Morgunblaðið - 25.05.1984, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 25.05.1984, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 1984 31 Fyrsti meistaratitill Stuttgart í sjónmáli Stuttgart 24. maí. Frá Þórarni Ragnarssyni, blaöamanni Morgunblaösins. • Valsstúlkurnar urðu Reykjavíkurmeistarar í knattspyrnu, eins og karlalið félagsins, á dögunum. Eftir síðasta leik liösins í mótinu I fyrrakvöld tók fyrirliði liðsins viö Reykjavíkurmeistarabikarnum og var myndin tekin við þaö tækifæri. áhangendum sínum. Sjónvarpsmenn voru mættir á æfinguna og tóku viðtal við Karl- Heinz Förster, fyrirliða Stuttgart, og þjálfarann, Helmut Benthaus. Veröi Stuttgart þýskur meistari í ár verður það í fyrsta skipti síðan deildarkeppni var tekin upp í land- inu. Liöiö varð tvívegis meistari áö- ur en þaö var gert: 1950 og 1952. Stuttgart varö bikarmeistari 1954 og 1958, þarmig aö það er langt síðan liöiö hefur unniö til verölauna. Ailir leikir verða kl. 17 ALLIR leikir morgundagsins á íslandsmótinu í knattspyrnu hafa verið færðir til kl. 17 vegna beinu útsendingarinnar frá leik Stuttgart og Hamburg- er í Þýskalandi. Á morgun eru þrír leikir í 1. deild: ÍA og ÍBK leika á Akranesi, KA og Vík- ingur á Akureyri og í Laugar- dal Valur og KR. Morgunblaöiö/KÖE ÞAO VERÐUR mikil knattspyrnu- hátíð hér í Stuttgart á laugardag- inn ef aö líkum lætur, er núver- andi meistarar, Hamburger SV, mæta Stuttgart sem aö öllum lík- indum tekur við meistaratigninni eftir leikinn. Ég fylgdist meö æfingu Stutt- gart í dag, næstsíöustu æfingu liö- sins fyrir leikinn, á hinu glæsilega æfingasvæöi félagsins viö Neck- arstadion. Liöið æföi í tvær klukkustundir og tekiö var á af full- um krafti. Þaö er mikill hugur í leik- mönnum Stuttgart og geysilegur áhugi stuöningsmanna liösins fyrir leiknum. Fjöldi manns fylgdist meö æfingunni i dag og áttu leikmenn erfitt meö að komast til og frá bún- ingsherbergjum vegna fólks sem vildi fá eiginhandaráritanir þeirra. Ásgeir er greinilega mjög vinsæll hér — hann haföi engan friö fyrir Guðmundur rændi tveimur stigum af Þrótturum - og tryggði Fram eitt er hann jafnaði er fimm mín. voru fram yfir venjulegan leiktíma FLESTIR ÁHORFENDUR á Laugardalsvelli voru búnir aö bóka Þróttar- sigur í leiknum gegn Fram í gærkvöldi og margir þeirra farnir heim er Guðmundur Steinsson skoraöi sitt annaö mark í leiknum og jafnaöi 2:2 — en þá voru fimm mínútur komnar fram yfir venjulegan leiktíma á vallarklukkunni. Já, það mátti ekki tæpara standa hjá Frömurum — annað tap þeirra í tveimur leikjum blasti við, en Guðmundur bjargaöi stigi fyrir þá á síöustu stundu, og stal þar með tveimur stigum af Þrótti. Skömmu fyrir markiö haföi Páll Ólafsson komist einn í gegn hinum megin eftir frábæran einleik, en eftir aö hann haföi leikiö á mark- vöröinn missti hann knöttinn of langt frá sér og tækifæriö rann út í sandinn. Hann kom knettinum aö vísu fyrir markiö en enginn Þróttari var nálægur. Staöan heföi því get- aö orðiö 3:1 fyrir Þrótt en var nokkrum andartökum seinna 2:2. Já, þaö er oft stutt milli hláturs og gráturs í íþróttum. „Þaö var aga- legt aö skora úr þessu — en jafn- vel enn verra aö halda ekki foryst- unni,“ sagöi Páll Ólafsson eftir leikinn. Jóhannes Atlason, þjálfari Fram, var ekki ánægöur meö sína menn. „Viö lékum nokkuö vel í fyrri hálfleik og réöum þá gangi leiksins en síöari hálfleikurinn var til skammar. Þá vantaöi allan slag- kraft í strákana. Þeir voru alveg máttlausir. Og eins og málum var komið í seinni hálfleiknum máttum viö þakka fyrir annað stigiö,” sagöi Jóhannes. Samþykkja veröur þaö sem Jó- hannes sagöi um seinni hálfleikinn hjá Fram. Einhver doöi var þá í leikmönnum liösins og Þróttarar sóttu mun meira. Vörnin var ekki allt of sannfærandi og framlínan ekki heldur. Ungu strákarnir á miöjunni, Kristinn Jónsson og Bragi Björnsson voru þá bestu menn liðsins. Spiluðu boltanum vel og voru hreyfanlegir, en ennþá virðist Ómar Jóhannsson ekki falla nægilega vel inn í leik liðsins. Hann er ekki nema skugginn af sjálfum sér miöaö viö frammistööuna meö ÍBV í fyrra. Þróttararnir voru sprækari í seinni hálfleik eins og áöur sagöi. Páll Ólafsson átti góöa spretti, en þyrfti aö hafa þvottaklemmu í vas- anum til aö smella utan um varirn- ar þegar dæmt er á hann. Eöa þá aö venja sig á aö bölva í hljóði. Ásgeir Elíasson stjórnaöi leik Þróttarliösins eins og herforingi — og óhætt er aö fullyrða aö liöiö var óþekkjanlegt í gærkvöldi frá því í fyrsta leik mótsins — gegn Breiöa- blik. Leikmenn böröust af miklum krafti — staöráönir í aö sigra, og ekki munaöi miklu aö þaö tækist. Staöan í hálfieik var 1:1. Guö- mundur Steinsson skoraöi fyrir Fram strax á 5. mín. af stuttu færi eftir fyrirgjöf Ómars Jóhannsson- ar. Páll Ólafsson jafnaöi á 23. mín. Hann fékk knöttinn utan vítateigs, lék á tvo varnarmenn og skoraöi í bláhornið niöri. Óverjandi fyrir Hauk. Opið öldunga- mót hjá Leyni Golfklúbburinn Leynir á Akra- nesi heldur opiö öldungamót á sunnudaginn — fyrir 50 ára og eldri, karla og konur. Keppni hefst kl. 11, eftir komu Akraborg- ar frá Reykjavík. Á 58. mín. kom Pétur Arnþórs- son Þrótti yfir. Páll tók hornspyrnu, varnarmaöur skallaöi frá út í miöj- an teig, þar sem Pétur skallaöi viöstööulaust til baka í bláhorn marksins. Guömundur Steinsson jafnaöi svo þegar nokkrar mín. voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma, eins og áöur sagöi, en dómarinn bætti viö leikinn vegna tafa. Guömundur skoraöi meö góöu skoti utan úr teig eftir þunga sókn Fram. i stuttu máli, Laugardalsvöllur 1. deild Fram-Þróttur 2:2 (1:1) Mörk Fram: Guömundur Steinsson á 5 og 95. mín. Mörk Þróttar: Páll Ólafsson á 23. min. og Pót- ur Arnþórsson á 58. mín. Dómari var Kjartan Ólafsson og stóó hann sig vel. Aminningar: Jóhann Hreióarsson, Þrótti, fókk gult spjald. Áhorfendur: 558. Einkunnagjöfin. FRAM: Haukur Bragason 6, Þorsteinn Vilhjálmsson 6, Þorsteinn Þor- steinsson 6, Trausti Haraldsson 6. Ómar Jó- hannsson 5, Sverrir Einarsson 6, Kristinn Jónsson 7, Bragi Björnsson 7, Guómundur Steinsson 7, Lárus Grótarsson 5, Steinn Guö- jónsson 5 ÞRÓTTUR: Guömundur Erlingsson 6, Arnar Frióriksson 6, Kristján Jónsson 6, Jóhann Hreiöarsson 5, Arsæll Kristjánsson 6, Pétur Arnþórsson 6, Haukur Magnússon 5, Páll ólafsson 6, Sverrir Pótursson 4, Asgeir Eliasson 7, Daöi Haröarson 6, Júlíus Julíusson (vm.) 6. —SH. Asgeir hefur leikið fyrir báða þjálfara Stuttgart 24. msl Frá Þórarni Ragnarstyni Wm. Morgunblaóeins. ÁSGEIR Sigurvinsson verður eini maðurinn á vellinum í leik Stuttgart og Hamburger á laugardag, sem leikiö hefur undir stjórn beggja þjálfar- anna. Hann lók undir stjórn Ernst Happel, sem nú þjálfar Hamburger, þegar hann var hjá Standard Liege í Beigíu. Mark Ómars það besta Knattspyrnudómarar hafa ákveðið að velja SEIKO-mark hverrar umferöar 1. deildar- innar í sumar. Þeir völdu mark Ómars Ingvarssonar, KR-ings, gegn Víkingum, mark 1. um- ferðar. I lok mótsins verður síöan valiö SEIKO-mark árs- ins. Á landsliðið í handknattleik siðferðislegan rétt á þátttöku? FYRIR atllöngu lýati ólympíunefndin því yfir aö hámarksfjöldi kepp- enda íslands í Los Angeles myndi vera á bilinu 12—14. Nefndin ákvaö lágmörk fyrir hinar ýmsu greinar í mars sl. Mörgum fannst sú ákvörö- un vera heldur seint á feröinni, en flestir sættust á þetta aö ég held. Nú hefur þaö hins vegar gerst aö ólympíunefndin hefur ákveöiö aö velja einstaklinga, sem ekki hafa náö tilskyldum árangri. Látum þaö nú vera, en nefndin hefur einnig samþykkt aö landslióiö í handknattleik taki þátt í leikunum — lið, sem ekki haföi unnið sór rétt tii þess. Af hverju þessi flýtir? Ólympíunefndin tilkynnti 22. maí sl. svo til endanlegt val á keppend- um í einstaklingsgreinum. Sú ákvöröun var ekki tímabær, — þeim 3—4 einstaklingum, sem standa næst fyrir utan val og eru rétt aö hefja keppnistímabil sitt, eru þar meö settir harðir kostir. Möguleikar þeirra á vali eru skertir áöur en þeir fá tækifæri til aö bæta árangur sinn, og hugsanlega ná betri árangri en þeir, sem valdir hafa veriö. Nú síöast voru valdir 5 einstakl- ingar til viöbótar þeim 8, sem vald- ir höföu verið áöur. Engar athuga- semdir hef ég heyrt um val frjáls- íþróttamannanna þriggja og lyft- ingamannsins enda höfðu þeir allir náö alþjóölegu lágmarki. Hins veg- ar er erfitt aö átta sig á því á hvaöa forsendum þriöji sundmaöurinn er valinn. Hann er hlutfallslega veru- lega lengra (% frávik) frá lágmarki en þeir, sem næstir standa, Jón Diöriksson (1500 m), Siguröur P. Sigmundsson (maraþon), Siguröur T. Sigurösson (stangarstökk) og Þorvaldur Þórsson (400 m gr.). Varla er sanngjarnt aö gagnrýna ólympíunefndina vegna þessa, því þaö var alltaf vitaö aö erfitt yröi aö meta jaðartilvik fyrst á annaö borö er farið út fyrir lágmörkin. Hins vegar væri leitt til þess aö vita ef þrýstingur hefur valdiö hér ein- hverju um, — árangur á alltaf aö vera númer eitt. Þátttaka hand- boltamanna? Þegar íþróttafolki hefur veriö sagt aö ganga út frá því aö einung- is 12—14 keppendur veröi sendir á leikana, m.a. vegna mikils kostn- aðar, hlýtur þaö aö vekja spurn- ingar þegar allt í einu er hægt aö bæta viö heilu handknattleiksliöi meö öllu sem því tilheyrir — liði, sem ekki hefur í raun unniö sér rétt il þess. Enginn handknattleiks- maöur haföi gert ráö fyrir því aö keppa á leikunum og þaöan af síö- ur undirbúið sig til þess. Eins og viö var aö búast hafa handbolta- frömuöir látiö í sér heyra og hróp- aö „stórkostlegt tækifæri* 1', „verö- um aö fara“, „megum ekki lenda í sterkum B-riöli á HM" o.s.frv. Þeirra rök eru svipuð því aö ég teldi mig nú hafa þátttökurétt þar sem maraþonhlauparar austan- tjaldslanda koma ekki til leiks, eóa aö fá lágmarkiö lækkaö vegna fjarveru þeirra. Staöreyndin er aöeins sú aö landsliðiö hefur nú öölast þátt- tökurétt á leikunum, sem það haföi ekki áöur. Stóra spurningin er hins vegar sú af hverju ólympíunefndin telur svona sjálfsagt, undir þessum kringumstæöum, aö velja liöiö til þátttöku. Ég veit ekki betur en aö nefndin hafi rétt til aö senda einn einstakling til keppni í hverri grein, óháö lágmarki. Er þaö annars kon- ar réttur? Hefur handboltinn e.t.v. einhver forréttindi meöal íslenskra íþrótta? Þeir, sem hafa veriö að reyna viö lágmörkin hafa alltaf gert ráö fyrir því aö svo gæti fariö, aö þeir yröu aö sitja heima þó litlu munaöi. Viö því er ekkert að segja, en þeg- ar fyrirvaralaust er hægt aö bæta 20 manna hópi viö, vaknar spurn- ing hjá því fólki, sem stefnt hefur að þessu markmiöi i nokkur ár og æft, á hvaöa grundvelli réttlætiö í þessu öllu saman sé byggt. Ólympíunefndin er aö sjálfsögöu ekki öfundsverö af hlutverki sínu, sem oft og tiöum er mjög erfitt. Athugandi væri þó hvort „prinsip- in“ hvaö varöar val og þátttökurétt ættu ekki aö vera í fastari skoró- um. 24. maí 1984. Sigurður P. Sigmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.