Morgunblaðið - 20.05.1984, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 20.05.1984, Blaðsíða 38
38 G£ ts.or ih/ i< a !',/.ri'/vri? niriA mv*ir>íirw MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 20. MAÍ 1984 Vegir æðakerfi samfélagsins Forsetar finna að störfum þingnefnda Meiri framlög — minni lán Ríkisstjórnin hefur ákveðið að 50% af skatttekjum af benzíni renni til vegagerðar. Þetta þýðir að vegagerð verður í ríkari mæli fjármögnuð með framlögum úr ríkissjóði og mörkuðum tekjum en í minna mæli með lántökum. Sjá meðfylgjandi súlurit um nýbyggingu vega, brúa og fjallvega. Lántökur námu yfir 70% af fjármögnun vega og brúa 1982 en 35,7% 1984. Hlutfall benzínskatta, sem gengið hafa til vegagerðar, hefur verið mismunandi. Aðeins 36% benzínskatta gekk til vegagerðar 1981,1982 og 1983, — en nú 50%sem fyrr segir. Fyrsti kafli þingbréfs í dag fjallar um vegaáætlun, síðan verður lauslega drepið á störf þingnefnda og misvægi atkvæða. • Samkvæmt breytingartillögum fjárveitinganefndar við vegaáætlun verður 1.383 m.kr. varið til vegamila 1984. Áætlun liðins árs stóð til 1.049 m.kr. útgjalda. Meðaltalshækkun verðlags milli áranna 1983 til 1984 er talin 22%. • Skipting vegafjár 1984 er þessi: 539 m.kr. til viðhalds þjóðvega, 554 m.kr. til nýrra þjóðvega, 90 m.kr til vega í kaupstöðum og kauptúnum, 70 m.kr. til stjórnunar, tæknilegs undirbúnings o.fl., 64,5 m.kr. tii brú- argerða, 37 m.kr. til sýsluvega, 16,7 m.kr. til fjallvega, 7,4 m.kr. til véla- kaupa áhaldahúsa og 4 m.kr. til til- rauna. • Framlög til vegamála eru lækkuð um 20 m.kr. frá fyrri áætlun í tengsl- um við ráðstafanir í ríkisfjármálum. Vegakerfið þjónar mikilvægu hlutverki Vegakerfið þjónar mikilvægu hlutverki i stóru og strjálbýlu landi. Það er einskonar æðakerfi i atvinnulífi þjóðarinnar, farvegur hráefna til vinnslustaða og vöru frá framleiðslu- eða uppskipunarstoð- um til dreifingaraðila víðsvegar um landið. Það tengir saman lands- hluta og byggðir: atvinnulega, fé- lagslega og menningarlega. Það er einn af hornsteinum nútíma sam- félags. Vegakerfi er fámennri þjóð í víð- áttumiklu landi, eins og íslandi, þyngra i skauti kostnaðarlega en milljónaþjóð á fáum fermílum, eins og t.d. Dönum. Sama máli gegnir um fleiri þjóðlífsþætti. Nefna má hringtengingu byggðalínukerfis fyrir raforku. Hátt raforkuverð hér á landi byggist að hluta til á dýru flutningakerfi og að hluta til á skattlagningu (verðjöfnunargjald og söluskattur), auk þess sem arð- semi hverrar fjárfestingar hefur sín áhrif. Varanleg vegagerð er talin mjög arðsöm fjárfesting, sem skilar sér undrafljótt aftur í minni benzín- eyðslu, lægri viðhaldskostnaði, lengri endingu ökutækja — og síð- ast enn ekki sízt í minna vegavið- haldi á malarvegum, en vindar og væta flytja gjarnan árlegan ofaní- burð um set. Sumir halda því fram að við Is- lendingar höfum unnið þrekvirki í vegagerð á fáum áratugum. Þeir hafa mikið til síns máls. Aðrir segja að við séum aftar á merinni, í varanlegri vegagerð en nokkur önn- ur V-Evrópuþjóð. Þeir fara heldur ekki með staðlausa stafi. Allt miðar vegakerfið þó í rétta átt. Það er meira að segja farið að bjóða út framkvæmdir í vegagerð, til að landsmenn, þeir er skatta greiða, fái sem mest fyrir sem minnst. HEILDARFRAMLÖG TIL VSGAGERÐAR IRikissjóós og Vegosjoosl I Verðlog 1984 visit Vegogerflar 1270) 1800 1600 1400 H 1000 H 8C0 H 600 4co H 2C0 Ao oq vexti r Beint fromloq rikissióos Morkooar tekiur f£ m 1978 1979 1980 1981 1982 1983 1984 1) Aörar tekjur V r af bensíni en bensíngjald 190 m kr1984 2! A:h ofboi qonir oq vextir ó oetlooir fynr 1984 NYBYGGING VEGA.BRUAOG FJALLVEGA Aaetloo verfllag 1984 I Visitala vegageréar 12701 m o 00 aoo - r-í -4 o m rvj -j -* O- u"> 700 - ui \T> fN t£> ao -J QO 600 - \n LD n C-4 o> o O 500 "- í.00 - n m O* __ -J -H 3C0 - — ¦ ~~ m -f*>— ¦----rj> " -----' CT> _ """fN CO_ 200 - — _-.«> - __ _. 1 ---"-" — C-*"" """ o__ m •** "" r- _ 100 - jj__ ___; 1978 1979 1980 1981 1983 1984 ^jármagnaö meo lóntokum Lljrmogna<} meo hamiogom Jr r'ikissióói og -norKL'ðum tekijT tekium nf umtmrAri I nefndaráliti fjárveitinganefnd- ar, sem fylgir breytingartillogu hennar við vegaáætlun 1983—1986, segir svo orðrétt: „Nú hefur verið ákveðið, svo sem kunnugt er, að lækka framlög til vegamála um 20 m.kr. í tengslum við ráðstafanir í ríkisfjármálum." Eftir standa þá 1.383 m.kr. útgjöld. Niðurskurður- inn er því nánast nafnið tómt. Efa- lítið tekst þó einhverjum pólitísk- um slagorðasmiðum að breyta þess- ari mýflugu í þann úlfalda að þrýstihópum renni blóðið til skyld- unnar. Ella væri okkur illa aftur farið. Misgóð vinnubrögð þingnefnda Þegar þessar línur er settar á skerm hafa verið lögð fram 363 þingmál og þingskjölin eru komin á tíunda hundraðið talsins. Ekki liggja fyrir tölur um ræður, en þingmönnum hefur ekki verið orða vant fremur en fyrri daginn. Sumir tala bæði oft og lengi og hafa gjarn- an miklar umbúðir um lftið efni. Aðrir eru kjarnyrtir. Málgleði þing- manna er síður en svo mælikvarði á gagnsemi þeirra á löggjafarsam- komunni. Það er að vísu kostur á þingmanni að kunna að koma vel fyrir sig orði. En helztu tungufoss- ar þingsins mættu stundum hafa í huga, að tilveran snýst um fleira en talfæri þeirra. Flest ganga þingmál til nefnda, sem starfa misvel. I sumum nefnd- um safnast saman fjöldi óaf- greiddra mála. Á síðustu vikum þings, þegar vorhugur knýr á um þinglausnir, er oft undir hælinn lagt, hvaða þingmálum þingnefndir skila frá sér til afgreiðslu í þinginu. Ef þingnefnd „leggst á mál" sofnar það, jafnvel þó það njóti meiri- hlutafylgis hjá þingheimi. Verk- stjórar í þingnefndum, þingnefnd- arformenn, ráða í raun miklu bæði um verklag nefndanna og hvaða mál daga uppi. Sumir mættu aö ósekju fara betur með þetta vald. Það er nú einu sinni kjarnaatriði lýðræðis og þingræðis að meirihluti ráði ferð, jafnvel þó að einstakir þingnefndarformenn kunni að telja sig hafa sitthvað til brunns að bera fram yfir hinn venjulega þingmann. Ef það er rétt að persónulegar skoðanir einstakra þingmanna, sem valist hafa til verkstjórnar í þing- nefndum, hafi stöðvað þingmál sem meirihlutafylgis njóta, er þörf á að hrista upp í „kerfinu". Hvað sem því líður hafa forsetar Alþingis séð ástæðu til að finna að vinnubrögð- um sumra þingnefnda. Þeir hafa hvatt til þess að þær dreifi störfum sinum betur á allan þingtimann, þann veg að mál safnist ekki fyrir óafgreidd, jafnvel tugum saman, í einni og sömu þingnefndinni. Káinn orti eitt sinn: „Af langri reynslu lært ég þetta hef / að láta Drottinn ráða þegar ég sef / en þeg- ar ég vaki þá vil ég sjálfur ráða / og þykizt geta ráðið fyrir báða." Þing- nefndarformenn þykjast e.t.v., sum- ir hverjir, geta raðið fyrir þing- heim. En þingheimur, sem lætur bjóða sér slíkt, á sitt hvað ólært um það fólk er stokkar upp Alþingi á fjögurra ára fresti. Spor til réttrar áttar Kjördæmaskipan, sem komst á haustið 1959, fól í sér leiðréttingu á pólitísku misrétti. Engu að síður var búsetumisvægi atkvæða eftir breytinguna 1:3,22. Eftir breyting- Sýning Jóhannesar Myndlist Jóhannes Jóhannesson við eitt verka sinna. Bragi Ásgeirsson ¦ Eftir að Gunnar Örn hefur tekið hinar villtu myndir sínar niður af veggjum Gallerí Vest- urgötu 17 hafa þar verið hengdar upp myndir eftir Jó- hannes Jóhannesson. Varla er hægt að hugsa sér ólíkari málara í höfuðborginni um þessar mundir því að það er einmitt rósemin, sem ein- kennir myndir Jóhannesar öðru fremur. Segja má að þessi vinnubrögð séu sígild í eðli sínu og Jóhannesi virðist ekkert liggja á því að myndir hans geta í fleiri ár verið við- loðandi málaratrönurnar. Á þessari sýningu Jóhann- esar ber mjög mikið á smáum skeifumynduðum formum, sem listamaðurinn dreifir um allan myndflötinn svo sem innblásturinn segir honum hverju sinni. Öguð vinnubrögð hins þroskaða margreynda listamanns gera það að verk- um að myndirnar virka mjög ferskar og lifandi þrátt fyrir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.