Morgunblaðið - 20.05.1984, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.05.1984, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MAÍ 1984 -X i HUGVEKJA eftir séra Guðmund Óskar ólafsson 4. sunnudag eftir páska Það komu fréttir af því hér á árum áður í fjölmiðlum, að kona ein erlendis hefði gengið með látið fóstur í fimmtíu ár. Er læknarnir uppgötvuðu þetta, kðlluðu þeir það stein- barn. Þetta er aldeilis með ólíkindum, svo sem eins og ýmislegt fleira, sem við heyr- um utan úr heiminum stóra og fyllir okkur forundran. Annars getur þessi frétt minnt á það að stundum er sagt, þegar við erum orðin stór og hðrðnuð í lífsbarningnum, að barnið innra með okkur sé dáið. Slíkt kemur heim og saman við það sem eitt af ungu skáldunum okkar segir í kvæði: „Fullorðna fólkið, það eru dáin börn." Kann það að vera, að það deyi eitthvað innra með okkur með árunum, sem veldur óheill að glata? Ætti ég kannski að nefna tilhlökkun, eftirvænt- ingu, að kunna að gleðjast yfir litlu og trúnaðartraust? Vart nokkurt barn, sem nýtur eðli- legs ástríkis foreldra, dregur í efa að þau séu best. Það treyst- ir í einlægni á forsjá, já, treystir svo mörgu afdráttar- laust, þar til veröldin fer að vefja net sín um sál og sinni, áður en heimurinn, sem við höfum raðað í eftir efnum og ástæðum og smekk, byrjar að ljúkast upp fyrir alvöru, allt þar til er barnið með opið hjarta og opinn hug til trúnað- ar. En svo vex það og við vitum hvað mætir því, vitum að hið barnslega smám saman dvín og deyr, en Jesús sagði: „Nema þér verðið eins og börn- in, komist þér alls ekki inn í himnaríki." Og í guðspjallinu sem tilheyrir sunnudeginum í dag, segir hann einnig: „Ef þér trúið ekki að ég sé sá sem ég er, þá munið þér deyja í synd- um yðar." En er þetta nú ekki fulltormelt tal á tuttugustu öldinni, að einhver kunni að deyja í syndum sínum? Það er líklega búið að afsanna svona fullyrðingu fyrir löngu, þó að aldrei nema frelsarinn eigi að hafa mælt hana. Eða er það ekki? Kannski hefði Jesús átt að orða þetta eftir málkennd framtíðarinnar og segja sem svo. „Nema þér snúið yður til Guðs, verðið þér dáin börn, steinbörn." Eða hvaða munur er á því að vera fullorðið dáið barn eða deyja í syndum sín- um? Hvað sagði fólkið þegar Jesús mælti, að það hvorki skildi, né þekkti og myndi deyja sem slíkt? Það sagði: „Hver ert þú? Hvaðan er vald þitt til að mæla þannig? Ætli við séum ekki nægjanlega stór og státin til þess að sjá okkur farborða án þinna ráða. Ætli við þekkjum ekki betur en þegar við vorum börn, hvað er mest um vert. Já, hver var hann þessi maður? Hvað veit hann um heiminn okkar, menn og mál og spurningar í samtíð- inni?" Mér er í minni atvik, sem gerðist fyrir augum mínum í miðborginni á föstudegi: Það var lítil stúlka, sem stóð við gangbraut á fjölfarinni götu og ætlaði sér að komast yfir. Tugir ef ekki hundruð bíla geystust hjá og enginn virtist láta sér til hugar koma að stansa fyrir þeirri litlu. Hún var svo smá. Hvaða þýðingu hafði hún og hennar bið á við erindin mín og annarra, sem voru svo skelfing að flýta sér? Hún skimaði í allar áttir, hoppaði, veifaði og kallaði til að reyna að stöðva umferðina, en ekkert gagnaði, þar til loks- ins að roskinn maður kom upp að hlið hennar og reyndist vera á sömu leið og hún sjálf. Þá breyttist allt og bílarnir stöðvuðu von bráðar. Hún minnir mig hnátan á litla manninn í heiminum, sem er einn í allri lífsumferðinni. Hver tekur eftir vandanum hans? Hann getur kallað og Hjarta af holdi eða úr steini hoppað og gert ýmsar kúnstir þegar hann er að reyna að vekja á sér athygli, sem enginn í rauninni veit eða lætur sig varða af hvaða rótum eru runnar. Eric Fromm sagði: „Að lifa er framvinda sífelldrar endur- fæðingar. Harmleikur lífsins er sá, að við deyjum áður en við erum fyllilega fædd." Já, það má orða setninguna um steinbarnið á ýmsan veg. I kristinni boðun hefur hún gjarnan verið fram sett á þann hátt að manneskjan væri ekki með sjálfri sér, væri nánast ekki lifandi, án vitundar um Guð. „Ef þér trúið ekki að ég sé sá sem ég er munuð þér deyja í syndum yðar." Sagt er að eitt sinn hafi fatlaður maður stað- ið frammi fyrir fegurstu styttu af Appollosi og mælt harmi sleginni roddu: „Svona get ég aldrei orðið." Það er margur sem kennir sárlega fötlun sína og takmarkanir í lifinu, marg- ur sem finnur til þess sárlega að vera ekki sá, sem hann óskaði helst. Boðskapur kristninnar til þeirra, sem þannig finna til, er ekki að þeir skuli horfa upp til styttu, hversu fögur sem hún er, held- ur horfa til hins lifandi Krists. Hann er mynd Guðs á jörðu og um leið mynd mannsins, eins og hún er hugsuð og býr í hjarta Guðs. Frammi fyrir Honum, þegar því er játað að Hann sé sá sem Hann er, þá hljómar sá gleðiboðskapur, sem öllu er æðri fyrir þann, sem finnur sig smáan í um- ferðinni allri: Þú ert tekinn gildur eins og þú ert, það er tekið eftir þér. Þú ert Guðs barn, leiddur af Honum til að lifa og starfa hvernig sem bún- aði þínum er varið og í þeirri réttarstöðu verða steinbörnin öll og stytturnar fögru ekki framar eftirsóknarverðar. Við erum öll smá í umferð- inni, við reynum það fyrr eða síðar, og ég hygg að við séum ævinlega að spyrja eins og fólkið gerði eystra: Hver ertu og hvar ertu, þú sem getur leitt mig og vakið mig og lífgað? Sveinbjörn Baldvinsson spyr: „Hver ertu? Himinninn, sem reisir skýja- borgir á kvöldin? / Eða morg- unninn, sem gægist laumulega undan / dökkum sólargleraug- um næturinnar / Kristur? Marx? Rod Stewart?" Pétur svaraði þessu á sinni tíð: „Þú ert Kristur sonur hins lifandi Guðs". Þetta svar hefur kristni aldanna tekið gilt, slíkt er í rauninni inntak og boðun kristinnar kirkju alla tíð, er- indi hennar í Krists stað við börnin öll: Þið eruð dáin börn, nema þið trúið því að Kristur sé sá, sem hann er, nema þið treystið honum fyrir hönd ykkar í umferðinni, verðið þið ævinlega vegvilltar verur, sem hvorki þekkja upphaf sitt eða endi né tilgang í lífinu og mun- ið bera steinbarn í barmi hvar sem þið eruð eða farið. En hvað þýðir það fyrir lif okkar að taka undir játningu Péturs? Það þýðir ekki aðeins nýja líð- an fyrir mann sjálfan heldur merkir það endurnýjun hug- arfarsins til þess að vera öðr- um til hjálpar í umferðinni. Svonefnt „afturhvarf til Krists þýðir afturhvarf til veraldar- innar" eins og svo vel hefur verið komist að orði. Þekking á Guði, sem fæst í því að þekkja Krist, það á að leiða til þess að dögunin á jörðu verði til lífs- merkja í verkum okkar og háttum. Því þegar það hefur losnað um steinfóstrið í barmi, þau átakanlegu þyngsli, sem leiða af því að „fæðast aldrei til fulls" eins og Eric Fromm orðaði það, þegar um slíkt losnar þá erum við ábyrg fyrir þekkingunni á Guði í Jesú Kristi, sem birti að manneskj- an hver og ein er svo metin og virt, að hjarta hennar slær ekki slag, hvorki í kröm eða gleði, að góður Guð viti ekki til þess. Og ef að það er satt, ef að við treystum því, þá er engin stund svo skömm eða asa fyllt, að við reynum ekki að verða til liðs. Svo segir í hinni helgu bók: ... og ég mun gefa þeim nýtt hjarta og leggja þeim nýj- an anda í brjóst og ég mun taka steinhjartað úr líkama þeirra og gefa þeim hjarta af holdi." Ef að þessa sér ekki stað í lífi okkar, þá er Kristur ekki fyrir augum okkar sá sem hann er. DST< • 1 VERÐBREFA- IDSKIPTANNk Heimsins besta ávöxtun? gildi spanfjar þins ¦ Samanburdur á ávöxtun Maí 1984 Ávöxtunáari m/v mitm. verðbolguforsendur Teqund Bindi- Art- 15% 17,5% 20% fjirfestingar tími ávöxtun verðbólga verðbólga verðbólga Verðtr. veöskuldabr. 1-10 ár 10-12,00%+ verðtr. 28,8% 31,6% 34,4% Eldri spariskírt. 3 m—4 ár 5,30% + verðtr. 21,1% 23,7% 26,4% Happdr.skuldabr. 7 m—3 ár 5,50% + verðtr. 21,3% 24,0% 26.6% Ný spariskirt. 3ár 5,08% + verðtr. 20,8% 23,5% 26,1% Gengistr. sparisk. 5ár 9,00% + gengistr ? ? ? Rikisvixlar 3m 25,95% 26,0% 26,0% 26,0% Banka + sparisj.skírt. 6m 22,10% 22,1% 22,1% 22,1% Iðnaöarb. t bónus 6m 21,60% 21,6% 21,6% 21,6% Sparisj.reikn. 3m 17,70% 17,7% 17,7% 17,7% Alm. sparisj.bók 0 15,00% 15,0% 15,0% 15,0% SOLUGENGI VERÐBRÉFA <g) 21. maí 1984 Spariekírteini og happdrættislán ríkissjóðs Veðskuldabréf — verðtryggð Ar-flokkur Sölugengi pr. kr. 100 Ávðxtun-1 DagafjökJi arkrafa I tit inni.d. Söhigengi m.v. 2 afb. á ári Nafnvextir ÍHLV) Avöxtun umtram verðtr. 1970-2 17.415,64 Inntv. i Seðlab 5.02.84 ' 1971-1 15.625,48 5.30% 1 ár 114d. 1 ár 95.78 4% 10.25% 1972-1 14.112,24 5,30% 1ár 244 d. 2 ár 93.06 4% 10.38% 1972-2 11.623,53 5,30% 2ár 114 d. 3ár 91.95 5% 10.50% 1973-1 1973-2 8.838,56 8.405,93 5,30% 5,30% 3ar 3 ár 114 d. 244 d. 4 ár 89,77 5 ár 87.63 5% 5% 5% 10,62% 10,75% 10,87% 1974-1 5.550,25 5,30% 4 ár 114 d. 7 ár 83.53 5% 11,00% 1975-1 4.167,25 5,30% 229 d. 8ár 81,59 5% 11,12% 1975-2 3.119,37 5,30% 244 d. 9 ár 79.68 5% 11.25% 1976-1 2.877,97 Innlv. i Seðlab. 10.03.84 10 ár 77.85 5% 11,37% 1976-2 2.335,13 5,30% 244 d. 11ár 76,07 5% 11.50% 1977-1 2.122,16 Innlv. í Seölab 25.03.84 12 ár 74,37 5% 11.62% 1977-2 1.787,74 5,30% 109 d. 13 ár 72.70 5% 11,75% 1978-1 1.438,89 Innlv. i Seðlab 25.03.84 14 ár 71.12 5% 11,87% 1978-2 1.142,10 5,30% 109 d. 15 ár 69.60 5% 11,99% 1979-1 951,45 Innlv i Seðlab. 25.02.84 16 ár 68,11 5% 12.12% 1979-2 742,60 114 d. 17 ár 66.71 5% 12,24% 1980-1 1980-2 1981-1 1981-2 1982-1 1982-2 636,30 489,89 419,28 310,21 291.99 216,35 5,30% 5,30% 5.30% 5,30% 5,30% 5.30% 1 ár 1ár 324 d. 154 d. 244 d. 144 d. 280 d. 130 d. 1S 5,33 19 ár 64,03 20 ár 62,75 5% 5% 5% 12,37% 12.49% 12,62% 1ár Veðskuldabréf óvart rtryj gð Solug.m/v ,.«, 1 afb. á árl n (Hlv) 1983-1 1983-2 166,79 108,10 5,319,50 3.770,48 5.30% 5,30%; 1 ar 1 ar 280 d. 190 d. 1984 190 d. 16% 18% 20% 21% lér 2ár 3ár 4ár 87 74 63 5S 88 76 65 57 90 78 67 59 91 80 69 62 92 81 70 63 1974-D 1974-E Innlv. i Seölab 5.50% 1974-F 3.770,48 5,50% 190 d. 5ár 49 51 54 56 57 1975-G 1976-H 1976-1 1977-J 2.463,23 2.294,63 1.778,91 1.615,48 5.50% 1 ár 5,50% 1 ár 5,50% 2 ár 5,50% 2 ár 190 d. 309 d. 189 d. 310 d. Hlutabrél Hlutabréf Ein iskips hf . óskast. 1981-1. f . 333.63 5,50% 1 ár 340 d. í umboössöli 1. Daglegur gengisutreikningur Verðbréfamarkaöur FjárfestJngarfélagsins Lækjargötu12 101Reykjavik Iðnaóarbankahúsinu Simi 28566

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.