Morgunblaðið - 03.06.1984, Síða 2

Morgunblaðið - 03.06.1984, Síða 2
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 1984 Alltaf langað mest... Það stendur Valdís Valdi- marsdóttir á bjöllunni. Hinar bjöllurnar eru einnig merktar kvenmannsnöfnum, að einni undanskilinni. Sannkallaður kvennastigagangur. „Við vorum nokkrar orðnar ekkjur er við fluttum inn, en hinar misstu mennina sína eftir að þær komu hingað, og ein flutti hér inn fráskilin. Gjörðu svo vel og láttu þetta verða þér að góðu,“ segir hún hæversklega, hellir nýlöguðu ilmandi kaffi í bolla og raðar kræsingum á borðið. „Jú, ég held það sé frekar sjaldgæft að svo margar konur búi einar í stigagangi, þessar íbúðir var hægt að fá á góðum kjörum á sínum tíma, þess vegna gat ég t.d. eignast mitt eigið hús- næði sem ég hafði lengi látið mig dreyma um. Ég segi það ekki, það koma stundir þar sem gott væri að hafa fleiri karlmenn, sérstaklega þegar þarf að gera við eitthvað, en við björgum okkur þó furðu vel.“ Valdís hefur búið þarna í 22 ár, eða frá því hún missti mann sinn. „Hann var skipverji á Stuðlaberginu og það fórust all- ir, 11 manns. Þetta gerðist 17. febrúar 1962 á laugardegi, en ég frétti ekkert af þessu fyrr en ég heyrði það í útvarpinu á þriðju- degi. Hvers vegna ekki var haft samband við okkur? Þeir sögðu að þeim hefði fundist meiri ástæða til að halda leit að bátn- um áfram en að láta aðstand- endur vita að bátsins væri sakn- að. Fyrstu viðbrögð mín voru þau að ég varð mjög sár, fannst þetta að vonum mjög óréttlátt og hugsaði með mér: „Hvers vegna var hann tekinn en ekki ég?“ Og hvernig átti ég að fara að því að bjarga mér með öll þessi börn? Við vorum þá búin að eignast fimm börn, elsta dóttir mín var 17 ára, næstelsta var 9 ára, þá strákur átta ára, og tvö lítil börn, eins og tveggja ára. Ég vissi það ekki þá, en ég var ófrísk af yngsta syni mínum og hann fæddist átta mánuðum síðar. Það var því annað áfali fyrir mig að komast að því að ég ætti von á einu barninu í viðbót. Við bjuggum á Njálsgötunni er þetta gerðist, en þar eignaðist ég þrjú elstu börn mín. Fram að þeim tíma er ég átti næstyngsta son minn hafði ég alltaf unnið úti, vann í Ríkisprentsmiðjunni Gutenberg, byrjaði að vinna þar 16 ára og vann þar í 19 ár.“ En hvernig hefur það gengið hjá Valdísi að koma barnahópn- um á legg? „Þetta hefur gengið vel og mér finnst lífið alls ekki hafa farið ílla með mig nema síður sé,“ svarar hún að bragði. Hún segir að hún hafi alltaf haft lag á því að láta enda ná saman í fjármál- unum. Með bótum frá Trygg- ingastofnun ríkisins vegna slyss- ins tókst henni að fjármagna út- borgun í ibúðinni. „Og það kom piltur hingað með hundrað krón- ur sem hann gaf mér, þetta var vinnufélagi Birgis, ég setti pen- ingana inn á bók og safnaði mér svo fyrir bíl. Jú, ég hef alltaf getað safnað þrátt fyrir verð- bólguna. Ég fór svo að bera út blöð með börnunum til að byrja með, og vann svo við ræstinga- störf í Álftamýrarskóla í nokkur ár. Þegar yngsti strákurinn, sem var skírður í höfuðið á föður sín- um, var orðinn nokkuð stálpað- ur, fóru börnin í sveit á sumrin og ég var þjónn á gamla Gull- fossi. Brytinn þar, Guðmundur Þórðarson, hvatti mig til að fara á þjónanámskeið og vann ég svo á fyrsta farrými. Þetta var skemmtilegur tími, ég kynntist mörgu ágætisfólki, og það var góður andi meðal starfsfólksins. Ég hef oft verið að velta því fyrir mér að það væri æskilegt að landfólk kynntist betur lífi sjómannanna, því þetta er svo gjörólíkt líf. Á Gullfóssi vann ég á sumrin frá ’66—’73 og skúraði í skólan- um á veturna. Þegar ég var ekki að vinna var ég alltaf hjá krökk- unum og við gerðum eitthvað skemmtilegt saman, enda held ég að við séum mjög samrýnd fjölskylda. Ég gat ekki hugsað mér að giftast aftur, gat ekki ímyndað mér að nokkur maður tæki við öllum þessum börnum, og vildi ekki hætta á að eiga eitt barn með öðrum manni og hann hyrfi svo á braut, og ég hefði fyrir enn einu barni að sjá.“ — Hefur lífsbaráttan ekki verið erfið? „Mér fannst þetta ekkert basl. Ég var að vísu stundum áhyggjufull yfir því að þetta gengi ekki hjá mer, en ég held ég hafi komist vel út úr lífinu eftir því sem gengur og gerist með einstæðar mæður." Frá því yngsti drengurinn fermdist hefur Valdís verið al- farið á sjónum. „Hef verið þerna núna í átta ár. Var á Skógarfossi i fjögur ár, eitt sumar á Selfossi og annað á Brúarfossi eftir Gullfosssæluna, af Skógarfossi fór ég svo á Eyrarfoss og hef verið þar frá 1980. Mér líkar al- veg ofsalega vel þar, þar er val- inn maður í hverju rúmi. Sam- vinnan verður líka svo góð ef menn sýna sjálfa sig og ef menn vilja gera eitthvað til að gera aðra ánægða. Við siglum yfirleitt á miðviku- dagskvöldum og komum hingað til lands á mánudagsmorgni tæpum tveim vikum síðar. Siglum alltaf sömu rútuna, fyrst til Englands, svo Belgíu, Hol- lands og þá Þýskalands. Erum venjulega einn dag í hverju landi, komum um áttaleytið á morgnana og förum um fjögur að kveldi. Þetta er mjög skemmtilegt starf og gefur talsvert í aðra hönd. Vinnudagurinn hefst venju- lega um 7 á morgnana og ég er að til hálfátta á kvöldin, með tveim hvíldarönnum. Það er góð aðstaða um borð, þetta er þægi- legt skip með gufubaði og sturtu og að öllu leyti mun betri aðbún- aður núna en áður.“ — Hefur þú ekki farið víða um heim? „Mest hef ég siglt á sömu eða svipaðar slóðir, en einu sinni fór ég þó til Túnis og var þar í viku og til Líbíu fór ég er Skógarfoss var seldur. Ég for þó ekkert í land í Líbýu, en í Túnis vorum við í fimm daga, riðum m.a. á ösnum í eyðimörkinni. Þetta var mjög skemmtilegt og gaman að kynnast allt öðrum lifnaðarhátt- um en við eigum að venjast. Þegar ég var á Selfossi sigld- um við nokkrum sinnum til Ám- eríku, en þangað hef ég komið sjö sinnum, og svo hef ég auðvit- að komið á öll Norðurlöndin. En sumarfri hef ég ekki tekið mér í 30 ár, en ég er þó að hugsa um að fara að heimsækja frændfólk mitt í Ameríku í sumar." Börn Valdísar eru öll uppkom- in. Elsta dóttirin er 40 ára, og yngsti drengurinn 22 ára. „Ég hef verið lánsöm, hef haft góða heilsu og hitt margt gott fólk í lífinu sem hefur aðstoðað mig. í dag á ég skuldlausa íbúð. Þetta hefur því gengið mjög vel hjá mér, en alltaf langaði mig þó mest til að vera eiginkona, móðir og húsmóðir." Islandsmótiö 1. deild ,>v ^LlV í kvöld kl. 20.00. Loksins á stóra Valsvellinum að Hlíðarenda Vaísmadur verð fy"r tv0 Bankastraeti i 2 Heidursgestir Va/s• Fina, o son, framkvæmdaátFnZ DSveins' Sveinsaon, stjórnarformaðurnedÍkt A ^NGARFÉUG ÍSLAN0S! Valsflögg ®9 hattar tll Sölu á vellinum Hver skorar fyrsta markiö í nýju álmörkunum á Valsvellinum? KJÖTMIÐSTÖÐIN Laugalæk 2.S.865II

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.