Morgunblaðið - 07.07.1984, Síða 9

Morgunblaðið - 07.07.1984, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ1984 9 jtömgDsö tnáD Umsjónarmaður Gísli Jónsson í síðasta þætti hafði ég góð orð um að gera nokkur skil bréfi frá Birni Guðmundssyni í Reykjavík. Skal nú reynt að standa við það. í fyrsta lagi er það þá hversu fólk „blandar oft sam- an orðunum sól og sólskin eins og danir og englendingar". Um þetta hef ég áður fjallað og skal ekki svo mjög endurtaka það, en vitna í þess stað til vísu sem ég hef lært svo: Sólin lætur sólskinið svíða mannagreyin bara til að venja þá við vistina (velgjuna) hinumegin. Um leið og ég mæli með því að við förum út í sólskinið, langar mig til að biðja lesend- ur að segja mér eftir hvern vísan er, því að það kann ég ekki. ★ í gamla daga var mál okkar stundum miðað við landshætti sem áttu við í Noregi. Út tákn- aði fyrir Norðmönnum vestur, og merkir því útsynningur sama sem suðvestanvindur og útnyrðingur = norðvestanvindur. Frá Noregi fóru menn út til íslands. „Út vil ek,“ sagði Snorri Sturluson, staddur í Noregi, þegar hann ætlaði sér heim til Islands. Hann hafði hins vegar farið utan, þegar hann fór frá íslandi til Noregs. Leifar af þessu tali haldast enn okkar á meðal. Við förum utan, förum í utanlandsferðir, þegar við förum til annarra landa. Mér finnst, eins og Birni Guðmundssyni, leiðindamál að fara erlendis í merkingunni að fara til útlanda. Málfróðir menn hafa hins vegar kennt mér — og það hefur fyrr fram komið I þessum þáttum — að þetta orðalag er hreint ekki nýtt af nálinni. Það kemur og fyrir f textum sem hingað til hafa verið taldir fremur til fyrirmyndar en hitt. En samt. Eg amast við þessu tali, við erum erlendis, en fdrum ekki erlendis, eins og bréfritari sagði. Þá er það glænýr. Björn Guð- mundsson vildi ekki tala um glænýjar bækur, hljómplötur og aðra hluti sem ekki væru komnir úr sjó. Rétt er það hjá Birni að glær er sjór, og upp- haflega mun glænýr hafa verið haft um þann afla sem nýdreg- inn var úr sjónum. En ég held við verðum að beygja okkur fyrir því, að forliðurinn glæ — hefur fyrir löngu fengið áherslumerkingu, án tillits til lands eða sjávar. í orðabók Menningarsjóðs segir að glæ- nýr sé: alveg nýr, ferskur, ný- dreginn úr sjó. Við björgum litlu, þótt við setjum spánnýr (spónnýr) í staðinn. Við færum aðeins lík- ingamálið til. í glænýr var lík- ingin dregin af ferskum sjáv- arafla. I spánnýr (spónnýr) er líkingin hins vegar dregin af smíðum. Eitthvað er nýtt eins og spánn (nú spónn) sem fyrir skemmstu var heflaður, höggvinn eða tálgaður af. Prófessor Jón Jónsson eða Jón Jónsson prófessor. Mér finnst ekki fært að setja um það ákveðna reglu, hvernig tit- ill sem prófessor í dæminu hér á undan eigi að standa. Þetta held ég að hljóti að fara eftir atvikum og menn séu nokkuð frjálsir um orðaröðina að þessu leyti. Við höfum öll gaman af ný- yrðasmíð, og ekki síst að velta því fyrir okkur, hvernig á því standi að sum nýyrði eiga greiða leið inn í málið, önnur ekki. Stundum fer líka svo, eins og oft hefur verið minnst á áður hér í þáttunum, að til verða í málinu tvö orð um hið sama. Má þá oft annars vegar greina hversdagsleg tökuorð og hinsvegar sparileg nýyrði. Hér fer á eftir nokkur hluti af helstu erlendum heitum í matreiðslubók Jónínu Sigurð- urðardóttur, svo og þýðinum á þeim (fimmta útg. aukin, Ak- ureyri 1945): Abrikos: eiraldin. Ananas: grænaldin. Appelsin: glóaldin. Asparges: spergill. 250. þáttur Banan:'bjúgaldin. Baf: baut. Citron, sítónur: gulaldin. Dessert: ábætir (ábætisrétt- ir). Frikassé: kjöt með gulróf- um. Gulach (eða Gullach): smá- steik. Hachis: kjötkássa. Hollandaise: smjörsósa. Kapers: kapar. Karamel: töggur (sykra). Karry: kár. Krustader: brauðkollur. Körvel: kerfill. Mais (Majs): mæs. Makaroni: stengla (stengl- ur). Melon: tröllepli (melóna). Nougat: möndluábætir. Nudler (núðlur): stirnur, stirnumjólk. Porre: blaðlaukur. Rabarber: tröllasúra (rab- arbari). Selleri: selja. Semoulegrjón: símyljugrjón. Tartalettur: brauðkænur. Timbale: steikt smjördeigs- kæna. Tomater: rauðaldin. 01Iebrod: brauðsúpa með öli. Postejer smjördeigskænur með loki. Nú eru flestir orðnir ásáttir um að sr. Þorleifur Jónsson hafi ort vísuna Sólin gyllir haf og hauður. En þá hefjast upp menn sem hafa kannað heim- ildir um hina vísuna sem sr. Þorleifi var eignuð í bréfi Jóns Á. Gissurarsonar. Halldór Kristjánsson fá Kirkjubóli bendir mér á bls. 294 I útgáfu ljóðmæla Stefáns ólafssonar í Vallanesi (Khöfn 1885). Þar er í neðanmálsgrein: „sbr. bæn- arvísu sr. Grímólfs Bessasonar af stól í óþurrkatíð: Mörg vill á dálpa mæóan ströng, minn guð, þú hjálpa hlýtur, erfiði vort og aflaföng stlar að verða skítur." Á dálpa merkir víst að bjáta á. Annars dálpa fuglar vængj- um. Stjórn KÍ: Harmar að ekki hafi tekist að tryggja áframhaldandi starf höf- unda námsefnis í samfélagsfræði Efling umferðaröryggis framhaldsskólanemenda Á Norrænu umferðaröryggisári og í tengslum við það var efnt til aukinnar fræðslu um umferðarmál í skólum. Þar sem slysatíðni ungra ökumanna hefur verið meiri en hjá öðrum aldurshópum þótti ástæða til að hefja aðgerðir til stuðnings ungu fólki í umferð. í fréttatilkynningu sem Morgun- blaðinu hefur borist frá Kennara- sambandi fslands segir að KÍ hafi borist yfirlýsing frá þrettán aðiljum sem starfað hafa að uppbyggingu og samningu námsefnis í samfélags- fræðum þess efnis að hópurinn telji sér ekki lengur fært að halda starf- inu áfram þar sem um grundvall- arbreytingu ráðuneytisins í náms- efnisgerð virðist vera að ræða. Síðan segir í fréttatilkynningunni: „Stjórn Kennarasambands Islands lýsir áhyggjum sínum yfir því að ekki hef- ur tekist að tryggja áframhaldandi uppbyggingarstarf þessa hóps sem unnið hefur af áhuga, alúð og kost- gæfni að samningu nýs námsefnis í samfélagsfræði. Stjórnin harmar einnig að sú umræða og umfjöllun um starf hópsins sem átt hefur sér stað á undanlornum mánuðum hefur ómaklega gert verk hans tortryggi- leg í augum almennings. Þá segir í fréttatilkynningu KÍ að það sé von stjórnar Kennara- sambandsins að ráðuneytið sjái til þess „að þeirri samfelldu þróun í uPPbyggingu námsefnis i samfé- lagsfræðum sem hafin var 1970 verði fram haldið á þeirri braut sem þegar hafi verið mörkuð og verkinu lokið sem fyrst." Þessi ályktun var samþykkt samhljóða á stjórnarfundi Kennarasam- bandsins 28. júní sl. Akveðið var af hálfu Mennta- málaráðuneytis og Umferðarráðs að bjóða framhaldsskólum upp á fræðslufundi um umferðarörygg- ismál og ýmsan stuðning við skólanemendur, t.d. í starfsvikum þeirra. Tekin var ákvörðun um að veita þeim skóla verðlaun sem mestan áhuga og árangur sýndi i þessu starfi. Almennar tryggingar hf. sýndu þessu máli þann velvilja og rausn að veita glæsileg verð- laun, kvikmyndatökuvél fyrir myndband, í þessu skyni. Dómnefnd skipuðu: Frá menntamálaráðuneyti Guðmund- ur Þorsteinsson námstjóri, frá Al- mennum Tryggingum hf. Þorgeir Lúðvíksson deildarstjóri, frá Um- Hafnarfjörður Opið í dag 1—4 Til sölu m.a. Öldugata. 210 fm steinhús meö 2 íbúöum, hæö, kj. og ris. I risi er 2ja herb. íb. og á hæöinni er 5 herb. íb. Falleg lóö, mikiö útsýni. Móabarð. 4ra—5 herb. sér- hæö (efri hæö) á fallegum út- sýnisstaö. Allt sér. Bílskúr. Miðvangur. 2ja herb. íb. um 75 fm á 1. hæö í fjölb.húsi. Öldutún. 3ja herb. vönduö íbúö í fjölbýlishusi ásamt bílsk. Suöursvalir. Álftanes. Nýtt og vandaö um 220 fm timburhús á einni hæö ' meö um 40 fm bílsk. Skípti á 4ra—5 herb. möguleg. Álfaskeið. 4ra herb. ný- standsett endaíb. á 3. hæö. Sérstakl. mikiö útsýni. Bilskúr. Laus nú þegar. Hamraborg — Kóp. Vönduö 2ja herb. íbúö á 1. hæö 72 fm. Smárahvammur. Einbýiis- hús á tveimur hæöum. 7 herb. og kjallari. Mikiö útsýni. Öldutún. 4ra herb. íbúö á jaröhæö. Laus nú þegar. Hjallabraut. 4ra—5 herb. vönduö íbúð á 4. hæö í fjölbýl- ishúsi. Suöursvalir. Mikiö út- sýni. Hjallabraut. 3ja—4ra herb. íbúö á 3. hæö (efstu hæö). Hamarsbraut. 5—6 herb. járnvariö timurhús. Verö 1,4 millj. Arnarhraun. 5—6 herb. vandaö 170 fm steinhús meö bílskúr. Ræktuö lóö. Álfaskeið. 4—5 herb. falleg 120 fm endaibúö á 1. hæð i eftirsóttu fjölbýlishúsi. Bilskúrs- réttur. Álfaskeiö. 3ja—4ra herb. íbúö á 3. hæö i fjölbýlishúsi. Bílskúrssökklar. Laus fljótlega. Grænakinn. 3ja herb. vönd- uö íbúö á jaröhæö í tvibýlishúsi. Allt sér. Hólabraut. 3—4ra herb. íbúö á neöri hæö í tvíbýlishúsi. Allt sér. Bílskúr. Álfaskeiö. 2ja herb. falleg íbúö á jaröhæö i tvíbýlishúsi. Mikiö útsýni. Móabarð. Stór 2ja herb. íb. á neöri hæö í tvíbýli, meö bílskúr. Söluturn til sölu á góöum staö í Hafnarfiröi. Skagaströnd. Einbýiishús úr timbri 80—90 fm á einni hæö. Verö 300—400 þús. Fjöldi annarra eigna ó söluskrá. FASTEIGNASALA Árna Gunnlaugssonar Austurgötu 10 - S: 50764 VALGEIR KRISTINSSON. HOL. ferðarráði Valgarð Briem for- maður Umferðarráðs. Samkvæmt niðurstöðu dóm- nefndar hlaut Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum verðlaunin fyrir mjög gott og vel skipulagt starf að umferðaröryggismálum í starfs- viku skólans sem fór fram 6.—12. mars á síðastliðnu ári. Þar störfuðu nemendur og kennarar eingöngu að umferðar- öryggismálum í vikunni. Má nefna nokkra þætti, gerð kvikmyndar (á myndband), útgáfu blaðs um um- ferðarmál til dreifingar í öll hús bæjarins, sýning á vinnu nemenda sem unnin var í tengslum við um- ferðarmálin, könnun á ýmsum þáttum umferðarmála í Vest- mannaeyjum og heimsókn skóla- nemenda til barna á dagvistar- stofnunum með söng og fræðslu um umferðarmál. Nemendur höfðu samstarf við Umferðarráð, — lögreglu, tryggingarfélög, umferð- arnefnd, slökkvilið, bifreiðaeftirlit o.fl. Þess er vænst að nemendur Framhaldsskólans í Vestmanna- eyjum njóti góðs af starfi sínu á þessum vettvangi og geti orðið öðrum gott fordæmi. Vænta má þess ennfremur að gjöf Almennra trygginga hf. komi að góðum not- um við gerð umferðarkvikmynda til aukinnar fræðslu á næstu ár- um. 43307 Opiö kl. 1—4 í dag Furugund Góð 3ja herb. íb. í lyftuhúsi. Laus fljótlega. Verö 1700 þús. Kjarrhólmi Góö 3ja herb. 90 fm íb. á 4. hæð, mögul. á afh. fljótl. Verð 1600 þús. Hlíðarvegur Góö efri sérhæö, 5 herb. ásamt 30 fm bílsk. Goöheimar Góö 5—6 herb. hæö ásamt bílskúr. Mögul. aö taka minnl eign uppt. Fiskakvísl 170 fm hæö + ris ásamt 30 fm bílskúr. Afh. fokh. strax. Dalsel 230 fm raöhús ásamt bílskýli. Verö 3,8 millj. Einbýli — Mosfellssv. Mjög gott einbýli á einni hæö ásamt bílskúr. Góöur garöur, góöur staöur. Verö 3,4 millj. Lóó miösvæöis í Garöabæ ásamt samþ. teikn. Hægt aö hefja byggingarframkv. nú þegar. Laufbrekka Til sölu einbýli/raðhús ca. 190 fm á efri hæö ásamt 230 fm iðnaðarhúsn. á neðri hæö. Vmsir mögul. á nýtingu. Góöir greiðsluskilmálar. Afh. fokh. meö gleri í okt. nk. Bújörö til sölu Til sölu bújörö í Húnavatnssýslu ásamt 230 fm atvinnuhúsn. KIÖRBÝLI FASTEIG N AS ALA Nýbýlavegi22 III hæð (Dalbrekkumegin) Simi 43307 Sölum.: Sveinbjörn Guðmundteon. Ratn H. Skúlaeon, lögtr. Þú svalar lestrarþörf dagsins ásíöum Moggans!_____________x plnirgi m m J Áskriftarsíminn er 83033

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.