum er samdrátt- urinn um 22%, þegar miðað er við botnfisk. Hins vegar sýnist mér, að miðað við þá aukningu, sem hefur verið gefin út á kvótum og þá kostnaðarhækkun, sem útgerðin hefur orðið fyrir, virðist myndin í heild vera nokkuð í samræmi við það, sem hún var í upphafi ársins. Hins vegar er staða útgerðarinnar slæm og þar er um að ræða veru- legan taprekstur. Það er enginn vafi á því, að miðað við núverandi ástand hefðum við komist af með allnokkru færri skip og þar af leið- andi betri afkomu þeirra skipa, sem fyrir hefðu verið. Ég hef lagt á það mikla áherslu, að ekki verði fjölgað skípum á næstunni." Nú rennur út í sumar bann við innflutningi fiskiskipa. Verður það framlengt? „Um það hefur ekki veriö tekin endanleg ákvörðun, en ég er enn þeirrar skoðunar, að ný skip eigi ekki að fá veiðiheimild. Hitt er svo annað mál, að það geta komið upp þær aðstæður, hverfi skip úr rekstri, að nauðsynlegt sé að önnur komi í staðinn." Kaupskipaflotinn og iðnaðurinn eiga skyldum að gegna við skipasmíða- stöðvarnar Hvað með afkomu innlendra skipasmiðja í þessu tilliti? „Það gleöilega hef ur nú gerst, að skipasmíðastöðvarnar taka í aukn- um mæli þátt í viðhaldi flotans og þeim hefur tekist að aðlaga sig í nokkru þessum aðstæðum. Hins vegar telja fulltrúar þeirra, að ein- hver nýsmíði þurfi að eiga sér stað. Ég er nú þeirrar skoðunar, að skipasmíðastöðvarnar geti í meiri mæli sinnt öðrum verkefnum en fiskiskipaflotanum. Það þykir sjálfsagt að fiskiskipaflotinn leiti til þeirra og ég tel að íslenskur sjávarútvegur sætti sig við það að greiða heldur hærra verð fyrir þjónustu frá þeim en erlendum stöðvum vegna þess að menn vita, að stöðvarnar verða að vera til. Hins vegar verðum við ekki varir við slika hugsun hjá kaupskipaflot- anum. Eigendum hans þykir sjálf- sagt að vera með sín viðhaldsverk- efni erlendis. íslenski kaupskipa- flotinn hefur ekki síður skyldur við íslenskan skipasmíðaiðnað en fiski- skipaflotinn. Kaupskipaflotinn er að miklu leyti rekinn vegna þess, að við erum að flytja héðan út fisk og greiðum fyrir það ærnar fjár- hæðir. Einnig getur iðnaðurinn, eins til dæmis álverið, nýtt sér þjónustu skipasmíðastöðvanna og við teljum að þær eigi einnig að hafa forgang frá slíkum fyrirtækj- um, þegar um er að ræða óveru- legan verðmun." Rækjuveiðum við Svalbarða ekkert til fyrirstöðu Hvaða möguleika eigum við í raun á veiðum við önnur lönd? „Það hefur mikið verið talað um veiðar við Bandaríkin og þar eru óneitanlega vissir möguleikar. Hins vegar eru einnig ýmsar hindr- anir í veginum og því ekkert orðið úr veiðum. Það má einnig segja að íslenskir útgerðarmenn séu ekkert spenntir fyrir þvi að fara með skip sín á fjárlæg mið vegna óvissunn- ar, sem í því felst. Það hefur verið nokkur áhugi fyrir því að veiða rækju við Svalbarða og við sjáum ekkert því til fyrirstöðu að skip reyni fyrir sér þar. Þar hefur verið mikill afli upp á síðkastið en hins vegar minni afli hjá stóru skipun- um, sem stunda veiðarnar hér. Við höfuin einnig haft áhuga á að ná samkomulagi við Efnahagsbanda- lagið um gagnkvæm rækjuveiði- réttindi við Grænland, en það verð- ur ekki úr því nú. Vonandi getum við náð slíkum samningum við Grænlendinga síðar. Við höfum verið að reyna að ná samkomulagi við Efnahagsbandalagið og nýlokið er fundi með fulltrúum þess. Þeir hafa viljað fá ákveðna hlutdeild í loðnustofninum norður af landinu fyrir Grænlands hönd. Við höfum ekki afneitað því, en teljum kröfur þeirra alltof háar. Við höfum lagt á það áherslu á móti, að við semdum um gagnkvæm rækjuveiðiréttindi og gagnkvæm kolmunnaréttindi í lögsögu okkar og lögsögu EBE. Það hefur á vissan nátt stöðvað fram- þróun kolmunnaveiðanna hér, að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.