Morgunblaðið - 20.05.1984, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 20.05.1984, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MAÍ 1984 43 Haukur Sigurbjörns- son — Kveðjuorð Fólk var farið að hlakka til jól- anna. Jólaljósin voru að senda fyrstu geisla sína yfir land og lýð þegar harmafregn um andlát Hauks Sigurbjarnarsonar bægði skyndilega burtu bæði tilhlökkun og yl ljósanna. Ungur drengur er allur. Erfitt er að trúa slíku og ótal spurningar leita á hugann, sem á engin svör. Jólin eru hátíð gleðinnar og ljóssins. En sjaldan er ljós án skugga og angar hans byrgðu bæði birtu og gleði síðustu jóla í hugum þeirra er þekktu Hauk og unnu honum. Yfir hvíldi skuggi í stað ljóss, sorg í stað gleði, söknuður og tregi í stað vona og drauma. Fundum okkar Hauks bar fyrst saman á haustdögum 1981. Vorum við þá báðir að hefja nám við Bændaskólann á Hólum, hvor í sinni deild. Kynni okkar urðu aldrei náin en þó þykist ég hafa þekkt hann allvel og fann að hann var góðum kostum búinn. Einn þáttur í fari hans var hreinskilni. Minnist ég þess að eitt sinn sem oftar var haldinn nem- endafundur sem varð stormasam- ur vegna þess að misskilningur hafði komið upp um ákveðið mál- efni. Erfitt reyndist að leiðrétta hann á fundinum en mér er það minnisstætt að Haukur var einn fárra fundarmanna sem fjallaði málefnalega um efnið, sem og af hreinskilni og víðsýni. Sýndi hann ró og stillingu en þó festu og reyndi að sætta fundarmenn. Honum var mikilvægt að fá að vita forsendur málsins áður en hann drægi af því ályktanir eða felldi dóma. Einhverra hluta vegna tókst honum ekki að heyra alla málavexti á fundinum og sýndi hann þá enn betur hrein- skilni sína og dómgreind með því að koma inn á herbergi mitt og ræða málin betur í ró og næði að loknum fundi. Mat ég það ævin- lega við hann síðan. Slíkan þroska vantar margan unglinginn og sýn- ir þetta vel hvað í Hauki bjó. Viljaþrek hafði Haukur og kom það vel fram í ástundun hans og dugnaði í íþrótt hans, sem hann stundaði einn lengi vel, við erfiðar aðstæður. Við Haukur áttum það til, þegar við hittumst á göngum Hólaskóla, að gera hlé á ferðum okkar og hefja þess í stað samræður um heima og geima. Við áttum ein- hvern veginn einkar auðvelt með að spjalla saman en gerðum því miður allt of lítið af því. Þessar samræður voru e.t.v. ekki merki- legar í sjálfu sér en eru mér mjög minnisstæðar vegna þess, að Haukur var vingjarnlegur og við- mótsþýður drengur sem mér fannst vert að kynnast. Hann vildi gera gott úr þeim ólgusjó sem sambúð ungs fólks á fámennri heimavist getur verið. Hann kom vel fyrir sig orði, orð hans festust í minni mínu og ég hugleiddi þau oft. Hugur Hauks hneigðist til bú- skapar og honum vildi hann helga krafta sína. Nú njóta æðri heimar krafta þessa unga og efnilega drengs, krafta sem hann átti í rík- um mæli. Það vita þeir sem hann þekktu þótt hann bæri það ekki á torg, það var ekki hans eðli. Síðustu misseri hafa skilið okkur bæði haf og lönd en þó fannst mér Haukur alltaf nálægur í huganum því það var sem lægi þráður væntumþykju milli okkar, þráður sem ég lagði ekki nógu mikla rækt við. Eftir að leiðir skildi tognaði á honum en slitnaði aldrei og ævinlega skulu einhverj- ir þættir hans tengja okkur, lífs eða liðna. Haukur kvaddi þennan heim í desember síðastliðnum, þá á 19. aldursári. Höndin hans gjörva og hugur hafa heilsað nýjum heim- kynnum en eftir lifir minningin um dreng sem mikið var í spunnið. Ég vil enda þessi síðbúnu og fá- tæklegu orð á því að votta foreldr- um hans og öllum aðstandendum mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning Hauks Sig- urbjarnarsonar. Bjarni Stefán Konráðsson Tónlistarkross- gáta á Rás 2 MIÐVIKUDAGINN 23. maí kl. 15.00 hefur göngu sína á Rás 2 nýr þáttur sem ber heitið Tónlistarkrossgátan. Þáttur sem þessi er nýjung hér á landi en er að sænskri fyrirmynd. Eins og nafnið bendir til er þátt- urinn settur saman af krossgátu og tónlist. Þetta er tónlistargetraun sem felst í því að 11 til 12 orða krossgáta er birt í dagblöðum og fólk hefur hana við höndina, þegar þátturinn er sendur út. Með hverju lagi sem leikið er fylgir vísbending, t.d. 3 lóðrétt, 5 stafa nafnorð í nefni- falli. Skírnarnafn söngvarans í næsta lagi, svo dæmi sé gefið. Ekki verður aðeins spurt um nöfn söngv- ara, söngkvenna og flytjenda, held- ur um efni söngtexta, þjóðarheiti, tungumál og hvað annað sem teng- ist tónlistinni sem leikin er. Uppistaðan verða slagarar ár- anna 1920 til 1980. Þá verða ein til t Þakka auðsýnda samúð og vinarkveöjur við andlát og útför eiginkonu minnar, BORGHILDAR STRANGE. Fyrir hönd aöstandenda, Eiríkur Jónasson. + Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför FINNBOGA HELGA MAGNÚSSONAR, skipstjóra, Patreksfirðí. Dómhildur Eiríksdóttir, Kristín Finnbogadóttir, Reynir Finnbogason, Kristín Finnbogadóttir, Sigurey Fínnbogadóttir, Hafdis Finnbogadóttir, Hafrún Finnbogadóttir, Steínunn Finnbogadóttir, Þorvaldur Finnbogason, tengdabörn og barnabörn. Svona lítur krossgátan út í fyrsta þættinum. Lausnir sendist til: Ríkis- útvarpið Rás 2, Hvassalciti 60. tvær spurningar um vinsælar óper- ettur og þegar fram í sækir verður spurt um íslensk sönglög. Þá verður lag úr kvikmynd fastur póstur. I eðli sínu er Tónlistarkrossgátan þó fyrst og síðast tónlistarþáttur, sem menn geta notið, hvort sem þeir leysa gátuna eða ekki. Þeir sem vilja leysa krossgátuna verða að póst- leggja hana innan 3 daga til Rásar 2, Hvassaleiti 60, 108 Reykjavík, og verður dregið úr réttum svörum. Sá heppni fær svo plötu að eigin vali í verðlaun. Umsjónarmaður krossgátunnar, Jón Gröndal, er kunnur útvarps- hlustendum fyrir ýmsa þætti sem hann hefur flutt í útvarpi. Má þar nefna þáttinn „Danslög í 300 ár“ sem kynnti sögu dansa og danstón- listar og Töfrandi tónar þar sem kynntar voru stóru danshljómsveit- ir áranna 1935 til 1945 og söngvarar þeirra. Jón var siðast í utvarpinu veturinn 1982 til 1983 með þætti sem nefndust I fullu fjöri. FrétUtilkynninK. Alberto Hámæring Birting afmœlis- og minningargreina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Fallegra hár á 1 mínútu Legsteinar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og raðgjöf um gerð og val legsteina. Ifi S.HELGASON HF ISTEINSMKUA I SKSJMUÆGl 48 SiMt 7667? Tökum að okkur að rétta og lagfæra legsteina í kirkjugörðum. S.HELGASON HF SKENiMUVEQl 48 3MI 70677 CANNON-VÖRURNAR STUÐLA AÐ VELFERÐ BARNSINS Skoðið CANNON-barnavörurnar í næstu lyfjaverslun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.