Morgunblaðið - 20.05.1984, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 20.05.1984, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 20. MAÍ 1984 39 ÞINGBREF eftir STEFÁN FRIDBJARNARSON una þurfti „aðeins" þrisvar sinnum fleiri atkvæði í Reykjavík á bak við hvern þingmann en í því kjördæm- inu sem þá var bezt sett að þessu leyti. Tuttugu árum síðar, 1979, hafði íbúafjöldi í einstökum kjördæmum breytzt svo, að Reyknesingar þurftu rúmlega fjórum sinnum fleiri at- kvæði að baki hvers þingmanns en íbúar þess kjördæmisins, hvar at- kvæðavægi var mest. Misvægi at- kvæði hefur raunar enn aukizt frá 1979. Þau frumvórp til breytinga á stjórnarskrá og kosningalógum, sem væntanlega verða afgreidd fyrir þinglausnir nú, draga ekki meir úr misvægi atkvæða á líðandi stund en svo, að það verður svipað eða litlu minna en það var árið 1959. Hinsvegar næst allt að því fullur jöfnuður milli stjómmála- flokka. Þessar breytingar, til að draga úr misvægi atkvæða, eru sátt ólíkra sjónarmiða. Þeir sem styðja þessa sátt, en vildu gjarnan ganga lengra og tryggja algjöran jöfnuð í áhrif- um landsmanna á skipan Alþingis, túlka hana sem áfanga að settu marki; það lengsta sem hægt hafi verið að ganga nú. Óbreytt ástand hafi verið óviðunandi fyrir íbúa Reykjavíkur- og Reykjanesskjör- dæma. Þeir, sem styðja frumvörpin, en vildu ganga skemmra, vitna til yfirlýsinga frá fjórum þingflokk- um, þess efnis, að dregið verði úr ýmsu efnahagslegu búsetumisrétti eftir öðrum leiðum. Kosningarétturinn er mikilvægur hluti persónulegra mannréttinda. Það er eðlileg krafa að þegnar þjóð- félagsins hafi jafnrétti í áhrifum á skipan Alþingis. Þingið setur þegn- unum sameiginleg lög, ræður sam- setningu og ferli ríkisstjórna og meginþáttum pólitískrar fram- vindu og stjórnsýslu. Aðstæður réttlæta, ef til vill, að ganga veginn til jafnra áhrifa allra landsmanna í nokkrum skrefum. Efnahagslegu búsetumisrétti, sem fyrir hendi er, þarf hinsvegar að eyða með öðrum hætti en í mismun- un mannréttinda. Kosningaréttur innan og utan Hringbrautar Því er stundum haldið fram að fjarlægð frá höfuðstöðvum póli- tískrar stjórnsýslu og fram- kvæmdavalds, þingi og ráðuneyt- um, réttlæti misvægi atkvæða. Eiga þá íbúar Reykjavíkur, utan Hringbrautar, svo dæmi sé tekið, að hafa meiri áhrif á skipan borgar- stjórnar en fólk í gamla miðbæn- um? Hitt er annað mál að fólk í strjálbýli hefur um margt verri stöðu en íbúar á höfuðborgarsvæð- inu. Það er dýrara fyrir strjálsbýl- ismenn að sækja menntun, sem í sumum tilfellum er hvergi að fá hérlendis nema á höfuðborgarsvæð- inu en fólk hér syðra. Flutnings- kostnaður vöru frá framleiðslu- eða uppskipunarstað — að ógleymdum söluskatti ofan á þennan flutn- ingskostnað — hækka vöruverð strjálbýlisfólks. Ýmsar lista— og menningarmiðstöðvar, sem fólk vill gjarnan hafa aðgang að, eru stað- settar hér í þéttbýlinu. Verðsam- keppni verzlana og stórmarkaða á höfuðborgarsvæðinu býður almenn- ingi hagstæðara vöruverð en kaup- félagseinokun, sem víða er í strjálli byggðum. Margvísleg þjónusta Reykjavíkurborgar er víðtækari og betri en hjá minni sveitarfélögum. Hitunarkostnaður íbúðarhúsnæðis er verulega hærri úti á landi, eink- um þar sem hitagjafinn er olía eða rafmagn. Hér koma til greina niðurgreiðslur verðs eða skattfrá- dráttarleiðir. Einn er sá kostnaðarþáttur sem vegur mun þygra á höfuðborgar- svæðinu en í strjálbýli, þ.e. kostn- aður við að komast milli heimilis og vinnustaðar. Þannig segir í greinar- gerð með tillögu til þingsályktunar um skipulag almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu: „Samgöngukostnaður á þessu svæði hefur einnig vaxið mjög ört á undanförnum árum með útþenslu byggðar og hækkandi benzínverði. Nú er svo komið að ekki er óalgengt að samgöngukostnaður fjögurra manna fjölskyldu á þessu svæði sé orðinn allt að tíu þúsund krónur á mánuði. Þetta mál verður þeim mun alvarlegra ef til þess er litið að á höfuðborgarsvæðinu búa um 54% þjóðarinnar." Þessi tillaga, sem vitnað er til, fjallar um „könnun á hagkvæmni þess að samræma rekstur almenn- ingsfarartækja á höfuðborgarsvæð- inu. Könnunin varði almenna og þjóðhagslega hagkvæmni slíks sameiginlegs samgöngukerfis og gerð langtímaáætlunar um almenn- ingssamgöngur á svæðinu." Mergurinn málsins er sá að allir þjóðfélagsþegnar eiga að vera jafn- ir fyrir lögum, kosningalögum sem öðrum. Líta verður á þær breyt- ingar, sem Alþingi gerir væntan- lega á kosningalögum, sem áfanga- leiðréttingu, spor til réttrar áttar. Vonandi ber þingið gæfu til að taka tillit til ábendinga Jóns Ragnars Stefánssonar, stærðfræðings, varð- andi reiknireglur í kosningalögum, sem sníða myndu varasama agnúa af á frumvarpinu. Hitt vegur jafnþungt að viðhalda verður byggð í landinu öllu, ef nýta á gögn þess og gæði þann veg sem bezt hentar framtíðarhagsmunum þjóðarinnar sem heildar. Þessvegna verður að tryggja, eftir því sem kostur er, jafnstöðu fólks til að búa sér og sínum menntunarlega, fé- lagslega og efnahagslega aðstöðu. Það er svo miklu meira — í for- tíð, samtíð og framtíð — sem knýtir þjóðina saman sem heild en hitt sem sundur skilur. Þessvegna verð- um að leysa ágreiningsefni, sem upp koma, með sátt. Það er þjóð sem á að byggja landið en ekki stríðandi landshlutahópar. langar yfirlegur. Jóhannes nær miklu út úr þessum form- leik og hrifmestar þóttu mér þær myndir sem um leið virka ferskastar svo sem mynd nr. I „Rauða formið", „Hrynjandi" (2), „Blár fleygur", (7). „Húm" (13) og „Dulúð" (16). Allt eru þetta sterkar, stemmningarík- ar myndir okg markvissar í myndbyggingu er bera höf- undinum vitni. Mér þykir það merkilegt hvað Jóhannes getur náð miklu út úr þessum vinnu- brögðum með skeifumyndaða formið, svo sem vel kemur fram í stærstu myndinni á sýningunni, sem er ónúmeruð og nafnlaus. Það er mikil gerj- un í þessari mynd og hún fer vel við hlið annarrar myndar ónúmeraðrar, sem hrífandi ferskleiki einkennir. Sýning þessi staðfestir, að Jóhannes er einn af traustustu málurum sinnar kynslóðar en hér er þó ekki um neina nýja landvinn- inga að ræða frá hans hendi. Hér er um fallega og yfir- lætislausa sýningu að ræða, sem vel er þess virði að sækja heim. Kaupmannahófn: Sýning á verk- um Ásgerðar Búadóttur og Svavars Guönasonar SÝNING á verkum Ásgerðar Búadóttur og Svavars Guðna- sonar var opnuð í Kaup- mannahöfn 11. maí sl. í Nikol- aj, sýningarhúsi Kaupmanna- hafnarborgar. Á sýningunni eru 80 mál- verk eftir Svavar og ellefu listvefnaðarverk eftir Ás- gerði. Það var Bent Nebel- ong, borgarstjóri, sem opnaði sýninguna, en meðal viðstaddra voru Ásgerður Búadóttir og Einar Ágústs- son, sendiherra. Svavar Guðnason gat ekki verið við opnunana, en honum var sent skeyti í tilefnu af henni. Sýningin stendur yfir til 19. ágúst. Ásgerður Búadóttir við eitt verka sinna á sýningunni. fmfi y£MÉ Nokkur verka Svavars á sýningunni. Macintosh *• j&Sitféfl ¦>•¦. ¦>'.»*«•¦ / \ \ Er komin j til íslands fyrst Evrópulanda Takmarkaö magn. Staöfestiö vinsamlegast pantanir kr. 75.500. ;cipplc computcr Tölvudeild 29800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.