Morgunblaðið - 25.05.1984, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.05.1984, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 1984 GluMÍEí! AMERÍKA POBTSMOUTH/NOBFOLK Bakkafoss 8. júní City of Perth 19. júní Bakkafoss 29. júhí City of Perth 10. júli NEW YORK Bakkafoss 7. júni City of Perth 18. júni Bakkafoss 28. júní Cíty of Perth 9. júlí HALfFAX Bakkafoss 11. júní Bakkafoss 2. júli BRETLAND/MEGINLAND IMMINGHAM Álafoss 27. maí Eyrarfoss 3. júni Álafoss 10. júní Eyrarfoss 17. júni FELIXSTOWE Alafoss 28. mai Eyrarfoss 4. júní Álafoss 11. júni Eyrartoss 18. júni ANTWERPEN Alafoss 29. mai Eyrarfoss 5. júni Alafoss 12. júni Eyrarfoss 19. júni ROTTERDAM Alafoss 30. mai Eyrarfoss 6. júní Alafoss 13. júni Eyrarfoss 20. júní HAMBORG Álafoss 31. maí Eyrarfoss 7. júní Álafoss 14. júni Eyrarfoss 21. júní WESTON POINT Helgey 5. júní LISSABON Vessel 21. júni LEIXOES Vessel 22. júní BILBAO Vessel 24. júni NORÐURLÖND/- EYSTRASALT BERGEN Dettifoss 25. mai Artevelde 4. júni Dettlfoss 8. júni Mánafoss 15. júni KRISTIANSAND Dettlfoss 28. maí Artevelde 4. júni Dettifoss 11. júni Mánafoss 18. júní MOSS Dettifoss 25. mai Artevelde 5. júní C ittifoss 8. júní Mánafoss 19. júni HORSENS Dettifoss 30. mai Dettifoss 13. júni GAUTABORG Dettifoss 30. maí Artevelde 6. júni Dettifoss 13. júni Mánafoss 20. júni KAUPMANNAHOFN Dettifoss 31. maí Artevelde 7. júni Dettifoss 14. júni Mánafoss 21. júni HELSINGJABORG Dettifoss 1. júní Artevelde 8. júní Dettifoss 15. júni Mánafoss 22. júni HELSINKI Elbström 30. maí Elbström 2. júli GDYNIA Elbström 4. júni Elbström 6. júlí ÞÓRSHÖFN Mánafoss 16. júni VIKULEGAR STRANDSIGLINGAR -fram ogtil baka frá REYKJAVÍK alla mánudaga frá ÍSAFIRÐI alla þriöjudaga frá AKUREYRI ^atta ffliinitbdaga EIMSKIP * Neskaupstaður: „SÚN og SVN eru mjög mikil- væg fyrirtæki“ ,,l»Af) má segja, aö ég hafí fyrst komið inn í Samvinnufélag útgerðar- manna í Neskaupstað til einhverra áhrifa árið 1945 og formaður var ég þar frá 1946. Ég var að sjálfsögðu ásamt bróður mínum, sem gerði út smá vélbát, búinn að vera félagsmaður í SÚN um nokkurn tíma. Stórfelldar breytingar hjá félaginu stóðu fyrir dyrum á þessum tíma, það var bygging stórs og mikils frystihúss, til að geta unnið afla togaranna, sem voru að koma í bæinn, sá iyrsti kom 1947, og ennfremur að taka á móti afla smábátanna, sagði Lúðvík Jósepsson. . _ „ , „ _ MorgunblaftiJ/KEE. Johannes Stefansson og Luðvík Josepsson Jóhannes og Lúðvík láta af stjórnarfor- mennsku í SVN og SÚN ÞGGAK fjallað er um Neskaupstað síðustu áratugi, sveitarstjórn- ar- og atvinnumál þar, koma helzt í hugann nöfn þriggja manna. Það eru Bjarni Þórðarson, Jóhannes Stefánsson og Lúðvík Jós- epsson, en þeir mynduðu þrístirnið svokallaða, sem veitti Sósíal- istaflokknum og síðar Alþýðubandalaginu í Neskaupstað forystu frá því á fjóröa áratugnum. „Til þessa hafði SÚN verið sam- tök útgerðarmanna í Neskaupstað svo og margra sjómanna og þá fyrst og fremst þjónustufyrirtæki án beins rekstrar. Það sá um að koma afurðum félagsmanna á markað, bæði saltfiski og ferskum fiski og rak auk þess verzlun með útgerðarvörur. Með byggingu frystihússins hófust aflakaup af togurum og smærri bátum og sjálfstæður rekstur þess. Með frystihúsinu, fiskimjölsverk- smiðju og síldarverksmiðju óx fyrirtækið síðan upp í að verða eitt stærsta fyrirtæki bæjarins. Næstu þáttaskil í sögu félagsins urðu á árunum 1960 til 1968, þeg- ar síldarævintýrið gekk yfir. Þá var reist mikil síldarverksmiðja, fyrirtækið eignaðist stóra síldar- báta og saltaði síld. Þetta var þó með þeim hætti, að Síldarvinnsl- an var hlutafélag, 60% í eigu SÚN, en útgerðarmenn og ein- staklingar í bænum áttu einnig stóran hlut. Þetta tímabil breytti félaginu þannig, að það varð lang- stærsti atvinnurekandinn á staðnum og átti allmiklar eignir. í lok síldveiðitimabilsins verða enn þáttaskil í sögunni. Þegar síldin hvarf varð félagið brautryðjandi í skuttogarakaupum og með þeim kemst fiskvinnslan á nýtt stig með stöðugri vinnu dag hvern allt árið. Eftir allt þetta er staðan þannig, að SÚN er áfram hið raunverulega eignarfélag, en mest ber á SVN sem rekstraraðila. SVN á nú 5 skip, þrjá skuttogara og tvö stór nótaskip, rekur frysti- hús, saltfiskverkun, loðnubræðslu og hefur með höndum margvísleg- an annan rekstur. SVN er því orð- ið eitt af stærstu útgerðarfyrir- tækjum landsins og á síðasta ári voru ársverk hjá fyrirtækinu alls 450 og launagreiðslur námu sam- tals 125 milljónum króna. Fyrir- tæki af samsvarandi stærð í Reykjavík væri því með um 22.000 ársverk, en til samanburðar má geta þess, að 700 manns vinna í álverinu. Það er því ekkert um það að efast að SÚN og SVN eru Neskaupstað mikilvæg fyrirtæki. Það er enginn vafi á því, að þessi rekstur hefur notið mjög góðrar samstöðu manna úr öllum flokkum og margvíslegum hags- munahópum og það hefur leitt til hagsældar bæði fyrir fyrirtækið, Neskaupstað og íbúa staðarins. Þá hefur félagið lengst af notið góðra framkvæmdastjóra eins og Jóhannesar Stefánssonar og Ólafs Gunnarssonar, sem hefur reynzt félaginu afburðavel. Fleiri nöfn koma auðvitað upp í hugann og má þar nefna Jóhann K. Sigurðs- son, annan framkvæmdastjóra SVN, sem sér um útgerð skipanna og Þórð M. Þórðarson, skrifstofu- stjóra, sem hefur verið tengdur félaginu um mjög langt skeið. Ég var stjórnarformaður SÚN í 38 ár eða frá 1946 og þar til nú, að ég baðst undan endurkjöri á síð- asta aðalfundi. Um minn persónu- lega þátt í þróuninni er annars lítið að segja. Ég hef efalaust átt þátt í undirbúningi og skipulagn- ingu þessara hluta, en á þeim tíma, sem umsvifin hafa verið mest, átti ég sæti á Alþingi og hafði því ekki nema lítii áhrif á það, sem var að gerast á vegum félagsins. Ég tel að það hafi verið afar þýðingarmikið í starfsemi SÚN, þó það hafi breytt rekstri sínum í stórrekstur á sviði útgerð- ar og fiskverkunar, að það hefur ætíð talið sér skylt að vera hags- munafélag smáútgerðarmanna og varast að láta hagsmuni stór- rekstrarins ganga á hag þeirra smáu, heldur stutt þá i ríkum mæli. Smáútgerðin hefur síðan beinlínis verið grundvöllur þess, að upp hefur vaxið á staðnum öfl- ugur hópur dugandi sjómanna. Á um hálfrar aldar tímabili höfðum við þrfr félagarnir Bjarni Þórðarson og Jóhannes Stefánss- on mjög náið samstarf og höfum haft mikil áhrif á gang mála, lengst af með meirihluta í bæjar- stjórn og aðstöðu okkar í sam- bandi við allan þennan rekstur. Það hefur því verið gott samstarf og verkaskipting auk margra ann- arra þátta, sem hefur leitt til þess, sem menn geta nú séð í Nes- kaupstað. Ég er bjartsýnn á rekstur þess- ara fyrirtækja. Þau standa traustum fótum og eru góður grundvöllur framtíðarþróunar þeirrar, sem framundan er. Ég er einnig sannfærður um það, að fiski- gengd á íslandsmiðum á eftir að aukast verulega áður en langt um líður og við eigum eftir að ná mikl- um árangri í nýtingu fleiri fiski- tegunda,“ sagði Lúðvík Jósepsson. HG „Ég er fæddur í Neskaupstað 9. marz 1913 og eftir nokkra skólagöngu, sem varð endaslepp vegna veikinda, lá leiðin í verka- lýðsbaráttuna og pólitíkina. 1934 bauð kommúnistaflokkurinn fyrst fram við bæjarstjórnar- kosningar, reyndar aðeins hálf- an lista og var það eiginlega upphafið að samstarfi okkar þriggja. Þá var Alþýðuflokkur- inn alls ráðandi, en við Lúðvík náðum að komast í stjórn verka- lýðsfélagsins. Síðan lenti ég í framboði til formanns á móti einum Alþýðuflokksmannanna og þrátt fyrir að Hannibal kæmi austur til að styðja þá, náði ég kjöri og var formaður verkalýðs- félagsins í nokkur ár. í janúar 1938 buðum við fram til bæjar- stjórnar ásamt Alþýðuflokknum og fengum samtals 6 menn af 9. Samstarfið gekk hins vegar ekki og í september sama ár var kosið aftur og þá buðum við fram sér- stakan lista og fengum þrjá menn kjörna, Alþýðuflokkur þrjá, Framsókn einn og Sjálf- stæðisflokkurinn tvo. Þá hneyksluðum við marga með því að taka upp samstarf við sjálf- stæðismenn og kjósa með þeim Bjarni var bæjarstjóri í 23 ár, Jóhannes og Lúðvík sátu um áratugaskeið í bæjarstjórn og forsæti þar en auk þess var Lúð- vík alþingismaður í fjölda ára. Þeir áttu allir sæti í stjórnum helztu atvinnufyrirtækja staðar- ins, Samvinnufélagi útgerðar- manna í Neskaupstað og Síldar- vinnslunni svo eitthvað sé nefnt. Þá störfuðu þeir allir mikið að félagsmálum. Bjarni er nú lát- tvo hægrimenn fyrir bæjar- stjóra, hvorn á eftir öðrum. Næsta kjörtímabil náðu svo Alþýðuflokksmenn og Fram- sóknarmenn saman meirihluta, en 1946 náðum við hreinum meirihluta og höfum haldið hon- um síðan. Við byrjuðum allir um 1938 í bæjarmálunum. Lúðvík hætti þar 1970, ég hætti 1974 og Bjarni 1978. Við Lúðvík höfðum þá ver- ið forsetar lengi og Bjarni bæj- arstjóri í um 23 ár. Við áttum líka allir sæti í stjórnum at- vinnufyrirtækjanna. Ég var reyndar fyrst framkvæmdastjóri Pöntunarfélags alþýðu frá 1947 til 1953, en um tíma var það stærsta verzlunin í Neskaupstað. 1953 var ég svo ráðinn fram- kvæmdastjóri hjá SÚN og gegn- di því starfi til 1981 auk forstöðu Olíusamlagsins og stjórnar- mennsku í ýmsum fyrirtækjum. Við urðum að standa okkur og á þessum tímum hafa orðið miklar breytingar, sem allar hafa mið- ast við styrka uppbyggingu þess- ara fyrirtækja. 1957 er Síldar- vinnslan stofnuð, en aðaleigandi hennar er SÚN. Ég var í stjórn SVN frá upphafi og formaður að inn, en þeir Jóhannes og Lúðvík eru enn við góða heilsu og fyrir skömmu létu þeir af formennsku í stjórnum SVN og SÚN, Jó- hannes eftir 27 ára samfellda setu og Lúðvík eftir 38 ár. í til-- efni þessara tímamóta í lífi þeirra Jóhannesar og Lúðvíks ræddi blm. Mbl. lítillega við þá um liðinn tíma og fara viðtölin hér á eftir: frátöldum tveimur fyrstu árun- um. SÚN var með fiskverkunina a sínum snærum allt til 1965 er frystihúsið var selt Síldarvinnsl- unni. Sildarvinnslan hafði þá hagnazt verulega á síldveiðum og vinnslu, en SÚN var mjög þröngur fjárhagslegur stakkur skorinn, svo það varð úr að Síld- arvinnslan tók við rekstrinum. Það hafa því orðið á þessu mikl- ar breytingar, en tvímælalaust allar til góðs fyrir fólkið og at- vinnulífið á staðnum. Baráttan byggðist á þessum tíma upp á vinnu og reyndum við þrír að skipta verkefnum þannig á milli okkar, að Bjarni var mest í bæjarmálunum, Lúðvík í lands- málunum og ég í atvinnumálun- um. Ég var einnig mikið í félags- málum, meðal annars formaður Þróttar og í stjórn ÍSÍ og hef auk þess verið fréttaritari útvarps- ins í 32 ár. Það hjálpaði okkur mikið á þessum tíma, að við vor- um allir bindindismenn og nut- um meðal annars vegna þess mikils stuðnings. Það hjálpaði mér reyndar ekícert þegar ég fór í framboð fyrir Sósíalistaflokk- inn og Alþýðubandalagið í Norð- ur-Múlasýslu. Ég fór 7 sinnum fram þar á 17 árum og hafði þó upp úr því, að auka fylgið úr 55 atkvæðum i um 100. Ég lít því yfir farinn veg, bæði með sökn- uði og ánægju. Við fengum miklu áorkað og þó mikil vinna hafi legið að baki, var hún oftast skemmtileg, enda árangurinn venjulega meiri en í Norður- Múlasýslunni," sagði Jóhannes Stefánsson. „Hálfskammast mín nú orðið fyrir ákafannu „ÞETTA hefur alla tíð verið mikil barátta og árangurinn grundvallast á mikilli vinnu margra manna, ekki aðeins okkar Bjarna og Lúðvíks, þó mest hafí borið á okkur. Baráttan stóð fyrst um verkalýðsfélagið, síðan bæjarstjórnina og í gegn um hvort tveggja í stjórn atvinnufyrirtækjanna. Þar urðum við að standa okkur eins og á hinum stöðunum til að halda fengnum hlut og það hefur gengið síðan 1946. Ég hálfskammast mín nú orðið fyrir ákafann í mér á þessum tíma. Eftir að ég stofnaði heimili varð það anzi mikið útundan og ég man eftir því, þegar ég var prófdómari í Barnaskólanum fyrsta maí og hljóp þá inn í bæjarhús til að draga íslenzka fánann niður og þann rauða upp,“ sagði Jóhannes Stefánsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.