Morgunblaðið - 25.05.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.05.1984, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 1984 Midar í samkomu- lagsátt í Ziirich HELDUR miðaöi í samkomu- lagsátt á fundi samninganefndar um stóriðju og fulltrúa Alusuisse í Ziirich í gær, samkvæmt því sem dr. Jóhannes Nordal for- maður íslensku nefndarinnar, upplýsti blaðamann Morgun- blaðsins í gær. „Við höfum átt gagnlegar við- ræður á fundum okkar í dag og ég tel að menn hafi heldur færst saman en hitt,“ sagði dr. Jóhann- es Nordal í samtali við blm. Mbl. Jóhannes sagði að einkum hefði verið rætt um samkeppnisaðst- öðu álbræðslu hér á landi, við svipaðar álbræðslur á megin- landi Evrópu og í Bandaríkjun- um. Þar hefði einkum verið rætt um raforkuverð, hráefniskostnað og flutningskostnað, og minna bæri í milli eftir daginn í gær, en áður en fundur hófst. „Frumkvæðið verður að koma frá bændum“ - segir Helgi Bergs bankastjóri um framkvæmd þings- ályktunartillögu um beinar greiðslur til bænda Mælt með gaard sem STJÓRN Norræna hússins í Reykjavfk gekk á fundi sínum í Norðurlandahúsinu í Tórshöfn í Færeyjum í gær, frá tillögu sinni til ráðherranefndarinnar um það hver skuli ráðinn næsti forstjóri Norræna hússins í Knut Ödegárd í HEILD er staAa sjávarútvegsins svip- uð eða heldur skárri en hún virtist í febrúar, ef til vill sem nemur I—2%af tekjum, samkvæmt nýjum áætlunum um afkomu botnsfiskveiða og vinnslu, sem Þjóðhagsstofnun hefur lagt fyrir Verðlagsráð sjávarútvegsins. Byggist áætlunin á aukningu kvota og því að hann náist allur. Sýnir áætlunin stoð- una um næstu mánaðamót, að teknu tilliti til 2% launahækkunar 1. júní, en að óbreyttu fiskverði, en verðlagsráðið fjallar nú um ákvörðun fiskverðs frá þeim degi. Auk mats á breytingum markaðs- verðs sjávarafurða og kostnaðar, hafa aflaforsendur áætlananna verið færðar til samræmis við þá rýmkun á aflamarki á botnfiskveiðum, sem ákveðin hefur verið frá ársbyrjun. Síðustu ákvarðanir um aflamark fela í sér, að botnfiskafli verði aðeins 2 til 3% minni en var í fyrra, ef leyfður afli næst. Þetta má bera saman við 12—13% samdrátt botn- fiskaflans 1984, sem fólst í upphaf- legu aflamarki fyrir árið 1984. Þessi breyting felur í sér nokkru meiri aflatekjur á hvert skip og sjómann en i fyrri átælunum, sem að jafnaði er metið, sem u.þ.b. 5% tekjuauki að meðaltali frá febrúaráætlun. Þá segir í áætluninni að þrátt fyrir heldur skárri stöðu útvegsins sé þó enn um verulegt rekstrartap (4—6% af tekjum) að ræða og greiðslustaðan sé erfið, nema til komi skuldbreyting sú, sem nú sé í undirbúningi. Afkoma fiskvinnslunnar í heild virðist að óbreyttu fiskverði svipuð og var í febrúar eftir fiskverðs- ákvörðun. Frysting er talin vera með Knut Öde- forstjóra Reykjavík, og gerði stjórnin þá tillögu að Norðmaðurinn Knut Ödegaard verði ráðinn. Samkvæmt upplýsingum Guð- laugs Þorvaldssonar, formanns stjórnar hússins, mun norræna menntamálaráðherranefndin taka afstöðu til málsins á fundi sínum 12. og 13. júní nk. Þrjú nöfn voru valin úr hópi umsækj- enda, sem upphaflega voru 70 talsins, en einhverjir þeirra höfðu, dregið umsóknir sínar til baka. Eins og áður segir, var gerð tillaga um að Knut Ödegaard væri ráðinn í starfið, en í annað sætið setti stjórnin Njörð P. Njarðvík og í þriðja sæti Danann Jörgen Asp Pedersen. Knud Ödegaard er þekkt ljóð- skáld í heimalandi sínu og áður starfaði hann sem menningar- málastjóri í Syðri-Þrændalögum. Hann hefur þýtt talsvert af verk- um Thor Vilhjálmssonar yfir á norsku, og Einar Bragi hefur þýtt hluta ljóða hans yfir á ís- lensku. Knut Ödegaard er kvænt- ur Þorgerði Ingólfsdóttur. rekstrarhagnað, sem nemur 4—6% af tekjum, en í söltun er talið vera tap sem nemur um 4—5% af tekjum. Verð á freðfiski í dollurum hefur heldur lækkað eða um 1 '/2 % frá í febrúar. Verð á saltfiski er aftur á móti 9—10% hærra en þá. Stór hluti af verðhækkun á saltfiski kemur þó ekki beint til vinnslunnar heldur dregur úr greiðslum úr verðjöfnun- Viðskiptaráðuneytið skrifaði Seðlabanka íslands bréf fyrir skömmu þar sem athygli bankans var vakin á 5 ára gamalli þingsálykt- un um beinar greiðslur rekstrar- og afurðalána til bænda o.fl. og var Seðlabankanum jafnframt falið að senda ráðuneytinu hið allra fyrsta tillögur um framkvæmd ályktunar- innar. Af þessu tilefni sneri blaða- arsjóði. Afkoman hefur þannig jafn- ast nokkuð milli greina innan fisk- vinnslunnar. Markaðsverð í erlendri mynt hef- ur þó lítið hækkað, eða ef til vill um 1% frá í febrúar, þegar á heildina er litið. Þá segir að á Bandaríkjamark- aði gæti nú án efa harðnandi sam- keppni frá ríkisstyrktum sjávarút- vegi, m.a. í Kanada og Noregi. maður sér til bankamanna til að fá skýringar á því af hverju þingsálykt- unartillagan hefði ekki verið fram- kvæmd og hvenær mætti búast við að það yrði. Davíð Ólafsson, Seðlabanka- stjóri, vísaði á viðskiptabankana, sagði að það væru þeir sem ættu að framkvæma þetta þar sem þeir lánuðu féð að langmestum hluta. Seðlabankinn endurkeypti einung- is um % hluta afurðalánanna. Sagði hann að Seðlabankinn hefði bent á ákveðnar leiðir í þessu efni sem hugsanlega væru framkvæm- anlegar en Seðlabankinn gæti ekki skipað viðskiptabönkunum fyrir verkum í þessu efni. Helgi Bergs, bankastjóri Landsbanka íslands, sagði að skipuð hefði verið nefnd í þetta mál á vegum ráðuneytisins og hefði hún komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri fært að gera þetta í bili. Sagði hann að stefnt væri að breytingum sem enn hefðu ekki komist til fram- kvæmda. „Við getum ekki breytt þessu í bönkunum nema viðskiptamenn- irnir óski þess. Við erum í sjálfu sér tilbúnir til þess en frumkvæðið hlýtur að verða að koma frá bænd- um,“ sagði Helgi. Aðspurður hvort hver einstakur bóndi þyrfti þá að fara fram á breytingu sagði Helgi að það væri nauðsynlegt. Hver einstakur bóndi þyrfti að sækja um lán en þá myndu bankarnir lenda í nokkrum vanda vegna veð- setningarinnar. Afurðalánin væru veitt með sjálfsvörsluveði í birgð- um og skilyrði væri að lántakandi hefði birgðirnar undir höndum. Milton Friedman er heimsfrægur hagfræðingur og Nóbelsverðlauna- hafi. Friedman til Islands MILTON Friedman og kona hans Rose eru væntanleg í heimsókn til íslands í lok ágúst nk., fyrir for- göngu frjálshyggj umanna. Fried- man þarf vart að kynna, hann hlaut Nóbelsverðlaunin í hagfræði árið 1976 og hefur um áratugaskeið verið einn þekktasti málsvari frjáls- hyggju. Hann hefur skrifað ógrynn- in öll, bæði um hagfræði og stjórn- mál, og þess má geta að ein best þekkta bók hans „Frelsi og framtak" (Capitalism and Freedom) hefur verið gefin út á íslensku. Ennfremur voru fimm af tíu þáttum Friedmans, sem byggðir voru á bók hans „Free to choose” sýndir hér á landi. Um dagskrá heimsóknar Friedmans mun nánar verða getið síðar. NT ræðst á bótakerfi bænda og niðurgreiðslur „ÚRELT niðurgreiðslu- og útflutn- ingsbótakerfi setur bændastéttina í voða,“ segir á forsíðu aukablaðs NT, stuðningsblaðs Framsóknar- flokksins, í gær. Hér er um rit- stjórnargrein NT að ræða og eru í henni færð rök að því að niður- greiðslur og útflutningsbætur ís- lensks landbúnaðar séu hluti af kerfi sem „ekki beinlínis“ sé lík- legt „til þess að geta staðist í hag- kerfi nútímans“, eins og það er orðað. NT lagði þannig út af ræðu Steingríms Hermannssonar, formanns Framsóknarflokksins, á miðstjórnarfundi framsóknar á Akureyri fyrir skömmu, að I henni hefðu komið fram sjón- armið meðal annars varðandi landbúnaðarmál, sem féllu al- farið að stefnu NT og í ritstjórn- argreininni í gær segir meðal annars: „Fyrir það fyrsta hafa niður- greiðslur og útflutningsbætur komið alfarið í veg fyrir að til gæti orðið einhver hagrænn grundvöllur undir hefðbundinn íslenskan landbúnað. í öðru lagi eru bændur Iöngu sviptir efna- hagslegu sjálfstæði þar sem kaup þeirra og kjör eru ákveðin af hinum aðskiljanlegustu valdastofnunum fyrir sunnan. Fyrst og síðast þó Alþingi. Bein aHeiðing þessa eru ömurleg kjör bændastéttarinnar. í þriðja lagi hefur öll umræða um að halda landinu í byggð snúist um fyrr- nefnd styrkjakerfi og stjórnlaus togarakaup. Raunhæf langtíma atvinnuuppbygging landsbyggð- arinnar hefur legið í láginni. Fyrir alla þá sem unna ís- lenskri menningu og skilja þann sársauka sem því fylgir að byggðarlög fari í eyði er mikil- vægt að landið allt haldist í byggð. Á hinn bóginn er einhver búseturöskun alltaf óhjákvæmi- leg breyttum samfélagshátt- um ... Til þess að byggð geti haldist úti á landsbyggðinni þarf að byggja upp ný atvinnutæki- færi á sviði iðnaðar og nýrra búgreina út um allt land. Sú leið sem hingað til hefur verið farin er ekki bara gagnslaus heldur stórhættuleg til langs tíma lit- ið...“ Ný áætlun Þjóðhagsstofnunar: Staða sjávarútvegs heldur skárri en í febrúarmánuði Ómar á nýrri FRÚ ÓMAR Þ. Ragnarsson fréttamaöur, skemmtikraftur, rallökumaður með meiru er kominn á nýja frú, ef svo má að orði komast. Hefur hann fengið sér nýja flugvél, sem, eins og þær fyrri, ber einkennisstafina TF-FRÚ. Flugvél þessi er af gerðinni Cessna Skylane, en fyrri frúrnar voru af gerðinni Cessna Skyhawk. Flugvélarn- ar eru fljótt á litið mjög svipaðar, en nýja frúin er veigameiri en þær fyrri. Nýja frú Ómars er sú fjórða í röðinni, hin fyrsta var skráð hér á landi 1965, sú næsta vorið 1979 og sú þriðja í árslok 1979. Og nýja frúin kom reyndar hingað til lands vorið 1977, og bar þá einkennisstafina TF- KOT. Eigandi hennar var Örn heitinn Johnson, for- stjóri Flugleiða. Ómar hefur notað flugvélar sínar mjög vegna starfs síns, en auk frúarinnar á hann tveggja hreyfla flugvél af gerðinni Piper Apache, sem ber einkennisstafína TF-HOF. Hefur Ómar að sögn kunnugra líklega lent á frúm sínum víöar um land en nokkur annar, jafnt í byggð sem óbyggö.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.