Morgunblaðið - 03.06.1984, Síða 34

Morgunblaðið - 03.06.1984, Síða 34
82 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JÚNl 1984 Eyrarbakki: „Hlakka mest til að vera heima með fjölskyldunni“ Það var rólegt á Bakkanum þetta kvöld, sem við hittum þremenningana að máli, svo við löbbuðum út á aðalgötuna innan um lítil og heirailisleg hús með sterka persónutöfra og þar var myndin tekin á göngunni. Frá vinstri: Vigfús, Þórarinn Og Skúli. Ljósmynd Árni Johnsen. Frá fárum plássum á land- inu hefur verið eins erfitt að sækja sjó um árabil eins og Eyrarbakka og Stokkseyri, en menn hafa þraukað þar, enda aðlaðandi byggðir og heimilislegar. I»að kemur fljótt fram í spjalli við heima- menn að brúarinnar viö Óseyrarnes er beðið með óþreyju og nú nálgast óðfluga sú stund, sem ætlað er að setja hrygg í þá fram- kvæmd. Við ræddum þar við nokkra sjómenn í tilefni sjó- mannadagsins, en á sl. ári skilaði Eyrarbakki um 10 þúsund tonnum af fiski upp úr sjó og er það hátt hlutfall miðað við aðrar byggðir landsins af svipaðri stærð. „Maður sér ekk- ert nema sjóinn“ „í vetur hef ég verið á Guðfinnu Steinsdóttur, Sæunni Sæmunds- dóttur, Álaborginni, Jóhönnu Magnúsdóttur, Skálavíkinni og nú siðast aftur á Guðfinnu, svo það má segja að ég hafi verið alllaus í rásinni og hálfgerð skipamella eins og sagt er,“ sagði Vigfús Markússon sjómaður á Eyrar- bakka, en hluta vetrarins var hann skipstjóri. „Mér líkuðu ekkert of vel þessi ihlaup, hefði heldur viljað vera á föstu, en þetta kom til af ýmsum ástæðum og í sumar verð ég á Guðfinnu. Ánnars er frekar dauft yfir öllum eftir lélega vertíð yfir alla línuna. Ég held að það megi stjórna fiskveiðunum betur, það eru allflestir óánægðir með kvót- ann og gott dæmi er humarkvót- inn, það er ekkert orðið varið í að vera til sjós með þessu fyrirkomu- lagi, boðum og bönnum. En fiski- leysið er staðreynd og einhver hlýtur ástæðan að vera. Hvort fiskurinn er að verða búinn er ekki gott að segja, en ég hugsa að það ætti að skipta þessu á einhvern annan hátt, t.d. með því að sömu bátastærðir ættu að fá jafnmikið í kvóta eða svipað magn en það er jafn ljóst að það er erfitt að rata hinn gullna meðalveg." Vigfús lenti í hörmulegu slysi sl. ár þegar bát hans og bræðra hans tveggja hvolfdi í innsiglingunni í Eyrarbakka og bræður hans tveir drukknuðu. „Beygur eftir slysið? Nei, ég hef alveg fundið mig til sjós aftur, en ég fór aftur til sjós mánuði eftir slysið. Það er margt bogið við framkvæmd öryggismála sjó- manna og margt mætti fara betur á þeim vettvangi. Það dugir til dæmis ekki að gefa aðeins út reglugerðir, ef þeim er ekki fram- fyigt.“ „Hefur þú aðallega stundað sjó héðan af heimaslóð?" „Ég hef lítið sótt héðan nema á sumrin, á vertíðinni eru menn í Þorlákshöfn, en hér helst á sumr- in. Það versta er að það skuli vera orðið mun betra að vinna í landi og þetta er ekkert launungarmál. Ég ætlaði að vinna í landi í sumar, en það breyttist, maður hefði lík- lega ekki tollað mjög lengi. Satt að segja ætlaði ég að prófa nýtt líf í sumar með því að vera í landi, en maður sér ekkert nema sjóinn. Á sjómannadaginn? Þá verð ég væntanlega með í sýningu björg- unarsveitarinnar á Bakkanum, ég á að heita kafarinn í sveitinni og er sá eini hér í plássinu, sem kann það.“ á.j. „Brúin á eftir að gera þessi pláss gjaldgeng“ „Ég fæddist í Reykjavík og var alinn upp þar á vetrum, en hér á Eyrarbakka á sumrum og hingað flutti ég síðan 1972,“ sagði Skúli Þórðarson sjómaður á Eyrar- bakka, en báðir foreldrar hans eru frá Bakkanum. „Ég var á Álaborg RE 25 í vetur, 88 tonna stálbát. Við lönduðum í Þorlákshöfn, en aflanum var ekið hingað. Vertíðin er með því allra léleg- asta, a.m.k. með þeim lélegustu sem ég hef reynt frá því að ég byrjaði til sjós fyrir 9 árum, bæði afli og tíðarfar hefur verið með eindæmum lélegt og þó hefur aldr- ei verið sótt meira. Þetta hefur aðallega verið tuð og streð og af- koman léleg. Það sem helst brennur á er auð- vitað kaupið, kauptryggingin sem er algjört smáræði fyrir ómælda vinnu, því maður getur þurft að vinna sólarhringum saman og í vetur til dæmis komum við aldrei á Bakkann, vorum oftast í bátnum í Höfninni, því það voru svo sjald- an landlegur í vetur. Þá er það spurningin um veiði- stjórnun. Það eru ef til vill ekki margar aðrar leiðir ef staðan er eins og menn halda, en þetta er misskipt og mér finnst það hættu- legt að það skuli vera hægt að versla með kvótann. í janúar og febrúar var enginn kvóti á ufsann og línuna, en þá gátu allir stóru bátarnir sótt í vondum veðrum, en þeir minni ekki, svo þarna var t.d. mismunur. Varðandi öryggismál sjómanna vil ég segja það að sjálfvirki sleppibúnaðurinn á björgunarbáta hefði átt að vera kominn á allan bátaflota landsins skömmu eftir að búið var að hanna hann, það hefði vel verið hægt ef stjórn væri á þessum málum. Ég tel að það þurfi að gera ýmsar ráðstafanir í öryggismálum sjómanna og það þarf að betrumbæta mikið. Til dæmis tel ég að þar sem tveir björgunarbátar eru eigi að breyta staðsetningu þeirra þannig að annar báturinn verði færður fram á skipið í stað þess að þeir eru báðir aftur á. Þá er það einnig ljóst að sjómenn sjálfir hafa ekki verið nógu vel á verði í þessum málum og það þarf að breytast. Annars leggst nú framtíðin í mig þannig varðandi sjósókn að ég fer ekki á sjó í bráð, maður hefur verið megnið af mörgum árum að heiman og það er ekki eftir slíku að slægjast í launum, að það laði nema hjá litlum hluta af sjó- mannastéttinni. Svo langar mig að breyta aðeins til, það myndi til dæmis breyta miklu varðandi sjó- sókn frá mínum bæjardyrum séð, ef brúin væri komin á Óseyrina, þá gæti maður að minnsta kosti verið meira heima hjá sér á milli róðra. Brúin á eftir að breyta miklu hér og í rauninni á hún eftir — að gera þessi pláss hér gjald- geng og skapa eitt samfellt at- vinnusvæði milli byggðarinnar á Árborgarsvæðinu, þ.e. frá Hvera- gerði og Selfossi og niður að Þor- lákshöfn, Stokkseyri og Eyrar- bakka. Ég veit þó þrátt fyrir það sem ég hef sagt að sjórinn á eftir að toga í mig. Ég er búinn að vera hjá sama fyrirtækinu síðan ég byrjaði til sjós og það hefur verið mjög gott að vera hjá þessu fyrirtæki. Auðvitað togar sjórinn, en allt verður þetta að ráðast, en maður verður að meta það talsvert að geta verið heima hjá sér.“ Markaöstorg - markaösverö á Eiðistorgi í dag, sunmidag kl. 10—16 □ □ □ □ □ □ □ □ □ Rauð paprika □ Salat □ Kiwi □ Baunaspírur □ Appelsínur □ Grape Græn paprika □ Tómatar □ Perur □ Maís □ Bananar □ Blóðgreip Gul paprika □ Agúrkur □ Vatnsmelónur □ Hvítlaukur □ Jaffarínur □ Lime Hvítkál □ Kínakál □ Hunangsmelónur □ Perlulaukur □ Mandarínur Gulrætur □ Hreðkur □ Blá vínber □ Hollenskar kartöflur íssalat (lceberg) □ Sveppir □ Græn vínber + □ ísraelskar kartöflur m Púrrulaukur Laukur □ Blómkál □ Sítrónur □ Ferskjur □ Steinselja □ Rauð epli □ Gul epli t Urval sumarblóma Radísur □ Avocado □ Sellerí □ Græn epli Kaffiveitingar fyrir alla

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.