Morgunblaðið - 03.06.1984, Side 35
Til 100 hafna
í 24 löndum
l’órarinn Ólafsson stýrimaður á
farskipinu Selnesi hjá Nesskip býr
á Eyrarbakka ásamt fjölskyldu
sinni.
„Ég hef verið hjá Nesskip síðan
1977, en Selnes hefur verið í reglu-
legum ferðum frá íslandi síðan í
ársbyrjun 1979 og túrarnir eru frá
10 dögum og allt upp í 3—4 mán-
uði. A Selnesinu hefur þetta verið
reglulegt um skeið, fjórir mánuðir
um borð, en stoppað heima á milli
í 20 tíma. Síðan í mars í fyrra hef
ég aðeins tekið 2—3ja vikna frí, en
nú verð ég heima í sumar og fram
á haust, ég ætla að fá mér til-
breytingu og vinna í landi til þess
að geta verið meira heima.
í málum farmanna brenna laun-
in sífellt á, við höfum fjarvistar-
tillegg ef við erum búnir að vera
meira en tvo mánuði að heiman
frá landinu, 10% ofan á laun, en
menn sem vinna til dæmis í virkj-
unum fá slíkt strax.
Þá tel ég að það ætti að skipu-
leggja betur ákveðin frí eftir
ákveðinn tíma, en vegna mikils
kostnaðar í ferðum er þetta erfitt
og einnig vegna þess hve ferðir eru
breytilegar. Það þarf að taka tillit
til svo margra þátta, en ég segi
fyrir mig, að ég hef ekki þurft að
kvarta undan neinu, það hefur
verið reynt að gefa mönnum frí
þegar þeir hafa óskað þess og
þetta hefur gengið vel þannig.
Mest hef ég siglt í Evrópu, hef
reyndar komið í öll lönd Evrópu
sem liggja að sjó, allt frá Noregi
og suður til Afríku. Einnig hef ég
siglt til Norður-Ameríku og Kan-
ada upp á vötnin þar og einnig má
nefna Mexíkó og Rússland. Mér
telst til að ég hafi komið í 24 lönd
og um 100 hafnir í þessum lönd-
um. Maður er því orðinn hagvanur
víða, en mest hef ég siglt á Noreg
og mikið verið á ströndjnni þar.
Merkilegast þótti mér í þessum
ferðum að fara upp vötnin á
landamærum Bandaríkjanna og
Kanada, upp skipastigana, alls 15
þrep, þar af 8 fram hjá Niagara-
fossunum og 7 upp St. Lawrence-
fljótið. Leiðin efst í fljótinu er sér-
staklega falleg, þar siglir maður
hreinlega undir trjánum, það er
geysilega fögur leið. Ein erfiðasta
skipaleiðin er um Ermarsund og
Gíbraltar, því þar er svo mikið við
að vera og betra að hafa vakandi
auga. Menn verða þreyttir á þess-
um fjarlægðum þegar fjölskyldan
er heima, konan og börnin þrjú og
allt lendir á konunni. Þá er gott að
eiga góða konu sem bjargar öllu
og sér um hlutina.
Sjómannadaginn? Ég held upp á
sjómannadaginn í rólegheitum ef
ég er heima og skrepp á ball ef
hægt er að koma því við, en úti á
sjó er hversdagsstarfið eins alla
daga ársins, en það sem ég hlakka
mest til nú er að vera heima með
fjölskyldunni fram í októberlok að
öllu óbreyttu."
-á.j.
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 1984 ' ^3
L
LANDSVIRKJUN
Breytt símanúmer
Símanúmeri Landsvirkjunar, Háaleitis-
braut 68, Reykjavík, hefur veriö breytt í
686400 frá og meö 1. júní 1984.
Landsvirkjun.
/
AF SKATTSKYLDUM TEKJUM
AF ATVINNURE KSTRI
-HL1.JÚLÍ
Fyrirtækjum og einstaklingum sem hafa tekjur
af atvinnurekstri er nú heimilt að draga 40% frá skatt-
skyldum tekjum til að leggja í fjárfestingarsjóð.
Frádrátturinn er bundinn því skilyrði að helm-
ingur fjárfestingarsjóðstillagsins sé lagður inn á bund-
inn 6 mánaða reikning fyrir 1. júlí n.k. vegna tekna árs-
ins 1983. Ef reikningsárið er annað en almanaksárið
skal lagt inn á reikninginn innan 5 mánaða frá lokum
reikningsárs.
Innstæður á reikningunum eru verðtryggðar
samkvæmt lánskjaravísitölu. Auk þess býður Lands-
bankinn 1,54% stigum hærri vexti en gilda um aðra 6
mánaða reikninga. Það er besta ávöxtun, sem boðin er.
Reikningsinnstæðum má ráðstafa að loknum 6
mánaða binditíma, en innan 6 ára.
esiö
reglulega
öllum
fjöldanum!
2Hor0tmXiIflfcií>
Enn er hægt að njóta þeirra skattfríðinda sem að
framan er lýst, við álagningu tekjuskatts og eignaskatts
á árinu 1984 vegna tekna ársins 1983. Fresturinn að
þessu sinni er til 1. júlí n.k.
Upplýsingar um stofnun fjárfestingarsjóðsreikninga
eru veittar í sparisjóðsdeildum Landsbankans.
LANDSBANKINN
Græddur er geymdur eyrir