Morgunblaðið - 06.07.1984, Page 11
MOBGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 1984
11
Tíu íslendingar á Ólympíuleikum
fatlaðra 1984 í Bandaríkjunum
ÓLYMPÍULEIKAR fatlaöra 1984
eru að þessu sinni haldnir í tvennu
lagi, annars vegar í Bandaríkjun-
um, fyrir hreyflhamlaða, og hins
vegar á Knglandi, fyrir mænuskað-
aða. Fyrri Ólympíuleikarnir, fyrir
hreyfihamlaða, voru haldnir í New
York-borg, dagana 17. til 29. júní
sl. Keppendur á leikunum voru um
átján hundruð og komu frá 54
löndum.
Tfu íslendingar tóku þátt í
Ólympíuleikunum, þau Jónas
Óskarsson, Haukur Gunnarsson,
Sigrún Pétursdóttir, Oddný
Óttarsdóttir, Guðjón Skúlason,
Hafdís Ásgeirsdóttir, Hafdís
Gunnarsdóttir, Snæbjörn Þórð-
arson, Eysteinn Guðmundsson
og Sævar Guðiónsson. Blm. Mbl
spjallaði við Olaf Jensson, for-
mann íþróttasambands fatlaðra,
um ólympíuleikana í New York,
en hann fór utan með íslensku
þátttakendunum, sem farar-
stjóri hópsins.
„Ronald Reagan, Bandaríkja-
forseti, setti ólympíuleikana
1984 við hátíðlega athöfn,
sunnudaginn 17. júní,“ sagði
Ólafur. „Keppnin hófst síðan
daginn eftir og var þátttakend-
um skipt niður í flokka eftir fötl-
un. Keppnin stóð yfir nánast frá
morgni til kvölds alla dagana, og
keppt var í öllum greinum
íþrótta. íslensku þátt-
takendurnir, sem flestir byrjuðu
ekki að æfa íþróttir fyrir alvöru
fyrr en sl. haust, stóðu sig allir
mjög vel, og unnu sex þeirra til
verðlauna."
— Hvernig var aðstaðan fyrir
þátttakendur Ólympíuleikanna?
„Aðstaðan var öll til fyrir-
myndar og fólkið sem stóð að
leikunum allt hið alúðlegasta.
Þátttakendur leikanna bjuggu
ásamt aðstoðarfólki sínu í
Hofstra University í Nassau
County, þar sem dekrað var við
okkur, með góðum mat og
fleiru."
— Þú segir að dagurinn hafi
verið strangur fyrir þátttakendur.
Eitthvað hafa þeir þó gert sér til
skemmtunar að loknum erfiðum
keppnisdegi?
„Já, vissulega var það svo. Á
hverju kvöldi var annaðhvort
diskótek fyrir þátttakendur eða
frægar hljómsveitir komu og
skemmtu, og gáfu þær allar
vinnu sína. Til dæmis kom hinn
frægi Michael Jackson og
skemmti eitt kvöldið. Á kvöldin
gafst því þátttakendum kostur á
að koma saman og kynnast
hverjir öðrum, öðruvísi en að-
eins i keppni. íslensku þátttak-
endurnir voru við keppni alla
Ólafur Jensson, formaður íþrótta-
sambands fatlaðra og fararstjóri
íslensku ólympíufaranna.
daga nema einn og notuðum við
þá tækifærið og fórum í siglingu
í kringum Manhattan. Síðan var
okkur boðið til hádegisverðar
hjá íslensku sendiherrahjónun-
um hjá Sameinuðu þjóðunum,
Herði Helgasyni og Söru konu
hans.
Ólympíuleikarnir á Long Is-
land tókust að allra mati mjög
vel og sá vinskapur sem tókst
þar þátttakenda á milli verður
vonandi varanlegur," sagði ólaf-
ur.
Af íslensku keppendunum tíu
unnu sem áður segir sex til verð-
launa á Ólympíuleikunum. Þeir
eru Jónas Óskarsson sem fékk
silfurverðlaun í sundi; Sigrún
Pétursdóttir sem fékk ein silfur-
verðlaun og tvenn bronsverðlaun
í sundi; Haukur Gunnarsson sem
fékk tvenn bronsverðlaun í
hlaupum; Oddný Óttarsdóttir
sem fékk ein bronsverðlaun I
sundi; Hafdís Gunnarsdóttir
sem fékk tvenn bronsverðlaun í
borðtennis, annars vegar í ein-
liðaleik og hins vegar í tvíliða-
leik ásamt stöllu sinni og nöfnu
Hafdísi Ásgeirsdóttur. Blm.
spjallaði við þrjá af verðlauna-
höfunum, þau Sigrúnu Péturs-
dóttur, Oddnýju Óttarsdóttur og
Hauk Gunnarsson.
„Ferðin var erfið,
en skemmtileg“
Sigrún Pétursdóttir er 15 ára
gömul og vann sem áður segir til
verðlauna í sundi. „Ég byrjaði að
æfa sund fyrir tveimur árum í
Hátúni hjá Erlingi Jóhannssyni,
og hef æft þar síðan. Ég hef
keppt áður í sundi í Noregi,
Þrír af íslensku verðlaunahöfunum á ólympíuleikum fatlaðra 1984, talið
frá vinstri: Oddný Óttarsdóttir, Sigrún Pétursdóttir og Haukur Gunnars-
SOD. Mbl. Emilía.
Danmörku og Sviþjóð á bama-
og unglingamóti Norðurlanda.
Hins vegar hef ég aldrei áður
keppt á Olympíuleikum fatlaðra,
og þó að ferðin hafi verið erfið
þá var hún mjög skemmtileg.
Mér fannst líka mjög gaman að
kynnast nýju fólki frá svo mörg-
um löndum,“ sagði Sigrún.
„Hljóp í krapinu
í fyrravetur“
Haukur Gunnarsson er 17 ára
gamall og var að koma úr öku-
tíma þegar blm. bar að garði.
Haukur vann til verðlauna í tvö
hundruð og fjögur hundruð
metra hlaupi. „Ég byrjaði ekki
að æfa hlaup fyrr en sl. haust.
Islenskir vetur eru ekki beint
fallnir til íþróttaæfinga úti við,
en ég lét mig hafa það og hljóp í
krapinu í fyrravetur. Þó byrjaði
ég ekki að hlaupa fyrir alvöru
fyrr en snjóa tók að leysa af göt-
unum. Ég hef keppt í „boccia“,
sem er boltaleikur, á barna- og
unglingamóti Norðurlanda, í
Noregi og Svíþjóð, en aldrei
komist á Olympíuleika áður. Ég
á það allt einum manni að
þakka, Júlíusi Arnarsyni, að ég
komst á þessa leika, en hann
þjálfaði mig í vetur,“ sagði
Haukur.
„Bjóst aldrei við
að komast á leikana“
Oddný Óttarsdóttir er 15 ára
gömul og vann til verðlauna í
sundi. „Ég byrjaði ekki að æfa
sund fyrir alvöru fyrr en sl.
haust, og bjóst því aldrei við að
komast á leikana. Ég hef keppt á
á barna- og unglingamóti Norð-
urlanda, í Noregi og Svíþjóð. en
þá æfði ég ekkert. Mér fannst
æðislega gaman { þessari ferð.
Það var svo margt að sjá og svo
kynntist ég svo mörgu fólki. Ég
eignaðist meira að segja tvo
pennavini í Bandaríkjunum,“
sagði Oddný hróðug.
Olafur Jensson var að lokum
spurður að því hvernig aðstaða
til íþróttaæfinga fyrir fatlaða
væri hér á landi. „Aðstaða til æf-
inga sumra greina er vægast
sagt mjög bágborin hérlendis og
ber helst að nefna sund í því
sambandi. Hins vegar er hún góð
í sumum greinum s.s. borðtenn-
is. Það sem hefur háð fötluðu
íþróttafólki mest er það hvað að-
staðan til íþróttaiðkana er dreifð
um borgina. Þetta stendur þó til
bóta því í bígerð er að reisa
íþróttahús í Hátúni, fyrir
Iþróttafélag fatlaðra í Reykja-
vík. Verður það fyrsta íþrótta-
mannvirkið á íslandi sem
sérstaklega er hannað fyrir fatl-
að fólk.
Mig langar til að koma hér að
í lokin örlitlu þakklæti til þjálf-
ara og aðstandenda íslensku
ólympíufaranna, sem gerðu þeim
kleift að komast á ólympíuleik-
ana 1984,“ sagði Ólafur Jensson
að lokum.
Síðari Ólympíuleikar fatlaðra
1984, fyrir mænuskaðaða, verða
haldnir í borginni Aylesbury á
Englandi, dagana 22. júlí til 1.
ágúst nk. Átta íslendingar munu
taka þátt í leikunum, en þátttak-
endur verða þar alls tólf hundr-
uð.
110 þjóðhátíð Vestmann-
eyinga verður haldin um
verslunarmannahelgina
UM NÆSTU verslunarmannahelgi verður haldin 110. þjóðhátíð Vestmann-
eyinga og ei undirbúningur að hefjast um þessar mundir. íþróttafélögin í
Vestmannaeyjum, Þór og Týr, hafa skipst á að undirbúa þjóðhátíðina og er
það Þór sem sér um framkvæmdir að þessu sinni.
Nýlega hélt þjóðhátíðarnefnd
blaðamannafund til þess að kynna
þjóðhátíðina og það sem þar verð-
ur á dagskrá. Að sögn Ásmundar
Friðrikssonar er mikil áhersla
lögð á að hafa dagskrána sem fjöl-
breyttasta og er stefnt að því að
hafa atriði fyrir fólk á öllum aldri.
Reiknað er með að dagskráratrið-
in verði i kringum 60 svo allir
ættu að geta fundið eitthvað við
sitt hæfi. Mikið verður um fasta
liði, sem heimamenn sjá um, til
dæmis klifur og bjargsig, svo
eitthvað sé nefnt. Einnig verða
fjölmörg önnur skemmtiatriði og
munu hljómsveitirnar Daríus og
Hljómsveit Stefáns P. koma fram
ásamt Brúðubílnum, HLH-flokkn-
um, Hálft í hvoru o.fl.
Þór Vilhjálmsson hefur verið
ráðinn framkvæmdastjóri þjóð-
hátíðarinnar. Hann sagðist vonast
til að um 5—6000 manns kæmu á
þjóðhátiðina, eða sem allra flestir
til þess að hátíðin stæði undir sér.
Þjóðhátíðin er margra milljóna
króna fyrirtæki og er kostnaður
þegar orðinn allnokkur.
I tilefni þjóðhátíðarinnar hefur
verið valið merki og er það mynd
af teistu. Einnig hefur verið valið
þjóðhátíðarlag og er það eftir Ása
í Bæ. Stefnt er að því að gefa lagið
út á hljómplötu.
Mikil hefð hefur komist á í sam-
Ljósm. KEE.
Á myndinni má sjá nokkra skemmtikrafta sem koma munu fram á þjóðhátíð-
inni ásamt þeim Ásmundi Friðrikssyni, Óskari Óskarssyni og Þór Vil-
hjálmssyni úr þjóðhátíðarnefndinni.
bandi við hátíðina. Heimamenn
tjalda t.d. allir í sérstökum tjald-
búðum og til þess að komast í dal-
inn ferðast menn með vörubílum.
Bekkjum er komið fyrir á vöru-
bílspöllunum og er síðan tjaldað
yfir. Þessir bílar hafa verið nefnd-
ir bekkjabílar. Langstærstur hluti
heimamanna tekur þátt í hátíð-
inni og alltaf kemur nokkuð stór
hópur af fólki af meginlandinu.
Áð lokum vildu þeir þjóðhátíð-
arnefndarmenn minna á að þessi
hátíð er byggð upp sem skemmtun
fyrir fólk á öllum aldri og sé vand-
að til hennar á allan hátt.
AMERÍKA
PORTSMOUTH/NORFOLK
City of Perth 24. júlí
Bakkatoss 8. ágúst
City of Perth 22. ágúst
Bakkafoss 5. sept.
NEW YORK
City of Perth 25. júli
Bakkafoss 7. ágúst
City of Perth 21. ágúst
Bakkafoss 4. sept.
HALIFAX
Bakkafoss 11. ágúst
Bakkafoss 8. sept.
BRETLAND/MEGINLAND
IMMINGHAM
Álafoss 8. júli
Eyrarfoss 15. júlí
Álafoss 22. júlí
Eyrarfoss 29. júlí
FELIXSTOWE
Alafoss 9. júlí
Eyrarfoss 16. júli
Álafoss 23. júlí
Eyrarfoss 30. júlí
ANTWERPEN
Álafoss 10. júlí
Eyrarfoss 17. júlí
Álafoss 24. júli
Eyrarfoss 31. júlí
ROTTERDAM
Álafoss 11. júli
Eyrarfoss 18. júlí
Álafoss 25. júlí
Eyrarfoss 1. ágúst
HAMBORG
Álafoss 12. júlí
Eyrarfoss 19. júlí
Álafoss 26. júlí
Eyrarfoss 2. ágúst
GARSTONE
Grundarfoss 11. júli
LISSABON
Vessel 25. júli
LEIXOES
Vessel 26. júlí
BILBAO
Vessel 27. júlí
NORDURLÖND/-
EYSTRASALT
BERGEN
Oettifoss 6. júlí
Mánafoss 13 júlí
Dettifoss 20. júlí
Mánafoss 27. júli
KRISTIANSAND
Dettifoss 9. júlí
Mánafoss 16. júlí
Dettifoss 23. júlí
Mánafoss 30. júlí
MOSS
Dettifoss 6. júlí
Mánafoss 17. júlí
Dettifoss 20. júlí
Mánafoss 31. júli
HORSENS
Dettifoss 11. júlí
Dettifoss 25. júli
GAUTABORG
Dettifoss 11. júlí
Mánafoss 18. júlí
Dettifoss 25. júlí
Mánafoss 1. ágúst
KAUPMANNAHÖFN
Dettifoss 12. júlí
Mánafoss 19. júlí
Dettifoss 26. júlí
Mánafoss 2. ágúst
HELSINGJABORG
Dettifoss 13. júlí
Mánafoss 20. júlí
Dettifoss 27. júli
Mánafoss 3. ágúst
HELSINKI
Elbström 6. júli
Elbström 3. ágúst
GDYNIA
Elbström 9. júli
ÞÓRSHÖFN
Mánafoss 14. júli
VIKULEGAR
STRANDSIGLINGAR
-fram ogtil baka
fra REYKJAVÍK
alla mánudaga
frá ISAFIRÐI
alla þriðjudaga
frá AKUREYRI
alla fimmtudaga
EIMSKIP