Morgunblaðið - 03.06.1984, Síða 26
74
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 1984
Séra Torfi
Séra Torfi Stefánsson er
prestur á Þingeyri, vígðist
þangað árið 1981. Séra Torfi
er Reykvíkingur en á ættir að
rekja til Önundarfjarðar og á
þar margt skyldfólk. Við hitt-
um séra Torfa fyrir skömmu.
Hann og fleiri vestfjarða-
klerkar komu glaðbeittir ak-
andi yfir heiðarnar að norðan
til Bíldudals og við komum
fljúgandi að sunnan. Gott að
grípa tækifærið til að hittast
til kirkjuráðagerða. Stuttu
síðar voru heiðar aftur orðnar
ófærar. En þá voru prestarnir
að norðan komnir heim til sín
og við hin lent sunnan Faxa-
flóa.
Gróska í
guðsþjónustum
Séra Torfi segir að guðsþjón-
ustur séu haldnar hálfsmánað-
arlega á Þingeyri og hinn
sunnudaginn sé sunnudaga-
skóli. Fjölskylduguðsþjónustur
eru haldnar alltaf öðru hverju.
Þar sýna börnin helgileik og
syngja barnalög og kórinn
syngur þau með þeim. Kórfólk-
ið tekur því vel að syngja svona
lög og mætir ævinlega af
áhuga.
Kórstjóri en
enginn organisti
Þingeyrarsöfnuður hefur
engan organista. Hins vegar
hefur hann kórstjóra, sem
stjórnar safnaðarsöngnum og
gefur prestinum tóninn. Þá
notar hann hljóðfæri, sem
nefnist melódika, en það er
flauta með hljómborði. Þetta
gengur mjög vel. Um hátíðir
væri betra að hafa organista
en annars ekki. Orgelleikur
getur hægt á kórnum og það er
gott að syngja undirleikslaust.
Kórstjórinn getur séð um líf-
legri söng en venjulega er með
orgelleik.
Hinn góði söfnuður ...
Það er auðséð að séra Torfi
kann vel við sig í preststarfinu
á Þingeyri. Við spyrjum hvern-
ig honum, bornum og barn-
fæddum Reykvíkingi, þyki að
dveljast þar vestra. Hann seg-
ist una því vel. Hann á líka
stóra fjölskyldu. Kona hans,
Kristín Magnúsdóttir, kennir á
Þingeyri og börnin þeirra eru
mörg og góð, Theódóra, Embla,
Ingibjörg og Illugi. En þótt svo
gott sé að vera fyrir vestan, eða
kannski einmitt vegna þess, á
séra Torfi sér svipaða drauma
og við hin, sem sátum á prest-
setrinu á Bíldudal þessa daga.
Það eru draumar um betra
skipulag í kirkjustarfinu, nýja
möguleika til að efla starfið,
rjúfa einangrunina milli staða
og einstaklinga. Það er gott að
hittast og ræða málin, halda
fund í stofunni, hjálpa heima-
presti við hrásalatið og sósuna
og þvo saman upp eftir matinn.
Fá svo að taka þátt í kvöld-
messu með söfnuðinum.
... sem vinnur
hörðum höndum
Hvernig er á Þingeyri? Þar
búa um 500 manns, segir séra
Torfi. Þar er mikil útgerð, tveir
togarar og mikil vinna á staðn-
um, fólk vinnur yfirleitt á
laugardögum og oft er vakta-
vinna allan sólarhringinn. Það
er gott að vera prestur þessa
fólks. Það sést líka á því hvað
prestar hafa verið þar þaul-
sætnir. Frá 1904 hafa ekki ver-
ið fleiri en fimm prestar í
prestakallinu. Séra Stefán
Eggertsson var þar prestur á
undan mér, hann var þar í ára-
tugi.
Og kirkjan er svo falleg
Kirkjan er frá 1911. Hún er
sambland af gömlu torfkirkj-
unum og nýja tímanum. Steinn
er í veggjum og tréverk upp í
loft. Mætur maður sagði að
þetta væri ein af fimm falleg-
ustu kirkjum landsins. Hún er
stór, tæplega 200 manns kom-
ast í sæti. Enda var söfnuður-
inn stærri þegar hún var
byggð, þá var hann 660 manns.
Kirkjan hefur verið minnkuð
síðan, tekið af sætarýminu til
annarra nota. Rögnvaldur
Ólafsson arkitekt teiknaði
kirkjuna en hann teiknaði líka
Bíldudalskirkju og Húsavík-
urkirkju og fleiri kirkjur.
Biblíulestur vikuna 3.—9. júní
Gudsþjónusta
Sunnudagur 3. júní: Sálmur 150: Lofið Guð í helgidómi hans.
Mánudagur 4. júní: Jesaja 1.10—20: Tilgangslaus tilbeiðsla.
Þriðjudagur 5. júní: Mark. 1. 32—34: Kvöldguðsþjónusta.
Miðvikudagur 6. júní: Jóh. 21. 9—14: Morgunguðsþjónusta.
Fimmtudagur 7. júní: Post. 14.1—7: Guðsþjónusta í Litlu-Asíu
Föstudagur 8. júní: 1. Kor. 14. 26—31: Guðsþjónusta í Korintu.
Laugardagur 9. júní: Guðsþjónusta um líkama Krists.
Séra Torfi Stefánsson prédikar.
Ef þú ættir eina ósk
Þetta var annar dagur sam-
vista okkar. Við erum búin að
ganga niður á bryggju. Séra
Jakob á ísafirði þekkti alla,
sem við mættum. Hann er líka
uppalinn á Bíldudal, lék sér þar
í fjörunni og horfði yfir stað-
inn ofan úr húsi í brekkunni.
Við og séra Jón í Bolungarvík
þekkjum færri. Prestsetrið
ilmar af morgunkaffinu og
hungruð eftir morgungönguna
fyllumst við tilhlökkun. Samt
biðjum við séra Torfa að gefa
sér tíma til að segja okkur
hvers hann myndi óska sér ef
hann ætti eina ósk fyrir
preststarfið á Þingeyri. Nú
vandast málið, segir séra Torfi.
Hann hefur þó ekki átt í nein-
um vanda með að Iýsa hug sín-
um hingað til um starfið fyrir
norðan. Messur eru sæmilega
sóttar, segir hann. En þær eru
betur sóttar þegar breytt er
um messuform og sungnir létt-
ir söngvar og leiknir helgileik-
ir. Þess vegna myndi ég óska
þess að auka fjölbreytnina í
gerð guðsþjónustunnar og
hvetja fólk til að vera jákvætt
gagnvart því. Það er þegar
mjög jákvætt. Á þennan hátt
getur kirkjan orðið eðlilegur
þáttur í menningarlífi fólks.
Hún þarf að gefa fólki
skemmtun. Allir þurfa að geta
komið þangað til að gera sér
dagamun.
Og að þeim töluðum orðum
flytjum við okkur í flokkinn við
kaffiborðið og njótum þess
dagamunar að drekka morg-
unkaffi svo mörg saman.
Margir fleiri en við finna það
oft að kirkjan er eðlilegur þátt-
ur í menningarlífinu og gefur
góða skemmtun. Til þess er
ekki nauðsynlegt að sitja með
klerkum í kaffi þótt það sé
skemmtilegt. Kirkjan er boðin
og búin til að varpa ljóma sín-
um yfir hvert morgunkaffi-
samsæti, jafnvel þótt það sé
aðeins setið heimafólki, hún er
tilbúin til samvista þótt aðeins
sé einn í heimili. Það er gott að
þiggja þær samvistir.
Er lúthersk guðs-
þjónusta skemmtileg?
Heimsþing Lútherska heims-
sambandsins verftur haldið í júlílok
og ágústbyrjun í Búdapest í Ung-
verjalandi. Kinn umræðuhópanna
þar mun ræða um guðsþjónustuna.
Við birtum hér og á næstunni dálít-
ið úr því, sem segir um þetta í und-
irbúningsritunum, sem send hafa
verið til safnaðanna um víða veröld,
og þar með til okkar, því markmiðið
er einmitt það að málin séu rædd
sem mest og víðast þótt ekki ætli
allt lútherskt kirkjufólk á heims-
þingið. Við vonum því að þessar lín-
ur veröi ykkur til umhugsunar og
umræðu og gagns og gleði.
Góðverk en ekki
guðsþjónustur
Lútherska kirkjan hefur átt
samleið með öðrum kirkjudeild-
um á undanförnum áratugum í
mótun guðsþjónustunnar. Þetta
sést á nýjum sálmabókum og
helgisiðabókum, sem hvarvetna
eru teknar upp. Kirkjan, sem
lagði fyrst og fremst áherzlu á
hið prentaða og talaða orð í guðs-
þjónustum sínum, er nú farin að
nota fjölbreytilegar aðferðir í
boðun sinni, svo sem að sýna það,
sem áður var sagt. Ný tónlist ryð-
ur sér líka til rúms við hlið hinn-
ar hefðbundnu.
Guðsþjónustan verður ekki að-
skilin frá daglegu lífi, frá vitnis-
burðinum og þjónustunni. Bæði í
Gamla testinu og Nýja testa-
mentinu er þráfaldlega endurtek-
ið að sú guðsþjónusta, sem ekki
ber ávöxt í siðgæði, sé vita gagns-
laus. Á okkar tímum er þessi
vandi sums staðar á hinn veginn.
Fólk vill láta gott af sér leiða en
ekki sækja guðsþjónustur.
Eitthvað mikið skortir á þegar
fólk kærir sig ekki um að tengja
vonir sínar um betri heim við
Krist, sem er hjá þeim, sem safn-
ast um hann og sakramentin.
Guðsþjónusta barna
og foreldra
Hvers vegna skyldi fólk ekki
sækja guðsþjónusturnar? Gæti
það verið vegna þess að það tekur
sjálft ekki nægan þátt í þeim?
Eða ætli það sé vegna þess að
börn og foreldrar geta eiginlega
ekki sótt sömu guðsþjónustuna
í mörgum kirkjum er ekki ætlazt til annarrar þátttöku barnanna en
þeirrar að þau hagi sér skikkanlega.
svo að það verði báðum til gleði?
í mörguni lútherskum kirkjum
koma börn í guðsþjónustuna með
foreldrum sínum þótt þátttaka
þeirra eigi helzt ekki að birtast í
öðru en því að þau hagi sér skikk-
anlega. Það er eins og alls ekki sé
gert ráð fyrir þátttöku þeirra í
guðsþjónustunni. í öðrum kirkj-
um eru haldnar sérstakar barna-
guðsþjónustur, sem aðallega hafa
það markmið að ala börnin upp.
Fyrra formið krefst svo mikils
aga að það verður fráhrindandi,
síðara formið aðskilur börn og
fullorðna.
Sú stefna að leyfa börnum að
koma til altaris er lykilatriði í því
að innlima þau í guðsþjónustuna.
Fyrir börnin er altarissakra-
mentið meiri vitnisburður um
náð Guðs en prédikunin og gerir
þátttöku þeirra margþættari.
Álit unga fólksins
Ungu fólki finnst kirkjan oft
vera innantóm stofnun, sem ríg-
heldur sér í siði liðinnar tfðar en
skortir þá andlegu auðlegð, sem
hún segist eiga. Guðsþjónustu-
formið, bæði tónlistin, messulið-
irnir og hegðunin, geta vissulega
borið vitni um lofgerð til Guðs en
oftar endurspeglar það hefð, sem
ungu fólki finnst frekar hindrun
en leið til lofgjörðar.