Morgunblaðið - 20.05.1984, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 20.05.1984, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MAl 1984 „Geröu aldrei neitt sem hún móðir þín má ekki sjá, þá verð- ur þér ekki hált á brautinni." Þeir sem lokið hafa barna- skólanámi undir handleiðslu Tryggva Tryggvasonar kannast sjálfsagt við þessi orð, en með þeim hefur hann jafnan kvatt nemendur sína. Tryggvi, sem nú á að baki hálfrar aldar far- sælt starf við kennslu, er nú sestur í helgan stein og af því tilefni lagði ég leið mína til hans á Stýrimannastíginn til að spjalla við hann um liðna tíð og langan og litríkan starfsferil. Hann tekur á móti mér hress í bragði og ljúfmannlegur og í upphafi samtals okkar lætur hann þess getið, að fullu nafni heiti hann Tryggvi Frímann Tryggvason, og megi það gjarnan koma fram, þar sem honum hafi alltaf þótt vænt um Frímanns-nafnið. Og að göml- um og góðum íslenskum sið hefjum við spjallið á því, að ég spyr hann um ættir og upp- runa. ¦"«y»<»'nl'l»M»IWIIHIIpiilii. .1 iii ...:'..n». W% "!TTitl,'"M°™fl ? "f öllu leyti og í öll þessi ár hef ég aldrei orðið fyrir mótlæti eða vandræðum á neinn hátt í starf- inu." Hverju þakkar þú það helst? „Sjálfsagt guði. Ég hef fylgt orðum móður minnar og aldrei ef- ast i trúnni og það hefur reynst mér vel. Og kennslan hef ur gengið vel og allir hafa verið mér góðir í gegnum árin og allt fram á þenn- an dag. Ég myndi enn í dag treysta mér til að fara inn í hvaða bekk sem er og ég efast ekki um að það myndi allt ganga vel eins og áður." Hefur þú beitt einhverjum sér- stökum aðferðum við kennsluna í gegnum árin? „Ég bjó mig alltaf undir alla tíma framan af ævinni og geri það jafnvel enn, því undirstaðan fyrir vinnufriði og árangri í skólanum er verkstjórnin og aðalatriðið er að börnin hafi nóg að gera í tím- um. Stundum greip ég til söngsins, þegar engin önnur ráð dugðu og það reyndist alltaf vel. Oft tók ég að mér forfallakennslu. Stundum getur komið los á krakkana þegar forfallakennarar koma inn í bekk- inn, og þá var gott að grípa til Tryggvi í bópi barna f porti Melaskólans. HLYJAN OG VINATTA BARN- • • ANNA ERUHINSONNULAUN Rætt við Tryggva Tryggvason að loknu hálfrar aldar starfi við kennslu „Ég er Húnvetningur að ætt. Foreldrar mínir, Tryggvi Pálsson og Kristjana Sigurðardóttir, voru bæði Húnvetningar. Sjálfur er ég fæddur í Gufudal á Barðaströnd, en fluttist þaðan 4 ára gamall að Kirkjubóli við ísafjörð, sem er rétt við bæinn og því lít ég gjarn- an á mig sem ísfirðing. Þar ólst ég upp og bjó langt fram á fullorðins- ár. Konan mín, sem látin er fyrir nokkrum árurn, var Kristín Jóns- dóttir frá Bæjum á Snæfjalla- strönd, og börnin eru þrjú, Krist- ján Frímann, sem er elstur og dæturnar Elín Rebekka og Krist- ín. Barnabörnin eru nú orðin tíu og eitt langafabarn. Faðir minn stundaði kennslu- störf fyrir vestan um 25 ára skeið, en upphaflega hafði ég þó ekki hugsað mér að feta í fótspor hans og fara út í kennsluna. Ég ætlaði að verða prestur, og hefur það sjálfsagt verið vegna áhrifa frá móður minni, sem var ákaflega trúrækin, en hún sagði eitt sinn við mig: „Gerðu það fyrir mig, slepptu aldrei trúnni á guð, þá öðl- astu innri friðinn," — og þetta hef ég haft að leiðarljósi. Það átti þó ekki fyrir mér að liggja að verða prestur. Ég veiktist og tók „minni prestinn" og fór út í kennsluna." Tryggvi verður gfettinn á svip og ég spyr hvað hann eigi við með þessu orðalagi. „Jú, maður hefur alltaf verið að kenna, þar á meðal kristinfræði, og það má kannski líta á þetta sem eins konar prédikun. Svo hef ég starfað mikið í kirkjum, við söng og fleira, en í kirkjum hef ég sung- ið frá því ég var barn." ALDREIEFAST ÍTRÚNNI „Það var frekar seint að ég tók þá ákvörðun að fra út í kennsiuna. Ég var orðinn 22 ára þegar ég fór í Gagnfræðaskólann á Isafirði og að loknum einum vetri þar fór ég í Kennaraskólann. Þaðan útskrifað- ist ég árið 1934, með fyrstu ein- kunn, sem er nú alveg óþarfi að vera að taka fram í blaðinu," segir Tryggvi og hlær. „Síðan var ég kennari við barna- skólann á ísafirði á árunum 1934 til 1937 og næstu þrjú árin var ég við forfallakennslu í Miðbæjar- skólanum. Síðan fór ég á Suður- eyri við Súgandafjörð í eitt ár, — þar var gott að vera og eins í Hnífsdal, þar sem ég var næstu fjögur árin, en þar var ég á heima- slóðum. Þegar Melaskólinn tók til starfa árið 1946 fór ég þangað og hef verið þar allar götur síðan og líkað vel. Kennslan hefur alltaf legið sérstaklega vel fyrir mér að söngsins. Þá féll yfirleitt allt í ljúfa löð." Er eitthvað þér sérstaklega minn- isstætt frá þessum langa starfsferli? „Það er auðvitað margs að minnast og kannski of persónulegt að nefna einhver einstök atvik. En það, að fást við erfið börn og sigr- ast á þeim vandamálum sem því fylgir, hefur veitt mér mesta gleði og ánægju í starfinu. En liklega er það skemmtilegasta við þetta allt saman þegar maður hittir aftur gamla nemendur, sem minnast manns með hlýju og þakklæti fyrir allt gamalt og gott. Það er alveg óborganlegt. Hlýjan og vin- LEIKUR MEÐ HJÓLFORM li'iL'Jit.MHl Bragi Asgeirsson Sýning Sigurðar Örlygssonar í Ásmundarsal er fyrir sumt keimlík því sem áður hefur sést til hans í málverkinu en um leið örlar fyrir nokkurri breytingu. Gerandinn heldur sig við ákveðið grunnþema og vinnu- brögðin eru í ætt við þá skaba- lónstækni, sem Sigurður tók miklu ástfóstri við fyrir nokkr- um árum. Sama formið er endurtekið í síbylju á marga vegu þannig að úr verður fjör- legur leikur í samspili lita og forma. í myndunum 15 í Ásmundar- sal koma fram sterk áhrif frá pop-listinni með því að listamað- urinn blandar ýmsum aðskota- hlutum inn í málverkið. Hér sést ein stór og mikil mynd þar sem hjólform með gripi er utan á málverkinu, — sama hjólformið kemur svo fram í ýmsum stærð- um í mörgum hinna myndanna ásamt stöku hjólformi. Mynd- verkið heitir því táknræna nafni „Haltu áfram" og er öflugasta mynd sýningarinnar að mínu mati, sterk í lit og ákveðin í formi. í þessari mynd kennir maður margt er áður hefur verið að þróast í myndheimi Sigurðar, en í oðrum myndum, svo sem „Hvað meinar það?" (II) og „Fyrir þig" (14) er litameðferðin önnur og yfirvegaðari. Máski er hér kominn vísir að nokkrum breytingum þótt ekki kalli ég endilega eftir þeim því að gamli stíllinn býr yfir miklum mögu- leikum til margra átta. Fyrir sumt minna vinnubrögð Sigurðar á staðfestu japanskra myndlistarmanna, sem eru nær alltaf með sömu formin og myndefnið í mismunandi til- brigðum og reyna að ná eins miklu úr því og mögulegt er, — en um leið koma fram meiri sviptingar í ætt við norræna veðráttu. Þetta er lítil en athygl- isverð sýning, sem kann að vera fyrirboði mikilla átaka — það liggur einhvern veginn í loftinu. Sigurður Örlygsson við eitt verka sinna. Sýning Stein- gríms Eyfjörð f Nýlistasafninu sýnir Stein- grímur Eyfjörð Kristmundsson mikinn fjölda teikninga og vatnslitamynda ásamt nokkrum stærri verkum. Vatnslitamynd- irnar hanga um alla veggi og hefði í eina tíð ekki verið gefin há einkunn fyrir slíka uppsetn- ingu en virðist nú í fullu gildi líkt og annað innflutt úr mynd- listinni. Ég kann ekki illa við slíka uppröðun þegar hún á við, enda ekki hallur undir staðlaða upphengingu verka — fer allt eftir eðli þeirra. En verra er þeg- ar myndir eru ekki betur festar á veggina að þær detta niður og liggja um öll gólf líkast haust- laufum. Þá er engin sýn- ingarskrá og myndir ónúmerað- ar og nafnlausar. Þó liggja nokkrar bækur frammi, sem listamaðurinn hefur átt þátt í að gera og það er mikil bót. Ég hefi áður vísað til þess, að í lögum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.