Morgunblaðið - 03.06.1984, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 1984
77
Atli Björnsson á Goðafossi. Bjössi kokkur.
Grímur Magnússon vélstjóri á Hug-
mn. Ljósm. Sigurgeir.
Bernódus Kristjánsson skipstjóri á Goðafossi.
Jón í Sjólyst á bryggjupallinum.
Ljósmynd Frióþjófur.
hann við og játti því, að skipið
væri stundum í léttara lagi, þegar
vont væri í sjóinn á heimleiðinni.
„Við höfum einnig siglt mikið til
Rússlands og svo er oft höfð við-
koma í norskum höfnum. Hér áður
fyrr sigldum við talsvert á Eystra-
saltshafnir en úr því hefur dregið.
Öll vinna á svona skipi er gjör-
ólík því, sem er á fiskiskipunum.
Eins og sést núna á hafnarbakk-
anum, þá eru hásetar og stýri-
menn önnum kafnir á gröfum hjá
lestinni, m.a. við talningu. Svo er
mikil viðhaldsvinna unnin um
borð og menn standa sínar vaktir.
Þetta er sem sagt allt önnur
vinna, en ég skal ekki fullyrða um
það hversu róleg hún er. Að sumu
leyti er hún það, en þó eru menn
ekkert ofsælir af að vera að þvæl-
ast á smáhafnir og hafnleysur um
hávetur eins og oft kemur fyrir.
í fiskiflotanum er gert upp á
hlut en hér eru menn á fastakaupi
og síðan er borguð umsamin yfir-
vinna. Þetta er því svipað og hjá
fólki í landi. Svo þykja þau stund-
um stutt, stoppin í heimahöfn. En
þau geta farið niður í hálfan ann-
an sólarhring. Ferðin tekur yfir-
leitt mánuð og það þætti víst
mörgum snubbótt, að fá ef til vill
ekki nema eitt kvöld í landi með
sínu fólki,“ sagði Bernódus, skip-
stjóri á Goðafossi, þar sem hann
stóð i brúnni á uppáhaldsskipinu
og skimaði yfir sína gömlu heima-
höfn.
Prúðir menn
sjómenn
„Mér líkar alveg stórvel að
vinna hérna. Þetta eru prúðir og
ágætir menn um borð og ég tók
starfið meðal annars vegna þess,
að ég vil helst alltaf vera innan
um fólk og þannig er það á skipi,"
sagði Signý Olafsdóttir, önnur af
tveimur þernum um borð í Goða-
fossi. En í allt eru tuttugu og tveir
skipverjar um borð.
„Ég er að byrja hérna en hafðf
áður farið eina ferð með Álafossi.
Þegar börnin eru uppkomin, sakn-
ar maður félagsskapar og þetta
starf er ágætis uppbót á það. Ég
læt aðra um að kvarta um kaup og
kjör. Við vinnum ellefu tíma á sól-
arhring, grunnkaupið er svipað og
í landi, en yfirtíðin annað eins.
Svo er þetta fína bókasafn um
borð, sem ég á eftir að skoða,“
sagði Signý. „Og ef þeir vilja hafa
mig hérna , þá held ég áfram."
H.H.S.
Sjómannadagur-
inn allfaf eins
„Ég er í stuttu fríi til að stunda
eggjabransann," sagði Grímur
Magnússon, vélstjóri á Huginn VE
55, er við hittum hann í Vest-
mannaeyjum. Grímur sagði að vel
hefði gengi hjá þeim á Huginn
framan af vertíð, en svo hefði bát-
urinn bilað tvisvar og þeir orðið að
hætta. „Við hefðum náð kvótanum
okkar ef þetta hefði ekki komið
upp á. Við erum komnir á troll
núna enda fengum við góðan
trollkvóta," sagði Grímur.
Grímur er í Sjómannadagsráði
og sagði aðspurður um sjómanna-
daginn. „Ég er oftast í landi á sjó-
mannadaginn. Hér í Eyjum er
haldið upp á hánn á nákvæmlega
sama hátt og þegar ég var peyi. Á
laugardaginn er skemmtun fyrir
alla fjölskylduna og böll um kvöld-
ið. Þá er slúttið á bátunum og út-
gerðirnar bjóða mannskapnum út
að borða. Á sunnudeginum er
skemmtun á Stakkagerðistúninu
og í húsunum og skemmtanir og
dansleikir um kvöldið.
Við viljum endilega hafa sjó-
mannadaginn lögskipaðan frídag.
Það er miklu nær fyrir okkur sjó-
menn að hafa hann lögskipaðan
fremur en 1. maí. Það finnst öll-
um.“
Skemmtilegt
mannlíf
við höfnina
„Hér við höfnina er alltaf mjög
liflegt, sérstaklega yfir veturinn,"
sagði Gústi Ellabergs, hafnarvörð- -
ur við Vestmannaeyjahöfn. Gústi
heitir reyndar Ágúst Bergsson, en
gengur almennt undir nafninu
Gústi Ellabergs í Eyjum. Hann
hefur unnið við höfnina í eitthvað
á áttunda ár, en var áður búinn að
vera lengi á sjónum og síðast skip-
stjóri í fjölda ára.
„Ég var búinn að vera á sjónum
alla mína tíð,“ sagði Gústi. „Það
voru auðvitað mikil viðbrigði að
koma í land en hér er ég í nánum
tengslum við sjómennskuna.
Stemmningin hér er alltaf mikil
þegar vel fiskast og alltaf mikil
umferð allan sólarhringinn. Það
kemur að sjálfsögðu fiðringur í
mann þegar mestu afladagarnir
eru en ég á trillu sem ég skondrast
út á til að fá útrás þegar mér líður
sem verst. Svo held ég tengslum
við gamla starfið á annan hátt,
með því að ritstýra Sjómanna-
dagsblaði Vestmannaeyja í hjá-
verkum. Þetta er myndariegt blað,
að sjálfsögðu, og hellingsvinna
fyrir svona aula í þessum málum.
En okkur er alls staðar tekið mjög
vel þegar við leitum eftir greinum
og viðtölum."
Aftur berst talið að höfninni:
„Hlutverk okkar hafnarvarðanna
er að sjá um umferðina hér í höfn-
inni, hreinsun og ýmsa þjónustu
við bátaflotann. Hér er oft ansi
fjölmennt og skemmtilegt mann-
lif, til dæmis í landlegum og þegar
bræla er á loðnuvertíðinni. Höfnin
er miðstöð bæjarins og kemur fólk
kemur hingað þegar bátarnir eru
að koma og eins þegar Herjólfur
kemur að,“ sagði Gústi Ellabergs.
Þeir lélegustu
skikkaðir til að
vera það áfram
Inni í Friðarhöfn voru Gunnar
Kristinsson stýrimaður og Þorkell
Guðgeirsson kokkur að landa úr
Sæfaxa VE 25 er blm. bar að. „Já,
við erum á humartrolli og vorum
að koma að með 600 kg af krabba
(humri) og 2,5 tonn af fiski,“ sögðu
þeir í stuttu bryggjuspjalli. Gunn-
ar hafði aðallega orð fyrir þeim
félögum: „Þetta hefur verið nokk-
uð gott undanfarna daga; við höf-
um fengið svona 3—4 körfur af
krabba í hali, það er tæplega 100
kg. Við erum alveg þokkalega
ánægðir með það. Við vorum á
fiskitrolli í vetur, en það er mjög
lélegt hjá okkur eins og flestum
hérna."
— Hvernig líst ykkur á þessi
sjávarútvegsmál yfirleitt?
„Þetta hlýtur að jafna sig, það
er að segja ef þeir halda ekki
áfram með þennan kvótaskratta.
Með kvótanum eru lélegustu bát-
arnir til dæmis dæmdir til að vera
það áfram. Menn fara aldrei með
slíku hugarfari til veiða, heldur
halda alltaf í vonina um að standa
sig betur. En með þessum kvóta er
mönnum fyrirmunað að gera það.
Þá býður humarkvótinn til dæmis
upp á það að menn hendi krabba í
sjóinn. Það kemur enginn með 3.
flokks krabba að landi, þegar það
dregur hann niður í launum. Ég
veit ekki betur en að allir, allt í
kringum landið, hafi verið ánægð-
ir með þann heildarkvóta sem var
í gildi. Það er alger óþarfi að
skikka endilega þá sem voru hæst-
ir í fyrra til að vera það áfram."
„Nei, það er ekki hægt að segja
að bjart sé framundan," sagði
Gunnar að lokum, „og allt í óvissu.
Við getum ekki verið á öðru en
fiskitrolli og engin veiði hefur ver-
ið það sem af er árinu.“
SJÁ NÆSTU SÍÐU