Morgunblaðið - 25.05.1984, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 1984
19
Tveir kórar úr Kópavogi syngja í Vestmannaeyjum
Nú um helgina fara tveir kórar úr Kársnes- og Þinghólsskóla í Kópavogi í söngferð til Vestmannaeyja. í
kórunum eru 60 börn á aldrinum 9—16 ára. Tónleikar verða í Félagsheimili Vestmannaeyja laugardaginn 26.
maí klukkan fimm. Stjórnandi kóranna er Þórunn Bjömsdóttir.
NÁMSKEIÐ í SJÁLFSSTYRKINGU
fyrir konur
Nýtt námskeið í sjálfsstyrkingu hefst
mánudaginn 28. maí kl. 5,30. Aðalmark-
mið námskeiðsins er að efla jákvætt sjálfs-
mat. Fjallað er um ýmis atriði er varða
mannleg samskipti t.d., hvernig hafa má hemil
á kvíða, hvernig fylgja má eigin sannfær-
ingu. Ennfremur er fjallað um atriði sem
gera fólki auðveldara að hefja og halda
uppi samræðum.
Nánari upplýsingar og innritun í síma
12303 og 27224, föstudag og um helgina.
Anna Valdimarsdottir, sálfræðingur
Vestmannaeyjar
með mestan afla og
aflaverðmæti 1983
— Heildarafli landsmanna var 835 þúsund
tonn að verðmæti 6,2 milljarðar króna
HEILDARAFLI á landinu 1983 samkvKint nýrri skýrslu Fiskifélags íslands
var 835 þúsund tonn. Þar af var þorskur 294 þúsund tonn, loðna 133 þúsund
tonn, karfi 123 þúsund tonn, ýsa 63 þús. tonn og ufsi 56 þús. tonn. Aflahæsta
verstöðin á sl. ári var Vestmannaeyjar með 78 þúsund tonn, þá Reykjavík
með 61 þúsund tonn og Siglufjörður í þríðja sæti með 35 þúsund tonn.
Aflaverðmæti 835 þús. tonna
upp úr sjó var 6,2 milljarðar og þá
tölu má liðlega tvöfalda til þess að
finna út útflutningsverðmæti.
Aflahæsta verstöðin, Vestmanna-
eyjar, er með nær 10% af öllum
afla landsmanna, en verðmæti
þeirra 80 þúsund tonna sem þar
var landað nam um 450 milljónum
króna, upp úr sjó, aflaverðmæti 61
þús. tonna í Reykjavík nam 428
millj. kr. og aflaverðmæti 35 þús-
und tonna á Siglufirði nam 145
millj. kr. Fjórða aflahæsta ver-
stöðin er Akureyri með 34.500
tonn að verðmæti 209 millj. kr.
upp úr sjó, þá Seyðisfjörður með
31.500 tonn að verðmæti 115 millj.
kr., Grindavík með 31 þús. tonn að
verðmæti 207 millj. kr., Neskaup-
staður með 29 þús. lestir að verð-
mæti 164 millj. kr., Raufarhöfn
með 29 þús. tonn að verðmæti 81
millj. kr., Akranes með 26 þús.
tonn að verðmæti 170 millj. kr.,
Þorlákshöfn með 25 þús. tonn að
verðmæti 187 millj. kr., Keflavík
með 24 þús. tonn að verðmæti 190
millj. kr., ísafjörður með 24 þús.
tonn að verðmæti 238 millj. kr.,
Eskifjörður með 24 þús. tonn að
verðmæti 113 millj. kr. og 14. afla-
hæsta verstöðin var Hornafjörður
með 22 þús. tonn að verðmæti 180
millj. kr.
Þær 5 verstöðvar sem skila
mestu aflaverðmæti eru Vest-
mannaeyjar, Reykjavík, ísafjörð-
ur, Akureyri og Grindavík.
Ný bensínstöð
við Stekkjar-
bakkann
Olíufélagið hf. hefur fengið út-
hlutað lóð undir bensínstöð við
Stekkjarbakka 1 Breiðholti gegnt
gróðrarstöðinni Alaska. Borgar-
ráð samþykkti tillögu þessa efnis
á fundi sfnum á þriðjudaginn var,
22. maí.
býður handhægar og öflugar
hreinsivélar meö innbyggöum
sápuskammtara og dælu sem sýgur
vatn (220—380 V 3ja fasa og 1 fasa)
MEÐ ÞEIM MÁ M.M.: □ Hreinsa fjós
□ Uöa dauöhreinsiefnum
□ Hreinsa vélar og tæki
□ Sandblása
□ Kalka
□ og margt fleira
Vélar og sýnikennsla ó staönum.
Fylgibúnaöur í úrvali.
Háþróuö v.-þýsk framleiösla.
Upplýsingabeióni
□ Ég hef áhuga, vinsamlegast hringiö
□ Sendið mér bœklinga
Sölu- og þjónustuumboð
Nafn....
Heimili..
Skeifan 3, Reykjavík
sími 82415