Morgunblaðið - 03.06.1984, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 1984
65
ann, en netum seinni hlutann og
þrír bátar voru á trolli. Aflinn var
um 2000 tonn til 15. maí, en á
sama tíma sl. ár var aflinn 3000
tonn með afla togarans þá, um
400—500 tonn, en nú hefur togar-
inn verið úr leik.
„Þessi þróun hefur talsverð
áhrif á vinnuna hér, en þó hefur
verið reynt að rétta þá hlið máls-
ins af með vinnumeiri fiskverkun
og t.d. hafa aðeins 300 tonn farið í
salt í vetur, allt annað hefur verið
fryst, en á sl. ári fóru um 1300
tonn, upp úr sjó, í salt. Þannig
hefur vinnsluaðferðin jafnað vinn-
una í landi, en það er hins vegar
augljós samdráttur á sjónurn,"
sagði Einar Páll Bjarnason skrif-
stofustjóri hjá Hraðfrystihúsinu á
Stokkseyri.
„Nú eru 5 bátar á humar, hélt
Einar Páll áfram, „og kvótinn er
rétt um 50 tonn, en í fyrra fengu 5
bátar 60 tonna kvóta. Humarveið-
in um þessar mundir er ágæt og
bátar landa um tveggja tonna
afla. Fjórir heimabátar landa í
Þorlákshöfn, en tveir hér heima.
Annars er rétt að geta þess að
aflinn sem berst nú á land er mun
betri en áður, hlutfallið af ýsu er
hærra og í stuttu máli hefur fisk-
urinn í vetur verið mjög góður
enda sáralítið af ufsa.
Bátarnir sex eiga nú eftir um
800 tonn af þorski, en alls um 1300
tonn, þar af 200 tonn af ýsu og 300
af ufsa.“
Brúin skiptir
miklu máli
„I vetur var ég á Kristbjörgu frá
Vestmannaeyjum og það gekk
sæmilega hjá okkur, um það bil
500 tonn, en það var hellingur af
ufsa fyrst. Ég fór út í Eyjar af því
að mig langaði að prófa það og svo
skiptir það einnig máli í þessu að
brúin er ekki komin, svo það er
fjandi langt að sækja út í Þor-
lákshöfn og eiga heima hér,“ sagði
Gunnar Geirsson sjómaður á
Stokkseyri.
„Ég hef verið á sjó síðan ég var
14 ára en nú er ég 23 ára. Ég hef
ýmist verið háseti eða kokkur. Það
stóð nú ekki til að fara í land í
sumar, en ég er ekki búinn að fá
pláss ennþá, svo maður sér til.
Á sjómannadaginn? ætli ég geri
ekki það vanalega á sjómannadag-
inn, fer og horfi á björgunaræf-
inguna og koddaslaginn og síðan í
kaffi hjá slysavarnafélagskonun-
um.
Jú, mér líst vel á lífið og tilver-
una, þetta hefur sinn gang. Ég
vona bara að maður komist fljótt
á sjóinn, heyrðu jú, svo er eitt sem
maður gerir náttúrulega á sjó-
mannadaginn, drekkur heitt
súkkulaði með rjóma, það verður
ekkert sterkara."
— á.j.
J
'l
Var einhver aö tala um
lágt verð...?
RAFIÐJAN sf., Ármúla 8, sími 19294
V*_______ __________
1200 ódýrar ferðir með risaþotu til sólarlanda
Majorka perla
Miðjaröarhafsins
Brottför alla laugardagsmorgna, 2, 3 eða
4 vikur.
Ótrúlegt verö frá kr. 18.900 (2 vikur á
hóteli meö þremur máltíöum á dag). Fjöl-
breyttar skemmti- og skoöunarferöir
með íslenskum fararstjóra. Margir eftir-
sóttir gististaðir, þar á meöal íbúöarhót-
eliö Trianon alveg á Magalufströndinni.
Athugið: Aðeins þar fáið þiö: 1. Allar
íbúöir og sólsvalir snúa móti sól og
strönd. 2. Lyfturnar beint niður á sund-
laugasvæðiö og ströndina, (þarf ekki aö
fara yfir götu). 3. Þiö veljiö ykkar eigin
íbúö sjálf þegar ferö er þöntuö. Aöeins
fáum íbúöum óráöstafaö.
Tenerife
Fögur sólskinsparadís.
Brottför alla þriöjudagsmorgna 2, 3 eóa 4
vikur. Verð frá kr. 19.800. (Tveir í ibúö i
tvær vikur).
Frjálst val um dvöl á eftirsóttum fjögurra
stjörnu hótelum og ibúðum í Puerto de la
Cruz og á Amerísku ströndinni. Fjöl-
breyttar skemmti- og skoðunarferðir.
Adrar feröir okkar:
2ja, 3ja og 4ra vikna feröir með tækifæri
til þess að eyöa nokkrum dögum i Lond-
on í feröalok. Brottför í hverri viku. Eftir-
sóttir gististaöir. Grikkland, eyjar Korfu
og Aþenustranda, Malta, sólskinseyjar
Jóhannesar-riddaranna.
Majorka, allt þaö besta sem þar er til.
Tenerife hin undurfagra eyja hins eilifa
vors.
Landiö helga og Egyptaland, 21 dagur,
brottför 5. okt. (Fararstjóri Guöni Þórö-
arson).
Ferðatilhögun:
Þér njótiö frábærrar þjónustu
í áætlunarflugi Flugleiöa í
stuttu morgunflugi til Glas-
gow, þar sem rétt gefst tími til
aö Ijúka viö góöan morgun-
verö. Á laugardögum til Maj-
orka og þriðjudögum til Ten-
erife. Haldið síöan áfram með
breiðþotu beint í sólina. Njótiö
veislufagnaðar alla leiðina á
fyrsta farrými. Allt frítt, steik-
urnar, borðvínin, koníakið og
kamþavínið og allir heimsins
hressingardrykkir á barnum á
annarri hæö risaþotunnar.
Heimleiöin úr sólinni á einni
stuttri dagstund sömu leiö.
50%
AFSLATTUR
FYRIR BÖRNIN
FLUGFERDIR
=SULRRFLUG
Vesturgötu 17, Rvík.
Símar 10661, 22100 og 15331.