Morgunblaðið - 25.05.1984, Blaðsíða 22
PO * r*f<* > • -r, ff ▼- I ^ '
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 1984
Þyrlukaup nú þegar fyr-
ir Landhelgisgæzluna
Dolphin-þyrla í skýli Bristow Helicopters í Aberdeen. Ljósmynd: Árni Johnsen.
Augusta Bell 412-þyrlan, sem einnig kemur til greina.
Super Puma eins og vélarar tvær, sem voru prófaðar á íslandi sl. ár.
— eftir Arna
Johnsen
STARFSHÓPUR Landhelgis-
gæzlumanna hefur nú um nokk-
urra mánaða skeið kannað allít-
arlega hvaða þyrlutegund sé
skynsamlegast að kaupa til gæzlu-
og björgunarstarfa í stað
TF-RÁNAR. Líklega hefur aldrei
fyrr veri unnið eins faglega að vali
á flugvél fyrir Landhelgisgæzluna,
en í starfshópnum eru þyrlu-
flugmenn, flugvélaverkfræðingur
og fleiri sérhæfðir menn sem eru
sérstaklega vel til þess fallnir að
velja það tæki sem þeim er falið
með verkefninu. Þeir hafa miðað
könnun málsins að mestu við þyrl-
ur af svipaðri stærð og TF-RÁN
þótt ugglaust séu aðrar þyrlur
stærri sem menn vildu gjarnan
hafa í íslenzka flugflotanum. Það
er hyggilegt og sanngjarnt að láta
þá menn sem eiga að nota umrædd
tæki taka virkan þátt í að velja
það tæki sem þeir eiga að treysta
á, en það er srðan stjórnvalda að
meta hvað unnt er fjárhagslega að
ganga langt til móts við þær óskir
sem lengst ganga. Það er mjög
aðkallandi að fá nú þegar stóra
þyrlu á ný til starfa fyrir Gæzl-
una, hvort sem hún er keypt ný
eða leigð á meðan beðið er eftir
nýrri véi. Verður síðar vikið að
rökum fyrir þessu sjónarmiði.
Umræddur starfshópur Land-
helgisgæzlunnar í vali á nýjum
þyrlum fór ásamt fulltrúum fjár-
veitinganefndar og ráðuneyta til
Aberdeen fyrr í vetur í kynnisferð,
en í Aberdeen er stærsta þyrlu-
flughöfn í heimi. Farið var á
flugvél Gæzlunnar, TF-SYN, und-
ir forystu Gunnars Bergsteinsson-
ar, forstjóra Landhelgisgæzlunn-
ar. Markmið ferðarinnar var að
skoða þyrlurnar og reynslufljúga
þeim sem helst þóttu koma til
greina, kanna aðstöðu ýmissa fé-
laga til þyrlurekstrar og ræða við
flugrekstraraðila um kosti og
galla, en jafnframt var það
markmið ferðarinnar að kanna
helstu nýjungar í þyrluútgerð.
í Aberdeen eru gerðar út um 80
þyrlur, þar á meðal stærstu far-
þegaþyrlur í heimi, sem taka 44
farþega og eru af Boeing-gerð.
Þessar þyrlur í Aberdeen flytja
um 1 milljón farþega á ári, flest
starfsmenn olíuborpallanna á
Norðursjó. Rekstur þessa mikla
þyrluflota hefur gengið mjög vel
og slysatíðni er lág, en þó eru að-
stæður til flugs oft ákaflega erfið-
ar. Segja má að þyrlur séu stanz-
laust að hefja sig til flugs og lenda
á flugvellinum í Aberdeen, en
helmingur flugflotans er í eigu
Bristow Helicopters eða um 40
þyrlur, en aðrar eru í eigu British
Caledonian og North Scottish og
British Airways.
Það kom greínilega fram hjá
öllum aðilum sem gera út þyrlar
að mikið er lagt upp úr góðri að-
stöðu fyrir viðhald og skoðun á
vélunum. Flugskýlin eru vel byggð
og unnt er að halda eðlilegum hita
í þeim, enda er það samdóma álit
allra sem hafa stundað þyrluflug-
rekstur lengi, að öllu máli skipti
að aðstaðan sé mjög góð, m.a.
vegna þess að þyrlur séu á margan
hátt viðkvæmari tæki en aðrar
flugvélar. Til dæmis er því víðast
hvar þannig háttað að ákveðnu
hitastigi er haldið á mótor þyrln-
anna meðan þær eru á jörðu niðri.
Þyrluflugmenn Landhelgisgæzl-
unnar, flugvélaverkfræðingur og
aðrir fulltrúar í íslenzku sendi-
nefndinni fóru í reynsluflug með
nokkrum þyrlum og íslensku flug-
mennirnir flugu þeim til reynslu.
Þeir flugu frönsku þyrlunni,
Dolphin frá verksmiðjunum Aero-
spatilae, og Westland 30 í þessari
lotu. Þá voru skoðaðar Bell-þyrlur
og sikorsky af sömu gerð og Land-
helgisgæzlan átti.
Dolphin er 14 saeta, Sikorsky er
14 sæta, Super Puma er 25 sæta,
Bell 412 er 15 sæta og Westland er
21 sæta þyrla.
Áætlað grunnverð á þessum
þyrlum er á bilinu frá 1,6 millj.
dollara til 4,1 millj. $. Dolphin SA
365 N kostar um 1,6 millj. $, Super
Puma kostar 4,1 millj. $, Sikorsky
kostar um 2,3 millj. $ grunnverð,
Bell 412, sem reynsluflogið var á
Itaiíu, kostar um 1,9 millj. $ og
Westland 30 kostar um 3 millj. $.
Super Puma er stærsta vélin og
síðan Westland, en hinar vélarnar
eru allar af svipaðri stærðar-
gráðu. Þá má gera ráð fyrir nokkr-
um aukabúnaði í þá vél sem verð-
ur valin og má þar nefna radar,
loran, blindflugstæki, Ijóskastara,
flot, aukatanka og fleira fyrir um
það bil 500 þúsund $, en einnig er
talið líklegt að keypt verði nýtt
stórkostlegt öryggistæki sem með
innrauðum mælingum getur
markað fólk í mikilli fjarlægð og
það veldur því að þyrlan getur t.d.
flogið í þoku og slæmu skyggni og
séð í svarta myrkri. Hægt er að
stilla tækið, eins konar sjón-
varpsskerm í þyrlunni á 1 km, 2
km og svo framvegis niður og
fram t.d. og þá teiknar mælingin
mynd af því sem er á sjó eða landi
innan stillingarinnar. Tæki þetta
veldur algjörri byltingu í öryggis-
þáttum þyrlna og björgunarstarfi
almennt, en talið er að slíkt tæki
kosti um 150—200 þúsund $. Þá
kom það fram í viðtölum við
marga rekstraraðila að þeir telja
mikilvægt að hægt sé að
treysta á fleiri en eina þyrlu og
m.a. sé það mikilvægt svo að hægt
sé að treysta á að vél sé ávallt til
taks þegar á þarf að halda, því
auðvitað eru alltaf eðlileg frávik
hjá einni vél.
Þyrlurekstur á íslandi hefur
ekki fengið að þróast við full-
komnar viðhaldsaðstæður, en sá
þáttur var einn af mörgum sem
íslenska sendinefndin kannaði
sérstaklega í Aberdeen. Hins veg-
ar er mikilvægt að sú reynsla sem
íslendingar hafa nú þegar í þyrlu-
útgerð, detti ekki niður og að
þyrluflugmenn og aðrir sem þjálf-
un hafa geti haldið starfinu
áfram. Hér er um að ræða stór-
kostlegan öryggisþátt auk þess
sem þyrlur henta í mörgum tilvik-
um til þess að sinna eftirlitsflugi í
landhelgisgæzlu. því er mikilvægt
að ný þyrla komi nú þegar til
starfa hjá Landhelgisgæzlunni,
stór þyrla sem getur sinnt erfiðum
verkefnum. Þyrla af stærð sem
rúmar um 14 sæti þykir að mörgu
leyti fýsilegur kostur, en ég hefði
talið æskilegast að kaupa eina
slíka þyrlu og eina þyrlu af gerð-
inni Super Puma, sem er eina
þyrlan í heiminum sem hefur afís-
ingarútbúnað og ætti þess vegna í
nær hvaða veðri sem er á íslandi
að geta farið stytztu leið hvert
sem er á íslandi. Augu starfshóps
Landhelgisgæzlunnar hafa beinst
að frönsku Dolphin-þyrlunni sem
er frá sömu verksmiðju og Super
Puma, en Dolphin-þyrlan hefur
m.a. þann kost að þótt stélhreyfill
þyrlunnar bili er hún er á ferð, þá
flýgur hún eins og venjuleg flug-
vél.
Aðalatriðið er að það sé gengið í
það að tryggja hingað hið fyrsta
fyrri þyrluna af tveimur sem
nauðsynlegt er að tryggja á næstu
tveimur árum.
— á.j.
dagaa? á Islsssdi
Hótel Loftleiðum24. — 30. maí, 1984
Tékknesk tæki — hefðbundið handverk — hrífandi list
Skínandi skartgripir og vönduð vefnaðarvara
Tveggja daga kynning á töfrandi teiknimyndum
Heimsþekktur krystall og bílar
Dráttarvélar og önnur tæki til landbúnaðar
Auk þess sem áður var talið, myndir frá
Tékkóslóvakíu
Tékkneskir réttir í Blómasal tilreiddir af
tékkneskum matreiðslumeistara
Tékkneskir listamenn leika slavneska tónlist
u.
TH. BENJAMtNSSON&CO
FALKINN
Sf/örtur^
JÖFUR ht
ícTpi/'i^ EDDAE
■ dVIX UMBOÐS OG
ue«ii.5*mi84628Rfl«»ik HEILDVER/LUN
IÉHK- PELSINN \\\
KRISTALL
HÓTEL LOFTLEIOIR
Hótel Lofllclfllr. 101 Reykjavtk. Sfml 22322
FLUGLEIDIR