Morgunblaðið - 03.06.1984, Síða 46

Morgunblaðið - 03.06.1984, Síða 46
94 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 1984 Grindavík „Kökunni skipt á rangan hátt — endað hjá okkur“ \ — spjallað við sjómenn í Grindavíkurhöfn Grindavík er eitt þeirra dæmigerðu þorpa sem byggir allt á sjónum eins og sagt er. Það lá því beint við þegar Morgunblaðsmenn voru sendir út af örkinni til að spjalla við sjómenn í tilefni hátíðisdags sjómanna að koma þar við. Fórum við að sjálfsögðu beint niður að höfn og hófumst handa á bryggjunni sem nefnd er Miðgarður. Um borð í Hópsnesinu, talið frá vinstri: Magnús Sigurðsson háseti, Ólafur Ólafsson háseti og Sigurður Ólafsson kokkur. Árni Kristinsson stýrimaður, skipstjóri í þessum túr, er á innfelldri mynd. Sveinn Sigurjónsson á Jóhannesi Gunnari GK 74 tekur til hendinni með syni sínum, Jóhannesi Gunnari Sveinssyni. Hundurinn Prins fylgist með. Höfum dregist aftur úr í launum Fyrst fórum við um borð í Hópsnes GK 77. Þar hittum við i brúnni Sigurð Ólafsson kokk, Árna Kristinsson stýrimann og Ólaf Ólafsson háseta. Mikill asi var á köppunum því þeir voru að leggja í’ann og ekki vert að tefja þá lengi þar sem þeim lá á; klukkan eitt daginn eftir átti að sýna beint frá leik Stuttgart- og Hamborgarlið- anna í sjónvarpinu. Þeir voru ómyrkir í máli yfir kjaramálunum: „Þau eru fyrir neðan allar hellur. Þú sérð það að á meðan við fáum 4% hækkun á meginhluta okkar kaups fá flestir í landi 10—12% launahækkun. Við erum alveg svakalega óhressir með þetta." Það var kokkurinn sem mælti þessi orð og stýrimað- urinn bætti við: „Fiskverðið og þar með kaupið okkar hefur dregist al- veg helling aftur úr á undanförn- um árum, um 30% að minnsta kosti. Við höfum borið skarðan hlut frá borði, sérstaklega þegar litið er til þess að við sjómenn, sem erum aðeins um 4.000, sköp- um 70% af útflutningsverðmæti landsmanna. Þegar þetta er haft í huga finnst okkur að okkar hlutur sé lítill," sagði Sigurður. „Ef við tölum um þetta sem köku þá er henni skipt á rangan hátt,“ sagði Árni, „byrjað er að skipta henni i landi, til dæmis í ráðuneytunum, en endað hér hjá okkur. Það er þetta sem okkur svíður undan.“ Sem dæmi um þetta sögðu þeir að hásetatryggingin væri tæp 20 þúsund. og fyrir það væru menn skyldugir til að vinna 18 tíma á sólarhring og 6 daga vikunnar. Þá barst talið að öryggismálum sjó- manna. Sögðu þeir að þeim væri ef til vill ekki svo mikið ábótavant. „En slæmt er ef einhverjar nýj- ungar koma fram að þá þurfi allt að fara í vitleysu eins og gerst hef- ur. Að menn skuli ekki geta sam- einast um að koma þeim málum farsællega í höfn á sem skemmst- um tíma og sleppt þessum per- sónulegu svívirðingum sem gengið hafa á milli manna." Hópsnesið er á netum og hefur gengið þokka- lega en dauft er framundan. En nú var blaðamönnum ekki lengur tii setunnar boðið, búið að sleppa landfestunum að aftan og auðsætt að sjómennirnir ætluðu að ná leiknum með Ásgeiri Sigurvins- syni og félögum. Kvótaskiptingin í humarnum glæpamennska Nokkru austar lá Skúmur GK 22 bundinn við bryggjuna og var þar mikið at á mönnum, rafsuðumenn á fullu og sjómennirnir einnig í samfestingum að hjálpa til. Við tókum Birgi Smára Karlsson skip- stjóra tali í brúnni: „Ég var alveg sáttur við vertíðina sem slíka. Við vorum með 760 tonn og fjórðu hæstu hér. Við kláruðum kvótann okkar ekki. Að vísu var alltaf ver- ið að breyta þessu. Fyrst fengum við ákveðinn kvóta sem svo alltaf var verið að bæta yið. Ég er í sjálfu sér ekkert á móti kvótanum en þetta var komið í tóma vitleysu að hræra svona í þessu í vetur. Vertíðin var léleg yfir heildina lit- ið, aðeins tveir eða þrír bátar náðu kvóta sínum og mikill ufsi var hjá þeim bátum sem fengu einhvern afla.“ „Við erum búnir að vera í stoppi í hálfan mánuð við að umbreyta bátnum. Verið er að setja í hann nýjan gálga og fleira enda var hann bara með síðutroll. Við von- umst til að komast út fljótlega og förum þá á humar á svæðinu á milli Eldeyjar og Vestmannaeyja. Þeir hafa verið að fá þar fínan afla, þetta 100 til 170 kíló í hali, sem er mjög gott. Annars er þessi kvótaskipting í humarnum algjör glæpamennska. Þetta-er í fyrsta skipti sem úthlutað er kvóta á hvern bát en áður hefur verið i gildi heildarkvóti á alla bátana, sem ég veit ekki annað en hafi gefið góða raun. Það magn sem menn fá úthlutað mega menn vera að veiða í tvo og hálfan mánuð. Þetta bíður, að mínu mati, upp á meiri freistingu en góðu hófi gegnir. Þá á ég við að menn drepi meira en áður, hendi því lakasta í sjóinn og komi bara með stærsta humarinn í land þar sem helm- ingsmunur er á 1. og 2. flokki og 3. flokkur aðeins brot af 1. flokki." Birgir Smári var einnig gagn- rýninn á möskvastærðina við þorskveiðarnar. „Alltaf er verið að leyfa smærri og smærri möskva og alltaf fyrr á vertíðinni. Með þessu er verið að fara í sama farið og togararnir hafa verið í, það er að drepa smáfiskinn. Mér finnst þetta mikil öfugþróun, það verða bara smærri kvikindi sem koma á land. Það er ekki þannig, ég tek þátt í þessum skrípaleik eins og aðrir. Annað þýðir ekki því annars situr maður bara eftir og hinir koma með þetta í land,“ sagði Birgir Smári Karlsson. Lítið annað að gera hér í Grindavík Birgir Smári leiddi okkur niður í matsal og þar hittum við einn skipverja hans, Bjarna Guð- brandsson 2. vélstjóra að máli. Hann sagðist hafa verið fjögur ár til sjós. „Það var ekki ætlunin að gera það en það er bara svo lítið annað um að vera hér í Grinda- vík,“ sagði Bjarni þegar við spurð- um hann hvort hann væri í fram- tíðarstarfinu. Af illri nauðsyn? „Nei, ekki er það svo slæmt, en maður fær ekkert annað betur launað starf í landi nema vera menntaður til einhvers þar,“ sagði Bjarni. Bjami er fjölskyldumaður og sagði aðspurður um hvort úti- vistin væri ekki leiöinleg: „Maður venst á þetta. Verst var þetta til að byrja með en ég get ekki verið að kvarta neitt yfir þessu." — Ert þú ánægður með kaupið? „Kaupið er auðvitað aldrei nóg, það er á hreinu. Annars er ekki hægt að miða við þennan bát því við vorum fjórðu hæstir hér, en vertíðin er búin að vera mjög léleg hjá mörgum, alveg hrikalega léleg. Það eina sem svo er framundan er að slíta upp þessi humarkvikindi sem við fengum í okkar hlut.“ Að- spurður um hvernig kvótaskipt- ingin verkaði á lifið í Grindavík sagði Bjarni: „Hennar er ekki far- ið að gæta að ráði þar sem fæstir hafa náð sínum afla ennþá. En auðvitað er uggur í fólki yfir minnkandi afla hjá bátunum," sagði Bjarni Guðbrandsson. Kvótinn enn ekk- ert heft okkur Hrafn Sveinbjarnarson II lá við Viðlagasjóðsbryggjurnar sem þeir Grindvíkingar kalla svo en heitir víst „Gosi“ á skýrslum. Skipstjór- inn, Ásgeir Magnússon, stóð á bryggjunni og ræddi við iðnað- armenn úr vélsmiðjunni sem voru að dytta að bátnum hjá honum. „Við erum nýhættir á vertíðinni, vorum á netum en tókum upp fyrir helgina,“ sagði Ásgeir er við tók- um hann tali. „Þetta gekk illa, við fengum ekki nema rúm 600 tonn. Við fiskuðum ekkert upp i kvót- ann, langt frá því, þó við hefðum bara fengið meðalkvóta. Þetta gekk einfaldlega illa hjá okkur. Við lentum einhvern veginn fram hjá ufsanum sem margir komust i og vorum því í lægri kantinum," sagði Ásgeir þegar við spurðum hann hvernig vertíðin hefði geng- ið. „Við erum að gera klárt fyrir rækju, förum í hana eftir sjó- mannadaginn,“ sagði Ásgeir að- spurður um hvað tæki nú við. „Báturinn hefur verið leigður vestur á ísafjörð, með mann- skapnum á, til rækjuveiða. Ég er að vona að það verði gott, það var

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.