Morgunblaðið - 25.05.1984, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 25.05.1984, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 1984 AP/Símamynd Bob Hope og Twiggy Skemmtikraftarnir Bob Hope og Twiggy við óveniulegar kringumstæður. Hér eru þau um borð í tilraunageimskutlu á heimssýningunni í Louisiana. I tilefni 81 árs afmælis Hope nk. mánudag verður NBC-sjónvarpsstöðin með sérstaka dagskrá um afmælisbarnið og verða útsendingar frá heimssýning- Bombay á Indlandi: Um 200 hafa látist í trúar- bragðaóeirðum Bomhay, 24. maí. AP. HERSVEITIR indversku stjórnarinnar eru í viðbragðsstöðu í Bombay og nágrenni eftir bardaga hindúa og múhameðstrúarmanna, sem undanfarna átta daga hafa leitt til dauða um 200 manna. Óeirðirnar hafa einkum verið í Bombay og nágrannaborginni Bhiwandi, en þar hófust þær 10. maí sl. Yfirvöld hafa veitt lögreglu og hersveitum sérstakan rétt til að skjóta á þá sem uppvísir verða að því að stofna til óspekta og út- göngubann hefur verið fyrirskipað í nokkrum hverfum borganna tveggja. í morgun fréttist af tveimur íkveikjum á óeirðasvæðinu, en til meiriháttar átaka hafði ekki kom- ið á ný. Kveikja óeirðanna var ummæli eins af leiðtogum hindúa í Bhiw- andi um spámanninn Múhameð, sem múhameðstrúarmenn töldu svívirðu. Þeir efndu til mótmæla- stöðu fyrir utan skrifstofu her- skárra trúarsamtaka hindúa í borginni og áður en varði var allt komið í bál og brand. Hindúar eru í miklum meiri- hluta á Indlandi. í landinu búa um 730 milljónir manna og er talið að 83% þeirra séu hindúar og 11% múhameðstrúarmenn. UNITA býst brátt við miklum átökum í Angóla Jamha, 24. maí. AP. SKÆRULIÐAR UNITA, sem berjast gegn stjórnvöldum í Angóia, segjast búast við meiriháttar bardögum á næstunni við stjórnarhermenn, sveitir kúbanskra hermanna og sovézkra foringja. Uppreisnarmennirnir búast við átökum í miðii Austur-Angóla, í nágrenni borganna Luena og Lua- cano, þ-.- sem sveitir, sem styðja Jose Eduardo dos Santos forseta, hafa safnað saman miklu magni vopna og MIG-orrustuflugvélum. Hermt er að 22 þúsund hermenn hliðhollir yfirvöldum séu undir vopnum á þessum slóðum. Vest- rænar leyniþjónustuheimildir herma að um 25 þúsund kúbanskir hermenn, og um 3.000 sovézkir og austur-þýzkir foringjar séu í Ang- óla. Talsmenn UNITA segja tilgang aðgerða stjórnarhersins að reyna að stía í sundur sveitum UNITA í austurhluta landsins. í fyrsta sinn reyni á hvernig sveitir UNITA standist hefðbundna bardaga, þar sem andstæðingurinn beitir stór- skotavopnum og loftárásum. Segja Þeir stjórnarherinn telja 60 þús- und menn, en sjálfir hafa 20 þús- und hermenn og álíka marga skæruliða. Jafnframt segja talsmenn UN- ITA, að verulega muni reyna á baráttuþrek stjórnarhermanna og lagsmanna þeirra frá Kúbu, A-Þýzkalandi og Sovétríkjunum vegna mikils manntjóns að undan- förnu. I apríl hafi fallið 728 stjórnarhermenn í átökum, 69 Kúbumenn og 545 stjórnarher- menn gerzt liðhlaupar, en UNITA hafi misst 43 menn í sama mán- uði. Talsmenn UNITA segjast hafa algjör yfirráð á þriðjungi lands í Angóla, í suðausturhluta landsins, og einnig hafi þeir umsvif í suð- vestur- og norðausturhlutum landsins, en stjórnarherinn ráði svæðinu umhverfis höfuðborgina, Luanda, og norðvesturhlutanum. Foringjar í ísraelsher fyrir rétt Tel Aviv, 24. m*í. AP. TVEIR foringjar í ísraelsher hafa verið ákærðir fyrir aðild að neðanjarðarhryöjuverkasamtök- um gyðinga, sem efnt hafa til að- gerða gegn Palestínumönnum á Vcsturbakkanum. Hafa þá 27 menn verið sakaðir um aðild að samtökum af þessu tagi. Foringjarnir tveir eru sakað- ir um aðild að tilraun til að ráða þrjá borgarstjóra úr röð- um Palestínumanna af dögum fyrir fjórum árum síðan. Tveir borgarstjóranna týndu lífi er bílsprengjur sprungu fyrir utan heimili þeirra. Foringjarnir eru m.a. ákærð- ir fyrir að láta hjá líða að til- kynna lögreglu um sprengjurn- ar, sem þeir vissu af. Voru for- ingjarnir báðir vitni að því er sprengjurnar sprungu. Kúbumenn ekki til Ól. að ráði Rússa þing Evrópuráðsins vill framtíð- arstað leikanna í Grikklandi Meiíkóborg, 24. maí. AP. Lítil von um sættir í deilu málmiðnaðarmanna Kúbumenn ákváðu að fara að áskorun Sovétmanna og hætta við þátttöku í Olympíuleikjunum í Los Angeles í sumar og báru því við að framkvæmda- aðilar leikanna hefðu „brotið ólympíureglur". Ákvörðunin, sem ólympíuleið- togar segja af pólitískum toga, kemur ekki á óvart. Stult(*rt. 24. maí. AP. Samningaviðræður hófust að nýju í deilu málmiðnaðarmanna, en full- trúar deiluaðila voni fremur vonlitlir að árangur næðist. Verkfallsmenn krefjast 35 stunda vinnuviku í stað 40 og að laun verði ekki skert við vinnustundafækkunina. Vinnudeil- urnar eru hinar verstu í V-Þýzka- landi í sex ár. Vegna þeirra eru 250 þúsund manns verklausir, hluti þeirra vegna verksmiðjulokunar, sem vinnuveitendur hafa grípið til. Þannig hyggst Volkswagen loka samsetningarverksmiðjum sfnum í næstu viku vegna skorts á ýms- um bifreiðahlutum. Hefjast lokan- ir á mánudag og missa 113.500 starfsmenn í sex verksmiðjum þá tekjur. Stjórnin í Bonn hefur úr- skurðað að vinnuveitendur séu ekki skyldugir að greiða starfs- fólki laun, sem þeir loka úti vegna verkfallsaðgerða málmiðnaðar- manna. Talsmenn málmiðnaðarmanna segjast ekki slaka á kröfunni um 35 stunda vinnuviku, en myndu þó fallast á aðlögunartima, þannig að vinnuvikan styttist f 39 stundir á fyrsta ári, 38 á öðru o.s.frv. Að þeirra sögn myndu starfstækifæri opnast fyrir eina milljón manna með styttingu vinnuvikunnar inn- an tveggja ára. Atvinnurekendur segja launakostnað hækka milli 14 og 18% ef af styttingunni yrði og þar með yrði framleiðsla þeirra ósamkeppnishæf á stórum mörk- uðum. 1 tilkynningu kúbönsku ólympíunefndarinnar sagði að að- búnaður f Los Angeles fyrir fþróttamenn, dómara og aðra leið- toga, væri óviðunandi og öryggi ótryggt. Eru það sömu viðbárur og hjá Rússum, en menn, sem kunn- ugir eru málum, segja kommún- fska ráðamenn óttast fjöldaflótta íþróttamanna. Tilkynning Kúbumanna var birt á sama tfma og leiðtogar Alþjóða- ólympíunefndarinnar komu til Prag til að reyna fá kommúnista- ríkin ofan af þvf að hætta við þátt- töku f sumarleikunum. Ræða þeir þar við ólympfuleiðtoga 11 ríkja, en níu þessara ríkja hafa sfðustu daga ákveðið að hætta við að fara til Los Angeles. Á fundinum eru einnig fulltrúar Norður-Kóreu og Rúmeníu, en Rússar hafa lagt hart að þeim síð- arnefndu að hætta við þátttöku. Fundað er á hóteli, sem eingöngu er notað til að hýsa kommúnista- leiðtoga og aðra fyrirmenn, sem koma til Prag. öflug girðing er umhverfis bygginguna og strar.g- ur vörður um húsið og lóðina allan sólarhringin. Sfmanúmerum hót- elsins er haldið leyndum. Þing Evrópuráðsins skoraði í dag á Alþjóðaólympfunefndina að ákvarða ólympiuleikunum fastan samastað til frambúðar í Grikk- landi til þess að komast megi hjá pólitískri heimasetu þátttöku- þjóða f framtíðinni. f ráði er að leikarnir fari fram í Grikklandi 1996, en þar fóru þeir fram 1896, er leikarnir voru endurreistir úr fornum sið. Meginmarkmið EFTA að draga úr atvinnuleysi Visby 23. m*í. Frá bladarainni Mbl., Magnúai Sigurfttwyni. MKGINMARKMIÐ okkar hlýtur að vera að draga úr atvinnuleysinu, sagði Olaf Palme, forsætisriðherra Svfþjóðar, í upphafl fundar með blaðamönnum þar sem hann gerði grein fyrir yfirlýsingu þeirri, sem samþykkt var i fundi EFTA-riðherranna er lauk hér í Visby í dag. I yfírlýsingu þessari var m.a. lögð ihersla i að EFTA ætti ifram að gegna mikilvægu hlutverki f efnahagssamvinnu þjóðanna, bæði innan Evrópu og í heiminum í heild. í yfirlýsingunni segir ennfremur að vinna beri að aukinni framleiðni, efnahagsöryggi, batnandi Iffskjörum fólks og aukinni heimsverslun og áframhaldandi afnámi á hvers konar hömlum f viðskiptum þjóðanna. Um allan heim hafi atvinnu- leysi komist á alvarlegt stig. Stjórnir EFTA- landanna hljóti þvf að leggja áherslu á að auka þann efnahagsbata, sem nú hefur orðið í heimin- um. Stjórnir EFTA-landanna lýsa jafnframt yfir eindregnun stuðningi við alla viðleitni til afnáms á þeim verndarráðstöfunum sem nú eru fyrir hendi. Ekki verða lagðar hömlur á ferðamannastarfsemi rfkja og þar haft f huga mikilvægi slfkrar starf- semi bæði fyrir efnahagslff hinna einstöku landa en einnig fyrir mannleg samskipti yfirleitt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.