Morgunblaðið - 25.05.1984, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.05.1984, Blaðsíða 32
OPIÐALLA DAGA FRÁ KL. 11.45 - 23.30 AUSTURSTRÆTI22 INNSTRÆTI, SÍMI 11630 npmAu fimuti inAns- Ffis-rtinArís- INNSTRÆTI, SlM111340 FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR. Reykinga- bann aukið „Tókbaksreykingar eru óheimilar í þeim hluta af húsnæði stofnana, fyrirtækja og annarra þar sem al- menningur leitar aógangs, I sam- bandi við afgreiðslu eða þjónustu sera þessir aðilar veita." Þetta giidir ekki um veitinga- og skemmtistaði. Þó skulu þeir á hvcrjum tíma hafa afmarkaðan fjölda veitingaborða fyrir gesti sína, sem verði sérstak- lega merktur að tóbaksreykingar séu bannaðar. Þetta er ákvæði í nýj- um lögum um tóbaksvarnir, sem samþykkt voru frá Alþingi í síðustu viku. Samkvæmt lögunum má ekki auglýsa tókbak né reykfæri. Tób- ak má ekki selja einstaklingum undir 16 ára aldri. Bannað er að selja tóbak í sjálfsölum, í skólum eða stofnunum fyrir börn og ungl- inga. Þá er tóbaksnotkun óheimil f grunnskólum, dagvistun barna og húsakynnum, sem eru fyrst og fremst ætluð börnum og ungling- um yngri en 16 ára til félags- og tómstundastarfs, sem og í far- þegarýmum almenningsfarar- tækja sem rekin eru gegn gjald- töku. Heimilt er forráðamönnum flugvéla að leyfa reykingar í hluta farþegarýmis í atvinnuflugi milli landa. Skylt er að verja tveimur prómillum brúttósölu tóbaks til tóbaksvarnarstarfs. Lög þessi öðlast gildi 1. janúar á næsta ári. Ríkisskattstjóra- embættið: Beiðni um 25 nýja starfsmenn FJÁRMÁLARÁÐHERRA, Albert Guðmundsson, afgreiðir eftir helgi beiðni ríkisskattstjóra um fjölgun starfsmanna hjá embættinu. Fyrir liggur beiðni um að starfsmönnum til skattaeftirlits verði fjölgað um 25, en hjá embætti ríkisskattstjóra starfa nú 15 manns, við skattaeft- irlit. Með fjölgun starfsmanna er fyrirhugað að efla til muna eftirlit með skattgreiðslum og þá sérstak- lega hvað varðar skil á söluskatti. Samkvæmt heimildum Mbl. gerir beiðnin ráð fyrir að um 20 manns verði ráönir til viðbótar á þessu ári, en fimm á því næsta. Ætlunin mun sú að dreifa starfs- mönnum þessum á skattstofur landsins, en að þeir lúti yfir- stjórn frá embætti ríkisskatt- stjóra. Fjármálaráðherra sagði i viðtali við blm. Mbl. í gær, að hann myndi afgreiða mál þetta eftir helgi. Hvítu kollarnir settir upp MEÐ sumarkomunni útskrifast nú stúdentarnir hver á fætur öðrum víðs vegar um landið. Alls verða stúdentar í ár um 1.300 talsins samkvæmt tölum frá menntamálaráðuneytinu. í Háskóla- bíói í gær foru skólaslit Menntaskólans í Reykjavík fram og tók Ijósmyndari Morgunblaðsins þessa mynd þar, er stúdentarnir höfðu fengið prófskírteinin í hendur og settu upp „hvítu koll- ana“, tákn „hins fullgilda stúdents“. Sjá nánar á miðsíðu. Kartöflustríð innflytjenda og landbúnaðarráðuneytis: Innflytjendur flytja áfram inn kartöflur — hafa undirbúið samstarf við íslenzka kartöflubændur INNFLUTNINGSAÐILAR, sem leitað hafa eftir leyfi landbúnaöarráðuneytis- ins fyrir frjálsum innflutningi á kartöflum, hafa með bréfi til landbúnaðarráð- herra lýst yfir því, að þeir muni halda áfram þeim kartöfluinnflutningi, sem þeir hafa þegar hafið, með tilliti til yfirlýsinga stjórnvalda, um að einokun á þessu sviði verði aflétt. Jafnframt segjast innflutningsaðilarnir sjálfir taka ábyrgð á því, að ekki verði í landinu umframbirgðir af kartöflum þegar íslensk „gæðaframleiðsla“ kemur á markaðinn. Segjast þeir þegar hafa undirbúið samstarf við íslenska kartöflubændur um sölu á uppskeru þeirra á næsta hausti. 1 bréfi forsvarsmanna fyrirtækj- anna sex, sem eru Bananar hf., Bananasalan sf., Björgvin Schram hf., Dreifing sf., Eggert Kristjáns- son hf. og Hagkaup hf., segjast þeir m.a. hafa skilið bréf landbúnaðar- ráðherra frá því 23. þessa mánaðar á þann veg, að hann hyggist enn hamla gegn frjálsum innflutningi garðávaxta. Þá segir orðrétt: „Með tilliti til yfirlýsinga stjórnvalda um að einokun verði aflétt á þessu sviði munum við halda áfram inn- flutningi svo sem verið hefur. Mun þá á það reyna hvort þér og ríkis- stjórnin ætlið enn að ganga í ber- högg við vilja almennings um að hafa óskemmdar kartöflur á borð- um, sem aldrei hefur komið jafn skýrt í ljós og nú með undirskrift rúmlega 20 þús. neytenda." í niðurlagi bréfsins segir: „Við munum sjálfir taka ábyrgð á, að ekki verði umframbirgðir af kart- öflum, þegar íslensk gæðafram- leiðsla kemur á markaðinn enda höfum við þegar undirbúið sam- starf við íslenska kartöflubændur um sölu á uppskeru þeirra á næsta hausti." í öðru bréfi, sem landbúnaðar- ráðuneytinu barst í gær, frá Eggert Kristjánssyni & co. hf. kemur fram að fyrirtækið hefur þegar gert samninga um kaup á um 150 tonn- um af nýjum kartöflum frá ftalíu, Spáni og Israel, og hefur hluta þess magns nú þegar verið skipað um borð í skip, en 150 tonn voru það magn, sem landbúnaðarráðherra hafði veitt leyfi fyrir að innflutn- ingsaðilar á kartöflum skiptu með sér. Er frá því greint í bréfinu að samningarnir hafi verið gerðir í góðri trú og er vfsað til yfirlýsinga stjórnmálaforingja og alþing- ismanna í því sambandi, auk þess sem fyrirtækið vísar til yfirlýs- ingar almennings, sem gefin hafi verið með þátttöku í undirskriftum á lista til stjórnvalda. Ríkisstjórnin: Landhelgisgæzlunni heimiluö þyrlukaup Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gærmorgun að heimila Landhelgisgæzlunni að semja um kaup á þyrlu. Segir í samþykkt rík- isstjórnarinnar að þyrlukaupin séu heimiluð á grundvelli hagstæðustu tilboða sem borizt hafa. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna: Útflutningsverðmætið tvö- faldaðist á síðasta ári — Tekjuafgangur nam 65 milljónum króna ÚTFLUTNINGSVERÐMÆTI Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna á síðasta ári varð rúmlega tvöfalt meira en árið áður og tekjuafgangur síðasta árs samtals rúmar 65 milljónir króna. Útflutningsverðmæti síðasta árs var samtals 4.56 milljarðar en fluttar voru út um 92.000 lestir. Útflutningsverðmæti ársins 1982 var alls rúmir 2 milljarðar króna. Coldwater Seafood Corporation í Bandaríkjunum seldi alls á síðasta ári fyrir rúmlega 5,5 milljarða króna og Icelandic Freezing Plants í Bretlandi seldi fyrir um 690 millj- ónir króna. Hjá báðum fyrirtækj- unum varð veruleg aukning og sömuleiðis hjá söluskrifstofu SH í Hamborg. Hins vegar reyndust gjöld Coldwater á síðasta ári um 34 milljónir króna umfram tekjur fyrir skatta, en gert er ráð fyrir endurgreiddum 3köttum. Tekjuaf- gangur Icelandic varð rúmar 2 milljónir króna og tekjuafgangur söluskrifstofunnar í Hamborg tæp ein milljón króna. Þessar upplýsingar komu fram á aðalfundi Sölumiðstöðvarinnar í gær, en þar fluttu framkvæmda- stjórar einstakra deilda, forstjóri og stjórnarformaður skýrslu um gang mála. í dag verða á fundinum rædd framleiðslumál, tillögur af- greiddar og stjórn og endurskoð- endur kosnir. Gunnar Bergsteinsson for- stjóri Landhelgisgæzlunnar sagði í samtali við blm. Mbl. í gær, að hagstæðustu tilboðin sem borist hafa væru franskt og ítalskt. Franska tilboðið væri í þyrlu af gerðinni Dolphin SA 365-N og það ítalska væri þyrla að gerðinni Agusta AB 412. Gunnar sagði ekki afráðið hvaða tilboði yrði tekið, enda hafði honum ekki borist samþykkt ríkisstjórnarinnar, er rætt var við hann. Albert Guðmundsson fjár- málaráðherra sagði það hlut- verk dómsmálaráðherra og Landhelgisgæzlunnar að taka ákvörðun um hvaða gerð af þyrlu yrði keypt. Til þyrlukaup- anna verður nýtt heimild á fjár- lögum til lántöku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.