Morgunblaðið - 07.07.1984, Page 5

Morgunblaðið - 07.07.1984, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 1984 5 Líf og fjör í Leirvogsá Rétt rúmir 30 laxar voru komnir á land úr Leirvogsá í gærkvöldi, en þann dag komu 11 laxar á land á 2 stangir, met til þessa síðan veiði hófst þann fyrsta þessa mánaðar. Þrír lax- anna í gær voru 10—11 punda fiskar, hinir 3—5 pund, og voru flestir með lús um allan búk. Þetta er óvenjulega góður afli svona snemma sumars í Leir- vogsá, en kunnugur maður við ána í gær sagði fyrstu alvöru- gönguna koma yfirleitt í kring um 10. júlí ár hvert. Er þetta enn eitt lýsandi dæmið um hið góða vor og sumar sem verið hefur til þessa. Athygli vakti, að lax veiddist frammi í Gljúfrum fyrir ofan Ketilhyl i gær og það ólúsugur. Veiðimenn sem bar renndu sáu talsvert af fiski, m.a. einn sem þeir töldu 16—17 punda. Er það mesta furðan af öllum í Leir- vogsá nú, að laxinn skuli hafa gengið svo langt svona snemma sumars. Talsvert var að ganga af smálaxi í gær og einn og einn vænn sást á milli, t.d. var reynt lengi við einn í 14 punda klass- anum fyrir neðan brúna á Vest- urlandsvegi, en hann sá að sér og forðaði sér áður en freistingin varð of mikil. Laxinn hefur sem sé veiðst um alla á, í gær allt frá Sleppitjarnarhyl og fram í efri Gljúfur sem fyrr sagði. Þriðji stærsti laxinn í veiðifréttum Mbl. í gær var greint frá 21,5 punda laxi sem bandariskur veiðimaður dró á þurrt í Dalsárósi í Víðdalsá í fyrramorgun. í síðdegistörninni Þeir hafa verið grilúsugir í Leirvogsi síðustu dagana. Þennan stæðilega hæng veiddi Ingveldur Viggósdóttir í „Gljúfrunum" í Þveri í Borgarfirði 29. júni síðastliðinn. ÞetU var 19 punda nýrunninn fiskur og í hópi stærstu laxa sem veiðst hafa hér i landi það sem af er þessu sumri. Laxinn veiddi Ingveldur i Toby-spón. þá veiddist svo 23 punda fiskur á sama stað. Þann lax veiddi Bandaríkjamaðurinn Charles Warner á Sweep-einkrækju nr. 6. Stærsti laxinn úr Víðidalsá til þessa og þriðji stærsti lax sem Mbl. hefur fregnað að veiðst hafi á þessu sumri, stærstir sem fyrr 25 punda lax úr Blöndu og 24 punda lax úr Vatnsdalsá. Elliðaárnar sprækar Mbl. var tjáð í gær, að um 260 laxar væru komnir á land og er það nokkuð meiri afli en á sama tíma í fyrra. síðustu dagarnir hafa verið gjöfulir og mikið af smálaxi hefur verið að ganga. Stærstu laxarnir til þessa hafa verið tveir 15 punda fiskar, en meðalvigtin er nú óðum að ná sínu venjulega eftir að hafa ver- ið há að venju framan af veiði- timanum. Gott miðað við tíma í Svartá Veiði hófst í Svartá 1. júlí og hefur verið talsvert líf í ánni, 3 vænir laxar veiddust fyrsta dag- inn og fyrsta „hollið" náði 9 fal- legum löxum. Reytingsveiði hef- ur verið síðan, en Mbl. hefur ekki nákvæmar tölur. Á þriðja hundrað laxar hafa smeygt sér í gegn um teljarann i Blöndu og lofar það góðu. — gg- Símasamningur við Norðmenn Póstur og sími og norska fyrirtæk- ið EB-Scanword gerðu sl. miðviku- dag með sér samning um kaup Pósts og síma á fimmtán FOX-símakerf- um, sem EB-Scanword framleiðir, að söluverðmæti ura 500 þúsund norsk- ar krónur. En sú upphæð mun vænt- anlega tæplega þrefaldast áður en tækin komast i hendur neytenda hér á landi, miðað við álögð gjöld. FOX-símakerfin eru framleidd með tilliti til notkunar í litlum og meðalstórum fyrirtækjum og þykja mjög hentug til slíkra nota, þar sem þau eru nýtískuleg og ein- föld og lögð er áhersla á, að þau dragi úr heildarkostnaði notenda við það að koma sér upp símakerfi innanhúss. EB-Scanword er hluti af A/S ELektrisk Bureau (EB), stærsta raftækjafyrirtæki Noregs, og tók þátt í að koma upp fyrstu sjálf- virku símstöðinni á íslandi fyrir rúmum fimmtíu árum. EB hefur því áður komið við sögu símamála hér á landi og er búist við að Póst- ur og sími hafi frekari viðskipti við fyrirtækið í framtíðinni. Innbrotið í kirkju Oháða safnaðarins: Þjófarnir í gæsluvarðhald Fimmmenningarnir, sem stóðu m.a. að baki innbrotinu i kirkju Óháða safnaðarins auk annarra innbrota, voru í fyrradag úrskurð- aðir i gæsluvarðhald að beiðni Rannsóknarlögreglu ríkisins. Báð- ir karlmennirnir í hópnum voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 1. ágúst, sem og ein stúlknanna þriggja. Hinar tvær til 11. júlí. Fólkið er allt á aldrinum 23—28 ára. # HINN MARGEFTIRSPURÐI UNO BASIC NÚ AFTUR FÁANLEGUR — OGÁ ÓTRÚLEGU VERÐI \ Jl VV Kr. 227.000.- á götuna. JwLJhUÁLMSSON HF.i A Ti Smidjuvegi 4. Kopavogi Simar 77200 - 77202.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.