Morgunblaðið - 03.06.1984, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 03.06.1984, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JÚNt 1984 61 verðið niður úr öllu valdi og þó að hluturinn yrði sæmilegur, var hann ekkert miðað við aflamagn. Það fékkst sama krónutalan fyrir aflamagnið núna og haustið ’81 og segir það sína sögu.“ Snorri sagðist vera búinn að vera „allt of lengi“ þegar hann var spurður um starfsaldur á sjónum, eða frá því að hann var 15 ára en nú er hann 39 ára. „Ég er frá Sandgerði," sagði hann „og þar fóru allir strákar á sjó á þeim tíma, sem nenntu. Hinir fóru á Völlinn eða í frystihúsið. En ég hef verið á sjónum síðan, nema þessa tvo vetur, sem ég var í Stýri- mannaskólanum." Ásgeir er frá Hvolsvelli, hefur verið á sama skipinu, Helgu, frá byrjun árið ’81 og ætlar að halda áfram. Þeir fé- lagar kváðust una hag sínum vel um borð þó að þeir teldu kjara- málin í ólestri, almennt . „Við er- um svo langt á eftir öllum öðrum," sögðu þeir. „Og það skortir alla samstöðu. Menn nöldra þetta í talstöðvarnar en svo mætir enginn á fundi." „Gengur á með dagskipunum“ „Farðu og spurðu hann Stefán hverju hann þakki það, að Aðal- björgin skuli enn vera ofansjávar eftir fimmtíu ár,“ hafði einn kall- inn á Grandanum sagt við blm. Og þar sem Aðalbjörg I, sá góðkunni Reykjavíkurbátur, var í þann veg- inn að leggjast að bryggju, var kallinn tekinn á orðinu og spurn- ingunni beint að skipstjóranum, Stefáni Einarssyni, af miklum alvöruþunga, í þann mund sem hann lagði að. „Þetta er gott skip, afi gamli byrjaði með það og við höfum ekki látið það frá okkur síðan," var það eina, sem Stefán hafði um það mál að segja. En Aðalbjörgin var smíðuð í Reykjavík árið 1935 og hefur alltaf verið í eigu sömu fjöl- skyldunnar, þannig að Stefán ætti að vita um hvað hann talar. „Við vorum að hætta á netum í dag, búnir að fylla kvótann og nú á að fara að mála og skvera bátinn af fyrir dragnótina, sem verður farið á 15. júlí,“ sagði Stefán, sem hefur verið skipstjóri á Aðalbjörgu síð- an ’69 og er einn þriggja eigenda hennar. Hinir tveir eru bræður hans, Guðbjartur og Sigurður. Guðbjartur er skipstjóri á Aðal- björgu II, sem einnig er í eigu bræðranna og auk þess eru þeir með sína eigin fiskverkun í Örfir- isey og sér Sigurður um rekstur- inn á henni. „Það er enginn ánægður með fiskverðið," segir Stefán. „Við höf- um verið að selja út sjálfir í gám- um til Grimsby og höfum þá feng- ið 34 krónur fyrir kílóið af ýsunni. Á sama tíma fengum við fjórtán krónur fyrir það hjá fisksölum í Reykjavík. Við fáum ekki humar- leyfi af því að við ætlum á dragnót í flóanum og yfirleitt má lítið gera. Það versta er, að menn vita sjaldnast með neinum fyrirvara hvað má og hvað ekki. Það er hálf- gerð ofstjórn á þessum leyfisveit- ingum og gengur á með dagskip- unum,“ sagði Stefán og skundaði síðan léttstígur upp bryggjuna, enda maðurinn rétt kominn í landlegu. „Sendum ekki dæturnar á sjó“ En ber er hver að baki nema sér bróður eigi og nú galt Guðbjartur , bróðir Stefáns, þess að vera held- ur rólegri í tíðinni en bróðir hans og komst ekki frá borði fyrr en hann hafði átt orðastað við blm. í lúkarnum á Aðalbjörgu II þar sem hann ræður ríkjum. Og það voru hæg heimatökin því Aðalbjörg II liggur við sömu bryggju og sú númer I. Hún er 30 lestir og áhöfnin sex menn. „Þetta er tuttugasta vertíðin mín,“ sagði Guðbjartur. „En sú fyrsta á þessum bát, sem við keyptum frá Dalvík í fyrra. Hann er smíðaður '75 og er alveg skín- andi bátur. Við rerum frá Þor- lákshöfn og fengum 200 lestir en undanfarið hefur enginn fiskur verið, hreinlega dauður sjór. Já, það er rétt, þetta er fjöl- skyldufyrirtæki. Afi okkar bræðr- anna, Sigurður Þorsteinsson, hóf útgerðina og Einar faðir okkar tók við,“ segir Guðbjartur en svarar neitandi þegar hann er spurður hvort synir þeirra bræðra taki þá ekki við af þeim. „Enginn okkar á son en hins vegar eigum við sam- tals fimm ungar dætur, sem ég myndi ekki vilja að færu á sjó þó að þær hefðu aldur til. Það yrðu þá frekar tengdasynirnir. Það veit enginn, sem ekki hefur reynt, hvað þetta er mikil vinna og það er ekki eftirsóknarvert að vera sjómaður í dag. Svo veit maður ekki hvernig markaðsmálin þróast; olíukostn- aðurinn og allur annar kostnaður tengdur útgerð hefur magnast upp úr öllu valdi. Sjálfur vildi ég þó ekki skipta á sjómennskunni og neinu öðru, enda fór ég á sjóinn um fermingu og hef aldrei unnið í landi. Það er visst frelsi fólgið í sjómennskunni og það er gott, a.m.k. á meðan menn eru ungir. En ég held, að menn ættu að fara að hugsa sinn gang um fimmtugt, ef þeir vilja geta gengið að einhverju öðru starfi þegar í land er komið. Svo mæðir auðvitað mikið á eig- inkonum sjómanna. Konan mín hefur staðið í öllu í landi, meira að segja húsbyggingum og reikn- ingasúpunni, sem því fylgir," sagði Guðbjartur. Og einmitt að þeim orðum töluðum bárust þau boð niður í lúkarinn, að konan hans væri komin og farin að bíða. Við lukum því spjallinu á því að minn- ast á sjómannadaginn, sem Guð- bjarti þykir hafa sett ofan síðan hátíðahöldin voru flutt frá Reykjavíkurhöfn út í Nauthólsvík. „Hann hefur eiginlega týnst við það og í ofanálag man ég ekki bet- ur en að Listahátíð hafi í tvígang verið sett á sjómannadaginn. Það finnst mér ekki við hæfi og vona að það endurtaki sig ekki í ár,“ sagði Guðbjartur. En að þeirri ósk varð honum. Og þar sém blm. þótti heldur ekki við hæfi að verða þess valdandi að fleiri sjómannskonur þyrftu að bíða eftir mönnum sínum, var ekki spjallað við fleiri sjómenn þann daginn. H.H.S. er komiö á blaðsölustaði Meðal efnis: Gylfi pústmann í öllu sínu veldi — Þýski herinn — Hrakfallabálkar úti á sjó — Keppnisalmanak 1984 o.fl. Áskriftar- og auglýsingasími 687120. Vestmannaeyjar í BILL Einstakt tækifæri -útb. aðeins kr. 650 þús á heilu ári. Glæsilegt norskt 150m2 einbýlishús á besta stað í Vestmannaeyjum, fæst með aðeins kr. 650 þús. útbórgun, sem greiðist á heilu ári. Eftirstöðvar kr. 1250 þús lánaðar eftir nánara samkomulagi. vindfangJi í ELDHÚS þ.v. AND. L ^ U 1 BARN -4- STOFUR i-f ■V ■Y1 ^w.c. HJON Teikningar, Ijós- myndir og nánari uppl. gefnar hjá fasteignasölunni. FASTEICNASALAN FJÁRFESTING ÁRMÚLA 1 105 REYKiAVfK SÍMI 68 77 33 LÖGFRÆONGUR PtTUR ÞÖR SIGURÐSSON m\m 5ov\q Ný píata Samhjálpar. ÆurágóÖi rennur tilhjá fbmhjálp VISSIR ÞÚ AÐ ÓVÖNDUÐ SNUÐ GETA AFLAGAÐ GÓM OG TENNUR BARNSINS ÞÍNS? NUK SNUÐIN HAFA HLOTIÐ FJÖLDA VIÐURKENNINGA FYRIR GÓÐA LÖGUN. FÆST í APÓTEKINU

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.