Morgunblaðið - 25.05.1984, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.05.1984, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 1984 27 Ferming á sunnudaginn Ferming í Ríldudalskirkju sunnu- daginn 27. maí kl. 14. Prestur sr. I)alla Þórðardóttir. Fermd veröa: Anna María Ágústsdóttir, Gilsbakka 4. Gunnar Jakobsson, Sæbakka 1. Hannes Sigurður Pétursson, Dalbraut 18. Guðmundur Hjalti Jónsson, Arnarbakka 1. Pétur Bjarni Guðmundsson, Grænabakka 3. Rakel Óskarsdóttir, Dalbraut 30. Ferming í Haga og á Brjánslæk 27. maí 1984. Fermd verða: Árni Andersen, Arnórsstöðum efri. Barði Sveinsson, Innri-Múla. David Andrew Meiling, Tungumúla. Sigríður Jóna Ingvadóttir, Arnórsstöðum neðri. Sigrún Berglind Ragnarsdóttir, Brjánslæk. Ferming f Hallgrímskirkju í Saurbæ 27. maí kl. 11. Prestur séra Jón Einarsson. Þessi börn verða fermd: Fjóla María Lárusdóttir, Bakka. Guðbjörg Elfa Jónasdóttir, Bjarteyjarsandi. Jón Brandsson, Katanesi. Jóney Jónsdóttir, Saurbæ. Þórey Jónsdóttir, Eystra-Miðfelli. Sterkurog hagkvæmur auglýsingamiðill! TOSHIBA Vormenn íslands Vertu velkominn á kynninguna Láttu Dröfn sýna þér á hvem hátt TOSHIBA getur gjörbreytt matreiðslunni, skapað þér aukinn fritíma, gefiö þér hollari og betri mat. DRÖFN Spjallar við þig um matreiöslunámskeiöin, sem hún heldur fyrir eigendur TOSHIBA örbylgjuofna án endur- gjalds. LÁTTU NÚ VERÐA AF ÞVÍ AÐ LTTA INN — VIÐ BJÓÐUM STÆRSTA ÚRVAUÐ í HEIMIUSOFNUM OG VERD SEM BRAGÐ ER AÐ: FRA 9550,- STGR. EINAR FARESTVEIT & CO. HF. ... Nýr heimur í matargerð bergstaðastræti ioa - slmi 16995 mun Ijúkast upp ffyrir þér — eftir Sigfús Jónsson VORIÐ 1983 boðuðu nokkrir 50 ára „Lauganemar", S-Þing., búsettir í Reykjavík, til nemendamóts á Hótel Sögu síðasta sunnudag í maí. Þetta varð til þess að ég, einn af þessum 50 ára Lauganemum, bóndi norður í Suður-Þingeyjarsýslu, bundinn við lambfé og kýr í vondri tíð í maí, — gat með engu móti hugsaö mér að þjóta frá búinu eins og á stóð, suöur á Hótel Sögu, þótt gaman hefði verið að sjá gömlu skólafélagana og drekka með þeim kaffi. Þess í stað hringdi ég til hr. Hauks Ágústssonar, skólastjóa á Laugum, og óskaði þess, að við 50 ára Lauganemar mættum koma f Laugaskóla 12. júní með 100 stykki af fallegum garðplöntum og gróð- ursetja þær á fögrum stað og gefa Laugaskóla sem minningarlund eða vísi að skrúðgarði, til minningar um veru okkar þar fyrir 50 árum. Skólastjóri tók ósk minni afar vel og kvað okkur hjartanlega vel- komna, ekki síst þegar við kæmum með slíka gjöf. Þá talaði ég við Erling Davíðs- son, ritstjóra á Akureyri, og það hann að skrifa fréttatilkynningu um nemendamótið á Laugum í blöðin, sem hann og gerði. Ég hringdi síðan í Finnlaug Snorrason, sem var einn af okkur „gömlu unglingunum", nú búsett- ur í Reykjavík, og bað hann að boða þetta á nemendamótinu á Hótel Sögu, sem hann og gerði. Allir þar viðstaddir tóku þessu vel og lögðu fram smáupphæð hver og einn til kaupa á þessum plöntum. örbylgjuofnum í verzlun okkar á morgun, laugardag kl. 10—12. Kirkjur á landsbyggðinni Plönturnar pantaði ég hjá ísleifi, skógarverði á Vöglum. Síðan héldum við nemendamót- ið á Laugum 12. júní — í norðan illviðri, „gömlu unglingarnir" víðsvegar að, þótt ekki gætum við komið plöntunum niður fyrr en nokkrum dögum seinna þegar veðrið skánaði. Allir sem mættu lögðu sinn skerf í plöntusjóðinn. En þegar ég fann þennan eld- lega áhuga hjá þessum gömlu skólasystkinum mínum, vaknaði þessi hugmynd: Að gaman væri að koma upp svona minningarlund- um eða skrúðgörðum við flesta eða alla skóla landsins, þar sem að- staða væri fyrir hendi. Öllum viðstöddum fannst hugmyndin frábær og þyrfti að koma henni á framfæri sem fyrst. Ég hreyfði svo þessu við Hauk Jörundarson, fyrrv. kennara á Hólum, og tók hann mjög vel í að styðja að þessu við Hvanneyrar- skólann. Þá hitti ég svo í fyrsta skipti Bjarna Guðmundsson, kennara á Hvanneyri, nú aðstoð- armann landbúnaðarráðherra; hafði áður rætt við hann í símann um þessa hugmynd. Hann sagði mér nú, að hann hefði þegar nefnt þetta við Magnús skólastjóra og einnig við Magnús óskarsson, kennara og þeir báðir tekið hug- myndinni vel, svo ég vona að þess- ir ágætu Hvanneyringar komi þessu á fastari rekspöl, helst strax I vor. Vonandi taka sem flestir ráða- menn skólanna vítt og breitt um landið þessa hugmynd til fyrir- myndar. Þá munu nemendur, eldri og yngri, ekki láta sitt eftir liggja af tryggð við sinn skóla. Ekkert mun verða fljótvirkara og heppilegra til að klæða ísland skógi frá fjöru til fjalls en einmitt þessi aðferð. Vilji er allt sem þarf. Sigfús Jónsson er bóndi að Ein- arsstöóum í S.-I>ing. Eigendur og starfsfólk íshallarinnar. íshöllin opnuð EIGENDASKIPTI hafa orið á ís- búðinni v/Hjarðarhaga, sem áður heí Ask-pizza. Nýir eigendur eru systurnar Sigrún og Alda Magnús- dætur og munu þær reka staðinn undir nafninu íshöllin. Áfram verður seldur Dairy Queen-ís, pizza og að auki mexík- anski rétturinn taco, sem sam- anstendur af kornbrauðsskel, fylltri með nautakjöti, fersku grænmeti, osti og taco-sósu. Fjöl- breyttur ísréttaseðill er í boði þar sem m.a. má finna bananasplitt, ísrétti með heilum ávöxtum, Pin- acolada-mjólkurhristing og sex bragðtegundir af kaffi m.a. Irish Mocha Mint, Swisse Mocha, Orange Cappuccino og Café Amar- etto, sem hrært er í mjólkurhrist- ing. Takíð eftir matreiðslukynning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.