Morgunblaðið - 20.05.1984, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.05.1984, Blaðsíða 36
36 ? onr tnf rtf» «7tt»» « r»Trr#T#TTO rff'"* • Trrr*TTr\rrr\%r MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 20. MAÍ 1984 UTLEGDIN ÍGORKY Hinn 5. febrúar síðastliðinn kom Natalía Gesse frá Sovétríkjun- um til Vínarborgar, en hún hefur um langt skeið verið í nánu vináttusambandi við Sakharov-hjónin. Hér birtist frásögn henn- ar um líf Yelenu og Andrej Sakharovs í útlegð þeirra í Gorky. Ég er ekki andófsmaður; ég er ekki sérlega félagslega sinnuð og hef aldrei tekið þátt í félagslífi né neinni skipulagðri starfsemi af því tagi. Ef til vill voru það bernskuár mín, þegar ég þurfti um langt skeið að vera stöðugt í gipsi, sem þroskað hafa með mér vissa hneigð til ein- veru og stuðlað að persónulegu sjálfstæði mínu. Ég öðlaðist núverandi sjálfsvit- und mína fyrir langa löngu. Þegar ég var á aldrinum 17—18 ára dvald- ist ég í Úkraínu; það var á þeim árum, þegar hungursneyðin, gerð af Stalíns höndum, geisaði þar um slóðir. Það var þá, sem álit mitt á sovétvaldinu og kommúnistum myndaðist og gerði það að verkum, að ég.hlaut að hafna því algjörlega að saetta mig við það, sem var að gerast hjá okkur í Sovétrikjunum. En ég ýtti því hins vegar til hliðar um tíma á stríðsárunum, þegar ég gerðist sjálfboðaliði í hernum og var óbreyttur hermaður í Rauða hernum á árunum 1943, '44 og '45. Á valdi sovézku leynilögreglunnar Ég hef þekkt Yelenu Georgijévnu Bonner í 30 ár, en Andrej Dmitrijé- vitsj Sakharov allt frá árinu 1970. Vegna þessarar löngu vináttu minnar við þau hjónin, hef ég ekki verið í náðinni hjá sovézkum yfir- völdum. Núna á síðari árum er ég komin með of háan blóðþrýsting: Það hefur oftsinnis verið gerð hús- leit hjá mér, ég hef verið yfirheyrð, og ég hef mörgum sinnum verið boðuð til KGB í alls konar viðtöl við þá ... En allt þetta var þó ekki ástæða brottfarar minnar frá Sovétríkjun- um; ég var aldrei hrædd við þá og mundi hafa haldið áfram að stand- ast þeim snúning. Það voru ein- göngu persónulegar aðstæður, sem höfðu breytzt hjá mér, og gerðu það að verkum, að ég ákvað að flytjast úr landi. En í raun og veru var KGB líka að ýta undir mig með ýmsu móti að fara, og í þeirri afstöðu leyniþjónustunnar sé ég einnig vissa tilraun þeirra til algjörrar einangrunar Sakharovs og viðleitni tii að útiloka þau hjónin frá að hljóta nokkurn stuðning yfirleitt, jafnvel frá nánustu vinum. Ég hitti Sakharov í síðasta skipti í desembermánuði 1983. Þetta var þá í sjöunda skiptið, sem við hitt- umst, frá því að hann var sendur nauðugur í útlegð til Gorky. Eins og í þau sex skipti, sem fundum okkar hafði áður borið saman í Gorky, hittumst við úti á götu á fyrirfram ákveðnum stað og á fyrirfram tilteknum tíma. Við töl- uðum saman í flýti, eiginlega án samhengis, af því að við höfðum að- eins nokkra klukkutíma til umráða. Við ræddum saman bæði um minni mál og um veigameiri, stundum ít- arlega, stundum hálfgert í gríni eða þá með beiskju og biturleika. Spurðum hvort annað um líðan okkar nánustu, hver hefði verið handtekinn, hjá hverjum hefði ver- ið gerð húsleit — og þá minntumst við líka á Orwell, og ég hygg raun- ar, að það hafi ekki verið af neinni tilviljun. Ég ætla að reyna að útskýra nán- ar, hvað ég á við. Ég þóttist stórheppin árið 1980. Þegar ég kom til Gorky hinn 25. janúar 1980 — en það var rétt eftir að Sakharov hafði verið handtekinn og fluttur þangað nauðugur — voru reglurnar varðandi gæzlu hans enn ekki ákveðnar; þeir vissu þá ekki ennþá, hvernig þeim skyldi varið, og mér tókst að búa hjá Sakharov- hjónunum í heilan mánuð. íbúð þeirra er öll hleruð: Það er hvergi svo mikið sem lófastór blett- ur þar inni, þar sem hver andar- dráttur, hver hósti eða ræsking, hvert fótatak, hvað þá orð væri ekki hlerað. Einungis hugsunum má leyna, ef þær eru ekki skrifaðar niður: Ef Sakharov-hjónin skreppa út í brauðbúðina eða á pósthúsið til að senda bréf, birtast KGB-menn undantekningarlaust þegar í stað í ibúðinni til þess að leita í húsa- kynnum þeirra og hirzlum, ljós- mynda eða til að stela því, sem þau hafa skrifað niður af hugsunum sínum eða hugmyndum. Andrej Dmitrijévitsj, sem er veill fyrir hjarta og getur því ekki geng- ið upp 5—6 tröppur í stiga án þess að stanza og grípur þá ósjálfrátt hendinni að hjartastað, sér sig til- neyddan að burðast með tösku í hvert sinn, sem hann fer eitthvað út úr húsi. Þessi taska er svo þung, að ég get til dæmis ekki lyft henni. Þegar við vorum eitt sinn stödd inni í verzlun, bað hann mig um að gæta töskunnar fyrir sig, og ég reyndi þá að lyfta henni en gat það ekki. And- rej Dmitrijévitsj er með útvarpið sitt í töskunni; ef hann skildi það eftir heima í íbúðinni, yrði það samstundis skemmt fyrir honum. Hann hefur auk þess meðferðis öll handrit sín, bæði fræðilegs eðlis og varðandi félagsleg málefni, dag- bækur sínar, ljósmyndir, ýmisleg einkaskjöl og minnisgreinar. Allt þetta verður hann að taka með sér, hvert sem hann fer, annars hverfur þetta úr íbúðinni í fjarveru hans. Hann er hjartasjúklingur og þjáist af of háum blóðþrýstingi, en samt verður hann að dragnast með þessa tösku í hvert sinn, sem hann fer eitthvað að heiman, þótt hann ætli sér ekki að vera fjarverandi nema tíu mínútur. Kvalastaður Fyrir neðan íbúðina, þar sem þau Sakharov-hjónin búa, hefur verið komið fyrir sérstöku rafaltæki, sem framleiðir truflanir fyrir útvarps- viðtæki, til viðbótar þeim truflun- um, sem framleiddar eru yfirleitt í öllum borgum Sovétríkjanna. Þetta er alveg hræðilegt urg, og mun sterkara en það óskemmtilega urg, sem kemur frá venjulegum sovézk- um truflunartækjum. Til þess að unnt sé að heyra rödd hins frjálsa hluta heimsins, þarf maður að fara að heiman, helzt nokkuð út fyrir Gorky. En Andrej Dmitrijévitsj getur ekki farið eitt einasta skref út úr borginni, það eina sem hann má hreyfa sig er út fyrir sínar húsdyr, ef hann heldur sig innan bæjarins. Ætli hann eitthvað lengra, er hon- um strax snúið við, og hann er því sviptur þeim möguleika að fara nokkuð út fyrir borgarmörkin, jafn- vel þótt engin ákvæði séu fyrir hendi í dómnum um svo mikla ein- angrun. Þarna er því um algjöra lögleysu að ræða af hálfu svokallaðra við- komandi yfirvalda. Þannig er sem sagt staða mála í Gorky. Rétt í byrjun útlegðar þeirra hjóna gafst mér tækifæri til að dveljast hjá þeim í Gorky og vera þeim innan handar, en Yelena Georgijévna þurfti oftsinnis að tak- ast ferð á hendur til Moskvu til að reyna að fá einhverju áorkað í mál- um þeirra og gera stöðu Sakharovs að minnsta kosti léttbaerari. Brátt tóku að berast bréf til Sakharov-hjónanna — það voru margir tugir á degi hverjum, stund- um jafnvel hundrað. Eftir nokkra daga ákvað ég að fara í gegnum bréfin og flokka þau til þess að sjá, hvort efni þeirra væri ef til vill í sama anda og það, sem skrifað var um Sakharov í sovézkum blöðum; en þessi bréf reyndust vera vin- samleg bréf, flest hver, með kveðj- um og yfirlýsingum um stuðning við hann, í öðrum bréfum lýstu bréfritarar undrun sinni á aðgerð- unum gegn honum, þá voru hlutlaus bréf, þar sem fólk var að biðja hann um að útskýra nánar málstað sinn — og svo voru skammarbréf í bland. Eftir nokkurn tíma gat ég ekki orða bundizt og sagði upphátt: „Ja hérna, þetta er vissulega athyglis- vert: 70% bréfanna innihalda kveðjur, 17% eru hlutlaus eða menn lýsa undrun sinni, en það eru ekki nema 13% sem eru skammarbréf." Afleiðingarnar af þessum óvar- káru athugasemdum mínum, sem ég hafði þannig gert uppskátt um, urðu mjög óvæntar: Bæði bréf, sem innihéldu kveðjur og hvers konar uppörvanir, hættu alveg að berast. Næsta dag bárust ekkert nema skammarbréf. Þetta var til vitnis um, hversu nákvæmlega er fylgzt með öllum samræðum, sem fram fara inni í íbúðinni. Ófrægingar- herferð í sambandi við þann ófrægingar- áróður, sem rekinn er gegn Sakh- arov-hjónunum, ætla ég fyrst að segja frá atviki í sambandi við Jakovlév, en sá maður er lítt kunn- ur á Vesturlöndum. Jakovlév þessi hafði hellt alls konar óhróðri yfir þau Sakharov-hjónin — óþverri væri víst réttara orð yfir ummæli þau, sem hann viðhafði um þau. Bók hans, „CIA á móti Sovétríkj- unum", kom fyrst út í 200.000 ein- tökum, síðar aftur í sama eintaka- fjölda og í þriðja sinnið í 100.000 eintökum. Þetta verk hlaut þá við- urkenningu stjórnvalda sem dæmi- gert andáróðursrit og fjórða prent- unin var því höfð upp á eina milljón eintaka. Auk þessa birti Jakovlév svo sams konar óhróður um þau hjónin í tímaritinu „Sména" og í „Maður og lög" (það hljómar alveg eins og hver önnur mótsögn!); síð- astnefnda tímaritið kemur út í 8 milljón eintökum. Þegar ég hitti Andrej Dmitrijév- itsj í síðasta skipti, sagði hann mér ítarlega frá því, hvernig fundum þeirra Jakovlévs þessa bar óvænt saman. Þótt undarlegt megi virðast, fékk þessi Jakovlév þó leyfi til að koma til Gorky. Andrej Sakharov sagði hlæjandi frá þessu og kvaðst undrandi á því, hversu lágt maður- inn gat lotið. Dyrabjallan í íbúðinni þeirra í Gorky hringdi dag nokk- urn. Yelena Georgijévna var þá stödd í Moskvu. Andrej var því einn heima og varð mjög undrandi, hélt að ef til vill hefði borizt símskeyti. Hann opnaði því dyrnar — fyrir utan stóð ókunnur maður, nokkuð við aldur, og hjá honum stóð kona. Andrej Dmitrijévitsj vék til hliðar til þess að hleypa þeim inn; þau gengu inn, og konan spurði þegar í stað: „Má reykja inni hjá ykkur?" Andrej Dmitrijévitsj vísaði þeim á stærsta herbergið, beint á móti úti- dyrunum, og sagði: „Gjörið svo vel að ganga í bæinn," en sjálfur hrað- aði hann sér inn í eldhúsið til þess að ná í öskubakkann, af því að hann reykir ekki sjálfur. Þegar hann sneri aftur og gekk inn í stofuna, höfðu gestirnir þegar fengið sér sæti. Hann fékk rétt ráðrúm til þess að hugsa: „Kannski eru þarna loksins komnir læknarnir frá Vís- indastofnuninni til þess að fá mig að lokum lagðan inn á sjúkrahús?" Nokkrum mánuðum áður höfðu komið til hans læknar, sem höfðu komizt að þeirri niðurstöðu, að það bæri að senda hann tafarlaust á sjúkrahús. En gestirnir í þetta sinn reyndust ekki vera neinir læknar. Aðkomu- maðurinn hafði þegar tekið bunka af bókum úr fórum sínum og sagði: „Ég er Nikolaj Nikolajévitsj Jakov- lév. Eins og þér vitið, er ég rithöf- undur. Eða vitið þér það kannski ekki? Nú, en ég er kominn með bækurnar mínar að gjöf handa yð- ur; ef þér gjarnan viljið, skal ég árita bækurnar mínar fyrir yður." Andrej Dmitrijévitsj varð um stund alveg dolfallinn yfir þessari dæmalausu ósvífni mannsins og öllu hans tali, og hann svaraði: „Ég þarf ekki á gjöfum yðar að halda." Jakovlév tók þá aftur til máls og sagði: „Eins og þér vitið hef ég birt um yður greinar, og þannig er mál með vexti, að við höfum fengið margar fyrirspurnir varðandi þess- ar greinar mínar, en ég á aftur á móti erfitt með að svara þeim öll- um. Þess vegna er ég kominn til þess að leggja fyrir yður nokkrar spurningar og taka niður svörin, sem við gætum svo látið lesendum okkar í té." Andrej Dmitrijévitsj svaraði því til, að hann vildi ekki eiga orðastað við hann, fyrr en Jakovlév hefði fengið birta opinberlega afsökun- arbeiðni vegna alls þess óhróðurs, sem hann hafði breitt út um konu sína, Yelenu Georgijévnu Bonner, og um sig sjálfan. Andrej Dmitrij- évitsj greip þá bókina „CIA á móti Sovétríkjunum" sem var hendi næst, tók að blaða í henni og sagði við Jakovlév: „Hvernig gátu þér skrifað þess háttar óhróður, þennan hrikalega óhróður?" Við flestar upphrópanir Sakh- arovs — „þér vitið, að þetta er hrein og bein lygi!" — svaraði Jakovlév, að hann vissi það reyndar. Aðeins einni spurningu Sakharovs; „Hvernig dirfist þér að skrifa, að konan mín hafi fyrir sið að berja mig?" — svaraði Jakovlév: „Ja, mér var sagt þetta hjá ríkissaksókn- ara ...!" Þeir töluðu saman í þessum dúr í nokkrar mínútur, og Jakovlév sagði þá: „Ég ætla ekki að skrifa neina afsökunarbeiðni. Ef yður finnst að þetta sé óhróður, þá skulið þér bara fara í mál ... Og reynið yfirleitt að láta yður skiljast, að við erum að vernda yður ..." Andrej Dmitrijévitsj sagði þá: „Ég þarf ekki á vernd yðar að halda, og ég ætla ekki að höfða mál gegn yður. Ég skal einfaldlega gefa yður á kjaftinn!" Þar sem ég sat og hlustaði á frá- sögn hans, varð ég skelfingu lostin, þegar hér var komið sögu; ég sagði við Andrej Dmitrijévitsj, að þetta hlyti að hafa verið hræðilegt, voða- legt augnablik. Hann sagði, að sér hefði einmitt verið þannig inn- anbrjósts líka. Þegar Jakovlév heyrði hótun Sakharovs, bar hann ósjálfrátt höndina upp að kinninni til hlífðar, en Andrej Dmitrijévitsj hafði engin umsvif heldur gaf hon- um vel útilátinn kinnhest með vinstri höndinni á hina kinnina, sem Jakovlév hafði ekki hlíft. Eftir þetta stukku gestirnir á fætur svo snarlega, að þau felldu stólana, sem þau höfðu setið á, hlupu á brott og flúðu þannig hið bráðasta út úr íbúðinni. Andrej Dmitrijévitsj sagði við mig undir lok frásagnar sinnar um þennan löðrung: „Eg hef séð alls konar fólk, hitt fyrir margs konar vondar og illa innrættar manneskj- ur, en þetta — þetta er einna líkast því að hitta fyrir persónu úr verk- um Dostojévskys, þetta er hann Smérdjakov sjálfur. Það er naum- ast hægt að sökkva dýpra." Jakovlév, slefberi KGB Það er sagt um Jakovlév þennan í Moskvu, að faðir hans, sem var hershöfðingi, hafi lent í fangabúð- um á Stalíns-tímabilinu, en svo ver- ið látinn laus aftur á stríðsárunum og fengið stöðu sína aftur í Rauða hernum. Við stríðslok hafi hann jafnvel verið gerður að marskálki. Sonur hans, Nikolaj Nikolajévitsj, hafði líka um miðbik heimsstyrj- aldarinnar eða undir lok stríðsins verið sendur í fangabúðir og þá bor- inn einhverjum smávægilegum sök- um eins og venja var á valdatímum Stalíns, vegna þess að ómögulegt reyndist að stimpla Jakovlév yngra sem óvin sovétvaldsins. En strax eftir að hann hafði verið fangelsað- ur tók hann að breiða út óhróður og róg um alla sína kunningja, og hafði hann þannig að sögn dregið fjölmarga alsaklausa menn inn í það helvíti, sem fangabúðir Stalíns voru. Sjálfur kom hann svo út úr fangabúðunum sem hinn fullkomni slefberi leynilögreglunnar. Tók hann til óspilltra málanna að breiða út óhróður um menn, hvar sem hann gat því við komið; þeir sem bezt þekkja til hans segja, að Jakovlév sé með eindæmum ósvíf- inn og kaldrifjaður í rógi sínum og söguburði um aðra. Jakovlév hefur oftar en einu sinni haft á orði, að ráðstjórnarvalda- kerfið væri svo viðbjóðslegt í eðli sínu, að maður yrði einfaldlega að koma fram á ósvífinn og óheiðar- legan hátt gagnvart því; því ættu allir að leitast við að vera eins ósvífnir og kaldrifjaðir og þeir frek- ast gætu. Þetta er sem sagt málstaður Nik- olaj Nikolajévitsj Jakovlévs og lífsviðhorfs hans, og hann lifir í einu og öllu samkvæmt því. Eftir að blöðin í Gorky tóku að birta róggreinar Jakovlévs, var þeg- ar í stað, að undirlagi yfirvalda, hrundið af stað alveg ótrúlega við- urstyggilegri áróðursherferð á hendur Sakharov-hjónunum í borg- inni. Þau hjónin veigruðu sér um tíma við að fara svo mikið sem út í bakarí eftir brauði, af því að alls staðar var veitzt að þeim með skömmum og svívirðingum. Fólk hrópaði til þeirra: „Það ætti að drepa þessa júðakerlingu þína!" Nágrannakona þeirra, sem Yelena Georgijévna hafði komið til og veitt barninu hennar læknishjálp (en Yelena er barnalæknir að mennt), hrópaði til hennar skömmu síðar: „Það hefði verið betra að barnið mitt hefði rotnað, fremur en að hafa látið óhreinar hendurnar á þér snerta sig." Bíll þeirra hjóna var allur út- klíndur með alls konar ógeðslegu kroti: „Stríðsæsingasinnar", „Burt með ykkur úr borginni okkar". Lestarferð til Moskvu Sakharov-hjónin héldu lengi vel, að þessi hamslausa reiði fólks væri sprottin af tilfinningum þess í þeirra garð. En þegar ég svo bað Yelenu Georgijévnu um að lýsa þessum atvikum ítarlega fyrir mér, þá kom alltaf í ljós einhvers konar „stjórnandi" á bak við tjöldin í þessum hræðilegu gjörningum. Þegar áróðursherferðin á hendur þeim stóð sem hæst, þurfti Yelena Georgijévna eitt sinn sem oftar að takast ferð á hendur til Moskvu til þess að útvega Andrej Dmitrijévitsj bækur, sem hann þurfti á að halda vegna fræðistarfa sinna. Einnig ætlaði hún að kaupa eitthvað af matvælum í höfuðborginni, sem voru ófáanleg í Gorky. Hún fór með

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.