Morgunblaðið - 06.07.1984, Side 5
MORGUNBLÁÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 1984
5
Ferðanefnd Varðar, ásamt Geir Hallgrímssyni, fyrrv. formanni SjálfsUeðis-
flokksins. F.v.: Geir Hallgrímsson, Gunnar Hauksson form. Varðar, Ottó
Örn Pétursson, Gísli Jóhannsson, Halldór Friðriksson, Guðmundur Jónsson
form. ferðanefndar og Einar Þ. Guðjohnsen leiðsögumaður. (Á myndina
vantar Svein H. Skúlason.)
31. Varðarferðin um
Kaldadal og Borgar-
fjörðinn á morgun
Landsmálafélagið Vörður fer á
morgun, laugardag, í árlega sumarferð
sína, sem er sú 31. í röðinni. Að þessu
sinni verður ekið sem leið liggur austur
Mosfellsheiði til Þingvalla og þar
drukkið morgunkaffi. Síðan verður ek-
ið norður Kaldadal, sem nú er verið að
opna umferð í ár, að Húsafelli í Borg-
arfirði. Þar snsða þátttakendur hádeg-
isverð og geta á meðan notið þriggja
jökla sýnar, ef gott skyggni verður. Að
hádegisverði loknum verður ekið Hvft-
ársíðu um Þverárhlíð, yfir gömlu Hvít-
árbrúna og áð í Skorradal, þar sem
fólk fær kvöldhressingu. Þaðan er ekið
Geldingadraga um Hvalfjörð til
Reykjavíkur.
Sumarferðirnar eru ríkur þáttur f
starfsemi Varðar og hafa þátttak-
endur í þeim sfðastliðin ár verið frá
500—1100 manns. Að venju mun for-
maður Sjálfstæðisflokksins halda
ræðu á einum áningarstaða og kem-
ur það því í hlut Þorsteins Páls-
sonar. Einnig munu Friðjón Þórðar-
son, þingmaður, og Gunnar Hauks-
son, formaður Varðar, ávarpa þátt-
takendur. Leiðsögumaður í ferðinni
verður Einar Þ. Guðjohnsen og er
það 10. ferð hans með Verði.
Langferðabifreiðir leggja af stað
frá Valhöll á Háaleitisbraut kl. 8 f
fyrramálið, en áætlað er að komið
verði aftur til Reykjavíkur kl. 19.
Innifalið f miðaverði er hádegisverð-
ur og kvöldhressing, en morgunkaffi
verða þátttakendur að hafa með sér.
Hluti þátttakenda og bifreiða f sfði
Vestmannaeyjar:
Humarbátarnir að
fylla kvóta sína
Vextinannarjjuni, S. júlí.
FJÓRIR humarbátar höfðu um síðustu
mánaðamót fyllt kvóta sína á þessari
humarvertíð og margir eru við það
þessa dagana að ná því aflamarki sem
þeim var sett í vertíðarbyrjun.
Fjórtán bátar hafa stundað þessar
veiðar í sumar og um mánaðamótin
höfðu þeir aflað um 80% af úthlut-
uðum kvóta, eða 61,7 tonn af slitnum
humri. Það samsvarar um 200 tonn-
um af humri upp úr sjó og er það um
fimm tonnum lakari afli en á sama
tíma í fyrra. Humarvertíðin fór
mjög vel af stað en aflabrögð voru
frekar léleg í júní. Humarvertfðinni
líkur um næstu mánaðamót.
Togararnir sjö sem héðan eru
gerðir út hafa aflað vel að undan-
förnu og tryggja ágæta atvinnu hjá
starfsfólki fiskvinnslustöðvanna.
Aflasamsetning hjá þeim hefur sem
fyrr verið frekar óhagstæð, mikill
karfi, þorskur ákaflega fáséður en
ýsa hefur talsvert hresst upp á
mannskapinn. Stanslausar Iandanir
hafa verið úr togurum alla þessa
viku, Sindri 110 tonn, Halkion 94
tonn, Vestmanney 138 tonn, Bergey
116 tonn og Klakkur 140 tonn.
Frá áramótum er afli togaranna
þessi: Breki 2.445 tonn f 15 veiði-
ferðum, Vestmanney 2.045 tonn f 17
veiðiferðum, Klakkur 1.808 tonn f 17
veiðiferðum, Gideon 576 tonn í 8
veiðiferðum og Halkion 225 tonn f 4
veiðiferðum. Heildarafli á land kom-
inn fyrstu 6 mánuði þessa árs nemur
alls 111.435 tonnum, þar af er loðna
78.496 tonn. Botnfiskaflinn er um
2.700 tonnum lakari nú en á sama
tíma í fyrra.
I verslun Heimilisíækja i Sætuni 8 er mesta úrvai kæliskápa
sem til er á íslandi. Þeir eru allt frá 90 til 600 lítra,
48 til 108 cm á breidd, 52 til 180 cm á hæð, með 1, 2, 3 eða 4 dyrum,
meö eða án frystihólfs. með hálf- eða alsjálfvirkri atþyðingu, í ýmsum litum,
evrópskir og amerískir af gerðunum Philips og Philco.
Þú tekur mál af gatinu hjá þér og hefur svo samband við okkur í Sætúni 8.
( Hafnarstræti 3 eru einnig fjölmörg sýnishorn af kæliskápaúrvaiinu
og þar fást líka allar upplýsingar.
Heimilistæki hf
HAFNARSTRÆTI3 - 20455- SÆTUNI 8 -15655
s
ryan
Irr "i — il
ip4I •> Æ* ■ mJBHm MF—8 J
Hini
i s 1 h
— hkj.