Morgunblaðið - 03.06.1984, Page 18

Morgunblaðið - 03.06.1984, Page 18
66 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ1984 Brýnum þá í blautt Eftir * Asa í Bæ í æskutíð minni í Eyjum voru enn á lífi nokkrir formenn gömlu áraskipanna, en útgerð þeirra lagðist af með tilkomu vélbát- anna á árunum 1905—’07. Svipmestir þessara öldnu kappa voru þeir Hannes lóðs og Óli í Nýborg. Hannes var bjartur yf- irlitum, sviphreinn maður og hress í máli, spaugsamur og hreinskiptinn, en hann var svo skjálfhentur að hann gat varla drukkið úr bolla: 13 ára gamall hrapaði hann í Bjarnarey og fór síðan upp ókleifan bjargvegg í einskonar leiðsluástandi og var algerlega lamaður þegar hann vaknaði af dáinu, talið að hann yrði örkumla allt sitt líf. En það fór á annan veg, varð með far- sælustu formönnum í 40 vertíðir og lóðs í aðrar 40 og þurfti nokk- uð í hvorttveggja. En um undur það í berginu má lesa í Sögum og sögnum úr Vestmannaeyjum II, Jóhann Gunnar ólafsson. Ólafur Magnússon eða óli í Nýborg var orðinn háaldraður þegar ég man eftir honum fyrst, staulaðist með stafinn sinn hæglátur maður, barngóður með afbrigðum, þekkti ég það af eigin raun því Nýborg var steinsnar frá húsi afa míns. Hann hafði um áratugi verið einhver happa- sælasti formaður Eyjanna, vel látinn, en ölær nokkuð svo sem fleiri góðmenni. Það var ein- hverju sinni árla morguns á vetrarvertíð að skipverjar eru komnir í hrófin og mikill hugur í mönnum því sílið var gengið og góð fiskivon, en ekki bólar á formanninum. Líður enn og öil skip róin. Ræddu menn um að nú hefði brennivínið rotað kappann og væri aumt að missa af róðri í blíðunni. Loks sjá þeir hvar Óli kemur lallandi hæglátur að vanda og kannski ögn rykaður. Jæja, þið eruð þá að bíða eftir mér kallarnir. Brýnum þá í blautt, ætli verði svo langróið í dag. Nú sem skipið er komið á flot segir óli: Skrepptu uppí Austurbúð Þórður minn og sæktu mér lögg, mig þyrstir. Þórður gerir sem honum er sagt, en augljóst að Óli hafði hinkrað þar til búið væri að opna fyrir brennivínið. Blöskraði mönnum slíkt gáttlæti á miðri vertíð, ekki biði sá guii, og töldu sumir að tími væri kominn til að leita í annað skiprúm. Sendimaðurinn kemur með dreytilinn og þegar formaðurinn er búinn að hressa sig á brjóstbirtunni er haldið út og róið knálega. Á sílistíma var venja að leita „innfyrir" Eyjar eins og við segjum og undir sand, því sílið gekk með landinu og þorskurinn elti. En formaður heldur ekki fyrir Klettsnef eins og við mátti búast, hann stýrir á landsuður. Litu skipverjar hver á annan og leist ekki á blikuna, nóg var á undan gengið, nú var formaðurinn orðinn meira en lít- ið ruglaður í kollinum. En þeir hafa ekki langt farið þegar óli segir þeim að leggja inn árar og renna. Var fýla í mönnum því á Ási í Bæ þessum slóðum þótti að jafnaði ekki fiskivon á vetrarvertíð þó þar fengist oft soðfiskur á sumartíð. En brátt lifnaði yfir köllum því fiskur var handóður og gubbaði uppúr sér nýgleiptri loðnunni. Er ekki að orðlengja það: þegar aðrir komu undan sandi með fullfermi að kvöldi og þóttust hafa vel veitt hafði Óli í Nýborg tvíhlaðið sitt skip og var í þriðja róðri. Það kvöld talaði enginn um að leita í annað skip- rúm ... Óli orti þessa vísu um sjálfan sig: Þó ég drekki það mig sakar ekki ef ég hrekki engan mann ei mig hvekkir samviskan. Ólafur var talinn afburða stjórnari, en það var mikil kúnst að stýra þessum kænum þegar komið var í vont, þess dæmin að aflaklær urðu að láta stjórnina í hendur annarra ef í harðbakka sló og þótti ljóður á formanns- fari. Einu sinni voru þeir I há- karlalegu síðla hausts líklega á þeim slóðum þar sem nú kallast Gjá, 18—20 mílur austur af Eyj- um. Ekki brást Ólafi fengurinn þó hann héldi sig helst stíft að kútnum, jafnvel svo að þegar heim skal haldið með hlaðið skip liggur hann afvelta í skutnum. Er þá komin landsynnings bræla og útlit fyrir uppgangsveður. Bitamaður tekur nú við stjórn- inni og gengur allt vel í fyrstu, en brátt herti vind og jós upp sjó, en 3ja til 5 stunda sigling til hafnar og myrkur í hönd. Stöku sinnum rumskar Óli og teygir sig í kútinn. Kemur þar að bát- urinn liggur undir áföllum svo mjög að þeir hafa vart undan að ausa. Ganga þeir þá í skrokk á Óla, hrista hann og gaspra í eyra honum að nú stefni í óefni. Á endanum rumskar kall, þrýfur kútinn, sýpur góðan en kastar síðan leglinum fyrir borð með nokkrum velvöldum kveðjuorð- um og settist í formannssætið. Sögðu menn að þegar hann greip um stýrissveifina hefði verið líkt og á hann rynni einhver dular- fullur máttur svo lýsti af andlit- inu og varð þá brátt sem ódrukk- inn. Ólafur Magnússon stýrði fleyi sínu í myrkri, stormi og stórsjó frá djúpmiðum til hafnar með þeirri snilld að menn þurftu ekki að snerta á austurstrogi það sem eftir var leiðar. KYNNING A GIRÐINGAEFNI Þriðjudaginn 5. júní og miðvikudaginn 6. júní kl. 10 til 17 heldur Sindra stál hf. kynningu á framleiðsluvörum Adronit Werk. Sölustjóri Adronit, Jens Urban, mun ásamt sölumönnum okkar veita allar upplýsingar um girðingaefni og hlið frá adronit Girðingaefni, staurar, net og rimlar svoog vönduð nlið-einnig rafknúin- úr galvaniseruðu stáli og áli ásamt öllum fylgihlutum. SINDRAnkSTÁL HF Borgartúni 31 símar 27222-21684 STETJ “STÉ UR HELLUM OG BROTSTEINUM SEM VIO SELJUM. CHJA OKKUR FAIÐ ÞIÐ MARGS KONAR HELLUR OG BROTSTEINA I STETTAR OG GARÐSKREYTINGAR. STIGA OG ÞREP. MUNIÐ OKKAR OTRULEGA HAGSTÆÐU GREIÐSLUSKILMALA - 20% UT OG AFGANGINN A 6 MANUÐUM. SÍMINNER 28600

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.