Morgunblaðið - 25.05.1984, Blaðsíða 12
12
MQRGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 1984
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir GUÐM. HALLDÓRSSON
Fallvalt lýðræði
í Perú í hættu
NÝR forsætisráðherra Perú, Sandro Mariategui Chiappe, hefur lagt
fram frumvarp um aukin völd til af- rétta við efnahaginn. Jafnframt
ætlar hann að reyna að fá Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (IMF) til að
breyta lánakjörum, sem hann segir atvinnulífinu þungbær. Á sama
tíma láta skæruliðar stöðugt að sér kveða og mikil verkfoll eru
nýafstaðin.
Perúmenn þurfa stuðning
IMF til að endurgreiða er-
lendar skuldir að upphæð 12
milljarðar dollara og fengu í síð-
asta mánuði nýtt 344 milljón
dollara lán. Yfir stendur mesti
samdráttur á þessari öld og lágt
verð á málmum og náttúruham-
farir hafa aukið vandann.
Eftir verkföll í síðasta mánuði
sagði Carlos Rodriguez Pastor
fjármálaráðherra, sem fylgdi að-
haldsstefnu, af sér. Þegar verk-
föllin héldu áfram sagði Fer-
nando Schwalb forsætisráðherra
einnig af sér. Afsagnirnar vöktu
nokkurn ugg í erlendum bönk-
um. Vinur Fernando Belaunde
Terry forseta, Jose Benavides
Munoz, varð fjármálaráðherra
og það bendir til þess að forset-
inn taki sjálfur við stjórn efna-
hagsmálanna.
Benavides Munoz hafði verið
orkuráðherra síðan Belaunde
forseti gerði breytingar á stjóvn
sinni í kjölfar ósigurs í bæjar- og
sveitarstjórnarkosningum f nóv-
ember sl. Þá var marxisti, Alf-
onso Barrantes Lingan, kjörinn
borgarstjóri f Lima. Hann er
fyrsti marxistinn sem hefur ver-
ið kosinn borgarstjóri í suður-
amerískri höfuðborg og sá fyrsti,
sem Perúmenn hafa kosið í
valdamikið embætti.
Ba. rantes þurfti stuðning
fimm til sex stjórnmálaflokka,
m.a. Moskvu- og Peking-
kommúnista til að ná kosningu.
Borgarstjórastaðan getur orðið
honum stökkpallur í forsetaemb-
ættið þegar forseti verður kjör-
inn 1985.
Belaunde Terry var kjörinn
forseti 1980 eftir 12 ára stjórn
hersins og hafði verið forseti í
fimm ár áður en herinn brauzt
til valda. Hann hefur alltaf verið
hlynntur miklum framkvæmd-
um hins oþinbera og að undan-
förnu hefur hann heitið opinber-
um framkvæmdum til að auka
atvinnu. Með verkföllunum að
undanförnu hafa verkalýðsfélög
lagt áherzlu á kröfur um að
stjórnin láti hendur standa fram
úr ermum.
Féiögin hafa nú samið við
Mariategui forsætisráðherra um
„vopnahlé" í trausti þess að
Benavides komi á „aðhaldi án
samdráttar", sem er vígorð
stjórnarinnar. Mariategui er
gagnrýndur fyrir að boða ekki
ráðstafanir til að draga úr 125%
verðbólgu.
Kröfur verkalýðsfélaganna
samrýmast ekki þeirri að-
haldsstefnu, sem IMF krefst að
verði fylgt. Sjóðurinn setti það
skilyrði fyrir síðasta láni að
dregið yrði úr ríkisútgjöldum,
niðurgreiðslur yrðu afnumdar og
vextir á lánum hækkaðir. Verð-
bólgan mundi minnka ef farið
yrði að tillögum IMF, en at-
vinnuleysi gæti aukizt og mörg
fyrirtæki orðið gjaldþrota. Þjóð-
artekjur minnkuðu um 11 af
hundraði 1982.
Aðhaldsstefna getur leitt til
aukinna verkfalla og þá eykst
hætta á herbyltingu. Skæruliða-
samtökin Sendero Luminoso
Maður nokkur reyndi í fyrra að
ryðjast inn í forsetahöllina í Lima
og var skotinn á hallartróppunum.
Belaunde forseti var ekki í höllinni
þegar þetta gerðist
(Skinandi stígur) hafa verið at-
hafnasöm á undanförnum árum.
í síðustu viku myrtu skæruliðar
35 manns í litlu fjallaþorpi og
skömmu áður höfðu samtök
þeirra minnzt þess að fjögur ár
voru liðin síðan uppreisn þeirra
hófst með töku útvarpsstöðvar.
Jafnframt boðuðu samtökin nýj-
ar aðgerðir.
Fyrir jól hermdu fréttir að
senderistar hefðu lýst yfir
tveggja ára vopnahléi i héraðinu
Ayacucho, aðalvígi þeirra í And-
esfjöllum, en nokkru síðar myrtu
liðsmenn þeirra lögregluhers-
höfðingjann Carlos Herrera.
Skömmu áður var tilkynnt um
handtöku eins helzta leiðtoga
senderista, Antonio Diaz Mart-
inez. Hann er búfræðingur og
gekk í hreyfinguna þegar hann
kom frá Kína 1977. Handtaka
hans var mesti sigur öryggis-
sveita í viðureigninni við skæru-
liða. Kona hans, Catalina Adri-
anzén, var handtekin fyrir
nokkrum árum og mun hafa
fengið taugaáfall í fangelsi.
Herinn hefur verið óánægður
með árangurinn í viðureigninni
við skæruliða, þótt þær raddir
hafi einnig heyrzt að þátttaka
hans í aðgerðunum geri hann
óvinsælan. Belaunde varð ekki
við kröfum um að beita hernum
gegn skæruliðum fyrr en í des.
1982 og virðist hafa viljað tak-
marka hlutverk hans.
Þegar lögreglan sá ein um að-
gerðirnar tókst senderistum að
breyta stórum hluta miðhálendis
Perú í „frelsuð svæði". Margar
lögreglustöðvar voru yfirgefnar
eftir árásir skæruliða á skot-
mörk frá Cajamarca í norðri til
Cuzco í suðri. Landeigendur og
embættismenn flýðu.
Höfuðborgin Lima hefur oft
myrkvazt vegna skemmdarverka
skæruliða og í fyrravor hófust
hryðjuverkaárásir á borgina.
Belaunde forseti neyddist til að
lýsa yfir neyðarástandi í 60 daga
Fernando Belaunde Terry.
og framlengja það í 60 daga.
Hundruð manna voru handtekn-
ir, en höfuðpaurarnir náðust
ekki.
Árásirnar höfðu áhrif. Skoð-
anakannanir sýndu að Perú-
menn hefðu meiri áhyggjur af
skæruliðum en efnahagskrepp-
unni, flóðum í norðurhiuta
landsins, þurrkum í suðurhlut-
anum og annarri óáran. I haust
var síðan ráðizt á aðalstöðvar
stjómarflokksins í Lima.
Skæruliðar senderista munu
aðeins vera um 2.000 og stuðn-
ingsmenn þeirra álíka margir.
Um 2.500 hafa fallið síðan upp-
reisnin hófst. Hreyfingin hefur
hljótt um sig og lítið er um hana
vitað, en hún aðhyllist einhvers
konar maóisma. f blaði, sem
hreyfingin gaf út í fyrrasumar,
kvaðst hún „flokkur marxista,
lenínista og maóista í nýrri
mynd“ og yfirlýst markmið
hennar er myndun „stjórnar
indíána, smábænda og verka-
manna“.
Vinstriflokkar, m.a. flokkar
kommúnista, fordæma hreyfing-
una. En sumir talsmenn þeirra
segja fólk hafa misst trúna á
lýðræði vegna lélegrar stjórnar
og segjast vilja hjálpa smá-
bændum að verjast stjórninni
jafnt sem skæruliðum.
Sendero-hreyfingin var stofn-
uð í háskólanum í Ayacucho á
sjöunda áratugnum og gerð að
neðanjarðarhreyfingu 1980.
Leiðtogar hennar eru kallaðir
menntamenn og margir liðs-
menn hennar eru ungir indíánar.
Að sögn er ekki vitað til þess að
skæruliðar fái utanaðkomandi
hjálp.
Álit manna á öryggissveitun-
um beið hnekki þegar fréttir
hermdu í haust að hermenn og
lögregla hefðu myrt 32 smá-
bændur í Sococos í Ayacucho.
Fv. yfirmaður hersins í Ayac-
ucho, Clemente Noel y Moral
hershöfðingi, skellti skuldinni á
skæruliða, en féllst á opinbera
rannsókn. Þar með var í fyrsta
skipti viðurkennt að e.t.v. bæru
skæruliðar ekki einir ábyrgð á
morðum og mannshvörfum í
Andesfjöllum.
Ellefu héruð hafa verið sett
undir stjórn Adrian Huamans
hershöfðingja, eftirmanns Noels,
sem segir skæruliða hafa neyðzt
til að hörfa til útjaðra yfirráð-
asvæðis síns. Margir hafa kraf-
izt harðari aðgerða og möguleik-
ar á byltingu hersins hafa verið
ræddir opinberlega. Fallvalt lýð-
ræði Perú er í hættu á sama
tíma og þjóðin er skuldum vafin.
Sungið fullum hálsi á Mylluhól.
Moripinbltóió/Sipirgeir.
Vestmannaeyjar:
Mylluhóll - ný
ölstofa opnuð
V<‘N(mannaeyjum 20. maí.
Ölstofubyltingin sem undanfarið
hefur flætt víða um landið hefur nú
teygt anga sína hingað út til Eyja því
sl. Töstudagskvöld var opnuð hér hin
huggulegasta ölstofa sem hlotið hef-
ur nafnið Mylluhóll. Það var í byrj-
un mars sl. sem forráðamenn Sam-
komuhússins ákváðu að ráðast í
stækkun veitingasala hússins með
rekstri ölstöfu, sem jafnframt gæti
samtengst skemmtistaðnum Hallar-
lundi þegar nauðsynlegt væri um
helgar.
Innréttingar hinar nýju ölstofu
eru smekklegar og yfir staðnum er
sannkölluð kráarstemmning.
Staðurinn tekur 75 manns í sæti
og var þar troðfullt nú um þessa
fyrstu helgi sem staðurinn er
opinn. Nú er sem sagt ekkert mál
lengur fyrir þyrsta Eyjabúa að
svala þorsta sínum með svo sem
einum freyðandi öllara. Olstofan
Mylluhóll verður opin fyrst um
sinn á fimmtudags-, föstudags-,
laugardags- og sunnudagskvöld-
um. Á föstudags- og laugardags-
kvöldum er síðan opnað á milli
Mylluhóls og Hallarlundar þegar
almennir dansleikir eru í húsinu.
Nafnið Mylluhóll er dregið af
hól með þessu nafni sem stóð rétt
hjá þeim stað sem bygging Sam-
komuhússins stendur nú i dag. Á
þessum hól stóð kornmylla
Stakkagerðisbænda til ársins
1890.
Formaður stjórnar Samkomu-
húss Vestmannaeyja hf. er Arnar
Sigurmundsson og framkvæmda-
stjóri hússins er Ásmundur Frið-
riksson.
-hkj.
Ásmundur Friðriksson og nokkrar af stúlkunum, sem afgreiða ölið.
Gunnlaugur Stefán
sýnir í Hafnarborg
Gunnlaugur Stef-
án Gíslason, listmál-
ari, opnar á morgun,
laugardaginn 26.
maí, málverkasýn-
ingu í Hafnarborg í
Hafnarfirði.
Gunnlaugur verð-
ur með 30 verk á
sýningunni, sem
verður opin daglega
frá 14—19 til mánu-
dagsins 11. júní.