Morgunblaðið - 03.06.1984, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 03.06.1984, Qupperneq 28
76 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 1984 Vestmannaeyjar Frá bæjarbryggjunni í Eyjum, séó yfir Nausthamarsbryggju og Básaskersbryggju. Ljósm. Sigurgeir. Hafnarsinfórdan í stœrstu ver- stöð landsins tónar sífellt Það var iðandi líf á öllum bryggjum Vestmannaeyja þegar Morgunblaðsmenn renndu í hlað á hringferð um landið í efnisöflun fyrir Sjómannadagsblað Morgunblaðsins. Bátar af öllum stærðum voru á ferðinni og nokkur vöruflutningaskip voru að lesta afurðir. Hafnarsinfónían í Eyjum þagnar aldrei, enda Vestmannaeyjar stærsta verstöð landsins með um 70 þúsund tonna afla á sl. ári að verðmæti um 1 milljarður kr. í útflutningi. Skínandi bátur og stöðugur mannskapur „Ég hef aldrei sett skorður á borð í þessum bát. Þetta er mjög góður bátur og stöðugur á sjó,“ sagði Guðbjörn Guðmundsson, öðru nafni Bjössi kokkur, um borð í Frá VE 78. Þar hefur hann eldað ofan í mannskapinn í fjögur ár og það úthald þýðir hjá kunnugum, að Bjössi er að öllum líkindum nokk- uð slyngur „eiturbrasari“. Eins og alltaf, var Vestmanna- eyjahöfn iðandi af lífi þegar blaðamenn bar að garði í vikunni. Öll þessi athafnasemi bauð því ekki beinlínis heim, að menn færu að setjast niður í makindum og leysa lífsgátuna. Og því var látið nægja að skiptast á nokkrum orð- um yfir borðstokkinn og kíkja í mesta lagi í kaffibolla í einum og einum lúkar. „Mannskapurinn um borð er líka nokkuð stöðugur," bætti Bjössi kokkur við. „Áhöfnin telur þetta sjö til átta og j)að er lítið um mannabreytingar. Áður en ég kom hingað var ég ein tólf, fjórtán ár hjá Skipaútgerð ríkisins en ætli maður verði ekki hérna eitthvað áfram. Vertíðin var alveg sæmileg — við fylltum upp. En er ekki allt- af verið að skerða hlut sjómanns- ins?“ spurði hann svo og var þar með rokinn að sinna skyldustörf- um. í stýrishúsinu bar í veiði Benóný Færseth, sjálfan „kallinn" á staðn- um, a.m.k. til bráðabirgða, að því er hann sagði. nÉg er fyrsti stýrimaður um borð og hvíli svo skipstjórann, Óskar Þórarinsson, einn og einn túr,“ sagði Benóný, sem reyndar er dóttursonur Binna í Gröf. „Ég er frá Keflavík og alinn upp þar, en hef verið t Eyjum undan- farin sjö ár, þar af fjögur á þess- um bát. Þetta er skínandi bátur, miðað við stærð," bætti hann við. En Frár er 124 lestir að stærð. „Það er prýðilegt að vera sjó- maður í Eyjum og ég hef saman- burð, því ég hef róið bæði frá Keflavík og Sandgerði. Það sem heillar við sjóinn er kannski tíma- skynið, sem verður allt annað en í landi. Hér keppist maður við tím- ann frekar en klukkuna á veggn- um, enda verður vinna á sjó seint mæld á henni. Eitt af því, sem betur mætti fara, er fæðismálin. Sjómenn ættu að vera á fríu fæði og það ætti að vera komið inn í samninga fyrir löngu. Því í dag borga menn tvö- falt fæði; fyrir sjálfa sig á sjónum og fjölskylduna í landi,“ sagði Benóný. En eiginkonan vinnur hálfan daginn í frystihúsinu og þau eiga tvö börn. „Sjómannadagurinn hefur vissúlega gildi fyrir sjómenn. Hann er vel tengdur sjónum á all- an hátt og það er haldið myndar- lega upp á hann hér. Þegar á heildina er litið er ég nokkuð ánægður með þetta allt Vanir menn í Eyjum, t.v. Þorsteinn Úlfarsson, Benóný Færseth, Bergvin Oddsson, Ágúst Bergsson, Einar Hjartarson, og Guðbjörn Guðmundsson. Ljósm Mbl. Sigurgeir í Eyjum. eins og það er,“ sagði hann áður en við kvöddum. „Ef menn vilja, geta þeir haldið sig vel í lífsgæðum hér í Eyjum." Hafnir og hafnleysur Næsti skipstjóri, sem tekinn var tali í Vestmannaeyjum, réð yfir heldur stærri farkosti en Benóný. En það var Bernódus Kristjánsson, skipstjóri á Goðafossi, sem var við það að leggja upp í siglingu hring- inn í kringum landið og síðan til Ameríku með frystan fisk í lest- inni. „Ég er nú reyndar ættaður héð- an úr Vestmannaeyjum og stund- aði mína fyrstu sjómennsku á bát- um héðan,“ sagði Bernódus. En ég hef verið starfsmaður Eimskips frá árinu 1948 og þetta er fjórða skipið, sem ég er skipstjóri á. Hin voru gamli Bakkafoss, Laxfoss og Álafoss. En ég verð að viðurkenna, að ég held mest upp á þetta hérna. það var byggt í Álaborg 1970, er því fjórtán ára gamalt og mér feil- ur það vel. Ástæðan fyrir því að ég lagði fyrir mig sjómennsku var nú væntanlega löngun ungs manns til þess að komast út í heim og lita í kringum sig þó að sá ljómi sé nú eitthvað farinn að dofna eftir öll þessi ár. En ég lauk prófi frá Stýrimannaskólanum árið 1951. Þær eru eitthvað um sextán, hafnirnar, sem eru skráðir við- komustaðir í þessari hringferð. En þegar til Ameríku er komið, lest- um við jöfnum höndum í Everett hjá Boston og Cambridge í Mary- land,“ sagði skipstjórinn og dró fram mikinn lista. „Svo komum við heim með tóma lest,“ bætti

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.