Morgunblaðið - 25.05.1984, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.05.1984, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 1984 15 Bjargað á síðustu stundu Segja má, að hurð hafi skollið nærri hælum þegar aðstoðarnautabaninn Manuel Rodriguez féll kylliflatur beint fyrir framan óða bolann, sem gerði sig að sjlfsögðu líklegan til að reka Manuel i gegn. Aður en honum tókst það kom hins vegar aðalnautabaninn, Damaso Gonzales, á vettvang og tældi til sín tuddann með rauðu dulunni sinni. Atburðurinn átti sé stað í Madrid um síðustu helgi. AP. Launahækkun til sænskra ráðherra Stokkhólmi, 24. maí. Frá Erik Liden, frétUriUra Mbl. LAUN SÆNSKRA ráðherra hækka 1. janúar næstkomandi úr 18 þúsund krónum sænskum á mánuði í 26 þúsund, sem jafngildir tæplega eitthundrað þúsund krónum. Jafnframt hafa laun ráðherra verið hækkuð um fjögur þúsund krónur frá 1. janúar sl. að telja. Að þessari niðurstöðu komst sér- stök nefnd, sem fyrrum forsvars- maður sænsku launþegasamtak- anna, LO, veitti forstöðu. Einnig var ákveðið að ráð- herralaun skuli framvegis vera 25% hærri en laun hæstaréttar- dómara, og laun forsætis- ráðherra 10% hærri en annarra ráðherra. Ráðherrar sem búa lengra en 70 km frá Stokkhólmi fá einnig sérstakan skattafrá- urau, sem nemur o. rzu Kronum sænskum á mánuði. Danskir ráðherrar hafa jafn- virði 33 þúsunda sænskra króna í mánaðarlaun, finnskir 27 þúsund og norskir 24,5 þúsund. Laun sænskra ráðherra hafa verið svo til óbreytt frá 1977. Þú svalar lestrarþörf dagsins ásíöum Moggans! Nóbelsnefnd talar máli Sakharovs Ostó, 24. maí. AP. Nóbelsnefndin norska hefur sent Konstantin Chernenko, formanni sovézka kommúnistaflokksins, bréf, þar sem látnar eru í Ijós áhyggjur og vonbrigði með þá meðferð sem And- rei Sakharov og kona hans, Yelena Bonner, hafa hlotið. „Nefndin telur það skyldu sína að óska eftir því að Andrei Sakh- arov og Yelena Bonner fái að yfir- gefa Sovétríkin ef þau kjósi," segir í bréfi nefndarinnar. Einnig segir í bréfinu að ef þeim hjónum yrði leyft að yfirgefa Sov- étríkin yrði litið á það sem mann- úðarverk, og slík ákvörðun yrði til að draga úr spennu og auka frið- arvonir. Tékkóslóvakía: Leiðtogi Charta ’77 dæmdur í fangelsi London, 24. maí. AP. LADISLAV Lis, helsti leiðtogi hinna bönnuðu tékknesku mannréttindasam- taka Charter 77, hefur verið dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir að óhlýðnast fyrirmælum um að gefa sig daglega fram við lögregluna í Prag. Það var Palach Press, stofnun í London sem sérhæfir sig í upplýs- ingum frá Tékkóslóvakíu, sem greindi frá þessu í gær. Lis, sem er 58 ára að aldri, var látinn laus úr haldi 5. mars sl. eft- ir að hafa setið inni í 14 mánuði fyrir óleyfilega stjórnmálastarf- semi. Honum var hins vegar gert að hafa daglegt samband við lög- reglu og skýra henni frá öllum ferðum sínum næstu þrjú árin. Dvöl Lis í sumarhúsi í Bæheimi tvær helgar í röð, sem honum láð- ist að skýra lögreglunni í Prag frá, varð tilefni handtöku hans og hins nýja dóms. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings: Bannar íhlutun í Mið-Ameríku Washington, 24. maí. AP. Fulltrúadeild Bandarfkjaþings samþykkti í gærkvöldi með mikl- um meirihluta atkvæða, að banna bandarískum hersveitum að taka þátt í hernaðaraðgerðum í El Salvador og Nicaragua, nema til komi sérstök samþykkt Banda- ríkjaþings eða, við sérstakar að- stæður, annarra valdhafa í land- inu. Ronald Reagan Bandaríkja- forseti sagði á blaðamannafundi á þriðjudag, að hann sæi ekki fram á að neinar þær aðstæður myndu skapast sem heimtuðu hernaðarleg afskipti Banda- ríkjamanna í ríkjum Mið- Ameríku. Fyrsta vasa- litasjónvarpið JAPANSKA rafeindafyrirtækið Seiko hefur framleitt vasalitasjónvarp, hið fyrsta sinnar tegundar, að sögn fram- leiðendanna. Talsmenn fyrirtækisins segjast hafa tveggja ára forskot á aðra framleiðendur, sem ekki hafa náð tökum á tækni til framleiðslu sjón- varpsskjásins. Vasalitasjónvarp Seiko vegur 450 grömm og er með tveggja tommu skjá. Verðið verður á bilinu 500—550 dollarar. Tækið kemur á markað i ágústmánuði. Fyrst um sinn verður einvörðungu hægt að taka á móti sjónvarpsmerki á tæki þetta í Japan og Bandaríkjunum, en tæki fyrir evrópska kerfið ætti að vera komið á markað eftir um tvö ár, að sögn talsmanna Seiko. Kalmar hefur það sem þarf í nýja Kalmar-eldhúsinu sameinast nútímaþægindi, skemmtileg hönnun og síöast en ekki síst hagstætt verö. Viö bendum húsbyggjendum og öörum sem þurfa aö endurnýja gamlar innréttingar á, aö viö getum nú vegna hagstæöari samn- inga boöið betra verö en áöur á nokkrum geröum eldhúsinnrétt- inga og fataskápa. ATHUGIÐ að pantanir sem eiga að afgreiðast fyrir sumarleyfi þurfa að hafa borist fyrir 10. júní nk. Líttu viö í sýningarsal okkar eöa fáöu heimsendan bækling. Kaímar Skeifan 8 Reykjavík Sími 82011

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.