Morgunblaðið - 03.06.1984, Qupperneq 20
68
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JÚNl 1984
Þorlákshöfn
„Þa6
væri
nú
meiri
andskotans ættjarðarástin
Frá vinstri: Bói, Sævar, Einar, Hannes og Heimir.
Ljósmynd Árni Johnsen
U
Þeir voru að ræða dagskrá sjð-
mannadagsins í Þorlákshöfn og
undirbúa hátíðina þegar okkur
bar að garði heima hjá Hannesi
Sigurdssyni, en hjá honum var
Heimir Gíslason skipstjóri sem
einnig á sæti í sjómannadagsráði.
Ráðið er skipað 5 mönnum, einum
frá útgerðarmönnum, einum frá
verkalýðsfélaginu, einum frá
Lionsklúbbnum, einum frá Kiwan-
is og einum frá björgunardeild
SVFI.
Mikil þátttaka
í dagskrá
sjómannadagsins
Þetta er undirbúningur á hefð-
bundinn hátt, sögðu þeir félagar,
það er verið að snapa saman eitt
og annað og búa til dagskrá. Menn
skipta með sér verkum og bera
saman bækur sínar, finna út
eitthvað sem aðeins lyftir brún á
fólki," sagði Hannes.
Dagskrá sjómannadagsins í
Þorlákshöfn er tveggja daga túr,
fyrri daginn er dagskrá við höfn-
ina þar sem björgunarsveitin sér
um gang mála, þar verður sýnt
hvernig gálgi með björgunarbát
virkar og björgunarsýning fer
fram. Þá fer fram kappróður en
Þorlákshafnarmenn eiga tvo
kappróðrarbáta með Vestmanna-
eyjalaginu. Ávallt hefur verið
mikill áhugi fyrir kappróðrinum,
spenna og rígur, enda eru bik'-iar
og önnur glæsiverðlaun í húfi
fyrir utan eðlilegan metnað
manna á milli í hita og þunga
dagsins. Það róðrarlið sem hefur
gert garðinn frægan í róðrinum
eru Skvetturnar, harðskeyttar
ungar og ólofaðar Þorlákshafn-
argyðjur um tvítugt. Þá fer fram
koddaslagur, spíruhlaup um spír-
ur sem liggja frá bryggju i bát um
15 metra vegalengd og til þess að
auðvelda hlaupin á spírunum er
borin koparfeiti á brautina. Á
laugardagskvöldinu er síðan dans-
ieikur.
Á sunnudeginum er messa fyrir
hádegi, klukkan 1 er farið í
skemmtisiglingu á 5—6 bátum og
fjölmennir unga fólkið í plássinu í
þá ferð. Siglt er 15—20 minútur
frá landi eftir veðri og þegar kom-
ið er að bryggju aftur er farið f
skrúðgöngu frá bryggjunni og í
lystigarðinn þar sem hátíðar-
dagskrá fer fram, hátíðarræða,
veiting verðlauna til aflakóngsins,
til aldraðra sjómanna og kepp-
enda í kappróðrinum. Þá eru ýmis
skemmtiatriði, kórsöngur og fleira
en síðast en ekki sízt hið rómaða
sjómannadagskaffi slysavarnafé-
lagskvenna í félagsheimilinu. Mik-
il þátttaka er ávallt hjá Þor-
lákshafnarbúum í hátíðarhöldum
sjómannadagsins, mest af öllum
útihátíðum. „Hér starfa allir við
sjóinn og þessi hátíðarhöld koma
því við hversdagsbaráttua hjá
hverjum og einum staðarmanni,"
sögðu þeir Heimir og Hannes að
lokum.
Á lúðulóð í
fyrsta sinn
vegna kvótans
Sævar Kristinsson skipstjóri og
útgerðarmaður á Særós var að
dudda í um borð í ellefu tonna báti
sínum, mála og gera klárt fyrir
lúðulínu.
„Ég er alls ekki sáttur við kvót-
ann,“ sagði hann, „þetta kemur
hrikalega út. Vertíðin kom þokka-
lega út, því við vorum með 105
tonn í vetur, en ég á ein þrjú tonn
eftir af kvótanum, við tókum
þennan afla á tveimur og hálfum
mánuði. Núna erum við hins vegar
að fara á lúðulóð og þessi þrjú
tonn af fiski sem ég á eftir skildi
ég hreinlega eftir til þess að geta
fengið einhvern fisk með lúðunni.
Ég hef ekki verið á lúðulínu áður,
en líklega byrjum við austur undir
Eyiar.
Ég tel að það sem mest brennur
á sé að breyta kvótakerfinu þann-
ig að maður geti komist af með
það tæki sem maður er með í
höndunum. Við komumst hrein-
lega ekki af með þennan afla sem
við fáum. Með þessu móti eru
menn neyddir til þess að halda
áfram að safna skuldum, því menn
eru bundnir því atvinnutæki sem
þeir eiga og það er ekki hægt að
selja það. Við verðum því að fá að
fiska til þess að geta borgað af
þessu. Ég hygg að það verði best
að skipta aflanum til helminga
milli báta og togara og taka verð-
ur mun meira tillit til mannskap-
arins en nú er gert.
Hitt er svo annað að það þýðir
ekki að láta deigan síga og það er
vissulega spennandi að fara á
lúðulóð. Þótt staðan sé erfið þá
þýðir ekki annað en boða gott
hljóð."
„Það væri nú
meiri andskotans
ættjarðarástin“
„Ég er ánægður með mig, hef
ekki undan neinu að kvarta í
sjálfu sér,“ sagði Bói á Höfrungi,
fullu nafni Þorleifur Þorleifsson, en
hann var aflakóngur Þorlákshafn-
ar á vetrarvertíðinni með á 12.
hundrað tonn. „Hitt er annað mál
að ég var orðinn fisklaus á miðri
vertíð seinni hluta marz. Þá átti
ég 60 tonn eftir og varð að slá af,
en síðan hef ég svo gott sem lifað á
snöpum. Heldur hresstist þetta
við 10% kvótaaukninguna. Eins og
kvótafyrirkomulagið er afgreitt í
dag finnst mér það vera óréttlátt.
Það setur stopp á svo marga þegar
úthlutað er á einu bretti, ég tel
eðlilegra að hafa einhvern hluta af
áætluðum afla til þess að færa á
milli báta og manna. Ef það er
sýnt að einhver sem fær lítinn
kvóta sé búinn með hann á miðri
vertíð og annar sem ekki virðist
geta veitt upp í kvóta, gæti verið
eðlilegt að færa á milli. Menn hafa
legið eins og ormar á gulli í sam-
bandi við kvótann og sumt virðist
kynlegt í þeim efnum.
Aflabrögðin í gegn um árin?
Það er ekkert launungarmál að
mér finnst sífellt minnkandi fisk-
ur með hverju ári og er ég þó bú-
inn að vera í þessu í 42 ár. Það er
einnig að margt hefur breyst,
sóknin er meiri, veiðarfærin fiskn-
ari og tæknin allt önnur. Þessi at-
riði bjóða upp á það að maður nær
fiskinum hvar sem er. Við hefðum
fengið lítið með venjulegum tein-
um í vetur eins og fyrir 20 árum.
Nú er sótt á allt önnur mið en
áður, út á dýpið þar sem ég held að
þorskurinn hrygni mun meira en
menn reikna með, út í köntunum,
og það er líka eins gott ef sú er
raunin, því enginn fiskur hefur
komið hér upp að suðurströndinni
í vetur til hrygningar á hraunun-
um hér, enda er alltaf verið að
skarka á þessu og auðvitað reynir
fiskurinn að finna sér eitthvað
annað svæði. Það má líka benda á
að togararnir fiskuðu vel úti í
djúpkantinum og það vakti
mönnum vonir um að fiskurinn
gengi grynnra.
Ég tel sýnt að við verðum að
skipuleggja þetta betur, reikna
með minni afla, en þá verðum við
jafnframt að kappkosta að fá
meira fyrir hvert kíló, gera hrá-
efnið að verðmætari vöru.
Með þessum mikla verðmun á 1.
og 2. flokki er mikil hætta á alls
kyns kúnstum í framgangi mála
og það er mitt álit að það eigi að
leggja ferskfiskmatið niður, og
varpa ábyrgðinni beint á seljend-
ur og kaupendur, en síðan er nauð-
synlegt að hafa strangt eftirlit á
vörunni fyrir útflutning, því
markaðirnir í dag kaupa ekkert
drasl og það á að tryggja að fisk-
verkandinn kaupi ekki nema gott
hráefni og sjómenn eiga þar af
leiðandi ekki að geta selt nema
gott hráefni. Markaðirnir kalla á
gott hráefni.
Þá eigum við í ríkari mæli að
stefna á fullvinnslu afurða og um
leið þurfum við að minnka yfir-
bygginguna, kalla menn meira til
ábyrgðar og treysta á þá. Menn
eiga að standa ábyrgir fyrir verk-
um sínum, menn eiga 100% að
bera ábyrgð á sínu og þeir sem
gera það standa alltaf upp úr.
Ég gef ekkert fyrir þetta útgerð-
arvæl sem er í dag, tel það
óraunhæft því það er aldrei til
sölu sú kolla að ekki séu 40—50
sem vilja kaupa. Menn eru varla
að gera þetta upp á þjóðarheill
eingöngu, það væri nú meiri and-
skotans ættjarðarástin, en hitt er
að það þarf að halda vel á spilun-
um til þess að þetta gangi upp og
það þarf að láta gott mæta illu,
láta góða vertíð dekka til dæmis
upp slæmt haust, en það eru bara
ekki allir sem gera slíkt."
Bjartsýni og
skynsamleg
vinnubrögÖ út úr
erfiðleikunum
„Staðan er i stuttu máli þannig
að það er of lítill fiskur í sjónum
og það er ástæðan fyrir frekar lé-
legri vertíð hjá okkpr,“ sagði Einar
Hannessson skipstjóri og útgerð-
armaður í Þorlákshöfn, en Einar
brá sér í land i vetur eftir 26 ár
samfellt á sjónum.
„í sambandi við okkar svæði,"
hélt hann áfram, „er ég ósáttur
við það að Selvogsbankinn skuli
vera eins mikið lokaður og raun
ber vitni, úr því að kvótinn er
ákveðinn á annað borð. Það ætti
þá að vera sama hvar þessi tittir
eru teknir og að auki er vont að
vera að riðlast á öðrum miðum, oft
annarra manna heimamiðum, að
maður tali nú ekki um keyrsluna
og kostnaðinn sem er þessu sam-
fara.
Nei, ég hef enga trú á að fiskur-
inn sé búinn, hann hefur eitthvað
minnkað í bili, en á eftir að lagast.
Oft hafa íslenzkir sjómenn sótt á
fjarlæg mið áður fyrr og varla
hefur það verið nema vegna þess
að fiskinn vantaði á heimaslóð. Ég
hef þá trú að þetta gangi meira í
tímabilum en sérfræðingarnir
gera ráð fyrir. Ég trúi því ekki
sem margir trúa og er bjartsýnn á
framtíðina.
Hitt er að ég er ekki sáttur við
kvótann og tel aflamarkið skyn-
samlegri leið, hætta tímabundið
til þess að halda í horfinu, þetta
kvótafyrirkomulag drepur allt
framtak niður og veiðimennsku.
Með áframhaldi kvótafyrirkomu-
lagsins á þann hátt sem nú er
skapast einnig sú hætta að verð á
bátum fylgi kvótanum í stað þess
að miðast við tækið sjálft. Ég held
að það þurfi að endurskoða þetta
allt sem fyrst og ekki síðar en í
haust, hlú að veiðimennskunni á
skynsamlegan hátt. Nú er allt háð
ráðuneytunum og miðstýringu og
þannig hefur þetta breyst mikið á
stuttum tíma. Þeir ungu sjómenn
sem eru að taka við kunna ef til
vill að sætta sig við þetta fyrir-
komulag en það er ekki álitlegt
fyrir okkur sem höfum vanist því
að spila af fingrum fram eftir
veðri og vindum. Vissulega er
margt sem kallar á og ekki má
gieyma að endurnýja bátaflotann,
tækjabúnaðinn sem efnahagur
þessarar þjóðar er byggður á, en
fyrst er að vera bjartsýnn og
vinna sig skynsamlega út úr erfið-
leikunum. ' -*.j-
f fI