Morgunblaðið - 25.05.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.05.1984, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. MAÍ 1984 Óljós minning í kvikmyndalíki Kvikmyndír ÓlafurM. Jóhannesson Nafn á frummáli: Persecution. Handrit: Robert B. Hutton. Kvikmyndun: Hugh Attwool. Leikstjórn: Don Chaffey. Sýningarstaður: Regnboginn. Stundum kemur það nú fyrir kvikmyndagagnrýnandann þá hann yfirgefur bíóhús, að honum er nánast fyrirmunað að rifja upp þá bíómynd er hann hefir rétt lokið við að skyggna. Ekki vegna þess að gagnrýnandinn hafi sofnað á myndinni af ein- skærum leiðindum, heldur kannski miklu fremur vegna þess að hann hafði séð myndina svo oft áður að hún rann á skjá hugans saman við fjölda ann- arra mynda um svipað efni. Svo var um nýjustu kvikmynd Regnbogans: Ofsóknaræði. Þessi mynd er svo óhugnanlega lík fjölda hryllingsmynda er hér hafa riðið bíóhúsum undanfarin ár að ekki tókst mér að greina þar — þó ekki væri nema eina einustu frumlega senu. Það er helst að mér hafi þótt ögn frum- leg sú krufning er fram fór á aðalillfyglinu Carrie Masters, hálffimmtugri, bæklaðri hefðar- frú. En kona þessi var slíkt dus- ilmenni að vart er hægt annað en brosa í kampinn yfir ósljósri endurminningunni. Virtist hún ekki hafa neitt til að bera er ger- ir mannfólk eiskulegt og aðiað- andi utan hrífandi limaburð og andlit slíkt er geislar af í millj- ónaborgum. Það er kannski ekki að furða Lana Turner sem getið er um í texta sést hér til hægri á myndinni, andspænis Trevor Howard sem bregður þar fyrir sekúndubrot. þótt kvikmyndagagnrýnandinn hafi hrifist af fegurð þessarrar „hálfsjötugu" konu því engin önnur en Lana Turner leikur Carrie Masters. Þegar haft er í huga að Lana Turner er fædd 1920 og á að baki sér ótrúlega annasaman feril í kvikmyndum og sjónvarpi, þá verður manni orðs vant — hvílík fegurð! Það er _ raunar oft svo með fagrar konur að þær verða eins og fágaðir eð- alsteinar, með aldrinum markist andlit þeirra sólskinshrukkum. Lana Turner hefir hinsvegar greinilega lagt hart að sér við að hylja hrukkurnar. Þykir mér næsta víst að hún hefi látið strekkja húð sína all hressilega aftur á hnakka. En þetta getur ríka fólkið gert, það getur haldið æskublómanum lengur en við hin með aðstoð hinna færustu manna og svo er sagt að hinir fátæku erfi jörðina. Æ ég gleymdi því að ég ætlaði víst að lýsa örlítið nánar aðal- persónu þessarar nýjustu mynd- ar Regnbogans, hinni ágætu frú Carrie Masters er hin guðdóm- lega Lana Turner leikur, en nú er ég bara alveg búinn að gleyma þeirri persónu. Þegar haft er í huga að Carrie Masters er eina persóna myndarinnar sem eitthvað kveður að þá má ljóst vera að hér er ekki feitan gölt að flá fyrir bíógesti. En til hvers þá að skrifa um svona mynd? Ég er þeirrar skoðunar að kvikmynda- rýni eigi ekki bara að fjalla um afreksmyndir heldur einnig um ruslið. Réttsýn gagnrýni á ekki síður að vara vid óæti en benda á lostæti. Þótt undarlegt megi virðast er þessi verkháttur ekki síður kvikmyndahússeigandan- um í hag en kvikmyndahússgest- inum, því menn leggjast síður i bíóferðir, hafi þeir glapist af bíó- auglýsingu. Skagafjörður: Vel heppnaðir vortón- leikar Tónlistarskólans Jón Pálsson, skólastjóri, afhendir skákverðlaun í yngri flokki. (Morgu nblaAid/ÓB.) Skólaslit á Skagaströnd Skagaströnd. 18. maí. Skagaströnd, 18. maí. MIÐVIKUDAGINN 16. maí var Hörðaskóla slitid. Viö þetta tækifæri afhenti sveitastjóri Höfðahrepps, Lárus Æ. Guðmundsson, skólastjór- anum Jóni Pálssyni, formlega ný- byggingu þá sem byggð hefur verið við gamla skólahúsið á undanfiirn- um árum. Með nýbyggingunni má segja að öll aðstaða til skólahalds hér á Skagaströnd hafi gjörbreytst. í Nýbyggingunni eru meðal annars kennslueldhús, smíðastofa, eðlis- fræðistofa, stofa til teikni- og tónlistarkennslu, auk bókasafns- aðstöðu. Nýja byggingin hefur verið nokkuð lengi í smíðum og kemur þar margt til. í fyrstu neitaði t.d. Menntamálaráðuneytið að viður- . kenna 9. bekk á staðnum og tafði það málið framanaf. Við skólaslitin var skólastjóra einnig afhent veifa frá UMFi með kveðju og þakklæti fyrir góðar móttökur í vetur er stjórn UMFÍ hélt fund sinn í skólanum. í skólaslitaræðu skólastjóra kom fram að í vetur stunduðu 130 nemendur nám við skólann og er það nokkur fækkun frá árinu áð- ur. Kennarar skólans voru 11, þar af voru 7 fastráðnir í fullar stöður. en áðrir voru stundakennarar. 10 nemendur voru brautskráðir úr 9. bekk. ÓB. ÁTTUNDU vortónleikar Tónlist- arskóla Skagafjarðarsýslu voru haldnir á Hofsósi föstudagskvöldið 11. mai og í Árgarði, Lýtingsstaða- hreppi sunnudagskvöldið 13. maí. Með þessum tónleikum var skólan- um slitið að þessu sinni. Nemendur skólans sáu um vand- aðan tónlistarflutning, sem bar þeim og kennurum skólans gott vitni. Margrét Stefánsdóttir frá Víðidal hlaut hæstu einkunn yfir skólann, 9,4, og hún fékk einnig úthlutun úr minningarsjóði Aðalheiðar Erlu Gunnarsdóttur frá Syðra-Vallholti, en sá sjóður styrkir efnilega nem- endur til tónlistarnáms. Skólinn hefur haft úrvals starfskröftum á að skipa undan- farin ár. Kennarar skólans voru fimm í vetur, en nemendur um 120 talsins. Kennt var á píanó, orgel, gítar, blokkflautu, klarinett, harmoniku og auk þessara hljóð- færa var söngkennsla við skólann. Kennarar skólans hafa auk starfs- ins við skólann sinnt tónlistarmál- um s.s. kórstjórn, organistastörf- um við messur o.fl. Ljóst má því vera, hversu mikill fengur er í slíku hæfileikafólki þegar litið er til tónlistarmála á breiðum grundvelli. Norskur maður, Einar Schwaiger, hefur starfað við skól- ann frá árinu 1978 og undanfarin tvö ár veitt honum forstöðu með mjög góðum árangri. Einar hefur nú sagt starfi sínu lausu og mun- um við Skagfirðingar sjá á bak mjög hæfum tónlistarmanni og stjórnanda. Formaður Tónlistarfélags Skagafjarðar, Heiðmar Jónsson, kennari við Steinsstaðaskóla, þakkaði farsæl störf Einars, þegar hann var kvaddur á tónleikunum á Hofsósi. Einn skólanefndar- manna, sr. Þórsteinn Ragnarsson, prestur á Miklabæ, færði Einari og frú hans málverk eftir Elías B. Halldórsson, listmálara, að gjöf frá Tónlistarskólanum, sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf í þágu menningar- og tónlistar- mála í Skagafirði. Málverkið er olíumálverk af isl. landslagi málað í rammíslenskum litum og þótti vel við hæfi að þannig hefðu þau hjónin Island með sér til Noregs. Kennarar við skólann, auk Ein- ars, eru: Anna K. Jónsdóttir frá Mýrarkoti, Anna Einarsson, Skaatan, prestsfrú á Hólum, og tékknesku hjónin Iri og Stanislava Hlavacek, sem starfað hafa við skólann í tvo vetur. Þess skal að lokum getið að góð aðsókn var að þessum tónleikum og mjög góður rómur gerður að tónlistarflutningi nemenda. Kaffiveitingar og hugguleg samvera var síðan lokaþáttur þessara velheppnuðu tónleika. Þórsteinn. Sterkurog hagkvæmur auglýsingamiöill! Og meira stuð Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson HÁSKÓLABÍÓ: FOOTLOOSE AUSTURBÆJARBIÓ: BREAKDANCE Þessar tvær myndir eiga ým- islegt sameiginlegt. Þær fjalla um unglinga, hverra aðaláhuga- mál eru fjörug tónlist og dans. Báðar eru þær í einfaldari kant- inum hvað efnisþráð og handrit snertir, eru e.k. nútíma ævintýri; pilturinn í Footloose dansar ánægju og endurvekur lífsgleði I hjörtu heils bæjarfélags og krakkarnir í Breakdance hafna á leiksviði á Broadway. Minna mátti ekki gagn gera. Það má segja að samtöl og söguþráður beggja myndanna þjóni j>eim til- gangi einum að vera rammi utan um innihald þeirra, sem er eftir- lætisáhugamál allra frískra krakka á öllum aldri, á öllum tímum — dans og dúndurtónlist. Footloose er víða ein af vinsæl- ustu myndum þessa árs, afbrigði af Flashdance, en hér er það pilt- ur sem fer með aðalhlutverkið. Þessi útfærsla hefur tekist sæmilega, einkum þegar rokkið er á fullum krafti. Myndin þvældist nokkuð fyrir brjóstinu á kvikmyndaframleiðendum, til að byrja með. Upphaflega ætlaði Fox að gera hana undir stjórn Michael Cimino — af öllum mönnum — og hefði myndin þá orðið fyrsta leikstjórnarverkefni hins' umdeilda leikstjóra, eftir Heaven’s Gate. Útkoman hefði vissulega orðið forvitnileg, en Paramount, sem að lokum fjár- magnaði Footloose, áleit öruggara að fá til verksins gamalkunna hönd við gerð söngva- og dans- mynda, Herbert Ross. Mörg atriðin í Footloose bera þess glöggt merki að vera unnin af langreyndum choreographer, eins og upphafið undir titlunum, sem er ári vel gert og skemmti- legt. Og ekki skaðar hresst stuð- lag Kenny Loggins. Eins og fyrr segir er nafnið órökrétt, vægast sagt, enda þjónar það takmörkuðum til- gangi. Leikurinn er ágætur hjá Bacon, það kemur ekki á óvart því hann var einn af þeim minn- isstæða hóp ungra leikara sem gerðu garðinn frægan í Diner. Lithgow passar vel inn í hlut- verk (sýnir samt á sér mun betri hliðar I Terms of Endearment). Þá kemur ung leikkona, Lori Si- nger, nokkuð á óvart með frís- klegum leik. í Breakdance hefur svo nánast allri dramatískri uppbyggingu verið varpað fyrir borð. Sögu- þráðurinn útþvældur og slitinn, svo ekki sé meira sagt, persón- urnar einungis stereotýpur og samtölin rétt til að tengja sam- an ný músík- og dansatriði. En það er engin ástæða til að láta það fara fyrir brjóstið á sér, hér er verið að bjóða upp á dans en ekki Dostoevsky. Eins og nafnið gefur til kynna, þá fjallar myndin um uppgang þessa makalausa strætisballetts, sem er eins konar blanda af hreyfilist, uppákomum, djass- ballett, látbragðsleik o.fl. o.fl. Hann fer nú sem eldur um sinu um Vesturlönd, þrátt fyrir kall á raikla hæfni og hugmyndaflug þátttakandans. Einkar líflegt fyrirbrigði (sem undirrt. er þó hæstánægður að komst ekki í tísku á hans unglingsárum, tjúttið reyndist skrattans nógu harðsnúið). Það má segja að Breakdance sé ein allsherjarsýning á þessum hálf-lygilegu danssviptingum þar sem þátttakendur dansa ekkert síður á höndum, höfði, nú eða þá rassi, en fótum. Hún er fjörug og myndirnar báðar prýð- isafþreying fyrir alla þá sem gaman hafa af líflegri músík og dansi. Það hefði ekki verið ónýtt að sjá þá Kelly og Astaire „breika" hérna um árið! Flashdance: Leikstjóri: Herb- ert Ross. Tónlist: Ýmsir. Titillag: Kenny Loggins. Handrit: Dean Pitchford. Aðalhlutverk: Kevin Bacon, Lori Singer, Dianne Wi- est, John Lithgow. Dolby. Para- mount ’84. ★ ★ xh Breakdance: Leikstjóri: Joel Siberg. Dansar: Jamie Rogers. Aðalhlutverk: Lucinde Dickey, Adolfo Quinones, Michael Cham- bers. Dolby. Cannon Films ’84. ★ ★ V4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.