Morgunblaðið - 20.05.1984, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 20.05.1984, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MAÍ 1984 45 Ferðaskrifstof- an Terra opnuð NÝ FERÐASKRIFSTOFA, sem hlot- ið hefur nafnið Terra, tók til starfa í gær. Terra er til húsa að Laugavegi 28 og að sögn forráöamanna skrif- stofunnar verður stefnt að því að auka ferðamannastraum til íslands, auk bess að bjóða sumarleyfisferðir til staða sem lítið sem ekkert hafa verið sóttir af íslendingum hingað lil. Þar á meðal til Rhodos, Túnis og Garda. Á blaðamannafundi sem boðað var til vegna opnunar ferða- skrifstofunnar var meðal annars sagt frá því að nú þegar hefði skrifstofan umboðsmenn í Eng- landi og Kaupmannahöfn, sem kæmu til með að aðstoða þá ferða- menn á þessum slóðum, sem óskuðu eftir því. Þá kom fram að skrifstofan er í tengslum við ýms- ar erlendar ferðaskrifstofur og yrði í framtíðinni stefnt að því að auka ferðamannastraum til ís- lands í samvinnu við erlendu skrifstofurnar. Nú þegar hafi Terra fengið óskir frá Svíþjóð um að taka á móti hóp sænskra ferða- manna til landsins sumarið '85. Einnig er gert ráð fyrir því að tek- ið verði á móti einstökum erlend- um ferðamönnum sem hingað koma í sumar, séð um að útvega þeim gististaði og panta sæti fyrir þá í ýmsar skoðunarferðir um landið. Ef um hópa erlendra ferðamanna er að ræða kemur skrifstofan til með að skipuleggja eigin ferðir til markverðra staða á landinu. Um nafn ferðaskrifstofunnar, Terra, höfðu forráðamenn hennar það að segja að latneska orðið terra, sem þýðir jörð eða heimur, væri táknrænt fyrir tilgang skrifstofunnar; að stuðla að ferð- um manna um jörðina. Ákaflega margir fallegir staðir jarðarinnar væru enn ónýttir af íslenskum ferðamönnum og skrifstofan hefði áhuga á að kynna mönnum nýja staði til sumarleyfisdvalar. f sumar verður boðið upp á sérstak- ar ferðir til Túnis, Rhodos, Garda Pennavinir Átján ára japönsk stúlka með áhuga á tónlist: Masumi Uchiyama, c/o Keiji Sawagashira, 159 Iwakura, Hanazon-cho, Sakyo-ku, Kyoto, 606 Japan. Fjórtán ára sænsk stúlka með áhuga á hestum, íþróttum, frí- merkjum o.fl.: Justina Nordgren, Snickargárden, 290 34 Fjálkinge, Sweden. Fjórtán ára japönsk stúlka með mörg áhugamál: Satsuki Funada, 2-3 Matsuodai 3 chome, Inagawa-cho, Hyogo, 666-02 Japan. Frá ítalíu skrifar 23 ára karlmað- ur með margvísleg áhugamál: Marco Siviero, Via A.AIbertini 4, 20 154 Milano, Italy. Sextán ára japönsk stúlka með áhuga á tónlist og fróðleikslestri: Ashimi Syugyo, 2141 Kirishima-Chio, Aira-gun, Kagoshima, 899-42 Japan. Þrítugur brezkur kennari með mikinn ferðaáhuga auk þess sem hann safnar póstkortum: David Grace, 49 Eardley Road, Streatham, LondonS.W. 16, England. og ítalíu, en auk þess annast Terra alla almenna ferðaþjónustu innan lands og utan. Hin nýja ferðaskrifstofa býður upp á síðsumarsferð til ítalíu. Ferðin hefst með vikudvöl í Róm og síðan verður dvalist í tvær vik- ur á sólarstrónd sem staðsett er um 100 km. sunnan við Róm. Dval- ist verður í íbúðum og fylgir bíla- leigubíll hverri íbúð þann tíma sem dvalist er í henni. Framkvæmdastjóri Terru er Sigríður Magnúsdóttir. Ætlunin að kynna íslendingum nýja ferðamöguleika og auka feröamanna- straum til landsins Eigendur og stjórnarmeðlimir hinnar nýju ferðaskrifstofu i hús- næði hennar að Laugavegi 28. A myndinni eru talið frá vinstri: Torfi Ásgeirsson, Steinþór Ingvarsson, Sveinn Kjartansson. Björn Zoph- aníasson og fyrir framan þá situr Sigríður Magnúsdóttir fram- kvæmdastjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.