Morgunblaðið - 03.06.1984, Page 9

Morgunblaðið - 03.06.1984, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 1984 57 Orlof hús- mæðra að Laugarvatni ORLOFSNEFNDIR Hafnarfjarðar, Kópavogs, Akraness, Snæfellsness og Vestmannaeyja hafa á undan- íornum árum haft samvinnu um hús- mæðraorlof að Laugarvatni. Að þessu sinni fara húsmæður frá Hafn- arfiröi og Kópavogi samtímis í orlof, dagana 25. júní til 2. júlí. 1 fréttatilkynningu nefndanna segir að tekið verði á móti um- sóknum í Góðtemplarahúsinu í Hafnarfirði þriðjudaginn 12. júní kl. 18 til 20, og í Félagsheimili Kópavogs, 2. hæð, föstudaginn 15. júní, kl. 18 til 19. í Kaupmannahöfn FÆST í BLAOASÖLUNNI Á JÁRNBRAUTA- STÖOINNI, KASTRUPFLUGVELLI OGÁRÁÐHÚSTORGI irnttN h,f. SKÓGARHLÍÐ 10 • SÍMI 2 07 20 Kairo, maí. AP. HERDÓMSTÓLL f Khartoum í Súdan, dæmdi tvo eigendur diskóteksins „Bláa Nfl“ til að þola 15 svipuhögg hvor, þar eð „siðlausir dansar af vestrænu tagi voru viðhafðir innan veggja staðarins", eins og komist var að orði. Dómstóllinn notaði fordæm- ið til að leggja blátt bann við dansiðkan af þessu tagi, en hér er ekki um annað að ræða að sögn fréttaskýrenda en venju- legan diskódans. Það svíður í augum yfirvalda hins vegar, að stundum dansa konur við kyn- systur sínar og karlmenn við hvort heldur sem er, konur eða karla. Þykir slíkt athæfi ekki samræmast siðalögmálum Isl- ams. Dómstóllinn sem dóminn kvað upp, er einn af tólf sem Gaffar Nimeiri setti á laggirn- ar er hann lýsti yfir neyðar- ástandi í landinu 29. apríl síð- astliðinn. „30 % Opnum upp á gátt I tilefni 30 ára afmælis isarn hf, SCANIAumboðsins á íslandi, verður SCANIA bflasýning laugardaginn 2. og sunnudaginn 3. júní kl.'I0°°-1700 að Skógarhlíð 10 Reykjavík. Viö sýnum fvrsta A A bílinn sem ÍSARN HF flutti inn fvrir 30 árum. Þaö nýjasta sem er að gerast í vörubílum, steypu- bílum, flutningabílum, olíubílum og gámabílum. Nýjustu rútur, sem gera ferðalagið mun þægilegra. Hestadagar koma til með að skila hagnaði „EKKI ER búið að gera dæmið end- anlega upp en þó mun þegar Ijóst að ekki er um tap að ræða af Hestadög- um. Hvort einhver hagnaður verður sem vert er að minnast á veltur á því hvort myndbandsspólur þær sem við hyggjumst selja til félaga og ein- staklinga seljast að einhverju marki. Spólur þessar munu innihalda upp- tökur af Hestadögum en allar sýn- 15 svipu- högg fyrir diskódans ingarnar voru myndaðar og verður valið það besta úr hverri sýningu á þessar spólur,“ sagði Andreas Bergmann í samtali við Mbl. þegar hann var inntur eftir hver fjárhags- leg útkoma hafi orðið á Hestadög- um. Sagði hann jafnframt að stærsti útgjaldaliðurinn hafi verið auglýs- ingakostnaður en þær kostuðu vel yfir hundrað þúsund. Einnig kvað hann flutningskostnað á hrossum hafa vegið nokkuð drjúgt. En hross til sýninga voru fengin víða að, lengst frá Akureyri. Andreas taldi að hátt í fimm þúsund manns hefðu komið á Hestadaga en inn í þeirri tölu eru boðsgestir og einnig þeir sem ekki borguðu sig inn. Að sögn Andreasar var erfitt sökum aðstæðna á sýn- ingarsvæðinu að tryggja að ekki slæddist inn einhver fjöldi sem ekki greiddi aðgangseyri. Að lok- uiff- vildi Andreas koma á fram- færi þökkum til Félags tamn- ingamanna og annarra hesta- manna sem sýndu hesta þarna og eigenda hrossanna. Sýndu þeir á stórkostlegan hátt áhuga sinn við kynningu á íslenska hestinum. Einnig vildi hann þakka félögum sínum í Andvara sem unnu í sjálfboðavinnu bæði að undirbún- ingi og að framkvæmd sýningar- innar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.