Morgunblaðið - 06.07.1984, Side 13

Morgunblaðið - 06.07.1984, Side 13
13 MORGUNBLADIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ1984 Fri fundi Norræna samvinnusambandsins í Kaupmannahöfn, talið frá vinstri: Bent le Fevre, Danmörku, Erlendur Einarsson, fslandi, Leif Lewin, Svíþjóð, og Knut Værdal, Noregi. Norræna samvinnusambandið: Erlendur Einarsson kosinn varaformaður Á vegum Norræna sam- vinnusambandsins (NAF) var haldinn samnorrænn fundur í Kaupmannahöfn dagana 18. til 20. júní sl. Til fundarins mættu 60 fulltrúar adildarsambandanna og dótt- urfyrirtækja NAF, Nord- choklad og Nortend. Á fundinum voru reikningar NAF, Nordchoklad og Nordtends fyrir árið 1983 lagðir fram, auk þess sem fjallað var almennt um starfsemi fyrirtækjanna. Sér- staklega var rætt um leiðir til að auka hlut NAF í matvöruinn- kaupum aðildarfélaganna, og viðskipti NAF við viðskiptamenn utan eignaraðilanna. Þá var einnig rætt um stöðugt vaxandi vöruskiptaverslun, eftir því sem fram kemur í fréttatilkynningu fráNAF. Á fundinum var Erlendur Ein- arsson, forstjóri Sambands ísl. samvinnufélaga, kosinn varafor- maður NAF, en hann sat þennan fund ásamt Hjalta Pálssyni, framkvæmdastjóra verslunar- deildar SÍS. Formaður NAF var kosinn Eero Rantala í stað Karl Erik Persson sem verið hefur formaður í mörg ár. Aðild að NAF eiga sænska samvinnusambandið (KF) en það mun vera annað stærsta fyrir- tæki Svíþjóðar, næst á eftir Volvo, danska samvinnusam- bandið (FDB), sem mun vera stærsta fyrirtæki Danmerkur miðað við veltu, norska sam- vinnusambandið (NKL), tvö finnsk sambönd, EKA og SOK, auk SÍS á íslandi. NAF er sameiginlegt inn- kaupasamband fyrir matvörur og hráefni til matvælaiðnaðar. Höfuðstöðvar þess eru í Kaup- mannahöfn en það er með eígin innkaupaskrifstofur í Bandaríkj- unum, Brasilíu, Spáni, Ítalíu, Hong Kong og fljótlega verður opnuð skrifstofa í Vestur-Þýska- landi. Nordchoklad framleiðir m.a. súkkulaði og konfekt og á SÍS 81 þúsund sænskar krónur af hlutafé þess sem er um 1,5 % hlutafjárins. Nordtend framleið- ir ýmsar hreinlætisvörur og fleira og er með höfuðstöðvar í Stokkhólmi. Eignarhluti SÍS er 51 þús. sænskar krónur sem er 0,2% hlutafjárins. SUMIR VERSLA DÝRT - AÐRIR VERSLA HJÁ OKKUR Glæsilegur útimarkaður með fersku grænmeti og nýjum ávöxtum áSTÓR LÆKKUÐU VERE8... 1.50 pr.kg. SumarUtsala á íslenskum A Tómötum 45^ Glæný og fersk OQ.qO Vl kg Jarðarber o^aðeins Ljitf Bláber 9$% 4 tegundir af Nýjum kartoflum Hamborgarar m/brauði BAKKINN FAÐEINS • ^ pr.stk. LlÚffengt klÖtíSafaríkarsteikurl ® ^ qp glæsilegir Við pökkum öllu kjöti í nýja tegund af filmu. . ® ® Lofttæmdar umbúðir þar sem kjötið grillpmnar nær að meyrna og ná fram tilbúið á Grillið. bestu bragðefnum sínum, án þess að missa safann úr kjötinu. UnghSr79.00|“ AIÆINS Grillbakkar Glænýr Lax Griiikoi 2 kg. — Daglega úr ánni. AÐEINS «195S|98110 Opið til kl. 7 í kvöld Lokað á morgun STARMÝRI 2 —AUSTURSTRÆTI 17

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.