Morgunblaðið - 06.07.1984, Side 22

Morgunblaðið - 06.07.1984, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 1984 Einu sinni var... I og II Endurskoðun þríðja og fjórða áratugarins er einn þeirra þátta í E.s.v. í A. sem bera vitni um snilldarhandbragð. Og víst er þó myndin líði nokkuð fyrir lengdina þá þarf fáum að leiðast í hartnær fjögurra stunda langan sýningartíma. Konurnar í mynd Leones hafa litlu öðru hlutverki að gegna en að vera nauðgað. Hér er Carol (Elizabeth McGovern), á leið til frægðar og frama í Hollywood, eftir hrottalega nauðgun Noodles. Annars er McGovern einn af veiku hlekkjum myndarinnar. Kvikmyndir Sæbjöm Valdimarsson BÍÓHÖLLIN: EINU SINNI VAR í AMERÍKU HLUTAR I OG II. Leikstjóri: Sergio Leone. Framieiðandi: Arnon Milchan. Handrit Leonardo Benvenuti, Pi- ero De Bernardi, Enrico Medioli, Franco Arcalli, Franco Ferrini, Leone, Stuart Kaminsky. Byggt á skáldsögunni „The Hoods“, eftir Harry Grey. Kvikmyndataka: Tonino Delli Colli. Klipping: Nino Baragli. Tonlist: Ennio Morricone. Leiktjöld og munir: Carlo Simi, James Singelis, Giovanni Natal ucci, Gretchen Rau. Búningar: Gabriella Pescucci. Aðalhlutverk: Robert De Niro. Með James Woods, Elizabeth McGovern, Treat Williams, Tu- esday Weld, Burt Young, Joe Pesci, Danny Aiello, Larry Rapp, Scott Tiler, Rusty Jacobs, Jennifer Connelly. Eftir að hafa horft á báða hluta kvikmyndar Leones um hálfrar aldar samband og fram- gang gangstera af gyðingaætt- um í Vesturálfu, verður ekki annað sagt en að áhrifin séu tvískift. Einu sinni var í Ameríku er öðrum þræði hrottafengin gangstermynd af uppgangi harð- svíraðra glæpaspíra, og þar er Leone á heimavelli. En nú vili karl gera betur og skapa jafn- framt mikilfenglegt drama en þá fer í verra, það misheppnast að meira og minna leyti. Þessir þættir ná aldrei vel saman, heimildarmyndin gölluð þegar haft er í huga það metnaðarfulla epíska stórvirki sem Leone hefur ætlað sér. Það er margt sem rýrir gildi þessarar misjöfnu myndar. Fjöl- mörg hlaup fram og aftur í tíma eru bæði kostur og galli. Skila stundum tilætluðum árangri en trufla oftar áhorfandann, þar sem framvinda myndarinnar er oftlega óviss fyrir. Handritið er óljóst, persónurnar grunnar og engin þeirra vekur minnstu sam- úð hjá áhorfandanum. Sögu- þráðurinn, tekinn saman í heild, er fullur af lausum endum og illa eða óútskýrðum atvikum. Manni hreinlega blöskrar allar þær eyður sem jafn snjall kvik- myndagerðarmaður og Leone skilur eftir sig. Ein ástæðan er sjálfsagt sú að þessi virti leik- stjóri var búinn að ganga með hugmyndina að E.s.v.í.A upp- undir áratug áður en kom til framkvæmda. Slíkur meðgöngu- tími getur haft slæm áhrif á fóstrið. T.d. eru handritshöfund- arnir orðnir sex, utan Leone! Ónákvæmnin er oft áberandi, enn meira sökum þess að aðrir hlutar Einu sinni var ... eru svo vandlega gerðir. Hvernig í ósköpunum stendur t.d. á því að Max (Woods), sem í upphafi á reyndar klárar hliðar, er lýst í miðkaflanum sem fljóthuga skapofsamanni, jaðrandi við brjálsemi, en kemst síðan í eitt eftirsóttasta embætti landsins? Og hvernig mátti það vera að umsvifamikil framganga hans i stjórnmála- og viðskiptaheimin- um í áratugi fór framhjá No- odles (DeNiro), jafnvel þó hann væri niðurgrafinn í einhverju krummaskuði á þessu tímabili? Þá eru þau átök sem verða vinslit þeirra Max og Noodles einkar illa útskýrð. Því baga- legra þar sem þau eru drama- tískur hápunktur myndarinnar. Lagskona Max, Carol (Tuesday Weld), biður Noodles að fá vin sinn ofan af stórráni sem jafn- gildir sjálfsmorði. Noodles sér engin ráð önnur en að segja til félaganna sem síðan eru skotnir af lögreglunni. Síðar kemur í Ijós að Max er heilinn á bak við þessar aðgerðir, með hjálp Mafí- unnar. Þarna vantar skýrari framvindu. Þá verður þáttur verkalýðs- hreyfingarinnar, Jimmy O’Donnells (Treat Williams), og lögreglustjórans spillta, Aiello, ósköp rýr, en ætti hinsvegar, þegar litið er til baka til bannár- anna, að vera ómissandi. Eins og hann er framsettur hér mætti hann jafnvel missa sig i heild. Og það hefði að ósekju mátt koma víðar við með skærin, myndin er of langdregin. Lokakafli þessarar fjögurra stunda löngu myndar er jafn- framt slappasti hluti hennar. Þar er Leone víðsfjarri sínum bakgrunni og hefði gjarnan mátt vera í hans gamalkunna stíl. Ofbeldisfyllra uppgjör á milli Max og Noodles hefði að öllum líkindum orðið ákjósanlegra endatafl. Að ljúka lífinu, þó aumt sé, í sorpkvörn er yfirmáta bragðlaust eftir það sem á undan er gengið, þó táknrænt sé. Og hvar endar svo myndin? Þegar Noodles grípur svifdisk- inn? Og hvern fj ... er þessi gamalreyndi skálkur að álappast með milljón dollara einn síns liðs í viðsjárverðu hverfi? Og svona mætti lengi telja. Þeim Hammett, Hemingway, Chandler, Muni, Bogart og Cagn- ey er lítil virðing sýnd hvað þessi vinnubrögð snertir (en þeim er myndin tileinkuð). Þeir hefðu gert betur. Og Leone líka hefði hann haldið sig alfarið við gangstermyndina. En Einu sinni var ... á svo sannarlega sínar betri hliðar. Margar sviðssetningarnar eru á borð við það besta sem gert hef- ur verið í þeim efnum. Geysileg vinna og smekkvísi er lögð í hvert einasta atriði, hvergi kast- að til höndum. Ökutæki, um- hverfi, búningar, sama hvar á myndflötinn er litið, hér eru réttir hlutir á réttum stað. Besti hlutinn, uppvaxtarárin í Lower East Side, er kvikmyndagerð ens og hún gerist best. Tæknilega er Einu sinni var ... næstum lýtalaus, prýdd handbragði atvinnumanna. Frá- bær tónlist Morricones virðist ómissandi þáttur i myndum Leones og handbragð Collis á sterkan þátt í að gera tímaskeið- in þrjú trúverðug. Leikurinn er undantekninga- lítið góður, þó handritið komi ekki að umtalsverðu gagni. De- Niro fer á kostum, enda einn hæfileikaríkasti leikari okkar tíma. Og ekki skaðar hin ná- kvæma, vel kunna undirbúnings- vinna hans. Hann eldist með ólíkindum. Stórkostlegt gerfi hjálpar til en aldurhnignar hreyfingarnar geta afburða- mannsins. Þau Woods, Weld (alltof sjaldséð), Young, Rapp og Aiello eru öll stórgóð í sínum hlutverk- um en McGovern er skekkja sem skrifast á reikning Leones. Þrátt fyrir að sá þáttur Einu sinni var .. sem glompóttur má teljast sé mun lengri, þá örlar víða á þeirri afbragðsmynd sem Leone hefur ætlað sér að gera. Ef hún hefði staðið uppúr þá hefði Einu sinni var . . orðið tímamótamynd í sögu gangst- ermyndanna, líkt og „dollara- myndir" í tíð Vestrans. Efni h'inu sinni vnr er í stuttu máli saga ungr* gvAinKadrengja sem ætla sér tA höndla „Ameríska drauminn" með því að ganga Clrpaveginn. Myndin hefst á þriðja áratugn um í Lower East Side í New York. I»eir Max og Noodles eru helstu harðjaxlar hverfisins og rífa .sijj uppúr fátæktinni með aðstoð félaga sinna á hverskyns lögbrotum. Noodles er fljót lega settur inn fyrir morð en þegar út er komið aftur, á bannárunum, taka hans (jömlu fclajjar á móti honum, orðnir stórkarlar í (jlæpaheim- inum. Að því kemur að leiðir vinanna Max og Noodles skilur, hatrið tekur við. UppKjör myndarinnar gerist 1968 er þeir hittast að nýju. S.V. Samkrull á filmu Kvíkmyndír Ólafur M. Jóhannesson Nafn á frummáli: Krull. Handrit: Stanford Sherman. Tónlist: James Horner. Búningar: Anthony Mendelson. Andlitsförðun og gervi: Nick Mal- ey. Brellumeistari: Vic Armstrong. Leikstjóri: Peter Yates. Einkennilega göróttur miðill kvikmyndin. Fyrir skömmu sá ég unglingamynd í Stjörnubíói er nefndist: Skólafrí. Ég sá ekki ástæðu til að fjalla um þessa mynd enda efni hennar marg- tuggið, samt var þessi kvikmynd prýðisvel gerð og hélt athyglinni óskiptri hverja mínútu. En það er næstum ógerningur að smíða grein kringum margtugginn efn- isþráð og því ákvað ég að bíða eftir næstu mynd bíósins, kvik- mynd er nefnist á frummáli: Krull. Leikstjóri þeirrar myndar er nefnilega Peter Yates, sá gamalkunni breskættaði spennumyndahöfundur sem fyrst gerði garðinn frægan með kvikmyndinni: Bullitt (68). En einsog ég sagði áðan er kvik- myndin göróttur miðill sem oftast kemur áhorfandanum í opna skjöldu. Mynd Yates um Krull reyndist nefnilega standa fyrrgieindri unglingamynd langt að baki þrátt fyrir að gíf- urlegt fjármagn og vinna væri lögð í sviðsbúnað og búninga. Það vantaði hér einhvern frum- stæðan kraft í leikarana, þannig að þeir næðu að hrífa áhorfand- ann með í leikinn. í fyrrgreindri unglingamynd var þessi lífs- kraftur óhaminn, og smitaði áhorfandann, uns honum fannst hann vera hluti sviðsmyndarinn- ar, en ekki bara drumbur útí sal muðlandi popp. Ég vil þó ekki alveg skilja við þessa íburðarmiklu kvikmynd Peter Yates, án þess að gera tæknilegri hlið hennar nokkur skil. í prýðilegu prógrammi Stjörnubíós er farið allnákvæm- lega oní saumana á sviðsmynd þessarar ævintýramyndar. Vil ég hérmeð leyfa mér þann mun- að að bregða útfrá reglu og vitna orðrétt í prógrammið, en þar segir meðal annars: Það tók Pet- er Yates næstum ár að undirbúa töku á kvikmyndinni Krull. Hann lét m.a. byggja 23 sviðs- myndir á 10 sviðum. Búninga- hönnuðurinn Anthony Mendel- son útbjó meira en 100 mismun- andi búninga og sverð, axir og önnur vopn, sem ásamt þúsund- um annarra leikmuna fylltu tugi herbergja ... Nick Maley var sex og hálfa klukkustund á hverjum degi á meðan tökur stóðu yfir að útbúa andlitsgervið á hina fal- legu ungfrú Annis (hún var gerð forljót í myndinni). Atriðið í mýrafenjunum er tekið í stærsta stúdíóinu í Pinewood, þar sem flest atriðin í James Bond- myndirnar eru tekin. Það tók 4 vikur að Ijúka við tökur á þessu atriði en 5 mánuði að byggja sviðsmyndina. Á meðan á töku stóð duttu óteljandi manns ofan í kviksandinn og kvikmynda- tökumaðurinn varð að íklæðast hálfgerðum kafarabúningi. Einsog þið sjáið, kæru lesend- ur, af þessari lýsingu, er mikið lagt í hinn ytri búnað ævintýra- myndarinnar Knill. Samt fannst mér ekkert ævintýralegt við myndina, það sést til dæmis afar greinilega að köngulóarvefur einn mikill er skipar hér veg- legan sess er úr lérefti og ekki nóg með það, því kviksandurinn sem fyrr var rætt um er líkastur viðbrenndri uxahalasúpu þaktri sagi og er þá ekki allt upp talið. Hvað varðar efnisþráð myndar- innar, þá er hann næsta ófrum- legur og byggður á ævintýrinu um kóngsdótturina fögru sem numin er burt af drekanum. Ég held að þeir hjá Columbia hefðu átt að leggja meira í fé í hand- ritsgerð, þá þeir lögðu drög að kvikmyndinni Krull, það er nefnilega vita vonlaust að steypa saman í mynd Ofviðri Shake- speares og Stjörnustríði Lúkasar og Spielbergs. P.s. Foreldrar ættu ekki að fara með lítil börn á þessa mynd, þótt hún sé bara bönnuð innan 10 ára, því þau gætu orðið hrædd við skrímslið Krull.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.