Morgunblaðið - 25.05.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.05.1984, Blaðsíða 1
64 SIÐUR STOFNAÐ 1913 118. tbl. 71. árg. FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins Danir reka tvo Rússa úr landi Kaupmannahofn, 24. maí. AF. DÖNSK stjórnvöld ráku í dag úr landi tvo sovéska viðskiptafulltrúa og voru þeir sakaöir um að hafa stundað njósnir. Hefur þá fjórum Sovétmönnum verið vísað frá Danmörku á tæpum þremur árum og sjö alls í þessari viku frá aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins. 1 tilkynningu danska utanrík- isráðuneytisins segir, að sendi- fulltrúi sovéska sendiráðsins í Kaupmannahöfn hafi verið kallað- ur fyrir og honum sagt, að tveir menn í sovésku viðskiptasendi- nefndinni { Danmörku hefðu gerst sekir um njósnir í landinu og yrðu því að koma sér á burt innan hálfs mánaðar. Haft er eftir ónefndum embættismanni í utanríkisráðu- neytinu, að um sé að ræða iðnað- arnjósnir. Danir vísuðu tveimur Sovét- mönnum á brott í febrúar í fyrra fyrir „mjög alvarlega njósna- starfsemi“ og einum í nóvember 1981 en hann þótti hafa óeðlileg tengsl við friðarhreyfinguna í Danmörku og var grunaður um fjárstuðning við hana. Síðustu þrjú árin hafa 70 Sovétmenn verið reknir frá Vesturlöndum fyrir njósnir eða aðra ólöglega iðju. Persaflóastríðið: Nýjar spilla Stórslys í vatnsdælustöð Stórslys varð í Abbeystead á Englandi í gær þegar öflug sprenging varð í neöanjarðarvatnsdælustöð. Létu níu manns lífið og 34 slösuðust. Sprengingin varð þegar verið var að sýna gestum stöðina og því óvenju margir þar staddir. Ekki er enn vitað hvað olli sprengingunni en líkur eru á, að kviknað hafi í samansöfnuðu metangasi. Á myndinni má sjá hvernig umhorfs var eftir sprenginguna. ,\p eldflaugaárásir friðartilraunum Hryðjuverkasamtök Gyðinga Ónafngreindur maður, sem ísra- elska lögreglan segir, að sé félagi í hryðjuverkasamtökum Gyðinga á Vesturbakkanum, ber blað fyrir andlitiö til að hann þekkist ekki. Var myndin tekin í gær í réttarsal í Jerúsalem en dómarinn hefur bannað, að birtar séu myndir af sakborningum eða greint frá nöfn- um þeirra. AP. Sjá ennfremur á bls. 14. Manama, Bahrain, 24. maí. AP. TVÆR óþekktar Phantom-orrustuþot- ur réðust í dag á og stórlöskuðu flutn- ingaskip, sem var á alþjóðlegri sigl- ingaleið úti fyrir ströndum Saudi- Arabíu. Talið er fullvíst, að þær hafi verið íranskar enda kom árásin skömmu eftir að írakar tilkynntu, að orrustuvélar þeirra hefðu ráöist á tvö skip skammt frá Kharg-eyju, helstu olíuútflutningshöfn írana. Skipið, sem Phantom-þoturnar réðust á, heitir „Chemical Venture" og er sérstaklega gert til að flytja ýmis efni unnin úr olíu. Það var á leið til Kuwait frá Japan og innan efnahagslögsögu Saudi-Arabíu þeg- ar það var stórlaskað með einni eldflaug. Skipverjum var öllum bjargað um borð í skip frá saudi- arabiska sjóhernum og þrír drátt- arbátar voru sendir til að reyna að koma „Chemical Venture" í höfn. frakar sögðu í dag, að herflugvél- ar þeirra hefðu ráðist á tvö skip skammt frá Kharg-eyju en það hafði ekki verið staðfest af öðrum þegar síðast fréttist. Sagði talsmað- ur íraska hersins, að árásirnar væru í samræmi við yfirlýsingu Husseins forseta frá í gær en þá sagði hann, að hert yrði hafnbannið á Kharg- eyju og eynni „eytt“ þegar írakar hefðu fengið til þess ný vopn. Fyrr í dag luku sendimenn Assads, Sýrlandsforseta, viðræðum við fulltrúa íransstjórnar i Teheran og benti ýmislegt til, að íranir hefðu fallist á að ráðast ekki á skip olíu- ríkjanna við Persaflóa að írak und- anskildu. Síðustu atburðir hafa hins vegar gert vonir manna um þetta að engu og er nú miklu líklegra en áð- ur, að önnur Persaflóaríki dragist inn í átökin. Talsmaður Hvíta húss- ins sagði í dag, að vegna þess hve ástandið í Persaflóa væri orðið al- varlegt, ætlaði Reagan, forseti, að fara aftur fram á það við þingið, að það heimilaði sölu á Stinger-loft- varnaflaugum til Saudi-Araba. Fyrr á árinu hafnaði þingið því vegna andmæla ísraela. El Salvador: Banamenn nunnanna dæmdir Zacatecoluca, El Salvador, 24. maí. AP. KVIÐDÓMUR í El Salvador fann í dag fimm fyrrverandi þjóðvarðliða seka um að hafa myrt fjórar banda- rískar nunnur 20. desember 1980. Hefur dómnum verið fagnað mjög meðal þeirra, sem vonast eftir betri og batnandi tíð í landinu. Kviðdómendurnir sátu á rökstól- um í klukkustund áður en þeir kváðu upp sektardóminn yfir þjóð- varðliðunum og hefur dómarinn hálfan mánuð til að ákveða refs- inguna, sem getur verið allt að 30 ára fangelsi. Verjendur mannanna geta áfrýjað ákvörðun dómarans um refsinguna en ekki sektar- dómnum sjálfum. Ættingjar bandarísku nunnanna hafa fagnað dóminum yfir þjóð- varðliðunum og einnig bandarískir þingmenn, sem sumir hafa staðið í vegi fyrir aukinni aðstoð við stjórnina í Ei Salvador vegna þessa máls af ótta við, að morðingjarnir yrðu látnir sleppa við refsingu. í dag bárust svo fréttir um, að full- trúadeildin bandaríska hefði sam- þykkt 62 milljón dollara neyðar- aðstoð við stjórnina í E1 Salvador. Kaupmannahöfn: Verkföllum lýkur um leið og nýjar blikur dregur á loft Fjórir bflstjórar, sem ekki vilja borga í flokkssjóði jafnaðarmanna, ætla að segja sig úr verkalýðsfélaginu í dag Kaupmannahöfn, 24. maí. Frá Ib Björnbak, fréttaritara Mbl. VERKFÖLLUNUM í Kaupmannahöfn er nú sem óðast að Ijúka eftir að borgarráðið ákvað að reka úr starfi bílstjórana, sem ekki vildu vera í ákveðnu verkalýðsfélagi og greiða jafnframt hluta félagsgjalda sinna í flokkssjóði jafnaðarmanna. Lífið f Kaupmannahöfn virðist þvi vera aö færast í eðlilegt horf en óvíst er hve lengi. Nýjar blikur eru nefnilega á lofti, að þessu sinni á Noröur-Sjálandi. Verkföllin að undanförnu geta og er ástæðan sú, að þau hafa reynst afdrifaríkari fyrir verka- lýðsfélögin, þ.e.a.s. þau, sem jafn- aðarmenn stjórna, en leiðtoga þeirra órar fyrir í augnablikinu aukið mjög á kurr þeirra félags- manna, sem ekki eru flokks- bundnir jafnaðarmenn en verða þrátt fyrir það að greiða af laun- um sínum til flokksins. Vegna þess, og sem viðbrögð við brott- rekstri bílstjóranna átta í Kaup- mannahöfn, hafa fjórir menn á Norður-Sjálandi ákveðið að segja sig á morgun úr verkalýðsfélagi, sem jafnaðarmenn stjórna. Hvað þá gerist er erfitt úm að segja á þessari stundu. Minnihlutinn í borgarráði Kaupmannahafnar mótmælti i dag við innanríkisráðherrann brottrekstri bílstjóranna og sagði hann ólöglegan með öllu. Poul Schlúter, forsætisráðherra, hefur sagt, að brottreksturinn væri „augljóst lagabrot" en í dag ákvað þó stjórnin að hafast ekk- ert að. Málið mun því fara fyrir dómstólana og það tekur sinn tima. Þótt verkföllunum sé nú lokið að sinni hefur þeirri meginspurn- ingu ekki verið svarað enn hvort eðlilegt sé, að mönnum haldist það uppi að brjóta landslög og neyða aðra menn til að vera í ákveðnu félagi eða svipta þá at- vinnunni ella. Mikil málaferli eru nú í uppsiglingu og munu kröf- urnar þar nema milljónum króna. Skaðabætur munu þó aldrei geta komið í staðinn fyrir borgaraleg réttindi manna í lýðræðislegu þjóðfélagi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.