Morgunblaðið - 25.05.1984, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.05.1984, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 1984 13 Þroskaþjáifaskóli íslands: 24 útskrifaðir og nýtt húsnæði tekið í notkun „í DAG HÖLDUM við hátíð, í dag er hér gleði og mikil ánægja. Við útskrifum í dag 24 nýja þroskaþjálfa, við vígjum nýtt húsnæði skólans og fjöldi góðra gesta hefur þegið boð okkar um að koma og fagna með okkur heimamönnum." Svo fórust Bryndísi Víglundsdóttur, skólastjóra Þroskaþjálfaskóla íslands, m.a. orð í skólaslitaræöu sinni þann 17. maí sl. Útskrift þroskaþjálfanna 24 fór fram að Skipholti 31, hinu nýja húsnæði skólans, sem heilbrigðismálaráðherra, Matthías Bjarnason, vígði við sama tækifæri. 1 ræðu heilbrigðisráðherra kom m.a fram að hann teldi þjónustu við þroskahefta á fslandi á margan hátt betri en gerðist hjá öðrum Evrópuþjóðum og til eftirbreytni. Kvað hann það þó valda nokkrum áhyggjum hve margir hösluðu sér völl utan starfsmenntunnar sinnar að loknu námi. Sagðist hann vona að svo yrði ekki með þann hóp þroskaþjálfa sem nú útskrifaðist, þeir væru þarfir starfskraftar í ís- lensku þjóðfélagi. Þá vék ráðherra að hinu nýja skólahúsnæði Þroska- þjálfaskólans og þakkaði þeim sem lögðu hönd á plóginn við að gera það sem best úr garði. Kvað hann kostnað við byggingu hússins, sem hófst fyrir ári síðan, losa nú 3 milljónir króna. Við athöfnina flutti Inga Sigurð- ardóttir, formaður félags þroska- þjálfa, skólanum kveðju féiagsins, og Karólína Gunnarsdóttir flutti kveðju fyrir hönd þeirra sem út- skrifuðust, auk þess sem hún af- henti skóianum að gjöf málverk eftir Diderot frá útskriftarnem- endum. Þá var skólanum einnig færð að gjöf stytta frá Styrktarfé- lagi vangefinna, og skólastjóri flutti samkomunni kveðju Vigdísar Finnbogadóttur, forseta íslands, sem ekki gat verið viðstödd athöfn- ina. Hallveig Thorlacius, leikari og kennari við skólann, flutti síðan leikbrúðuþátt og Skólakór Garða- skóla söng, undir stjórn Guðfinnu Ólafsdóttur. Hinir nýútskrifuðu þroskaþjálf- ar héldu síðan utan til Bandaríkj- anna laugardaginn 19.maí sl. til Boston og New York, en slíkar ferð- ir hafa á undanförnum árum verið farnar í samráði við heilbrigðis- og menntamálayfirvöld þeirra landa sem heimsótt eru hverju sinni. Til- gangur ferðanna er að „nemendum opnist sýn í starfshætti annarra þjóða, að þeir öðlist skilning á kjör- um þroskaheftra i öðrum löndum og kynnist aðstöðu starfsfélaga ytra“, eins og skólastjórinn, Bryn- dís Víglundsdóttir, sagði í ræðu sinni. Skólanum færð gjöf frá nýútskrifuðum þroskaþjálfum. F.v.: Bryndis Víg- lundsdóttir, skólastjóri og Karólína Gunnarsdóttir, sem afhenti gjöfina fyrir hönd útskriftarhópsins. LjóHm. MbL/RAX Helgi Pétursson um kjör fréttamanna: „Erum að hala okkur upp í sömu vinnuað- stöðu og á blöðunum“ „ÞAÐ HEFUR svo sem ekkert stór- kostlegt gerst í okkar málum annað en að við erum að reyna að hala okkur upp í hliðstæða vinnuaðstöðu og tíðk- ast á öðrum fréttastofum, þ.e. á blöð- unum. Það hefur verið mikill kurr meðal fréttamanna á ríkisfjölmiðlun- um og við höfum mjög nýleg dæmi um þrautreynda menn, sem hafa leitað á önnur mið, þar sem kaupið gerist betra,“ sagði Helgi Pétursson, vara- formaður Félags fréttamanna ríkis- fjölmiðlanna, er Mbl. leitaði upplýs- inga hjá honum um árangur kjaravið- ræðna við yfirstjórn Kíkisútvarpsins og fulltrúa fjármálaráðuneytisins. í Félagi fréttamanna eru 28 manns, eða allir fréttamenn hljóðvarps og sjón- varps. „Þaö sem við höfum loks fengið viðurkennt er réttur okkar til að fá endurgreiddan kostnað vegna blaða- áskrifta, réttur okkar til tveggja mánaða leyfis eftir fimm ára starf eins og blaðamenn hafa, og ætlað er til að auka víðsýni í starfi, og loks hefur Ríkisútvarpið fallist á að borga 1% af launum allra starfs- manna stofnunarinnar í menningar- sjóð starfsmanna," sagði Helgi. „Stofnunin greiðir í menningarsjóði ýmissa stétta, t.d. leikara og tón- skálda, og þvi ekki nema eðlilegt að greitt sé í menningarsjóð þess fólks, sem vinnur alla sina vinnu hjá Ríkisútvarpinu." Helgi sagði að um þessi lagfær- ingaratriði hefði samist við fram- kvæmdastjórn útvarpsins eftir it- arlegar viðræður við formenn starfsmanna félaga hljóðvarps og sjónvarps. Ekki hefðu náðst fram neinar beinar launahækkanir. „Yf- irstjórn útvarpsins er loks að átta sig á því, að það er rekin hörð fréttamennska á ríkisfjölmiðlunum. Þótt við séum ekki mörg höfum við flest áhuga á að gera þetta að ævi- starfi og erum atvinnumenn með faglegan metnað. Það verður að meta við okkur ef ekki á að verða enn frekari flótti frá fréttastofum útvarpsins,“ sagði hann. Heilbrigðismálaráðherra ávarpaði samkomugesti og vígði hið nýja húsnæði skólans. »UT FTBIR ÚTIGRILLIÐ 1 Kryddlegið tilbúið á grillið Silungur og úthafsrækja. Lamba: kótilettur, lærissneiöar, framhryggur og rif. Kinda: buff, smásteik á pinnum. KARTÖFLUR frá ísrael og Hollandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.