Morgunblaðið - 06.07.1984, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 1984
15
Enginn árangur varð-
andi sambúð Kín-
verja og Rússa
Pekíng, 5. júlf. AP.
QIAN Qichen, aðstoðarutanríkis-
ráðherra Kína, sneri heim frá
Moskvu í dag og sagði þá, að rætt
hefði verið um „fjölmörg vanda-
mál“, en enginn árangur hefði
samt náðst varðandi batnandi
sambúð Kína og Sovétríkjanna.
Sagði hann, að ekkert væri ákveð-
ið, hvort nokkuð yrði úr fyrirhug-
aðri heimsókn Ivan Arkhipovs, að-
stoðarforsætisráðherra Sovétríkj-
anna, til Kína, en henni var frestað
á síðustu stundu í maí.
Arhkipov hefði orðið æðsti
stjórnmálamaðurinn í Kreml til
þess að heimsækja Kína allt frá
Strauss
til Togo
Miinrhen, 5. júlí. AP.
Forsætisráðherra Bæjara-
lands, Frans Josef Strauss, fór í
dag í opinbera heimsókn til
Togo-ríkisins í Vestur-Afríku til
að halda upp á 100 ára sam-
skipti Þjóðverja og Tógobúa.
Strauss fór ásamt stórum
hópi þingmanna til Togo, en
ríkið var undir verndarvæng
þýska heimsveldisins þar til
1919, ári eftir að Þjóðverjar
biðu ósigur í seinni heims-
styrjöldinni.
árinu 1969. Skýring Sovétmanna
á frestun heimsóknarinnar var
sú, að undirbúningi hennar hefði
ekki verið fullkomlega lokið.
Sendistarfsmenn í Peking halda
því hins vegar fram, að það hefði
verið afar óþægilegt fyrir Arkh-
ipov að vera þar í opinberri
heimsókn á sama tíma og landa-
mæraátök milli Kína og Víet-
nams fóru dagvaxandi.
Qian kvaðst hafa átt 40 mín-
útna langan fund með Andrei
Gromyko, utanríkisráðherra
Sovétríkjanna, og hefðu þeir
rætt þar öll þau þrjú aðalatriði,
sem standa helzt í vegi fyrir
bættu samkomulagi milli Sov-
étríkjanna og Kína. Kínverjar
gera það að skilyrði, að Sovétrík-
in flytji herlið sitt frá Afganist-
an, Sovétríkin hætti að styðja
hernám Víetnama á Kambódíu
og að herlið Sovétmanna á kín-
versku landamærunum verði
flutt brott.
„Ég held ekki, að neinn árang-
ur hafi náðst," sagði Qian við
heimkomuna.
ERLENT
Ungur hjartaþegi
J.P. Lovette, sem er fjögurra og hálfs árs, situr bér hjá móóur sinni,
Patriciu, í Columbia-sjúkrahúsinu í New York. Hann fékk nýtt hjarta
fyrir rúmum þremur vikum og sagði, er þessi mynd var tekin fyrir
nokkrum dögum: „Mér líður vel.“
Náðu þjófar lyklum
að skrifstofu Palmes?
Sænska öryggislögreglan óttast hryðjuverk
ÞJÓFAR hafa stolið ístungutöfl-
um fyrir hið leynilega öryggis-
kerfi í sænsku stjórnarskrifstof-
unum í miðborg Stokkhólms.
Gerir sænska öryggislögreglan
jafnvel ráð fyrir því, að hópur
hryðjuverkamanna kunni að
standa að baki þjófnaðinum og
hyggi á stórfelld illvirki.
Stjórnarskrifstofurnar ná
einnig yfir skrifstofu Olof
Palmes forsætisráðherra. í
þeim hefur verið komið fyrir
öflugasta viðvörunarkerfi Evr-
ópu, sem kostaði um 30 millj.
s.kr. Sænska öryggislögreglan,
Sápo, hefur nú skýrt frá því, að
framið hafi verið innbrot í fé-
lagsmálaráðuneytið 14. febrúar
og ístungutöflu verið stolið þar
úr herbergi, sem átti að vera
læst. Heldur Sápo því fram, að
þaðan hafi verið reynt að stela
tölvulyklum að aðaltölvubanka
sænskra stjórnvalda og ýmsum
öðrum gögnum.
Hjá Sápo ríkir jafnvel ótti
um, að þjófarnir hafi náð að
ljósmynda þarna alls konar
gögn, sem varða öryggisbúnað
stjórnarskrifstofanna. Það eyk-
ur enn á þennan ótta, að þjófar
Olof Palme
hafa einnig brotizt inn í tölvu-
fyrirtækið, sem sér um eftirlit
með þessum öryggisbúnaði.
Jarðsprengjur á sól-
arströnd Frakklands
SALA á svaladrykkjum og ís er skyndilega orðin að mjög viðkvæmu
deilumáli á sólarströnd Frakklands. Svo langt hefur verið gengið, að
komið hefur verið fyrir jarðsprengjum eftir Rivierunni endilangri. Hefur
Daniel Auclair, sem á meðal sumargesta gengur undir nafninu svala-
drykkjakóngurinn, nú verið handtekinn og er hann í gæzluvarðhaldi í
Marseille samtímis því sem lögreglan hefur byrjað ákafa leit að heima-
tilhúnum sprengjum, sem hann hefur grafið víða í sandinn og eru þannig
stilltar, að þær eiga að springa í næstu hitabylgju.
Auclair hefur neitað að skýra
frá því, hvar sprengjurnar eru
faldar, nema því aðeins að lög-
reglan heiti þvi að láta sölumenn
hans, um 40 talsins, í friði. Seg-
ist hann hafa komið sprengjun-
um fyrir meðfram tjaldstæðum,
bátaskýlum, hótelum, tjald-
vagnastæðum og alls staðar, þar
sem yfirleitt má gera ráð fyrir
því, að ferðamenn leggi leið sína.
Bernard Hini, lögmaður i
Marseille, sem í 12 ár hefur bar-
izt fyrir rétti Auclairs, hefur lát-
ið hafa eftir sér: „Auclair er ekki
maður, sem lætur gera grín að
sér. Sprengjurnar eru örugglega
til staðar þarna.“
Sala á ís og svaladrykkjum
hefur verið brennandi deiluefni
á Rivieraströndinni árum saman
milli þeirra, sem leyfi hafa til
slíkrar verzlunar og hinna leyf-
islausu. Sala á slíkum verzlun-
arleyfum hefur gefið bæjar- og
sveitarstjórnum á þessu svæði
mikið í aðra hönd og hefur Au-
clair alltaf haldið því fram, að
hann hafi verið fórnarlamb
slíkra hagsmuna.
Hvað eftir annað hafa þessi
stjórnvöld stefnt honum fyrir
rétt og borið þá málsástæðu
fyrir sig, að hann hefði gerzt
brotlegur við heilbrigðisreglu-
gerðir eða önnur lagafyrirmæli.
Én þau hafa aldrei haft erindi
sem erfiði og einn æðsti áfrýjun-
ardómsóll Frakklands sýknaði
hann meira að segja i einu slíku
máli.
Samt sem áður hefur Auclair
ekki fengið að halda ís- og gos-
drykkjasölu sinni áfram. A síð-
asta ári dreifði hann því plaggi,
þar sem sagði, að lögreglan
beitti sölumenn hans harðræði.
Dreifibréfinu lauk með þessum
orðum: „Það er ekkert annað að
gera fyrir götusala en að breyta
sér í Palestinumenn. Þegar eina
aðferðin, sem eftir er, felst í því
að taka upp hryðjuverk, þá er
eitthvað virkilega rotið í þjóðfé-
lagi okkar."
Til marks um það, hve alvar-
lega hótun Auclairs hefur verið
tekin um að „fæla burt alla
ferðamenn frá Cote d’Azur", þá
hefur lögreglan kært hann fyrir
að „framleiða og koma fyrir
sprengiefni".
Austur-Berlín:
Farnir
úr sendi-
ráðinu
Berlín, 5. júlí. AP.
SEX Austur-Þjóðverjar, sem dvalizt
höfðu í sendiráði Vestur-Þýzkalands
í Austur-Berlín, fóru burt þaðan t
dag. Þeir voru hinir síðustu úr hópi
55 Austur-Þjóðverja, sem leitað
höfði hælis í sendiráðinu til þess að
þrýsta á austur-þýzk stjórnvöld til að
veita þeim vegabréfsáritun, svo að
þeir gætu farið úr landi.
í hópi þeirra sex, sem fóru úr
sendiráðinu í dag, voru fjórir full-
orðnir og tvö börn. Hinir fóru úr
sendiráðinu á þriðjudag og mið-
vikudag, eftir að þeir höfðu fengið
tryggingu frá austur-þýzkum
stjórnvöldum fyrir því, að þeim
yrði ekki refsað og að umsóknir
þeirra um vegabréfsáritun yrðu
teknar til athugunar.
Jozeph Dolezal, talsmaður
vestur-þýzku stjórnarinnar, sagði
í dag, að lausn þessa máls vekti
vonir um, að fleiri Austur-Þjóð-
verjar fengju að flytjast úr landi.
Morðtíðni
að hækka
í Noregi
Osló, 4. júlí. Frá frétUriUra Mbl. Jan Erik Lauré.
LÖGREGLAN í Noregi óttast að
1984 verði metár í morðtíðni þar í
landi. Til þessa hefur verið framið
21 morð og voni fiest framin í höfuð-
borginni.
Um svipað leyti í fyrra höfðu
verið framin 26 morð, en yfirleitt
eru flest morð framin í skamm-
degismánuðunum. I fyrra var vor-
ið undantekning.
Öll morðin hingað til voru fram-
in af karlmönnum og í flestum til-
fellum voru menn einnig fórnar-
lömb. Fimm sinnum voru þó morð
framin vegna kvenna. Þrjú morð-
anna voru framin innan kjarna-
fjölskyldunnar og í átta tilfellum
voru hnífar notaðir til ódæðis-
verkanna.
Vara við
loforðum
Kínverja
Loudon, 5. júlí. AP.
AÐALRÁÐHERRA tíbetska trúarleið-
togans Dalai Lama varaði f dag við að
trrysta á loforð kínverskra stjórnvalda
varðandi framtíð Hong Kong.
Ráðherrann, Kalon Tashi
Wangdu, ræddi við fréttamenn eftir
ávarp Dalai Lama á samkomu Tíb-
eta í London. Wangdu sagði að
Hong Kong ætti að læra af sögu
Tíbet og vara sig á öllum samkomu-
lögum. „Aldrei var nokkuð hirt um
þau loforð sem Tíbet voru gefin árið
1952,“ sagði Wangdu.
Kína öðlast vald yfir Hong Kong
árið 1997 þegar leigusamningur
Breta rennur út. Bretar hafa reynt
að semja við Kína um að breyta
engu varðandi lagalega og félags-
lega skipun í Hong Kong og búist er
við samkomulagi milli landanna 1
haust.
Kína réðst inn í Tíbet árið 1950 og
hófu Tíbetar uppreisnir gegn þeim
1959. Kína braut niður uppreisnir
þeirra og flúði Dalai Lama, trúar-
leiðtogi, ásamt 100.000 fylgjendum
til Indlands þar sem honum var
veitt pólitískt hæli.
Dalai Lama er 48 ára gamall og
álitinn konungur af guðs náð af
fylgjendum sínum. Hann kom til
London seint f júní og segist ekki
munu snúa aftur til Tfbet fyrr en
Kínverjar yfirgefa Tíbet fyrir fullt
og allt.