Morgunblaðið - 06.07.1984, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 1984
Toppmenn og skemmtikraftar:
Hringsól um landið
HLIÓMSVEITIN Toppmenn heldur
á laugardag í ferð um landið og kem-
ur víða við. Með í forinni verða 12
skemmtikraftar, sem flytja 40 mín.
dagskrá, sem er hluti af söng-
leiknum „Rocky Horror Show“.
Skemmtikraftarnir tóku allir þátt í
uppsetningu Verslunarskólans á
söngleiknum í vetur og hyggjast nú
leyfa landsbyggðinni að njóta góðs
af, með dyggri aðstoð Toppmanna.
Fyrsti dansleikur Toppmanna
og „Rocky Horror“-hópsins verður
í Félagsgarði í Kjós á laugardag,
en hópurinn mun halda áfram um
landið fram í miðjan september.
Hópur Norðmanna ætl-
ar að hjóla um ísland
FÖSTUDAGINN 6. júlí nk. kemur
til landsins með Flugleiðum hópur
norsks fólks í þeim erindum að hjóla
um ísland. Þetta eru samtals 20
manns sem eru félagar í hjólreiða-
klúbbi sem starfandi er í Noregi.
Það sem mesta athygli vekur við
þennan hóp er að helmingur þátttak-
enda eru fatlaðir.
Þessi hópur ætlar að hjóla frá
Keflavík til Reykjavíkur um Suð-
urland og austur til Egilsstaða,
u.þ.b. 770 km leið, með viðkomu á
alls 9 stöðum á leiðinni. Skipu-
leggjendur ferðarinnar hér á landi
eru Lions-menn og hefur Lions-
klúbburinn Víðarr í Reykjavik
haft veg og vanda af því verkefni.
Á öllum viðkomustöðum sjá
Lions-menn á hverjum stað um
gistingu og fæði hópsins.
Megintilgangur ferðarinnar er
að kynna þennan útivistar- og
ferðamöguleika meðal sinna jafn-
ingja. Einkunnarorð hópsins er:
„Fysisk frihet for flere“ og hafa
þau sjálf þýtt á íslensku: „Ferða-
frelsi fyrir fleiri". Áætlað er að
kynna notkun tvimennishjóla og
handknúinna þríhjóla hvar sem
hópurinn fer um og tækifæri
gefst.
Vonandi taka ökumenn tillit til
þessara vösku hjólreiðamanna
hvar sem þeir kunna að verða á
vegi þeirra.
Lions-klúbburinn Víðarr þakkar
Flugleiðum hf., Sól hf., OLÍS hf.,
Fálkanum hf., Pólnum hf. og Velti
hf. fyrir aðstoð sem þau hafa veitt.
(Úr fréttatilkynningu)
Vinabæjarheimsókn frá
Kolding í Danmörku
StjkkLshólmi 29. júní.
HINGAÐ komu sjö menn frá Kold-
ing í Danmökru, sem sóttu bóka-
varðarþingid um daginn. Skoðuðu
þeir bæinn og byggingar hans og
komu við í bókasafninu þar sem
þeim var boðið í kaffi. Rabbað var
um Hólminn og þeim sögð í stórum
dráttum saga hans og framfarir síð-
ustu ára. Þá hafði hreppsnefndin
fyrir þá boð á hótelinu og sá að öðru
leyti um veru þeirra hér í Hólmin-
um.
Voru gestir okkar mjög ánægðir
með komuna. Sólarlítið var og það
ef til vill það eina sem skyggði á.
Fannst gestum mikið til um feg-
urð Breiðafjarðar og útsýn um
eyjar.
Árni
Miklaholtshreppur:
Mikil umferð bíla
og ríðandi manna
— sláttur að hefjast
Borg í Miklaholtshreppi, 5. júlí.
Síðastliðna viku var hér gott veð-
ur, hitinn flesta daga 15—17 stig.
Sólfar var ekki mikið því þoka lá í
fjöllum flesta daga. Grasvöxtur er
nú að verða sæmilegur, sláttur er að
b.'fjast, en nú síðustu daga hefur
rignt nokkuð. Tún sem eru raklend
eru tæplega umferðarhæf vegna
bleytu.
Nokkur ódrýgindi eru af kali í
túnum frá fyrra ár og sums staðar
ber á nýjum kalskemmdum. Um
síðustu helgi komu saman til ætt-
armóts niðar Guðbröndu Guð-
brandsdóttur og Guðbjartar
Kristjánssonar fyrrum hrepp-
stjóra og bónda á Hjarðarfelli.
Var þessi mannfagnaður haldinn í
félagsheimili sveitarinnar að
Breiðabliki. Fjölmenni var þar og
gistu þeir sem lengra áttu að í
tjöldum. Veður var eins gott og
best gerist hér um þetta leyti árs.
Við þetta tækifæri var skírður
drengur í Fáskrúðarbakkakirkju,
sonur Hörpu Jónsdóttur og Guð-
bjartar Gunnarssonar á Hjarðar-
Sagt til vega
á Suðurlandi
ÚT ER komið ritið Sagt til vega á
Suðurlandi, sem er upplýsingarit um
Suðurland í máli og myndum fyrir
ferðamenn. í ritinu er m.a. ritgerð
Jóns R. Hjálmarssonar um helstu
leiðir á Suðurlandi; í Vestmannaeyj-
um, Árnessýslu, Rangárvallasýslu og
Vestur-Skaftafellssýsiu.
Þar eru nefnd helstu örnefni og
sagt frá stöðum sem áhugavert er
að skoða. í ritinu er einnig að
finna fjölmargar upplýsingar fyr-
ir ferðamenn svo sem vegakort, og
einnig hvar hægt er að finna
tjaldstæði, hótel, banka, ferða-
skrifstofur, heilbrigðisþjónustu og
margt fleira.
Útgefandi ritsins er Ferðamála-
samtök Suðurlands með aðstoð
Samtaka sunnlenskra sveitarfé-
laga.
felli. Sá ungi maður heitir Gunn-
ar.
Mikil umferð er hér um sveitir
þessa daga, bæði af bifreiðum og
ríðandi mönnum, því nú er að
hefjast fjórðungsmót hestamanna
á Vesturlandi sem verður á Kald-
ármelum í Kolbeinsstaðahreppi.
Mikið fjölmenni mun sækja þetta
mót því staðhættir þar eru ein-
staklega góðir til slíkra móta.
Vonandi er að veðurguðir verði
mótsgestum og þeim sem stjórna
þessu móti hliðhollir. Verulegar
vegaframkvæmdir eru hér í sveit-
inni nú. Vinnuflokkar eru hér að
byggja nýja brú á Grímsá. Verður
hún nokkru neðar en gamla brúin
og er töluverð vegarlagning í sam-
bandi við brúarsmíðina. — Páll.
íbúasamtök Vesturbæjar:
Vilja bætta að-
stöðu aldraðra
ÍBÚASAMTÖK Vesturbæjar héldu
nýlega aðalfund sinn og voni fundar-
menn á sama máli um ágæti hraðatak-
markana í gamla Vesturbænum, en
töldu þó ekki nóg að gert. Greinilega
væri þörf á að fylgja þeim takmörkun-
um betur eftir, t.d. með upphækkunum
og þrengingum á götum.
Fundurinn samþykkti ályktun,
sem var send Borgarstjórn Reykja-
víkur og hljóðar svo: „Aðalfundur
íbúasamtaka Vesturbæjar 19. júní
1984 beinir eindreginni áskorun til
Borgarstjórnar Reykjavíkur um að
þegar verði hafist handa um upp-
byggingu aðstöðu og þjónustu fyrir
aldraða í Vesturbænum og gamla
Miðbænum á sama hátt og Reykja-
víkurborg beitir sér fyrir slíkri upp-
byggingu annars staðar í borginni. í
þessum elstu hverfum borgarinnar
býr hlutfallslega stærstur hópur
aldraðs fólks í borginni; félagsmið-
stöð, aðstaða til mötuneytis, heilsu-
gæsiustöð o.s.frv. eru þar hins vegar
óþekkt."
f stjórn samtakanna eru nú Arn-
laugur Guðmundsson, formaður,
Stefán Örn Stefánsson, Heimir Sig-
urðsson, Þóra Benediktsson og
Þorsteinn Vilhjálmsson.
Fréttin í NT í gær.
*
Islenska landsliðið í Tékkóslóvakíu:
Tók myndir af föngum í erfiðis-
vinnu, og var hótað kyrrsetningu
NT skýrði frá því í gær að ís-
lenzka landsliðinu í handknattleik
hefði tekizt að ná heldur óvenju-
legum myndum í Tékkóslóvakíu,
og koma þeim úr landi þrátt fyrir
hótanir yfirvalda.
Myndirnar sem hér um ræðir
eru af tékkneskum föngum
ásamt vopnuðum vörðum og
hundum. Fangarnir voru í erfið-
isvinnu rétt fyrir utan hótelið
sem landsliðið gisti, og tókst fs-
lendingunum að taka fjölmargar
myndir þegar þeir sáu hvers
kyns var. En fátt fer fram hjá
yfirvöldum þar í landi og kröfð-
ust þau að filmunum yrði skilað,
að öðrum kosti fengi liðið ekki að
fara úr landi. Landsliðið afhenti
yfirvöldum filmurnar en tókst
þó að halda einni filmu eftir.