Morgunblaðið - 06.07.1984, Page 27

Morgunblaðið - 06.07.1984, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÓSTUDAGUR 6. JÚLÍ 1984 27 ana og fundum við því þannig vel, meðal annars, fyrir kærleik hans í okkar garð. Þó afi sé horfinn af sjónarsvið- inu getum við samt sem áður hald- ið gleði okkar, því við erum vel birg af ánægjulegum minningum af samskiptum okkar við hann, þær eru vel varðveittar og munu endast okkur til æviloka. Ólafur, Kristín og Ása Briem í dag verður borinn til hinstu hvíldar frá Neskirkju, Jón Gunn- arsson, fyrrverandi skrifstofu- stjóri, en hann andaðist á heimili sínu þann 29. júní sl., á áttugasta og níunda aldursári. Mér er það bæði ljúft og skylt að minnast míns góða vinar með nokkrum kveðjuorðum og þá sér- staklega með störf hans fyrir Slippfélagið í huga. Hann var fyrst kosinn í stjórn Slippfélags- ins árið 1966 og sat í stjórn þess allt til dauðadags, eða alls í 18 ár. En afskipti Jóns Gunnarssonar af Slippfélaginu spanna yfir miklu lengra tímabil. Sem ungur maður vann hann á skrifstofu félagsins og varð einn af stærri hluthöfum þess. Jón bar alla tíð hagsmuni og velferð félagsins mjög fyrir brjósti. Það var gott að leita ráða hjá Jóni Gunnarssyni, hann var ráðhollur maður, þekkti púlsinn í atvinnulífinu, enda hafði hann öðlast mikla reynslu á langri ævi. Hann var einn af þessum jákvæðu mönnum, sem gott var að leita til og vinna með. Og nú er hann horf- inn inn fyrir tjaldið, sem skilur heimana tvo, og á þessari kveðju- stundu vil ég fyrir hönd Slippfé- lagsins bera fram þakkir og kveðj- ur félagsins. Ég sendi dætrum hans, tengda- sonum, barnabörnum og öðrum vandamönnum innilegar samúð- arkveðjur. í dag fer fram frá Kálfatjarn- arkirkju útför Ólafs Tr. Sig- tryggssonar, Vogagerði 22 í Vog- um. — Hann fæddist 23. mars 1945 og lést 26. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigtryggur ólafsson og Kristín Stefánsdóttir á Akureyri. ólafur var iðnverka- maður. Árið 1967 kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Árnýju Helgadóttur úr Vogunum. Þeim varð þriggja barna auðið. Þau hófu búskap í Reykjavík en flutt- Blessuð sé minning Jóns Gunn- arssonar, hún er okkur öllum dýrmæt. Þórarinn Sveinsson Með örfáum orðum langar mig til að minnast vinar míns Jóns Gunnarssonar fyrrverandi skrif- stofustjóra í Hamri hf., en útför hans verður gerð frá Neskirkju í dag, föstudaginn 6. júlí. Það var í janúarbyrjun árið 1964, að fundum okkar Jóns bar fyrst saman. Ég hafði sótt um vinnu á skrifstofunni í Hamri og var kallaður til viðtals við Jón. Strax fór vel á með okkur, þótt aldursmunur væri talsverður, og þróaðist kunningsskapurinn í trausta vináttu, sem aldrei bar skugga á. Ekki var Jón mikill „bíladellu- kair og leiddist frekar að aka bíl. Oft þurfti hann þó að skreppa bæjarleið til að útretta fyrir fyrir- tækið. Því kom ósjaldan í minn hlut að keyra Jón í þessum ferð- um. Þá var margt spjallað og margar sögur og mikinn fróðleik um fyrstu ár Hamars fékk ég að heyra á þessum samverustundum okkar, en Jón var fyrsti starfs- maður fyrirtækisins. Jón var einn af fyrstu nemend- um Verzlunarskóla íslands og bar hann ávallt mikinn hlýhug til skódans. Ég man enn að fyrsta spurningin sem hann spurði mig þegar hann var að ráða mig á skrifstofuna í Hamri var „og hvernig líkaði þér svo í Verzlun- arskólanum?" Jón var sleipur máiamaður og sérstaklega held ég að honum hafi þótt vænt um frönskuna enda lengi í stjórn Fransk-ísl. félagsins Alliance Francaise. Eftir að Jón lét af störfum í Hamri fyrir aldurs sakir, fækkaði samverustundum okkar að sjálf- ust suður í Voga fyrir nokkrum árum og þar annaðist hann húsa- viðgerðir ásamt öðrum manni. Sjá, nóttin er á enda, nú árdagsgeislar senda um löndin ljós og yl. í nafni náftar þinnar ég nú til iðju minnar, minn Guð, að nýju ganga vil. (H. Hálfd.) Vinir sögðu. Alltaf var þó jafn hress- andi að heimsækja Jón, "þegar hann kom til dyra teinréttur og hress, þótt kominn væri á níræðis- aldur, og heilsaði glaðlega og ætíð með sömu orðunum: „Komdu nú sæll og gakk í bæinn og du skal ha en cigar." Og gríðarlega er ég bú- inn að reykja marga sígara frá Jóni. Í einkalífi sínu var Jón mikill gæfumaður. Hann kvæntist hinni mestu ágætiskonu, Ásu Þorsteins- dóttur kaupmanns í verzluninni Vík. Ása andaðist árið 1971 langt fyrir aldur fram og varð andlát hennar Jóni þungt áfall. Ég votta dætrunum þremur, þeim Ernu, Helgu og Eddu, inni- legustu samúð mína. Að leiðarlokum þakka ég Jóni Gunnarssyni samfylgdina, þá samfylgd sem ég hefði ekki viljað vera án. ÞÞ í dag kveðjum við Jón Gunn- arsson í Hamri. Jón Jóhann Gunn- arsson, eins og hann hét fullu nafni, var fæddur í Reykjavík 13. desember 1895 og var því rúmlega 88 ára, er hann lést 29. júní sl. Foreldrar hans voru Gunnar Björnsson, skósmíðameistari í Reykjavík og kona hans, Þorbjörg Pétursdóttir. Hinn 30. janúar 1932 kvæntist Jón Ásu Þorsteinsdóttur, kaup- manns í Vík í Mýrdal og síðar í Reykjavík, Þorsteinssonar. Jón og Ása eignuðust þrjár dætur, Helgu, sem er ógift, Ernu, sem er gift Þórði Gröndal, forstjóra Vél- smiðjunnar Hamars hf., og Eddu, sem gift er Ólafi Briem, deildar- stjóra hjá Flugleiðum hf. Barna- börnin eru 6 og barnabarnabörnin 2. Jón Gunnarsson lauk námi frá Ólafur Tr. Sig- tryggsson — Kveðja Minning: Guðmundur Vigfús Asmundsson Fæddur 13. mars 1938 Dáinn 29. júní 1984 Samstarfsmaður minn hjá Hitaveitu Reykjavíkur um 30 ára bil, Guðmundur Vigfús Ás- mundsson, féll frá, óvænt og svip- lega, þann 29. júní síðastliðinn. Sem íþróttakempa og þjálfari upprennandi fótboltastirna hjá knattspyrnufélaginu Val, var hann þennan eftirmiðdag að leik með drengjunum, þegar hinsta kallið kom, snögglega og miskunn- arlaust. Sagt er, að enginn megi sköpum renna, og lítt tjáir að deila við þann dómara sem ræður lífi manna. En vissulega kom frá- fall Guðmundar starfsmönnum hans og vinum í opna skjöldu. Af þessum 46 ára gamla íturvaxna, hrausta og glæsta einstaklingi stafaði þreki, þori og dugnaði, sem átti skylt við líf en ekki dauða. Guðmundur ólst upp á fyrir- myndarheimili í Reykjavík og dvaldist eftir fráfall föður á heim- ili móður á meðan hennar naut við. Síðustu árin bjó hann hjá systur sinni og mági. Hann var ókvæntur. Guðmundur var bifreiðastjóri að atvinnu, og frá því kynni okkar hófust, stýrði hann vörubifreiðum fyrir Hitaveituna. Vegna starfa minna þar, varð með okkur náin og margvísleg samvinna. Með sem fæstum orðum sagt, get ég naum- ast hugsað mér elskulegri og dugmeiri samstarfsmann. En fljótlega fór samvinna okkar Guðmundar að þokast út fyrir önn dagsins hjá Hitaveitunni og yfir á tómstundasvið, þar sem árátta til að byggja og brasa reyndist ásæk- in. Þannig aðstoðaði Guðmundur mig marga tómstundina. En tómstundasamvinna okkar Guðmundar náði lengra en til byggingaframkvæmda. Innan- lands fórum við í veiðiferðir ásamt öðrum félögum, og við „lögðum loft undir fót“ til fjar- lægra landa. Síðustu ferð af þess- um toga gerðum við Kristrún kona mín og Guðmundur, ásamt öðrum ferðafélaga, til Florída í Banda- ríkjunum í maí síðastliðnum. í blíðskaparveðri var þar arkað um sjávarstrendur, synt í sjó, og ekið um Florida-fylki þvert og endi- langt. Guðmundur var heimilisvinur og tíður gestur hjá okkur Krist- rúnu, einatt þess búinn að taka til hendi, hvenær sem ástæða gafst til. Þarf naumast að taka það fram, að við Dúna sársöknum hans, enda skarð fyrir skildi. En minningin lifir um þennan hóg- væra, nærgætna og dugmikla dreng sem Guðmundur Ásmunds- son var. Systkinum og öðrum skyldmennum hans vottum við Kristrún innilega smúð. Kristján Finnbogason. Verzlunarskóla Islands árið 1917 og réðst til hlutafélagsins Ham- ars, er það var stofnað árið 1918. Hann var síðar skrifstofustjóri Hamars og meðeigandi í Hamri varð hann árið 1924. Alls urðu starfsárin hjá Hamri 52. Jón lét félagsmál mikið til sín taka. Hann var einn stofnenda Steindórsprents hf. og stjórnar- formaður þess um skeið. Hann var einn af stofnendum Stálsmiðjunn- ar hf., Járnsteypu Reykjavíkur hf. og Hamarsbúðarinnar hf. og átti sæti í stjórn þessara fyrirtækja. Jón var meðstofnandi. Landkynn- ingar hf. og stjórnarformaður þess félags 1960—1962, endurskoð- andi Steinullar hf. í Hafnarfirði og átti sæti í stjórn Slippfélagsins í Reykjavík hf. Árin 1931—1938 sat Jón Gunn- arsson í stjórn Verzlunarskóla ís- lands og í stórn Verzlunarskóla- hússins 1936—1938. Hann var varamaður í stjórn Geðvemdarfé- lags íslands um skeið og auglýs- ingastjóri blaðsins Geðvernd á sama tíma. Þá átti Jón sæti í stjórn Alliance Francaise um ára- bil og var kjörinn heiðursfélagi þess félags (Membre D’Honneur) 1. ágúst 1965. Hinn 12. september 1958 sæmdi forseti franska lýðveldisins Jón Gunnarsson riddaraorðunni Chev- alier du Merite Maritime og þann 20. mars árið 1980 var Jón sæmdur orðunni L’Officier de L’Ordre du Merite Maritime. Hinn 4. maí 1955 stofnaði Jón Gunnarsson Lionsklúbbinn Fjölni í Reykjavík og var það fjórði Lionsklúbburinn, sem stofnaður var á landinu. Félagar voru í byrj- un 12, en eru nú 61. Nú eru Lionsklúbbar á íslandi orðnir 82. Jón var kjörinn fyrsti formaður Lionsklúbbsins Fjölnis. Hann var sívakandi í félagsstarfinu, var ávallt málefnalegur í umræðum og lét öll málefni, sem klúbburinn beitti sér fyrir sig miklu skipta. Meðal þeirra málefna, sem Lionsklúbburinn Fjölnir hefur veitt stuðning, eru Málleysingja- skólinn, Upptökuheimilið að Sil- ungapolli, Vistheimilið að Víði- nesi, símaþjónusta SÁÁ og fjöldi annarra líknarmála. Megininntak starfsins var að hjálpa öðrum til að hjálpa sér sjálfir. Jón fylgdi þeirri kenningu jafnt innan líknarfélaga sem utan og margir eru þeir einstaklingar, skyldir sem óskyldir, sem borið geta vott um góðvild hans og stuðning. En Jón Gunnarsson gat verið hrókur alls fagnaðar á góðri stund. Hann var grannur maður og spengilegur og mörgum yngri manni glæsilegri að velli. Er Jón varð 75 ára í desember 1980, héldu félagar hans í Fjölni honum hóf, og í fundargerð ritara kemur fram góð lýsing á Jóni Gunnarssyni, en hún er þannig: „Enginn, sem mætir Jóni Gunn- arssyni á förnum vegi eða á tal við hann, er í nokkrum vafa, að þar er höfðingi á ferð í fyllstu merkingu þess orðs. Jón er magnaður á mörgum sviðum, talar mörg tungumál, hefur ferðast um öll heimsins höf. Jón kann að lifa líf- inu lifandi, svo að við hinir mætt- um af læra, eða eins og hann sagði sjálfur í ræðu sinni, hvert ald- ursskeið hefur sitt lífsmunstur og að njóta þessara aldursskeiða er listin að kunna að lifa.“ Ræktarsemi Jóns við Lions- klúbbinn sinn Fjölni var einstök. í rúma tvo áratugi lét hann prenta vasadagbók með félagatali Lionsklúbbsins Fjölnis og síðan gaf hann hverjum einstökum fé- lagsmanni eintak með ágylltu nafni viðkomandi. Afhending dagbókarinnar, eða Jónsbókar, eins og félagarnir kölluðu hana, var árleg hefð, sem beðið var eftir með tilhlökkun. Á nýjársdag 1984 heiðraði for- seti Islands Jón Gunnarsson fyrir störf hans að félagsmálum og sæmdi hann hinni íslensku fálka- orðu. Lionsklúbburinn Fjölnir gerði Jón Gunnarsson að fyrsta heiðurs- félaga klúbbsins, er Fjölnir hélt upp á 15 ára afmæli sitt 4. maí 1970. Öll störf Jóns Gunnarssonar í þágu Lionsklúbbsins Fjölnis og þeirra málefna sem hann helgaði sig fáum við aldrei fullþökkuð. En lífsferli Jóns fáum við einna best lýst með eftirfarandi vísu: „Alla þá, sem eymdir þjá, er yndi að hugsa, og lýsa þeim, sem ljosið þrá, en lifa i skugga." (Freysteinn Gunnarsson.) Að leiðarlokum kveðjum við mætan dreng og trausts félaga er sárt saknað. Aðstandendum öllum sendum við alúðarfyllstu samúðarkveðjur. Félagar í Lionsklúbbnum Fjölni. Friðdís Björns- dóttir — Minning Fædd 19. ágúst 1951 Dáin 21. júní 1984 Hún frænka mín hefur kvatt þennan heim. Hún fæddist á Akureyri þann 19. ágúst 1951, dóttir hjónanna Þórunnar Friðjónsdóttur og Björns Þorvaldssonar, í Kópavogi. Börn þeirra hjóna auk Friðdísar eru Þorvaldur rafvirkjameistari, Ingi Þór rafvirki og Bjarni hár- skeri. Ég þekkti Friðdísi frá því hún var barn. Hún var í uppáhaldi hjá dóttur minni þann tíma sem hún passaði hana, enda var hún svo ljúf, bllð og hlý. Ég get ekki lýst henni betur en með þessum orð- um. Það eru erfið spor að fylgja svo ungri konu til grafar frá þrem ungum börnum, þeim Þóri Birni fæddum 4. júní 1971, Katrínu Maríu fæddri 1. maí 1975 og Guð- mundi Rúnari fæddum 20. maí 1979. Það eina sem við vitum þegar barn fæðist, er að það deyr ein- hverntíman. Drottinn tekur ekki eftir aldri, hann tekur eftir kalli. Elskulegu litlu börn, biðjum Guð að styrkja pabba ykkar, svo hon- um hlotnist sú hamingja að leiða ykkur með mildri hendi í gegn um lífið og þerra sorgartárin. Margt er hulið okkur alla tíð ávallt svarið veitti móðir blíð. Bið þú Jesú bænir þínar nú bið þú Hann um sterka og mikla trú. (Sighvatur Torfason) Maður verður orðvana, er dauð- inn knýr á dyr svo rétt hjá manni. Ég kveð þig frænka mín með sár- um söknuði, ekki datt mér í hug er ég kvaddi þig svo hugrakka og geislandi af friði að ég ætti ekki eftir að sjá þig aftur. Ég og fjölskylda mín færum for- eldrum, ömmu, systkinum, börn- um og öðrum aðstandendum Frið- dísar okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Sólbjört Gestsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.