Morgunblaðið - 25.05.1984, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.05.1984, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 1984 Minning: Brynjólfína Jensen frá Isa firði Fædd 7. desember 1897 Dáin 16. maí 1984 f dag er kvödd vestur á fsafirði Brynjólfína Jensen. Hún var fædd á ísafirði, dóttir hjónanna Mál- fríðar Magnúsdóttur f. 1872, d. 1914, og Jens Friðriks Jensen f. 1874 í Sandey í Færeyjum. d. 1932. Brynjólfína ólst upp á Isafirði í stórum systkinahópi, og 61 þar all- an sinn aldur. Hún giftist 28. des. 1918 Árna skipstj. Magnússyni, f. 7. júlí 1894, d. 24. sept. 1973, Arnórssonar prests í Vatnsfirði, Jónssonar prests á Mosfelli. Þau Brynjólfína og Árni eignuð- ust fjögur börn, þau eru: Málfríð- ur, f. 14. okt. 1918, d. 15. nóv. 1942. Magnús, f. 14. ág. 1920, skipstj., nú kaupm. á ísafirði. Kvæntur Esth- er Hafliðadóttur. Stella, f. 4. sept. 1921, d. 17. ág. 1955. Gift undirrit- uðum. Karl, f. 24. febr. 1923, kaupm. í Rvík. Kvæntur Margréti Eyjólfsdóttur. Ennfremur ólu þau upp tvo dætrasyni sína, þeir eru: Hjalti Már, f. 19. maí 1940, skipstj. á ísa- firði, sonur Málfríðar og Hjalta Guðmundssonar. Kvæntur Guð- rúnu Guðmundsdóttur. Árni Brynjólfur, f. 16. apríl 1942, iðnað- arm. í Rvík, sonur Stellu og undir- ritaðs. Kvæntur Guðrúnu Berg- mann. Nú, þegar „Ferðinni er lokið, seglið fellt“, hrannast minn- ingarnar í hugann, sem fáar verða þó taldar í stuttri minningargrein. t Eiginkona mín, móöir okkar og tengdamóöir, ELÍN ÞORSTEINSDÓTTIR, Fáfnisnesi 11, andaöist á heimili sínu þriöjudaginn 22. mai. Benedikt Jónsson, börn og barnabörn. t Móöir okkar, GRÓA ÁGÚSTA GUÐMUNDSDÓTTIR, áóur til heimilis aö Noröurbrún 1, andaöist á Droplaugarstööum 23. mai. Sigrún P. Smith, Björn Pálsson. t Útför eiginmanns mins, SIGURJÓNS VALDASONAR, Vallargötu 8, Vestmannaeyjum, veröur gerö frá Landakirkju laugardaginn 26. maí kl. 14.00. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Mínerfa Kristinsdóttir. t Móöir mín og systir okkar, KRISTÍN I. EYFELLS, veröur jarösungin mánudaginn 28. maí kl. 13.30 frá Dómkirkjunni. Dóra Hjólmarsdóttir, Einar Eyfells, Jóhann K. Eyfelis, Elin R. Eyfells. t Ástkær dóttir okkar, dótturdóttir, sonardóttir og systir, ÁGÚSTA RANDRUP SVAVARSDÓTTIR, veröur jarösungin frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 26. maí kl. 16.00. Sigríöur Helga Georgsdóttir, Svavar Júlfus Gunnarsson, Hrefna Sif Svavarsdóttir, Ágústa Randrup, Georg Ormsson, Svava Júlíusdóttir, Gunnar Einarsson. t ÞORVALDUR GÍSLASON frá Hrauni, Grindavfk, veröur jarösunginn frá Grindavíkurkirkju laugardaginn 26. mai kl. 14.00. Fyrir hönd vandamanna, Siguróur Gtslason. Ég minnist þess er ég sá Brynj- ólfínu í fyrsta sinn. Ég var á gangi á Silfurgötunni á ísafirði, og mætti þar hjónum, sem ég vissi þá engin deili á. Mér varð starsýnt á þessa glæsilegu, prúðbúnu konu; á íslenskum búningi. Mig óraði ekki þá, og ekki fyrr en mörgum árum síðar, fyrir því, að ég ætti eftir að tengjast þessum hjónum sterkum böndum. Og ekki gleymist dagurinn þeg- ar við Stella opinberuðum, og Binna bauð mig velkominn i fjöl- skylduna. Þau hjón, Árni og Brynjólfína, voru áhugafólk um þjóðmál, sér- staklega verkalýðsmál, enda lífs- baráttan hörð á þeirra mann- dómsárum. Árni var .t.d. formað- ur Sjómannafélags ísfirðinga um árabil. Auk húsmóðurstarfa og barna- uppeldis stundaði Brynjólfína vinnu við fiskverkun (fiskþvott, reitavinnu og síldarsöltun). Slík störf voru ekki heiglum hent, við starfsskilyrðin sem þá tíðkuðust. Helga Guðmunds- dóttir - Minning Fædd 22. júlí 1923 Dáin 18. maí 1984 I Stjórn og félagskonur Verka- kvennafélagsins Framsóknar þakka frú Helgu Guðmundsdóttur ómetanlegt starf í þágu félagsins og vænta þess, að mikill baráttu- hugur og óeigingjarnt starf um árabil gleymist ekki, en verði haft að leiðarljósi um ókomin ár. Félagið sendir börnum, tengda- börnum, barnabörnum, systkinum og öðrum ættingjum Helgu inni- legar samúðarkveðjur. f dag kveðjum við ötula og góða konu, sem skipaði sér í sveit hins sanna íslendings og barðist fyrir velferð og mannsæmandi lífi fyrir þann sem minna mátti sín. Skip- aði hún sér þannig í sveit sem sannur verkalýðssinni. Við, sem unnum með henni lýsum aðdáun okkar á víðsýni hennar og vilja- þreki, en þeir kostir voru henni eðlislægir. Frú Helga var árum saman í stjórn Verkakvennafélagsins Framsóknar og var það sæti vel skipað. Fáum við seint þakkað henni glaðværð og gott samstarf. Á ferðalögum og í samstarfi var hún hrókur alls fagnaðar. Með söng sínum og glaðværð var hún sannanleg perla, sem hafði þannig áhrif á aðra, að allir sem voru í kringum hana fylltust fögnuði og gleði. Ég, sem þessar línur rita mun geyma ljúfar endurminningar um góða vinkonu, sveitunga og sam- starfskonu. Persónulega sendi ég börnum, tengdabörnum, barna- börnum og systkinum innilegar samúðarkveðjur. Ennfremur inni- legar samúðarkveðjur frá Krist- ínu dóttur minni og Jónu Guð- jónsdóttur. Sérstök kveðja er til Helgu frá formanni félagsins, Rögnu Berg- mann. Þakkar hún henni trausta vináttu og samstarf árum saman. Því miður getur hún ekki verið í hópi okkar, sem kveðjum hana í dag, þar eð hún er nú stödd er- lendis, en hún biður fyrir innileg- ar samúðarkveðjur til barna, tengdabarna, barnabarna og ann- arra ættingja. Þar sem góðir menn fara eru guðs vegir. Þórunn Valdimarsdóttir. „Og þótt hún ætti þungt og margt að vinna og þyldi stundum él á löngum vegi, þá var hún okkur hlý á hverjum degi og mild og viðkvæm móðir barna sinna.“ (Þ. Erl.) Eftir erfið veikindi er hún Helga amma dáin. Hún sem áður t Innilegar þakkir öllum þeim fjölmörgu sem vottaö hafa okkur samúö vegna fráfalls EINARS HELGASONAR frá Bjarnabæ, Hólabraut 8, Hafnarfiröi. Ragnheiður Guölaugsdóttir, Helgi Einarsson, Sólveig Einarsdóttir, Aöalsteinn Einarsson, Ólöf Guöjónsdóttir, Erna Einarsdóttir, Guömundur E. Jónmundss., barnabörn og barnabarnabörn. t Hugheilar þakkir sendum viö öllum er vottuöu okkur samúö og hlýhug viö andlát og jaröarför dóttur okkar og systur, ELFU BORG JÓNSDÓTTUR, Víöigrund 22, Akranesi. Sérstakar þakkir eru til alls starfsfólks á deild 20 Kópavogshæli fyrir frábæra umönnun á liönum árum. Jón Sigurósson, Rún Elfa Oddsdóttir, Siguröur Arnar Jónsson, Inga Magný Jónsdóttir. t Þökkum innilega auösýnda samúö viö eiginmanns míns og afa, andlát og jaröarför KRISTJÁNS EINARSSONAR, Karlagötu 5. Elín Pálsdóttir, Elfn Davióadóttir. Ef ég ætti að lýsa skaphöfn Brynjólfínu, kæmu mér í hug orð eins og táp, kjarkur, heiðarleiki, hreinskilni. Úr því ég nefndi reitavinnuna, er mér næst að halda að Binna Jensen hefði brugðist við atvikinu á reitnum ekki ósvipað Jóu í Veg- húsum: „Læturðu snúa þér við?“ Brynjólfína var einn af þessum sterku stofnum í skógi mannlífs- ins, sem „bognar aldrei — brotnar í bylnum stóra seinast". Á erfiðleika- og sorgarstundum var hún alltaf sterkust, og gat tal- ið í mann kjark og huggun. Nú, á kveðjustund, er mér efst í huga þakklæti — þakklæti fyrir að hafa eignast þessa konu að móður og vini, og fyrir allt, sem hún gerði fyrir mig og mína. Blessuð sé minning Brynjólfínu Jensen. Guðm. Guðmundsson var svo kát og glöð hefur nú öðlast frið á himnum við hliðina á Hauk afa. Áður en heilsan brast var það hún sem ávallt gaf öðrum styrk með glaðværð sinni og krafti. Hún lagði allt á sig fyrir okkur hin og við tókum það sem sjálfsagðan hlut. Því bregður okkur nú þegar hún er farin frá okkur að við finn- um það svo vel hve ráð hennar voru góð, nú þegar hennar nýtur ekki lengur við. Við eigum góðar minningar um hana og það er það besta sem nokkur manneskja get- ur skilið eftir í þessum heimi. Minningar um góðar stundir heima hjá ömmu þegar bakað var laufabrauð — þegar borið var fram heitt súkkulaði og nýbakað- ar kökur — þegar fjölskyldan kom öll saman og nóg var að sýsla hjá ömmu, þá leið ömmu vel og þá leið okkur vel. Þá var oft glaðst og amma söng. Hún sem söng svo oft á hverju sem gekk og nú er söngur. hennar hljóðnaður. Nú er hún Helga amma hjá Guði og við þökk- um henni allar ógleymanlegu stundirnar sem hún gaf okkur og við biðjum góöan Guð að geyma hana. Lífs meðan ljósið skín ljúft munu börnin þín minnast þín, móðirin góða. (Þ. Erl.) Ömmubörnin. Birting afmœlis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. f minningargrcinum skal hinn látni ckki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.