Morgunblaðið - 25.05.1984, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 1984
25
þÚS. Kvsst
'PrsfrCLm/et^s/cl :
/.O
____ Bafa//
/.sS
Þegar smiða skyldi spaðann fyrir
Grímsey var leitað tilboða erlend-
is hjá alls fimm þekktum spaða-
framleiðendum og óskað eftir
spaða sem þyldi 400 snúninga á
mínútu með álagi. Þessar kröfur
eru miðaðar við að spaðinn í raun
standist 9—10 vindstig í keyrslu.
Fjórir töldu sig ekki tilbúna í
sérsmíði á þeim tíma, en sá
fimmti taldi sig geta gert það
fyrir um fimmfalt venjulegt verð,
næstum 100 þús. d.kr. enda væri
bæði um hönnun og síðan sérsmíði
að ræða. Spaðinn var síðan
smíðaður hér og reyndist beinn
kostnaður um 100 þús. ísl.kr. Eins
og ljóst er af þessum tölum er
mjög erfitt að meta kostnaðinn
við erlenda myllu, komna hingað
og uppsetta, ekki síst ef farið yrði
út í verulegar breytingar til aðlög-
unar að íslenskum aðstæðum.
Kostnaðurinn í
Grímsey
Hver er svo kostnaðurinn við
tilraunina í Grímsey? Þetta verk
hefur verið á sérstakri fjárveit-
ingu frá 1981 og hafa þær verið
sem hér segir.
Árið 1981 150 þús.
Árið 1982 310 þús.
Árið 1983 210 þús.
Árið 1984 250 þús.
Grímseyjarhreppur bar kostnað
í fyrstu af undirstöðu, vatnstank
til miðlunar og heimæð, ásamt
eftirliti í eyjunni alls um 400 þús.
kr. en um 125 þús. kr. hafa fengist
endurgreiddar, þannig að beinn
kostnaður hreppsins er um 282
þús. Þá veitti Framkvæmdastofn-
un 150 þús. 1983 til styrkingar á
undirstöðu mastursins. Þessar töl-
ur eru þó ekki tæmandi, þar sem
rannsóknartími er ekki greiddur
af þessu verki og veruleg sjálf-
boðaliðavinna hefur verið unnin
og ýmsir sýnt þessu verki velvilja
og skilning. Þá var umframkostn-
aður sem Raunvísindastofnun
lagði fram, um 180 þús. árið 1983
endurgreiddur af ríkissjóði. En
lítum aðeins örstutt á þessar töl-
ur. Fjárveitingarnar 1981, 1982 og
framlag Grímseyjarhrepps eru
miðaðar við hönnun, smíði og upp-
setningu myllunnar. Hér var nán-
ast ætlast til að allt tækist í fyrstu
umferð. Fjárveiting fyrir árið
1983 gerði eingöngu ráð fyrir eft-
irliti, tilraunakeyrslu og smærri
viðgerðum eins og upphæðin ber
með sér. Þau skakkaföll sem lýst
er hér á eftir eyddu þessum eyri
fljótt og ollu það miklum hæga-
gangi í frekari framvindu þessa
máls.
Gangur verksins
Árið 1981 var unnið að ýmsum
undirbúningi, spaðasmíði og
grunnur tekinn í Grímsey að
vatnsmiðlun og undirstöðu. Megin
framkvæmdir voru 1982 og upp-
setningu lauk í byrjun september
1982. í allri áætlun gerðum við ráð
fyrir að tilraunin snerist um
spaðakerfi með háu afli, breyti-
legri vatnsbremsu og örtölvukerfi
til stjórnunar og eftirlits. Mastur,
drifbúnaður og undirstöður væru
með „hefðbundnum" hætti og
aldrei gert ráð fyrir verulegum
vandamálum hér. I raun ber upp-
hafleg fjárhagsáætlun þetta einn-
ig með sér og árið 1983 var aðeins
ert ráð fyrir rannsóknarkostnaði.
upphafi var ætlunin að reyna að
ná fullu afli úr vindinum alveg
upp í 8 vindstig, en þá yrði það
komið í um 50 kw. Við gerðum
okkur grein fyrir að verið væri að
seilast mun hærra í áraun og
framleiðslu, en gerist erlendis, og
reyndum að miða styrk mann-
virkja við það. Engu að síður
komu í ljós ýmsir hönnunargallar
og þurfti margt að lagfæra. Al-
varlegustu vandræðin voru í sam-
spili spaða og bremsu. Spaðinn
reyndist ná meira afli frá vindin-
um en við áætluðum og því átti
stýribúnaður vatnsbremsunnar
erfitt með að hemja framleiðsl-
una, þegar vindur fór í um 8
vindstig. Við höfum dæmi um að
keyrsla hafi haldið áfram í 29,4
m/sek. vindhraða eða um 11 vind-
stig, áður en neyðarbremsa greip
inn. Þá var framleiðslan komin í
90 kw eða langt yfir hönnunar-
mörk. Vandræði sem þessi reyna
mjög á þolrifin í öllum búnaði og
afleiðingar láta ekki á sér standa.
Breytingar og lagfæringar hafa
orðið mjög tímafrekar og naumt
fjármagn gert þetta bæði erfitt og
dýrt.
Á fyrstu átta mánuðunum feng-
um við alls fjögur meiri háttar
áföll með tilheyrandi töfum vegna
breytinga og seinlegra viðgerða-
ferða. Ekki hafa verið tök á að
hafa fastan mannskap í tilrauna-
starfinu og þarf því að safna liði í
hvert sinn sem eitthvað fer úr-
skeiðis. Á þessu tímabili var heild-
arkeyrslutími tæpar 12 vikur en
nýting til upphitunar aðeins brot
af þessum tíma. Stafar það m.a. af
því að áður en vatni er hleypt á
húsin, þarf hitinn í 14 tonna
vatnsgeymi að komast í um 55
gráður. Við stöðugar tafir og
stopp, kólnar vatnið og byrja verð-
ur á nýjan leik með geyminn. Eftir
sæmilegan keyrslukafla í apríl
1983, sem skilaði húsunum hita,
var ljóst að ekki yrði umflúið að
styrkja undirstöður masturs. Til
að full stjórnun fengist þyrfti síð-
an annað hvort að stækka vatns-
bremsuna eða minnka spaðann.
Um þetta leyti var fjárveitingin
uppétin í viðgerðir og varð því að
leggja málið fyrir á nýjan leik.
Fé var aðeins veitt til að styrkja
klefaloftið og var það gert í sept-
ember. Þegar ljóst var að ekki
fengist fé til að stækka bremsuna
var ákveðið að minnka spaðann og
var hann fluttur suður sl. haust og
honum breytt. Þetta verk tók um
sex mánuði, þrefalt lengri tíma en
eðlilegt er, þar sem vinna varð
verkið í sjálfboðavinnu. Við upp-
setningu ög reynslukeyrslu seint í
mars 1984 tókst að prófa samspil
stytta spaðans og bremsustjórn-
unar og voru niðurstöður núna í
samræmi við útreikninga. Þrjú at-
riði þarf þó enn að lagfæra áður
en hún verður sett í eðlilega
keyrslu og vonumst við til að það
verði í maí. Fjárveiting upp á 20
þús. kr. á mánuði gera okkur
ókleift að halda meiri hraða á
verkinu. Kannski má segja að ein-
kenni þessarar tilraunar hafi ver-
ið að þær fjárveitingar sem við
höfum haft, hafa verið sniðnar við
að allt gengi samkvæmt bjartsýn-
isáætlun.
Er réttmætt að gera
tilraunir sem þessa?
Þetta er sjálfsagt umdeilanlegt
og verður hver að svara fyrir sig.
Einnig má ræða hvernig standa
eigi að slíkri tilraun. Ég vil benda
á nokkur atriði sem skýra mína
afstöðu. Eins og málið sneri að
okkur 1980 var þessi aðgerð mjög
álitleg við þær aðstæður sem eru
víða hér á landi. Það var einnig
ljóst að útfærsla á aðferðinni var
ekki í sjónmáli erlendis og enn þá
er þessi aðferð ekki á markaðnum.
Aðferðin byggist á tækni sem er
viðráðanleg fyrir íslenskan iðnað.
í fyrstu töldum við að spaðasmíði,
vatnsbremsa með breytilegu afli
og örtölvustýring væru hin raun-
verulegu tilraunaverkefni, en
flesta aðra þætti mætti hanna
með erlenda reynslu í huga.
Hvernig hefur þetta svo þróast?
Eins og fram kom hér á undan
höfum við lent í stöðugum erfið-
leikum og töfum. „Erlend reynsla"
hefur heldur ekki alltaf reynst
sem skyldi. Viðgerðir og endur-
bætur hafa dregið tilraunina mjög
á langinn. Hins vegar hefur nú
tekist að prófa alla þætti. Tel ég
fullvíst að kerfi sem þetta geti
nýtt vindorku í samræmi við fyrri
forsendur okkar. Enn vantar þó
alla lengri og samfellda keyrslu.
Það er því of snemmt að ræða
hvort og hvar nýting vindorku
með þessari aðferð verði hag-
kvæm. Sennilega má með núver-
andi gögnum fá sæmilega mynd af
stofnkostnaði á myllu sem þessari,
en keyrslu um lengri tíma þarf til
að fá áreiðanlega mynd af rekstr-
arkostnaði og þar með raunveru-
legt orkuverð.
Frumathugun bendir til að um
80—90% af kostnaðarverði sé inn-
lendur kostnaður og getur þetta
skipt miklu máli í mati á hag-
kvæmni.
Spyrja má, var farið yfir lækinn
til að sækja vatnið? Mátti fá allt
erlendis frá, ódýrt og gott? Ég tel
ekki að svo sé og styð þá skoðun
gögnum sem ég hef vísað í hér á
undan. Ég tel augljóst að erlend
mylla muni kosta rannsóknir og
aðlögun og sá kostnaður fellur á
kaupandann. Dæmið um spaðann,
sem ég nefndi áðan, sýnir það,
enda er barnalegt að halda að
menn erlendis gefi okkur eftir
slíkt. Það er einnig staðreynd að
nýting vindorku er enn hvarvetna
á tilraunastigi. í þessu sambandi
má nefna að breska orkustofnunin
hefur styrkt 22 meiriháttar verk-
efni í vindorkumálum frá 1980.
Hið minnsta þessara verkefna er
tilraunakeyrsla á 5 kw myllu á
lóðréttum ás. Þessu verki eru ætl-
aðar 64,7 þúsund pund eða um 2,5
milljónir króna. (2). Kannski segir
þetta okkur að hér hafi verið lagt í
flókna tilraun við full lítil efni.
Ég hef oft verið spurður að því,
hvort ekki hefði verið nær að gera
tilraunina í Reykjavík eða ná-
grenni hennar. Fyrir okkur sem
höfum staðið að þessari tilraun
hefði allt verið léttara og einfald-
ara að hafa þetta mannvirki innan
seilingar. Hins vegar var enginn
grundvöllur fyrir tilraunastarfi
án tengsla við tiltekið orkuvanda-
mál þegar hér var farið af stað.
Eftir á að hyggja tel ég einnig að
aðstæður í Grímsey hafi kennt
margt, sem mönnum sést yfir í
„tilraunastofu". Verði myllur not-
aðar hér í einhverjum mæli í
framtíðinni, verður það á af-
skekktum stöðum og það er þar
sem tryggja þarf rekstraröryggið.
Þessi harðsótta reynsla gefur því
sennilega góða mynd af við hverju
megi búast.
Lokaorð
Ég hef hér á undan reynt að
gera grein fyrir tilgangi tilraunar-
innar í Grímsey og gangi verksins.
Nýting vindorku er enn á til-
raunastigi og ekki er útséð um
hagkvæmni hennar. Við getum
einnig þurft að vita fleira en það
sem beint snýr að hagkvæmni,
enda veit enginn hvort við getum
alltaf valið hagkvæmasta kostinn.
Eitt er víst að víða er hér mikil
vindorka, það mikil að við höfum
nokkra sérstöðu og sérstaða kallar
oft á rannsóknir. En við höfum
einnig sérstöðu í viðhorfum til
rannsókna og gerir það oft verk
sem þetta erfiðara í framkvæmd.
Stundum hafa erfiðleikarnir virst
óyfirstíganlegir og væri þetta
löngu strandað, ef ekki hefði notið
mikillar fórnfýsi og hjálpsemi
margra aðila, bæði manna tengda
verkinu og einnig annarra algjör-
lega utanaðkomandi. Sá listi verð-
ur þó ekki rakinn að sinni.
Tilvísanir:
(1) Helge Petersen: Technical
Experience with Wind Energy Ut-
ilization in Denmark. Erindi frá
apríl 1983 og flutt á ráðstefnu
Orkusparnaðarnefndar um nýt-
ingu vinds og fl. í nóv. 1983.
(2) Winddirections, Fréttabréf
„British and European Wind En-
ergy Association", október 1983.
(3) Nordisk Katalog over vind-
möller, gefið út á vegum Norrænu
ráðherranefndarinnar, Helsing-
fors í des. 1983.
Örn Helg&son er dósent vió Raun-
vísindastofnun Hiskólans.
SÍMASKRÁNA
íhlííöarkápu!
Símaskráin er allsstaðar nauðsynleg. En eftir nokkra
notkun vill hún verða snjáð. Stundum rifna blöð úr
og þá geta skapast vandræði. Forðum því.
Hlífðarkápan frá Múlalundi er lausnin.
Endist ár eftir ár og er ódýr í þokkabót.
Hafið samband við sölumann.
Múlalundur
Ármúla34- Símar 38400 og 38401 - 105 Reykjavík