Morgunblaðið - 25.05.1984, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.05.1984, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 1984 * Ovenju- legt bruna- útkall á Fáskrúðs- firði Fáskrúðsfirði, 24. maí. FREMUR óvenjulegt brunaút- kall átti sér stað hér á Fá- skrúðsfirði, þar sem starfsmenn Rafmagnsveitna rikisins voru að brenna rusli rétt við höfuð- stöðvar sínar, hér utan við bæ- inn. Ekki viidi betur til en svo að það kviknaði í tjörubornum há- spennustaurum sem þar voru rétt hjá. Það voru hæg heima- tökin að kalla út slökkviliðið og slökkva eldinn, þar sem raf- veitustjórinn og slökkviliðs- stjórinn eru einn og sami mað- urinn. Gekk slökkvistarfið fljótt og vel, en háspennustaurarnir eru eitthvað skemmdir. Albert Sterkurog hagkvæmur auglýsingamióill! Úrval flytur FERÐASKRIFSTOFAN Úrval flutti höfuðstöðvar sínar yfir í Póst- hússtræti 13 um síðustu helgi. Myndin var tekin við það tækifæri af starfsfólki ferðaskrifstofunnar og forstjóranum, Karli Sigurhjartarsyni, ásamt Eiríki Fjalar, sem lék hlutverk „barnafararstjóra“ sl. laugardag og stjórnaði ókeypis skoðunarferðum um borgina. Starfandi á hinni nýju skrifstofu Úrvals eru nú 16 manns og sölu- stjóri er Ingibjörg Engilbertsdóttir. Bandarísk rannsókn á styrkveitingum í sjávarútvegi Kanada ÓTHAR Hansson, solustjóri Cold- water Seafood Corporation, var í upp- hafi þessa mánaðar kjörinn forseti American Seafood Distributors As- sociation, hagsmunasamtaka þeirra, sem hlynntir eru haftalausum inn- flutningi sjávarafurða til Bandarfkj- anna. Othar er nú staddur hér á landi í tengslum við aðalfund SH og ræddi blm. Morgunblaðsins við hann af því tilefni. Óthar sagði, að félag þetta hefði miklu hlutverki að gegna hvað varðaði hagsmuni okkar í Banda- ríkjunum. Það hefði upphaflega verið stofnað fyrir atbeina Jóns Gunnarssonar og hefði annað hvort íslenzku félaganna ætíð átt futtrúa í stjórn þess. Félagið væri aðili að Fiskifélagi Bandaríkjanna og sem forseti félagsins ætti hann sæti í framkvæmdaráði Fiskifé- lagsins, en hann hefði áður verið forseti 1972 til 1974. Othar Hansson, sölustjóri Cold- water og forseti American Seafood Distributers Association. MorKunblaðið/Ól.K.M. Þá sagði Othar, að samkvæmt bartdarískum lögum væri heimilt að setja tolla á innfluttar vörur, sem ættu í samkeppni við innlend- an iðnað, væri það sannað, að inn- flutningurinn og sá iðnaður, sem stæði að baki honum, nyti opin- berra styrkja í heimalandinu og nyti þannig betri stöðu en banda- rískur iðnaður. Nú hefðu sjó- mannasamtökin í Nýja Englandi krafizt rannsóknar á styrkveiting- um til kanadísks sjávarútvegs og yrði það sannað, að hann nyti styrkja, þýddi það tolla á kan- adíska fiskinn. Það væri ekki vafi á því, yrði sú raunin, að við og Norð- menn myndum sæta sams konar rannsókn. Bezt væri að íslendingar kæmust hjá því, að þurfa að út- skýra fyrir rannsóknarnefnd í Bandaríkjunum hvernig sjóðakerfi sjávarútvegsins væri háttað. Nógu erfitt væri að útskýra það fyrir okkur sjálfum. í Húsi verslunarinnar vid Kringlumýrar&ravI Borðapantanir í síma 30400 i Húsi verslunarinnar viö KringlumýrárSravt Sex ára börn gróðursetja tré SEX ARA börn í Árbæjarskóla munu á morgun gróðursetja tré í sérstök- um reit skammt frá skólanum. Hvert barn mun gróðursetja eina plöntu og munu börnin fylgjast með vexti og viðgangi trjánna á meðan þau verða f skólanum. Sérstakt svæði hefur verið tekið frá og er áætlað að reiturinn dugi til gróðursetningar næstu 10 árin og munu sex ára börn gróðursetja tré ár hvert. Jón Árnason, skóla- stjóri Árbæjarskóla, mun gróð- ursetja fyrstu plöntuna klukkan 9 í fyrramálið. Foreldra- og kennarafélag Árbæjarskóla á hugmyndina að gróðursetningu plantnanna. Foreldrar sex ára barna eru hvattir til að koma í skólann og hjálpa börnum sínum að gróðursetja plönturnar. Ahríf „símvirkjafrísins“ óveruleg: Verða símvirkj- ar hýrudregnir? „ÞRIGGJA daga fríi“ simvirkja lauk í gær og er þess vænst að símvirkjar hjá Pósti og síma mæti á nýjan leik til vinnu í dag, en þeir hafa látið í veðri vaka að þeir muni fara sér hægt við störf sín, til þess að árétta kröfu sína um að þeir fái samskonar yfirborgun og félagar í BHM hjá Pósti og síma. Samkvæmt því sem Sigurður Þorkelsson, deildarstjóri tæknideildar Pósts og síma, sagöi, er áhrifa þessa „frís“ símvirkjanna ekki farið að gæta í miklum mæli enn sem komið er. Sigurður sagði að framkvæmd- ir, sem í gangi væru, hefðu eitt- hvað tafist, en ef engar meirihátt- ar bilanir kæmu upp á, þá gætti áhrifa af þessum aðgerðum sím- virkjanna í takmörkuðum mæli. Aðspurður um fjölda þeirra sem tekið hefðu þátt í þessum aðgerð- um símvirkjanna, svaraði Sigurð- ur: “Ég tel að um 60 símvirkjar hafi verið í þessu verkfalli sem símvirkjarnir boðuðu. Ég get ekki talið með þá, sem þegar höfðu afl- að sér leyfis til þess að taka hluta af sumarfríi sínu nú, né heldur þá sem tilkynnt hafa veikindi." Sigurður var að því spurður hvort ákvörðun hefði verið tekin um það hvernig tekið verður á þessari „frítöku" símvirkjanna og sagði hann þá: „Það hefur ekki verið endanlega ákveðið. Við verð- um að bíða þar til símvirkjarnir koma aftur til vinnu og skýra sitt mál. Ef þeir tilkynna veikinda- forföll eftir á, þá verður afstaða tekin til þess síðar. Þegar sím- virkjar voru síðast með svona að- gerðir, og það var til umræðu hvernig skyldi tekið á þeim, þá kom skipun frá ráðuneytinu um að dregið skyldi af launum þeirra sem tóku sér frí, þannig að þeir misstu einn tíma í yfirvinnu fyrir hvern tíma sem þeir voru fjarver- andi.“ Hinir ranglátu fengu ljósálf til að lýsa sér til betri vegar Rannsóknarlögregla ríkisins handtók tvo pilta á þriðjudag og hafa þeir viðurkennt að hafa brotist inn í skrifstofu Rauða krossins kvöldið áöur. Þeir stálu þaðan ávís- anahefti og búnka af happdrættis- miðum úr smámiðahappdrætti Rauða krossins. Sátu þeir með sveittan skallann frameftir nóttu og tóku upp miða í von um stóra vinn- inginn. Hinir ranglátu fengu aðeins einn vinning — lítinn Ijósálf, væntanlega til þess að lýsa þeim til betri vegar. Piltarnir höfðu áður brotist inn í fyrirtækið Heinko í Suðurgötu og stolið þremur leðurjökkum, myndavél og þremur linsum. Einnig brutust þeir inn í tízku- verzlunina í Fjalakettinum og stálu þaðan fötum. Tveir menn voru handteknir í fyrrakvöld eftir að hafa brotist inn í fyrirtæki á Laugavegi 66. Einn eigandanna kom að þjófun- um og gerði lögreglu viðvart. Mennirnir höfðu brotið upp hurðir og rótað í hirzlum, en haft lítið upp úr krafsinu. „Tender Mercies“ í Regnboganum REGNBOGINN hefur tekið til sýninga kvikmyndina „Tender Mercies". Aðalhlutverk leika Rob- ert Duval, Tess Harper, Allan Hubbard og Betty Buckley. Mynd- in fjallar um vinsælan söngvara, sem vegna áralangrar ofdrykkju og ólifnaðar er á niðurleið. Hann giftist í annað sinn og með sinni nýju eiginkonu nær hann að sigr- ast á vonbrigðum, sorgum og ýms- um erfiðleikum. Ilannes Sigurðsson Guðni Franzson Ú tskriftartónleikar Tónlistarskólans Tvennir útskriftartónleikar verða á vegum Tónlistarskólans í Reykja- vík nú fyrir helgina. Þeir fyrri verða í dag kl. 6 síð- degis í sal skólans í Skipholti 33. Þá tekur Hannes Sigurðsson burtfararpróf í flautuleik og leik- ur verk eftir C. Ph. E. Bach, Rachmaninoff, John Speight og Hindemith. Guðrún Anna Tóm- asdóttir leikur með á píanó. Á laugardag kl. 2.30 lýkur Guðni Franzson síðari hluta ein- leikaraprófs síns og leikur í Aust- urbæjarbíói verk eftir Milhaud, Weber, Messiaen, Brahms og Hróðmar Sigurbjörnsson. Snorri Sigfús Birgisson leikur með á pí- anó. Aðgangur að báðum tónleikun- um er ókeypis og öllum heimill.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.